Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976 Nixon kominn inn í kuldann San Clemente, 1. marz — Reuter. RICHARD Nixon, fyrrum Banda- rikjaforseti, dró sig enn á ný í hlé Teng sagður endanlega leik ur Peking 1. marz — Reuter HIN hatramma barátta sem gosið hefur upp í Kína gegn „kapítalískum hlaupastrák- um“ barst i dag í fyrsta sinn til stærstu höfuðborgarinnar, Peking. A veggspjöldum er ráðist á kapitalista almennt en Teng Hsiao-ping varaforsætis- ráðherra sem kallaður hefur verið .jnesti hlaupastrákur kapítalismans í Kína“ á vegg- spjaldi í Pekingháskóla, er ekki nefndur með nafni. Á einu spjaldanna sem hengd voru upp á götum Peking er talað um „skuggalega áætlun um að endurvekja kapítalis- mann“. Hingað til hefur baráttunni gegn hægri sinnum verið haldið i skefjum og sér- fræðingar í kínverskum máiefnum hafa'velt því fyrir sér hvort veggspjaldaáróður- inn hafi nokkurn tima hlotið blessun flokksforystunnar. En að sögn áreiðanlegra heimilda hefur háttsettur kínverskur embættismaður sagt að Teng, sem talið var að yrði eftir- maður Chou En-lais í embætti forsætisráðherra, eigi sér ekki lengur neinnar viðreisnar von. „Teng átti eitt sinn möguleika á því, en það á hann ekki lengur,“ á embættismaðurinn að hafa sagt erlendri sendí- nefnd. á heimili sinu i San Clemente eftir að hann kom heim úr hinni umdeildu ferð sinni til Kína, en í þeirri ferð var honum tekið eins og fyrirmenni. Þetta var í fyrsta skipti sem Nixon fer opinberlega í langferð af þessu tagi eftir að hann var hrakinn úr embætti vegna Watergatehneykslisins. Er Nixon og kona hans komu til Los Angeles í gærkvöldi með flugvél þeirri sem Kínverjar settu undir hann voru móttökurnar ekki eins glæsilegar og í Kína. Aðeins fáir vinir þeirra tóku á móti þeim og þau hröðuðu sér beint til San Clemente. P’erð Nixons olli miklum deilum í Bandaríkjunum. Henry Kiss- inger utanríkisráðherra lagði t.d. á það þunga áherzlu í fyrri viku að hann myndi ekki ræða per- sónulega við Nixon um ferðina, Ford forseti sagði að ferð Nixons hefði sennilega skaðað sig í for- kosningunum í New Hampshire og flokksbróðir Nixons, Barry Goldwater öldungadeildarþing- maður, lét að því liggja að Nixon gerði þjóð sinni mest gagn með því að vera áfram í Kína. MPLA heldur inn í Huamho — Skriðdrekar af sovézkri gerð, mannaðir kúbönsk- um hermönnum, á einni af aðalgötum bæjarins Huambo í Angóla eftir að sveitir MPLA-frelsishreyfingarinnar tóku bæinn í fyrra mánuði. Hann var lengst af í höndum Unita-hreyfingarinnar og bar áður heitið Nova Lisboa. Stjórnlaust vígbúnaðar- kapphlaup Washington, 1. marz — NTB. A SIÐASTA ári var 270 milljörð- um dollara varið til vígbúnaðar um heim allan, að þvi er tölfræði- legar upplýsingar frá 132 löndum sýna sem birtar eru í skýrslu um útgjöld til hernaðar- og félags- mála. Skýrslan, sem er 32 bls. að lengd, er skrifuð af hagfræðingn- um Ruth L. Sivard. Þar kemur m.a. fram að Sovétríkin og Banda- ríkin eiga í sameiningu 60% af heildarútgjöldum til hernaðar- mála í heiminum. I skýrslunni segir að ef þessar fjárveitingar til hernaðarmála yrðu skornar niður um 5% fengj- ust þar með 15 milljarðar dollara til heilbrigðismála t.d. eða bar- áttu gegn ólæsi um allan heim. Sivard segir ennfremur að núver- andi útgjöld til hernaðar beri vitni stjórnlausu vigbúnaðar- kapphlaupi, þar eð ekki sé um að ræða stórfelld hernaðarátök i heiminum í dag. Forkosningar í Massachusetts í dag Boston 1. marz — Reuter. ENGINN hinna átta frambjóð- enda demókrata í forkosning- unum í Massachusetts á morgun, þriðjudag er talinn eiga sigurinn vfsan, en barátta Jimmy Carters, fyrrum rikisstjóra í Georgíu, fyrir útnefningu sem frambjóð- andi flokksins i forsetakosn- ingum hefur hins vegar fengið nýja sprautu eftir að skoðana- könnun NBC-sjónvarpsins sýndi að hann nýtur fylgis 17% demó- krata en helzti keppinautur hans, George Wallace, ríkisstjóri Ala- bama, 16%. Mesta fylgi hefur hins vegar Hubert Humphrey, eða 21%, en hann er þó ekki í framboði í neinum hinna forkosn- inganna sem fram fara i 31 rfki. Humphrey hefur sagt að hann mundi hins vegar taka útnefn- ingu á flokksþinginu ef hann vrði almennt beðinn um það. Forkosningarnar í Massa- chusetts eru aðrar forkosningarn- ar sem fram fara fyrir forseta- kosningarnar. Allt er á huldu um útkomuna í kosningunum hvað frambjóðendur repúblíkana varð- ar, því hvorki Ford forseti né helzti keppinautur hans Ronald Reagan hafa háð kosningabaráttu í ríkinu. Þess er þó vænzt að Ford sigri. Keppinautar Carters um út- nefningu demókrata hafa mjög beint spjótum sinum að honum undanfarna daga, að því er virðist af ótta við að ópólitísk framganga hans í baráttunni og frítt andlit kunni að laða að sér kjósendur. Demókrataframbjóðendurnir fjórir sem mjög þurfa á að halda þokkalegri útkomu í forkosn- ingum á morgun til að heitast ekki úr lestinni eru Sargent Shriver, Fred Harris, Mílton Shapp og Birch Bayh. w Italskir kommúnistar vilia breytingar á Atlantshafssáttmálanum Róm — 1. marz — Reuter. MÁLGAGN ítalskra kommúnista, Unita, birtir í dag grein, þar sem segir, að kommúnistar muni krefjast grundvallarbreytinga á Atlantshafssáttmálanum, fái þeir aðild að ríkisst jórn á ltalíu. I greininni er áréttað það sjónarmið kommúnista, sem áður er fram komið, að þeir muni ekki krefjast þess að ítalia gangi úr NATO, en „það er óhugsandi að ítalskir kommúnistar geti viður- kennt Atlantshafssáttmálann í núverandi mynd, — sérstaklega þar sem hann er eitt helzta verk- færi Bandarikjanna til íhlutunar í stjórnmál og efnahagsmál á Italiu og í Vestur-Evrópu," segir Unita. Italir eiga fastafulltrúa i nefnd þeirra innan Atlantshafsbanda- lagsins, sem fjallar um kjarnorku- vopn. 80 pólitískir fang- ar í hungurverkfalli — á meðan flokksþingið 1 Moskvu stendur yfir Moskvu, 1. marz—Reuter. MEIR en 80 pólitiskir fangar i Sovétríkjunum eru í hungurverk- falli á meðan þing kommúnista- flokksins stendur vfir í Moskvu til þess að vekja athvgli á kröfum um betri aðbúnað og að hætt verði að brjóta niður hvers konar andóf, að því er fram kemur í skjölum sem smyglað hefur verið til Moskvu frá viðkomandi fangelsum, I skjölum þessum segir að 32 fangar í Vladimir- fangelsinu austur af Moskvu væru í hungurverkfalli og meir en 50 í vinnubúðum í (Jralfjöllum og Mordóvíu. Fangarnir í Vladimirfangelsinu vilja fyrst og fremst aukinn og betri mat og að hætt verði að skera niður matarskammta í refs- ingarskyni fyrir agabrot. Þeir segjast ávarpa flokksþingið í mót- mælaskyni þó að fangelsisstjórn- in hafi sagt þeim að til þess hefðu þeir engan rétt. Meðal þeirra sem undirrita skjalið eru Vladimír Bukovsky, Gavriel Superfin, fyrrum samstarfsmaður Alex- ander Solzhenitsyns, og ukrainski sagnfræðingurinn Valentin Moroz. Fangarnir 32 segja að dag- legur kalóríuskammtur í Vladimirfangelsinu sé 1900 kalóríur en í refsikiefum sé hann 1300 kalóríur og 800-900 kalóríur til skiptis. Segja þeir að stríðsglæparétturinn i Nurnberg hafi kveðið svo á að matar- skammtur sem væri innan við 2000 kalóríur á dag væri glæpur frá mannúðarsjónarmiði. Fangarnir í Uralfjöllum og Mordóvíu sem ekki voru nefndir á nafn sögðu að þeir væru að mótmæla ofsóknum á hendur andófsmönnum, hörðum dómum, slæmum aðbúnaði í búðunum og ofsóknum á hendur ættmennum fanga og fyrrverandi fanga. ERLENT — Atla Heimi og Ólafi Jóhanni afhent verðlaunin Framhald af bls. 36 ins. Miklum fjölda gesta var boðið til athafnarinnar og hófs í boði borgarstjórnar Kaupmanna- hafnar. Börge Schmidt, varaborg- arstjóri, bauð gesti velkomna og siðan flutti Engaard stutt ávarp. Tónlistarverðlaunin voru afhent fyrst. Svíinn Hans Astrand, sem situr í úthlutunar- nefndinni, kynnti Atla Heimi og verk hans, en verðlaunin hlaut hann fyrir verk sitt „Konsert fyrir flautu og hljómsveit". Tón- skáldið flutti síðan þakkarræðu sína. Þá var leikið verk Atla Heimis, „Xanties", og voru flytj- endur Manuela Wiesler, Snorri Birgisson og Peder Steen. Við afhendingu bókmennta- verðlaunanna kynnti Norðmaður- inn Arne Hannevik dr. phil Olaf Jóhann Sigurðsson og verk hans, cn hann hlýtur verðlaunin fyrir ljóðabækurnar ,Að laufferjum" og „Að brunnum" sem nefnast „Du minns en brunn“ í sænskri þýðingu eftir Inge Knutsson. Ölafur Jóhann er þriðja ljóð- skáldið sem hlýtur bókmennta- verðlaunin. Hinir eru sænsku skáldin Gunnar Ekelöf og Karl Vennberg. Bókmenntaverðlaunin voru nú veitt i 15. sinn en tón- listarverðlaunin i 6. sinn. — Callaghan Framhald af bls. 1 þeirri hugmynd. Hann lýsti sig fylgjandi því, að framkvæmda- nefnd Efnahagsbandalagsins leit- aði sátta í fiskveiðideilunni og sagði Breta samþykka milligöngu í málinu. — Gylfi Framhald af bls. 1 varðandi fiskveiðideiluna sagði Gylfi Þ. Gíslason: „Norðurlandaþjóðirnar njóta mikillar virðingar i Bret- landi og staðfesting á því að við eigum samúð þessara þjóða hefur tvímælalaust áhrif á brezku þjóðina." — Loðnubátar tvíhlóðu Framhald af bls. 36 Vörður 230 tonn, Dagfari 2/ Helga Guðmundsdóttir 350, Fl< 200, Hákon 400, Flosi 280, Ná fari 250, Helga Guðmundsdótl 460, Hilmir 480, Skógey 2£ Vörður 220, Albert 250, Dagfí 240, Grindvikingur 550 og Ársa Sigurðsson 180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.