Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 22
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
Útför eiginkonu minnar. t
RAGNHEIÐAR KONRÁÐSDÓTTUR,
hjúkrunarkonu, Vesturbergi 97
sem andaðist 20. febrúar s.l., fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 3 marz kl. Fyrir hönd vandamanna, 1.30 e.h Skúli Matthlasson.
t
Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma
MARGARET STEINSSON
Búðargerði 1
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. marz kl 1 3.30.
Þorkell Steinsson, Sigríður Oddgeirsdóttir,
Eric Steinsson, Þorgerður Friðriksdóttir,
Steinn Steinsson, Anna Kjaran
Raymond Steinsson,
og barnabörn.
t
Jarðarför móður okkar, og tengdamóður,
UNNAR SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR,
Nýlendugötu 18,
fer fram frá Dómkirkjunni i dag, þriðjudag 2 marz kl 1 3.30
Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna
Jónfna Ingólfsdóttir, Sigurjón Kristinsson,
Jóhannes Ingólfsson, GySa Sigfúsdóttir,
Einar J. Ingólfsson, Arndfs Sigurðardóttir
Minning:
Sigríður Guðrún
Friðriksdóttir
I dag er til moldar borin Sigrið-
ur Guðrún Friðriksdóttir, fædd að
Drangavík í Strandasýslu 10.
október 1879. Foreldrar hennar
voru Friðrik Jóhannesson bóndi í
Drangavík og Guðbjörg Björns-
dóttir. Systkinin voru mörg og
fluttist hún 5 ára gömul til föður-
bróður síns, Hallvarðar Jóhanns-
sonar, og Sigríðar konu hans að
Skjaldarbjarnavík og ólst þar upp
til 22 ára aldurs. Þaðan fór hún út
á Snæfjallaströnd og vann þar í
verstöðvum sem ráðskona, þar
kynntist hún ungum manni, Berg-
sveini Sveinssyni, Kristjánssonar
bónda að Sunnudal og konu hans
Bjargar Ólafsdóttur. Þau felldu
hugi saman og giftust 1905 og
hófu búskap að Kirkjubóli en
fluttu þaðan ári seinna að Ara-
tungu í Staðardal í Steingríms-
firði. Þar bjuggu þau í 22 ár,
eignuðust 15 börn, 12 af þeim
komust til fullorðinsára en 3 ólust
upp hjá föðurbróður sínum,
Magnúsi á Kirkjubóli. Siðan flutt-
ust þau að Vatnshorni í Skeljavík
en munu ekki hafa stundað þar
búskap en Bergsveinn fékkst við
barnakennslu.
Þaðan fóru þau til Hólmavíkur
og var Sigríður eftir hjá börnum
sinum til skiptis og hylltist til að
vera þar sem þörfin var mest fyr-
ir vinnu hennar.
Sigríðu missti mann sinn eftir
langvarandi veikindi 1967.
Þessi fáu orð eru rammi um líf
96 ára gamallar konu sem kvödd
er í dag, en á bak við þennan
ramma er hetjusaga fátækrar
konu sem barðist hlífðarlausri
baráttu við að sjá sér og sinum
farborða i hörðum heimi.
Já, víst var heimurinn harður
og lífsbaráttan ströng. Hver getur
sett sig i þau spor móðurinnar,
sem verður að láta börnin í burtu
sökum fátæktar og langur hefur
vinnudagur Sigríðar verið en hún
æðraðist ekki og ræddi litið um
sína erfiðleika. Fyrstu kynni okk-
ar hjóna af Sigríði urðu á þann
veg að hún kom til dóttur sinnar,
Önnu, sem býr á Blesastöðum,
konu Magnúsar Guðmundssonar,
og dvaldi hjá þeim nokkrum sinn-
um.
Sigríður var ein þeirra kvenna,
sem aldrei vilja sitja auðum hönd-
um, og var tóskapur hennar aðal-
vinna á efri árum. Þannig kom
hún inn á okkar heimili og prjón-
aði og vann í höndum nokkrum
sinnum.
Sigriður var sérstök kona, það
andaði frá henni hlýju og velvilja
til allra. Hún var ákaflega þakklát
hvað sem fyrir hana var gert. Fá-
mál var hún og sveipaði um sig
dálitilli skel en fyrir innan þessa
skel var hlýtt og gott hjarta, fullt
af velvilja og umhyggju. Lífsbar-
áttan hafði leikið hana hörðum
höndum en þó var ekki til beizkja
eða særindi til neins heldur að-
eins þakklæti. Líf hennar beind-
ist að því að gera hverjum eins
mikið gagn og gott og hún gat.
I dag, þegar við kveðjum þessa
konu, finnum við að við eigum
henni mikið að þakka. Hennar
líkar hafa valdið því að við höfum
búið hér í þessu landi í ellefu
hundruð ár, þrautseigja, þolgæði
og úrræði hafa valdið þvi að þjóð-
in hefur ekki gefizt upp. Astúð,
nægjusemi og góðvilji hafa gætt
verðandi æsku þeirri trú að þrátt
fyrir allt skyldum við búa í þessu
landi.
Blessuð sé minning hennar og
það fordæmi er hún gaf.
Hermann Guðmundsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
GUÐMUNDUR MARINÓ JÓNSSON,
rafmagnseftirlitsmaður.
Vatnsnesvegi 26. Keflavlk,
verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju, miðvikudaginn 3 marz kl 14
Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeim sem vilja minnast hans, er bent
á minningarkort Styrktarfélags Sjúkrahúss Keflavíkur
Malena Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
RAGNA HALLDÓRSDÓTTIR
Norðurbrún 1,
lést i Landakotsspitala að morgni 1 marz.
Ellert Árnason,
Sigrún Ellertsdóttir.
Sigurþór Ellertsson.
t Móðir okkar
EMMA JÓNSDÓTTIR
Kvisthaga 25
lézt sunnudaginn 29 febrúar að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
Jarðarförin auglýst síðar
Astrlður Jakobsdóttir Jóhann Jakobsson
Jón Jakobsson Björn Jakobsson
t
GUÐJÓN MARTEINSSON,
Brðvallagötu 42,
lézt i Landspitalanum 1 1 febrúar 1976 Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna
Steinunn G. Árnadóttir,
Marteinn Guðjónsson, Gerður Hannesdóttir,
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir, til allra þeirra sem heiðruðu minningu
SOFFÍU ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Vlðimel 66,
með naerveru sinni við útför hennar Sérstakar þakkir færum við
læknum og starfsfólki á Vifilstaðasúkrahúsi fyrir frábæra umönnun I
veikindum hennar
Vandamenn.
Kveðja:
Jóhanna Margrét
Magnúsdóttir
Laugardaginn 3. janúar s.l. var
til moldar borin Jóhanna Margrét
Magnúsdóttir, Núpum, Ölfusi.
Hún andaðist á heimili sinu þann
27. desember eftir langvarandi
vanheilsu og þráða hvíld. Hún var
skaftfellingur, fædd að Hörgs-
landi á Síðu þann 14. nóvember
1889. Foreldrar hennar voru Ingi-
gerður Jónsdóttir og Magnús Þor-
láksson hreppstjóri.
Ung að árum fluttist hún með
foreldrum sínum að Fossi í sömu
sveit og ólst þar upp til fullorðins-
ára. Þau systkin voru fjögur auk
Jóhönnu: Helgi sem dó í blóma
lífsins, Rannveig sem nú er ein á
lífi þeirra systkina og býr í
Reykjavík, Þorfinnur, siðast
bóndi í Hæðargarði og Sigurveig
sem mörg siðustu árin var á
Núpum.
Á Fossi var margbýli og ólst þar
upp margt ungmenna. Jóhanna
minntist jafnan uppvaxtaráranna
þar með mikilli hlýju og virtist í
minningunni eins og þar hefði
t
Eiginmaður minn,
FINNBOGI GUÐMUNDSSON.
Bárugötu 18, Akranesi
sem lézt 25 febrúar verður
jarðsunginn frá Eyrarbakka-
kirkju, miðvikudaginn 3. marz
kl 2
Guðrún Diðriksdóttir.
t
Þökkum hlýhug og samúðar-
kveðjur vegna fráfalls móður
okkar
RÓSU EIRÍKSDÓTTUR.
Djúpavogi.
Fyrir hönd venzlafólks.
Lára Hlöðversdóttir,
Sigurbjorg Hlöðversdóttir,
Eirlkur Hlöðversson.
verið um einn stóran systkinahóp
að ræða. Frá Fossi lá leiðin til
Reykjavíkur en þar stundaði hún
saumaskap o.fl.
En leiðin lá aftur til æsku-
stöðvanna. Vorið 1916 hafði ein
leiksystirin frá Fossi, Ragnheiður
Helgadóttir, gifst Jóhanni Sig-
urðssyni frá Breiðabólstað og
hafið þar búskap, en þau voru
foreldrar minir. Við fæðingu
mína veiktist móðir mín, Ragn-
heiður af barnsfararsótt, sem þá
var varla læknanlegur sjúk-
dómur. Kom þá mamma eins og
ég kallaði Jóhönnu alltaf, á
heimilið til hjálpar. Móðir mín
lést eftir nokkurra mánuða legu
og gekk þá Jóhanna mér þegar í
móðurstað. Ég tel það mitt mikla
lán að hún gerðist svo síðari kona
föður míns. Þau bjuggu á Breiða-
bólstað til ársins 1923 en þá urðu
þau að flytjast þaðan, þar sem sú
jörð var þá læknissetur og læknir-
inn settist þar að búi. Fluttust
þau að Kirkjubæjarklaustri og
bjuggu þar í sambýli við móður-
bróður minn, Lárus Helgason.
En með ört vaxandi fjölskyldu
þurfti rýmra jarðnæði, en jarðir
lágu ekki á lausu eystra um þær
mundir. Þau keyptu því Núpa í
ölfusi árið 1927 og fluttust
þangað um vorið.
Áreiðanlega var þeim báðum
óljúft að yfirgefa æskustöðvarnar
en börnin voru þá orðin sex, frá
1—11 ára, svo að um nóg var að
hugsa. Ferðasagan frá Klaustri er
sem ævintýri á nútímamæli-
kvarða. Hestarnir voru farar-
tækin og allar ár óbrúaðar.
A Núpum var landrými nóg og
ræktunarskilyrði góð og því hag-
stætt vaxandi fjölskyldu. Vélaöld-
in var að ganga í garð, verkefnin
óþrjótandi og þörf vinnandi
handa úti og inni. Vinnuaflið
brást ekki.
Með okkur að austan fluttust
tvö systkini mömmu, Þorfinnur
og Sigurveig, maður Sigurveigar,
Guðmundur Ölafsson, ásamt ung-
um fóstursyni, Sigmundi Bergi
Magnússyni, móðir hennar Ingi-
gerður og ungmenni þ. á m. Lilja
Björnsdóttir sem var lengi á
Núpum og tengdist heimilinu
traustum böndum. Þetta fólk
hjálpaði á frumbýlisárunum,
lengur eða skemur eftir þörfum.
En Þorfinnur þráði æsku-
byggðina og hélt þangað aftur
áður en langt um leið. Ingigerður
andaðist árið 1930.
En árið 1935 dregur skjótlega
ský fyrir sólu, faðir minn veiktist
af blóðeitrun og lést innan fárra
daga. Stóð nú ekkjan uppi með
niu börn, það yngsta fjögra ára og
fjárhagurinn eins og hjá flestum
barnmörgum fjölskyldum á
kreppuárunum. Almanna-
tryggingar voru þá ekki til. En
með guðshjálp og góðra manna
blessaðist allt.
Hallgrímur Jónsson, nú hús-
vörður hjá Sláturfélagi Suður-
lands, æskuvinur föður míns kom
strax til hjálpar og dvaldist á
Núpum til næsta hausts. Slikt
gleymist ekki og skulu honum hér
hjartans þakkir færðar og hans
góðu konu.
Sigurveig og Guðmundur, sem
þá bjuggu í Reykjavík, komu svo
um haustið ásamt Bergi fóstur-
syni sinum. Þau urðu okkur
systkinunum sem aðrir foreldrar
og Bergur sem einn bróðirinn.
Þær systur voru alla tíð mjög sam-
rýndar og var Sigurveig mömmu
mikill styrkur á allan hátt. Sigur-
veig og Guðmundur áttu svo
heimili á Núpum til dauðadags en
hann lést árið 1941 og hún árið
1961.
Systkinin á Núpum eru þessi:
Ragnheiður, stjúpdóttirin, gift
Engilbert Hannessyni, bónda á
Bakka i Ölfusi, Helgi, bóndi á
Núpum, kvæntur Jónu Mariu
Hannesdóttur; Siggeir, bóndi á
Núpum, kvæntur Vilnýju Bjarna-
dóttur; Magnús Ingólfur, bif-
Framhald á bls. 22