Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
13
Flutningur af slysstað á sjúkra-
hús tekur að meðaltali 6 mínútur
AÐ GEFNU tilefni óskar Sjúkra-
flutninganefnd Reykjavikurborg-
ar, að eftirfarandi komi fram
varðandi notkun neyðarbíls
Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins.
Er neyðarbifreiðin var afhent
Reykjavíkurdeild Rauða krossins,
var Slökkviliðinu í Reykjavík
falið að annast rekstur hennar,
svo sem annarra sjúkrabifreiða i
borginni. Akveðið var í upphafi,
að bifreiðin skyldi nýtt til flutn-
inga í alvarlegustu veikindatil-
fellunum, svo og til slysaflutn-
inga. Aður en þessi ákvörðun var
tekin höfðu verið kannaðar ýmsar
leiðir í sambandi við rekstrar-
form bifreiðarinnar, þ. á m. stað-
setningu hennar á sjúkrahúsi,
sérstaklega með tilliti til þess að
unnt væri að manna bílinn með
sérmenntuðu starfsliði, t.d. lækni.
Kostnaður við þetta rekstrar-
fyrirkomulag var talinn svo mik-
ill, að ekki væri réttlætanlegt að í
hann yrði lagt með tilliti til hins
takmarkaða árangurs, er væri að
vænta við okkar aðstæður.
Við kannanir, sem gerðar hafa
verið á sjúkraflutningum i
Reykjavík hefur komið í ljós, að
það tekur innan við 6 mín. að
meðaltali, að flytja sjúkling frá
heimili eða slysstað á sjúkrahús.
Lögð hefur verið áherzla á að
mennta og þjálfa sjúkraflutninga-
menn i meðferð sjúkra og slas-
aðra, t.d. hjartahnoði og öndun.
Er þar farið að dæmi flestra ann-
arra þjóða, er leggja mikla
áherzlu á hæfni þessara aðila.
Við slys eða alvarleg veikindi er
að sjálfsögðu öllum heimilt að
óska eftir neyðarbifreiðinni, en
sá, sem við beiðninni tekur á
slökkvistöðinni, spyrst ávallt fyrir
um fáein atriði varðandi hinn
sjúka, m.a. hvort búið sé að út-
vega spítalarúm, til að átta sig á,
hvort neyðarbifreiðar sé raun-
verulega þörf. Munu allir skilja
nauðsyn þessa atriðis, því óþörf
notkun bifreiðarinnar getur leitt
til þess, að hún verði ekki tiltæk í
flutninga, þar sem hennar er sér-
stök þörf.
Gerð er sérstök skýrsla um allar
ferðir bifreiðarinnar, þannig að
ávallt er hægt að gera sér grein
fyrir hversu góð nýting hennar
er. Æskilegt hefur verið talið, að
læknir, sé hann á staðnum, óski
sjálfur eftir neyðarbifreið, til að
taka af allan vafa um nauðsyn
hennar, en náist ekki í lækni og
hafi spítalarúm ekki verið út-
vegað er regla að sjúklingur er
fluttur á slysadeild Borgarspitala.
Reykjavíkurdeild RK:
Aðstoð við börn og sjúka
REYKJAVIKURDEILD Rauða
kross tslands selur sem aðrar
deildir merki á öskudaginn, sem
er hinn árlegi merkjasöludagur
Rauða krossins. Eru merkin af-
hent á 30 stöðum i borginni, i
skólum og verzlunum, eins og
auglýst er.
Merkjasalan er sem kunnugt er
tii ágóða fyrir starfsemina, en
Reykjavíkurdeildin hefur mörg-
um góðum málum að sinna. Hún
annast í samvinnu við Reykja-
víkurborg sjúkraflutninga, og er
nú að koma til landsins nýr og
fullkominn sjúkrabíll, sem deild-
in hefur keypt.
Námskeiðahald er stór iiður í
starfseminni, Nú er nýafstaðið
námskeið í skyndihjálp fyrir
skólafólk. Yfir stendur námskeið
fyrir konur, er starfa við að-
hlynningu sjúkra í heimahúsum,
og annað sams konar fyrir al-
menning. Tvö sumardvalarheim-
ili voru rekin í fyrrasumar, að
Jaðri og Silungapoili, en þar hef-
ur Rauði krossinn húsnæði, þar
til hafizt verður handa um að
byggja í Laugarási, þar sem félag-
ið rak lengi sumardvalarheimili
fyri börn. Þá hefur deildin útlán
sjúkragagna, lánar rúm og borð í
heimahús.
Falleg rækja
á Húnaflóa
Framleiðsla BUR 1975:
Flök fyrir 406
milljónir o.fl.
A fundi útgerðarráðs Reykjavíkur 28. janúar lögðu framkvæmdastjór-
ar fram skýrslu um rekstur Bæjarútgerðar Reykjavíkur árið 1975. Þar
kom fram eftirfarandi:
Á árinu 1975 námu beinar launagreiðslur til starfsmanna B.U.R. kr.
352.3 milljónum skv. 1.382 launamiðum, en að meðaltali starfa hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur um 350—400 manns. Þessu til viðbótar koma
svo óbeinar launagreiðslur til þeirra sem vinna við uppskipun úr
togurunum og við aðra þjónustustarfsemi, svo sem viðgerðir og viðhald
á togurunum o.fl.
Rekstrarúthald togara B.U.R. var árið 1975 skv. eftirfarandi:
„SU RÆKJA, sem við höfum
fundiö í lsaf jarðardjúpi er svipuð
þvf, sem við áttum von á, 2—3 ára
gömul og frekar smá. Öðru máli
gegnir um Húnaflóa, þar höfum
við mest fundið af 4—5 ára fall-
egri rækju, sem er ágætis hrá-
efni,“ sagði Ingvar Hallgrfmsson,
fiskifræðingur, sem nú er f
rækjuleiðangri á rannsóknar-
bátnum Dröfn.
Ingvar sagði þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann, að þeir hefðu
byrjað rannsóknir á friðuðu svæð-
unum í Isafjarðardjúpi. Þar hefði
ekki fundist mikið af rækju, en
hins vegar mikið af smásild. Lítið
hefði verið af þorsk- og ýsuveið-
um, sem oft væri mikið -áf á þess-
um slóðum. Þá sagði Ingvar að
þeir hefðu haldið í Ofeigsfjarðar-
flóa á Ströndum. Þar hefði fund-
ist góð og falleg rækja, en mikill
þari væri á þessum slóðum og
torveldaði hann veiðarnar. I
Reykjarfirði hefði síðan fundist
góð rækja, 4—5 ára gömul og gott
hráefni. Þeir ættu eftir að fara
innar í Húnaflóann og því gæti
hann ekkert sagt um ástand
rækustofnsins þar.
Ingvar sagði að þeir yrðu við
þessar rannsóknir til mánaðar-
móta, en þá tækju við rannsóknir
á rækju í Arnarfirði og eins rann-
sóknir á hörpudiski og kúfiski,
sem augu manna beindust sífellt
meira að.
Meðal skipverja á Dröfn að
þessu sinni er Sigurjón Rist
vatnamælingamaður. Hann fór
með í þessa för til að geta kannað
vatnsmagn i Hvalá í Öfeigsfirði,
en oft hefur verið rætt um að
virkja hana.
B.v.Þ.G. B.B. S.S. I.A.
Rekstrardagar 361 354 376 362
Fjöldi veiðiferða 16 17 17 17
Landanir innanlands 15 16 16 17
Landanir erlendis 1 1 1 0
Stopp v/verkfalls dagar Viðg. og aðrar tafir 82 73 79 79
dagar 50 19 23.5 31
Siglingatími dagar 10 10 10 0
Löndunartími dagar 16 17 17 17
Veiðitími dagar 203 235 246.5 235
B.v.Þ.G. B.B. S.S. I.A.
Aflamagn tonn 2.179 3.357 3.301 3.466
Aflaverðmæti þús kr. Aflaverðmæti 56.170 108.827 108.397 97.482
á úth.d. þús. kr. 252 444 423 415
Afli per veiðidag tonn 10.7 14.3 13.4 14.8
1974 9.2 15.8 14.8 16.2
Karfi í % af afla 71 48 56 50
Þorskur 1 % af afla 12 35 27 28
Ufsi í % af alfa 9 9 9 12
Mývatnssveit:
Kirkjum
gefnar gjafir
Björk, Mývatnssveit
23. feb.
VIÐ MESSU í Reykjahlíðarkirkju
í gær las sóknarpresturinn sr. Örn
Friðriksson eftirfarandi gjafa-
bréf frá Kvenfélagi Mývatnssveit-
ar.
Kvenfélag Mývatnssveitar vill
heiðra minningu prestshjónanna,
sr. Hermanns Hjartarsonar og frú
Kristínar Sigurðardóttur, með þvi
að gefa kirkjum sveitarinnar
gjafir. Skútustaðakirkju ljósa-
kross, og Reykjahliðarkirkju tvær
batikmyndir eftir Sigrúnu Jóns-
dóttur listakonu i kórglugga, sem
hér með afhendist kirkjunni. Með
góðum óskum, 22. febrúar 1976.
Kvenfélag Mývatnssveitar.
Aðalfundur kirkjukórasam-
band Suðurþingeyjarprófast-
dæmis var haldinn i gær í Hótel
Reykjahlíð. Stjórnina skipa nú
Þráinn Þórisson formaður, sr.
Sigurður Guðmundsson gjaldkeri
og Friðrik A. Friðriksson ritari.
Meðstjórnendur Stefán Þórarins-
son og Sigrún Jónsdóttir.
— Kristján.
Á árinu var innvigtað hráefni til fiskiðjuvers B.U.R. 8.407 tonn að
verðmæti kr. 211.3 milljonir kr. Framleidd voru á árinu 2.509 tonn af
flökum að verðmæti kr. 406.9 milljónir kr.
Á árinu 1975 var innvigtað hráefni til fiskverkunarstöðvar B.U.R.
3.467 tonn að verðmæti kr. 121.8 milljónir kr. Framleidd voru á árinu
65 tonn af fullþurri skreið að verðmæti kr. 32.5 milljónir kr. 917 tonn
af fullstöðnum saltfiski að verðmæti kr. 150 milljónir kr. 37 tonn af
ufsaflökum að verðmæti kr. 7.4 milljónir kr. 4.457 tunnur af síld að
verðmæti kr. 51 milljón kr. og 160 tunnur af hrognum að verðmæti 1.9
milljónir kr.
Hver
selur
hvad?
Þegar þú þarft að afla þér
upplýsinga um hver hafi
umboð fyrir ákveðna vöru
eða selji hana þá er svarið
að finna í "(SLENSK
FYRIRTÆKI” sem birtir skrá
yfir umboðsmenn, vöruflokka
og þjónustu sem íslensk fyrir
tæki bjóða upp á.
Sláið upp í
"ÍSLENSK FYRIRTÆKI”
og finnið svarið.
FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. j
Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf.
Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302
Kalsö
— Jarðarskórnir
NÝKOMNIR
Götuskór ínatureðarauðbrúnum lit — Töfflurogsandalaríbrúnumeðahvítum lit
SKÓRNIR MEÐ MÍNUSHÆLUNUM
Skóverzlun Þórðar Péturssonar,
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll, s. 14181