Morgunblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1976
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthtas Johannessen,
Stycmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, stmi 22 4 80
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
j lau'Sasölu 40,00 kr. eintakið.
Kjarasamningar
Verkföllum er að mestu
lokið og kjaradeilur til
lykta leiddar hjá flestum
hópum launþega. Þessari
niðurstöðu fagna að sjálfsögðu
allir landsmenn. Það hefur
vakið athygli, að almennu
kjarasamningarnir hafa verið
samþykktir í nær öllum laun-
þegafélögum, sem hlut áttu að
þeim, og í flestum tilfellum
samhljóða. Þetta sýnir, að
meginþorri launþega hefur
viljað Ijúka deilum um kjaramál
og aflétta vínnustöðvun. Er það
staðfesting á þvi, sem haldið
hefur verið fram hér í Morgun-
blaðinu, að verkfall þetta hafi
ekki notið almenns stuðnings
meðal launþega Hins vegar
veldur það að sjálfsögðu von-
brigðum, að sjómannasamn-
ingarnir hafa hlotið misjafnari
undirtektir, sums staðar hafa
þeir verið samþykktir, annars
staðar hafa þeir verið felldir.
í sambandi við þessi við-
brögð sjómanna verða menn
þó að gera sér grein fyrir því,
að í þessum sjómannasamn-
ingum var í raun verið að
umbylta því kerfi, sem ríkt
hefiir í sjávarútveginum
síðustu árin. Sjóðakerfið svo-
nefnda hefur verið skorið
niður mjög verulega og af því
hefur leitt mikla breytingu á
fiskverði, hlutaskiptum og
fleiru og þess vegna er kannski
skiljanlegra en ella, að svo
skiptar skoðanir skuli vera
meðal sjómanna um hina nýju
kjarasamninga. Hitt skiptir þó
miklu, að sjómannasamn-
ingarnir hafa verið samþykktir í
svo þýðingarmiklum ver-
stöðvum, að þess er að vænta,
að fljótlega hefjist einnig róðrar
frá þeim stöðum, þar sem þeir
hafa verið felldir. Eftir hálfs-
mánaðar stöðvun á miðri
loðnuvertíð skiptir mestu að
loðnuveiðar geti hafizt þegar i
stað.
Verkfallið, samningavið-
ræður og afgreiðsla kjarasamn-
inga vekja upp margar spurn-
ingar, ekki sízt um uppbygg-
ingu og starfshætti launþega-
samtakanna. Það er t.d. Ijóst,
að einungis 10—15% félags-
manna í bátadeild Sjómanna-
félags Reykjavíkur tekur þátt í
atkvæðagreiðslu um hina nýju
kjarasamninga og ákveður að
fella þá
Þessi niðurstaða gefur auð-
vitað enga hugmynd um raun-
verulegan vilja sjómanna í
þessu stéttarfélagi, þar sem
þátttaka er svo sáralítil og vafa-
laust er svo í fleiri tilfellum.
Launþegasamtökin eru svc
þýðingarmikill þáttur í okkar
samfélagi, að athyglin hlýtur
að beinast mjög að starfsemi
þeirra og starfsháttum. Þessi
spurning vaknar einnig í sam-
bandi við ákvarðanir í laun-
þegafélögum um vinnustöðv-
anir. Það mun samdóma álit
manna, að óvenju litill áhugi
hafi verið meðal launþega al-
mennt á þv'Fverkfalli, sem stóð
í nærfellt hálfan mánuð. Sú
staðreynd, að verkfall skall á
samt sem áður gefur nokkra
vísbendingu um, að nokkuð
skorti á lífræn tengsl milli
verkalýðsforystunnar, sem
ákvarðanir tekur um verkföll,
og almennra félagsmanna
launþegasamtakanna. Þó er
ástæða til að taka fram, að milli
12—15 þúsund félagsmenn
aðildarfélaga ASÍ munu hafa
sótt fundi, sem afgreiddu kjara-
samningana og er ólíku saman
að jafna þeirri þátttöku og hinni
ótrúlega litlu þátttöku í sjó-
mannafélögunum.
Áður en verkfallið skall á og
u.þ.b. sem það var að hefjast
sýndist mörgum, sem einhver
pólitísk refskák kynni að líggja
að baki þessari verkfallsboðun.
Hvort sem svo hefur verið eða
ekki er Ijóst, að þessi kjaradeila
varð ekki pólitísk, þegar til
kastanna kom. Hún var háð á
faglegum grundvelli og þegar
upp er staðið er ástæða til að
þakka öllum þeim, sem unnu
að því að koma hinum nýju
kjarasamningum á Eins og að
samningaviðræðunum var
staðið virtist hinum almenna
áhorfanda sem það væri nán-
ast kraftaverk, að samningar
tókust að lokum, svo viðamikið
er þetta kerfi orðið.
Samningaviðræður þær,
sem staðið hafa að undan-
förnu, hafa væntanlega sann-
fært menn endanlega um það,
að brýn þörf er á umbótum á
skipulagi slíkra viðræðna. Þær
þurfa í framtíðinni að verða
einfaldari í sniðum og spurn-
ing, hvort ekki er nauðsynlegt
að efla áhrif og vald heildar-
samtaka í slíkum viðræðum á
kostnað einstakra félaga a.m.k.
. Eru þetta verðbólgusamn-
ingar eða ekki? Menn greinir á
um það, Óhætt er að fullyrða,
að þetta eru ekki jafn miklir
verðbólgusamningar og þeir,
sem gerðir voru í febrúar
1974. Á hinn bóginn er Ijóst,
að atvinnuvegirnir standa ekki
undir 25 — 30% kjarabótum á
rúmu ári og að hluti þessara
kauphækkana rennur út í verð-
lagið. Hins vegar er það kostur,
að þessi kauphækkun kemur í
áföngum. Þá hljóta að vakna
vissar vonir um, að verðhækk-
anir á Bandaríkjamarkaði að
undanförnu auðveldi atvinnu-
vegunum að taka á sig nokkrar
hækkanir, þegar frá líður. En
meiri árangur hefði náðst i bar-
áttunni við verðbólguna á
þessu ári, ef kauphækkunum
skv þessum samningum hefði
verið meira í hóf stillt. Það
hlýtur að verða eitt helzta verk-
efni ríkisstjórnarinnar á næst-
unni að meta hvernig bezt
verði tryggður sá árangur, sem
þegar hefur náðst í viðureign-
inni við verðbólguna.
Frá þingi Norðurl
Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra:
Hr. forseti.
I upphafi máls míns vil ég lýsa
ánægju minni yfir því, aö taka
þátt í fundi Norðurlandaráðs hér
í Kaupmannahöfn, sem ætíð
hefur verið mikilvægur tengi-
liður milli tslands og umheimsins.
Eg harma, að ég skuli ekki hafa
tekið þátt í störfum ráðsins fyrr
en nú á þessum síðdegisfundi
vegna úrlausnar ýmissa mála
heima fyrir, af þeim sökum hef ég
ekki getað fylgst með þeim
umræðum, sem hér hafa farið
fram, en af frásögnum annarra
Islendinga hér á fundinum er
mér ljóst, að landhelgismálið
hefur verið hér mjög til umræðu
og fram hefur komið ríkur skiln-
ingur og mikill áhugi á málstað
Islands. Ég leyfi mér að þakka
það.
Ég held, að allir skilji, ef ég
sem hvergi er dregin í efa, þar
sem fullyrt er, að á árinu 1979
muni mikilvægasta fisktegund
íslensku fiskstofnanna, þorskur-
inn, hrynja, ef ekki er dregið úr
sókninni. I því skyni að vernda
þorskstofninn, mæltu vísinda-
mennirnir með því, að á árinu
1976 yrði leyfilegur hámarksafli
þorsks takmarkaður við 230 þús-
und tonn, sem er svipað magn og
árleg veiði íslenska fiskiskipaflot-
ans. 80% af útflutningi Islend-
inga eru sjávarafurðir, og í þeim
skiptir þorskurinn mestu. Heildar
þorskafli allra þjóða á Islands-
miðum 1974 nam rúmlega 370
þúsund tonnum.
Þetta voru þær staðreyndir,
sem við okkur blöstu, og þess
vegna ákváðum við að gera okkar
ýtrasta til þess að vernda
þverrandi auðlindir hafsins með
Geir Hallgrfmsson flytur ræðu sl
Bretar ættu að gera sö
og þeir gera til aniu
takmarka þau fáu orð, sem ég hér
flyt, við landhelgismálið.
Á fundum Norðurlandaráðs i
Alborg 1974 og í Reykjavík í
febrúar í fyrra gerði ég grein
fyrir þeirri stefnu íslensku ríkis-
stjórnarinnar að færa fiskveiði-
lögsögu Islands út í 200 sjómílur
1975.
Deilan stöðugt
alvarlegri
Síðan útfærslan kom til fram-
kvæmda 15. október á síðasta ári
hefur þetta mál verið helsta við-
fangsefni Islendinga á sviði
utanríkismála. Fiskveiðideilan
við Breta verður alvarlegri með
hverri vikunni sem líður og enn
sjáum við ekki fram á friðsamlega
lausn.
Utfærsla íslensku fiskveiðilög-
sögunnar í 200 sjómílur, grund-
vallast á þeirri staðreynd, að
íslenska þjóðin, sem byggir efna-
hagslega afkomu sína einvörð-
ungu á strandfiskveiðum, átti æ
erfiðara með að sætta sig við
ástandið á fiskimiðunum, þar sem
heildaraflinn jókst ekki þrátt
fyrir meira en tvöföldun fiski-
sóknar.
Haustið 1975 sendu íslenskir
fiskifræðingar frá sér skýrslu,
því að færa út fiskveiðimörk
okkar.
Með hliðsjón af fiskveiðihags-
munum okkar er eðlilegt, að við
höfum alltaf verið í hópi braut-
ryðjenda við mótun löggjafar i
hafréttarmálum. Um það mál
hefur verið fjallað af þremur haf-
réttarráðstefnum Sameinuðu
þjóðanna, sem eiga rætur að rekja
til tillögu, sem Island lagði fram á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna 1949. A þriðja fundi þeirrar
hafréttarráðstefnu sem nú er að
störfum, í Genf 17. mars til 9. maí
á síðasta ári, hittust norrænu
sendinefndirnar reglulega til að
ræða sameiginleg áhugamál og
nefndirnar munu halda nánu
samstarfi sínu áfram á fjórða
fundinum, sem verður haldinn í
New Vork frá 15. mars til 7. maí
1976.
Enda þótt störfum þriðju haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sé ekki lokið, er nú ljóst, að
yfirgnæfandi meirihluti ríkja
styður meginregluna um að
strandríki megi taka sér 200
milna efnahagslögsögu og ákveða
leyfilegan hámarksafla á þvi
svæði, sem og getu sina til að nýta
þann afla. Utfærsla íslensku fisk-
veiðilögsögunnar í 200 mílur er
þess vegna í samræmi við þróun
alþjóðalaga.
Bretar setja fram
óhóflegar kröfur
Við gerðum okkur grein fyrir
því, að ákvörðun okkar gæti leitt
til árekstra við aðrar þjóðir, en
við gátum ekki beðið með útfærsl-
una, þar sem næstu eitt eða tvö ár
gætu þýtt hrun þorskstöfnsins.
Aðrar þjóðir gera sér grein fyrir
vilja okkar til að draga úr veiðum
og setja þær undir virka stjórn.
Og ég fagna því, að okkur hefur
tekist að leysa ágreining okkar
við Vestur-Þýskaland og Belgíu
með gagnkvæmum samningum.
Samningaviðræður við Noreg og
Færeyjar munu vonandi einnig
leiða til sameiginlegrar niður-
stöðu þar sem tekið er tillit til
núverandi ástands fiskstofnanna.
Þegar við færðum lögsögu
okkar í 12 mílur 1958 og 50 mílur
1972, hafði Bretland aðgerðir
okkar að engu, og breska ríkis-
stjórnin sendi flota sinn til þess
að verja ólöglegar veiðar breskra
togara áíslensku yfirráðasvæði.
Báðum þessum deilum var hins-
vegar lokið með samkomulagi.
Nú ber svo við í þriðja sinn á 18
árum, að við stöndum frammi
Hvað dvelur Orminn
langa?
— spurði Sverrir Hermannsson
Herra forseti.
Það rikir hernaðarástand á Is-
landsmiðum. Að vísu ekki blóðugt
stríð enn sem komið er, en svo mjög
fer harkan í átökunum vaxandi að
enga spádómsgáfu þarf til að segja
fyrir um til hvers leiða kunni. Ég vil
I upphafi orða minna ekki draga dul
á þá trú míha og von að þetta þing
veiti málstað Islands stuðning og
Norðurlandaþjóðir hver og ein veiti
okkur meiri stuðning en hingað til,
þótt sízt skuli það vanþakkað, sem
gert hefir verið.
Þegar Islendingar biðja um stuðn-
ing við málstað sinn þurfa þeir fyrst
að rökstyðja svör við tveimur spurn-
ingum aðallega. Hin fyrri er: Hvers
vegna biðu Islendingar ekki úrslita
hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, sem allar líkur benda til að
lögleiði 200 mílna efnahagslögsögu?
Og hin síðari: Hvers vegna semja
Islendingar ekki við Breta?
Þorskstofninn
ofnýttur
Dagana 8.—14. marz 1972 var
haldinn í aðalstöðvum Alþjóða haf-
rannsóknaráðsins í Charlottenlund
hér í Danmörku fundur i sameigin-
legri vinnunefnd Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins (ICES) og Norð-
vesturatlantshafsfiskveiðinefnd-
arinnar (ICNAF) um ástand þorsk-
stofnanna í Norður-Atlantshafi og
horfur í þeim efnum. Slík sameigin-
leg úttekt á öllum veigameiri þorsk-
stofnum N-Atlantshafsins var orðin
nauðsynleg vegna stóraukins
sóknarþunga í þorskstofnana.
Niðurstaða ráðstefnunnar var sú,
að allir stærri þorskstofnarnir voru
fullnýttir og sumir ofnýttir. Þegar
árið 1962 var talið að þorskstofn-
arnir í Norðaustur-Atlantshafi væru
fullnýttir. Þessari ráðstefnu reikn-
aðist til að æskilegasta sóknin i
þorskstofna Norður-Atlantshafs
væri um helmingur þess sem þá var.
Vísindamönnum reiknast svo til,
að þorskstofninn á Islandsmiðum
gæti gefið af sér 450 til 500 þús.
tonn á ári ef sókn í hann væri hæfi-
leg og að vernd ungfisks og friðun
hrygningarstöðva væri staðið á vís-
indalegan hátt.
Árið 1975 voru veidd 380 þús.
tonn af þorski á Islandsmiðum. Is-
lenzkir fiskifræðingar telja algjört
hámark þess sem veiða megi 280
þús. tonn eins og nú er ástatt, eða
100 þús. tonn minna en veitt var s.l.
ár. Brezkir fiskifræðingar álita að
veiða megi allt að 300 þús. tonn, svo
að ekki munar miklu á skoðunum
þessara sérfræðinga. Til þess að
hindra áframhaldandi ofveiði með
ólýsanlegum afleiðingum fyrir efna-
hag tslendinga, var þeim nauðugur
einn kostur þegar í stað að færa
fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur
M
Í