Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 Meiri hluti loðnu- flotans farinn á veiðar Samningar samþykktir sum- staðar — felldir annars staðar Heildarkjarasamningarnir eru útskýrðir á bls. 14 og 15 í Mbl. í dag. Þar er einnig fjallað um lífeyrismálasamkomulagið og forystumenn eru spurðir álits á kjarasamningunum. NÝJU sjómannasamningarnir, sem voru undirritaðir i gærmorgun, voru f gær felldir á öllum stöðum við Faxaflóa nema á Akranesi. Liggja þvf flest fiskiskip frá höfnum við Faxaflóa enn bundin við bryggju og enginn veit hvcnær þau komast til veiða. 1 Vcstmannaeyj- um, Grindavík, Þorlákshiifn og Eyrarbakka voru samningarnir hins vegar samþykktir. A Austfjörðum fcr atkvæðagreiðsla um samningana ekki fram strax, en þar hefur vcrkfalli sjómanna verið aflýst og sömu sögu er að segja af höfnum við Eyjafjörð. Þar hefur verkfalli verið frestað og eins atkvæðagreiðslu vegna erfiðra samgangna. Atkvæða- greiðsla um nýju samningana fer fram á Snæfellsnesi f dag. A þeim stöðum sem samningarnir voru samþykktir hóldu skipin strax til veiða og í gærkvöldi var meir en helmingur loðnuflotans kominn til veiða. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað nýtt verð á fiski i gærmorgun. Fiskur hækkar mikið í verði m.a. vegna lækkunar út- flutningsgjalda eða frá 13—36%. Mest hækkar stór þorskur um 36%. Áður var greitt fyrir hvert kíló kr. 47 en núna er kr. 63.90. Þá hækkar kíló af ýsu um 33% eða úr 38 kr. í 55.50. Það vakti athygli hve þátttaka i Framhald á bls. 35 Hækkun búvöru? ENllURSKOÐUN verðs á land- búnaðarvörum átti að koma til framkvæmda fvrir 1. mar/. sam- kvæmt lögum um endurskoðun á þriggja mánaða fresti, eh ákveðið var á sinum tima að fresta þessari afgreiðslu til 20. marz n.k. Sveinn Tryggvason fram- kvæmdastjóri framleiðsluráðs landbúnaðai ins sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að það sem lægi fyrst og fremst fyrir í næstu endurskoðun væri afgreiðsla á þeim 6% sem skilin voru eftír 1. des. s.L, en að auki kæmu nú til nýjar hækkanir sem bóndinn ætti að fá í samræmi við aðrar stéttir og svo hækkun vegna dreifingar- kostnaðar, en vinnulaun eru um 50% af dreifingarkostnaði vara. Sveinn kvað þá ekki vera búna að reikna dæmið út, þetta er ekki svo lengi gert, við förum í það þegar þar að kemur, sagði hann. Hóta að sprengja hús Jóns Olgeirs- sonar í loft upp JON Olgeirsson ræðismaður Islands í Grimsbv skýrði Mbl. frá því i gær að mönnum þar um slóðir væri orðið nokkuð heitara i hamsi eftir því sem atvinnuleysi ykist. Sagði Jón, að hann hefði á undanförnum 10 dögum þrívegis fengið upphringingu heim til sín, þar sem hótað hefði verið að sprengja hús hans i loft upp. Sagði Jón að lögreglan hefði komið og gert sprengjuleit í örvggisskvni, en ekkert fundið. Ilefði hann nú f sam- ráði við símstöðina í (irimsbv fengið nýtt levnilegt síma- númer heima og engar hótanir fcngið síðan fvrir helgi. Ljósm. Jón P. Ásgeirsson. SKEMMDIR A YARMOUTH — Brezka freigátan Yarmouth sést hérösla við hlið varðskipsins Baldurs skömmu eftir að freigátan sigldi á varðskipið á laugardaginn. Eins og sjá má, urðu miklar skemmdir á stefni freigátunnar. Litla myndin sýnir skemmdirnar bakborðsmegin og efsta myndin sýnir sjálfa ásiglinguna, og hallast Baldur mikið. Yarmouth er nú komin til Bretlands til viðgerðar, en frelgátan varð að sigla þangað á háifri ferð. Tíðindalaust var á miðunum í gær, en 3 varðskip gátu þá haldið 26 brezkum togurum frá veiðum. Loðnubátar tvíhlóðu út af Reykjanesi 1 gær AGÆT loðnuveiði var í gær hjá þeim 12 loðnubátum sem hafa stundað veiðar að undanförnu á meðan bátar frá verkfallssvæðum lágu bundnir, en að auki voru þrír Grindvikingar komnir á mið- in í gær. 1 dag verða um 40 loðnu- bátar komnir aftur á veiðar, en það er liðlega helmingur loðnu- flotans sem var á veiðum fvrir Atla Heimi og Ólafi Jóhanni afhent verð- launin í gær Kaupmannahöfn 1. marz. AFHENDING bókmennta- og tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs fór fram í ráðhúsinu hér i kvöld við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru það tveir Islendingar sem hlutu verðlaunin, — Ölafur Jóhann Sigurðsson, rithöfundur, og Atli Heimir Sveinsson, tón- skáld. Verðlaunin afhenti Knud Engaard, nýkjörinn forseti ráðs- Framhald á bls. 34 Myndin var tekin i hófi i Ráðhúsi Kaupmannahafnar í gærkvöldi, þar sem nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs afhenti tónlistar- og bókmenntaverðlaun ráðsins. Talið frá vinstri: Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, eiginkona hans, Sigriður Hanna Sigur- björnsdóttir, Anna Jónsdóttir, stendur við hlið manns sfns, Olafs Jóhanns Sigurðssonar, rithöfundar, og Knud Enggárd. verkfall. Aðrir bátar eru frá stöð- um þar sem samningarnir voru felldir við atkvæðagreiðslu i sjó- mannafélögunum, en flestir þeirra báta eru frá Faxaflóa- höfnum fyrir utan Akranesbáta sem komnir eru ámiðin aftur. 1 gærkvöldi fylltist Norglobal á ný, en skipið tekur 3600 tonn og í sumum tilvikum dældi Norglobal beint úr nótum loðnubátanna, enda lönduðu sumir tvisvar yfir daginn. Norglobal liggur nú undir Stapa við Keflavík og er bræðsla hafin á ný um borð. Eftirtaldir bátar tilkynntu um afla i gær: Framhald á bls. 34 Mjólkurdreifingin færist 1 eðlilegt horf .Astandið hjá okkur er ennþá heldur slæmt,“ sagði Oddur Magnússon stöðvarstjóri Mjólkur- samsölunnar < spjalli við Morgun- blaðið í gær þegar við inntum eftir fréttum af stöðunni i mjólk- urdreifingu. Mjólkursamsölunni bárust alls 80 þús. lítrar af mjólk í gær og megnið af þvf kom síð- degis til stöðvarinnar, en venju- leg dreifing samsölunnar á dag er um 100 þús. lítrar. 65 þús. lítrar komu austan yfir Fjall, en 15 þús. lítrar af svæði Mjólkursamsöl- unnar i nágrannasveitum Reykjavfkur. Oddur kvað þá reikna með að dreifa um 65 þús. lítrum i dag og einnig myndu þeir smátt og smátt auka magnið af rjóma og skyri og öðrum mjólkurafurðum og næstu daga þannig að ástandið i dreif- ingarmálum ætti að vera komið i eðlilegt horf i vikulokin, eri það færi þó nokkuð eftir þvi hvort þeir fengju mjólk flutta að norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.