Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 48. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. er þannig orðin sér-akureyrskt fyrir- brigði. Setur þetta mikinn svip á bæjarlífið á Akureyri á öskudag enda þátttaka barnanna jafnan mikil og nær til allra aldursstiga eins og sjá má á þessari mynd. (Ljósm. Mbl. Sv.P) Sjá fleiri myndir á bls. 5. Þing Norðurlandaráðs: Samar fá ekki aðild að ráðinu Kaupmannahöfn, 3. marz NTB—Reuter. NORÐURLANDARAÐ felldi i dag með 46 atkvæðum gegn 11 kröfu Sama (Lappa) um að fá fulltrúa í ráðinu, en tilmælum hins vegar beint til norrænna ríkisstjórna að kanna möguieika á að veita Sömum áheyrnaraðild að ráðinu. Tillagan var felld á þeim forsendum að Samar hafi ekki sameiginlegt þing eða heimastjórn eins og Færeyingar og Alandsevingar. Samar búa nú í þremur Norðurlandanna, — Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, og talið er að þeir séu nú um 70.000 í Noregi (þótt hin opinbera tala sé aðeins 20.000), 17.000 í Svíþjóð, og 4.500 f Finnlandi, auk um 2000 á Kolaskaga í Sovétríkjunum. Samar hafa árum saman reynt að fá fulla aðild að Norðurlandaráði. Framhald á bls. 31. Tengs sterk síðan baráttan gegn honum hófst eftir lát Chou En-lais segir hann. Dagblað alþýðunnar segir frá því i dag að yfir standi hörð deila og „fulltrúar skrifstofustjórnar- innar'* hafi hafið víðtækar árásir á „öreigastéttina". Lengi hefur verið beðið frétta af hugsanlegri gagnsókn sem Teng kunni að gera vegna árásanna á hann. Frétt blaðsins er eftir fréttarit- ara Nýja Kína og var einnig lesin upp í Peking-útvarpinu. Teng er ekki nefndur með nafni en nefndur sömu skammaryrðum og áður og ásakanirnar gegn honum eru ítrekaðar. Hann er kallaður óforbetran- legur erindreki kapitalista, borg- aralegur lýðræðissinni og haturs- maður menningarbyltingarinnar. Hann er sakaður um að hafa stjórnað hægristefnu síðan í fyrrasumar og skipulagt „endur- reisnarstarfsemi sína“ fræðilega Cg skipulega og með samtökum, áætlunum ög samkvæmt stefnu- skrá. Það fylgir fréttinni að nú sé verið að færa út baráttuna gegn Teng „undir eftirliti" við Tsinghua-háskóla í Peking. Staða óvenju Hong Kong, 3. marz. Reuter NTB l_J Sjá grein á bls 17 □ HERFERÐ Mao Tse-tungs formanns og miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins gegn Teng Hsiao-píng varaforsæt- isráðherra getur leitt til þess að hann verði neyddur til þess að segja af sér segir fréttastofan Nýja Kína í dag. Sterk valdaaðstaða hægri- manna í flokknum hefur hins veg- ar komið vinstrimönnum á óvart segir í skeyti frá fréttaritara NTB i Peking, Stuðningsmenn Tengs hafa ekki snúið við honum baki Á ÖSKUDAG er það venja barna og unglinga á Akureyri að bregða sér í líki ýmissa kvikinda og ganga um bæinn með söng og gleðilátum. Upphaflega voru dularklæðin tengd leiknum að „slá köttinn úr tunnunni“ en þó að hann hafi lagzt af, lifir grímu- búningurinn og söngurinn góðu lífi og 200 mílur geta vald- ið hruni í Færeyjum inga verði stefnt í hættu," sagði Ellefsen. Hvatti hann Norðurlandaþjóð- irnar til að taka sem mest tillit til sérstakra vandamála Færeyinga í stefnu sinni í fiskveiðimálum. Berlingske Tidende birti í morgun viðtal við annan fulltrúa Færeyinga á Norðurlandaráðs- þinginu, Demmus Hentze, þar sem hann segir meðal annars: „Við skiljum afstöðu Is- lendinga. Þeir hafa ráð á þvi að helga sér 200 milna lögsögu því við það fá þeir stórt og einstak- iega gott fiskisvæði í kringum landið. En Færeyifigsr þafa litla möguleika á að ná aftur helm- Framhald á bls. 31. Kaupmannahöfn, 3. marz. Frá fréttaritara Mbl. Pétri J. Eiríkssyni: FÆREYINGAR eru mjög áhyggjufullir vfir útfærslu ís- lcnzku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur og þróun hafréttarmála. Pauli Ellefsen, einn fulltrúa Fær- eyinga á þingi Norðurlandaráðs sagði í ræðu á þinginu á hætta værí á efnahagslegu hruni í Fær- eyjum ef þjóöirnar við Norður- Atiantshaf helga sér 200 miir.a f iskveiðilögsögu. Hann benti á að Færeyingar hefðu frá fornu fari byggt tilveru sina á því að geta stundað frjálsar veiðar. Sagði hann að 95% út- flutnings Færeyja væri fiskur og 25% afla þeirra væri veiddur við Færeyjar. Afganginn sæki þeir til miða við Nýfundnaland, Græn- land, Island og Noreg. „Ef þjóð mfn verður útilokuð frá þessum svæóum, sem hafa verið okkar helzta hráefnaauð- lind, þá sjáum við ekki fram á annað en að lífsafkomu Færey- Blóðbað í fangelsi Point Pleasant, West Virginia, 3. marz. AP. Nítján ára gamall faðir skaut á tösku fulla af sprengi- efni í dag í fangelsinu í bæn- um Point Pleasant við Ohio- fljót þar sem kona hans var í haldi, ákærð fyrir að myrða tveggja mánaða gamla dóttur þeirra, og kom af stað spreng- ingu sem kostaði þau Iffið og olli einnig dauða lögreglu- stjórans og aðstoðarmanns hans. „Við höfum vaðið í blóði í alla nótt,“ sagði Charles Anson fangavöróur sem kvaðst strax hafa þekkt föÓuf’nn, Bruce Sisk þegar hahn kom í fafigSjs- ið með byssu í annarri hendi og tösku í hinni. „Allt í lagi fitukeppur ég er kominn til að vera hér í nótt með konunni," sagði hann og ýtti byssu í bakið á Anson sem var óvopnaður. Anson fór með hann í klef- ann til konunnar en skellti hurðinni á eftir honum og hringdi í lögreglustjórann sem kom ásamt sjö aðstoðarmönn- um. Þremur mínútum eftir að þeir komu ýtti Sisk á gikkinn þótt kona hans reyndi að aftra honum frá því. Lík barns þeirra fannst um helgina skammt frá heimili þeirra, en þau höfðu tilkynnt að því hefði verið rænt. Mannfall á Spáni Vitoria 3. marz — Reuter. TVEIR biðu bana og 15 særðust í borginni Vitoria á Norður-Spáni í kvöld er lög- reglan hóf skothrið til að dreifa mótmælendum sem reynt höfðu að umkringja hana, að því er áreiðanlegar heimildir hermdu. Sögðu heimildirnar að fimm þeirra særðu væru i lifshættu. Þús- undir manna tóku þátt i mót- mælaaðgerðum í borginni i dag, en hún er i Baskahér- uðunum, til að lýsa samstöðu með verkfallsmönnum þar. Allsherjarverkfallið í borginni nær til um 30.000 manns og hefur mikið til lamað athafna- lif. „Stríðsástand” milli Ró- desíu og Mozambique Maputo, Salisbury, Lusaka, 3. rnáfiZ. Reuter — AP. • SAMORA MacíieL hinn marx- íski forseti Mozambique, íýTrum nýlendu Portúgala, lýsti þvi yfir í tilfinningariku útvarpsávarpi i dag, að „stríðsástand" rikti milli Mozambique og grannríkisins Ródesíu. Machel gaf hins vegar ekki út hreina striðsyfirlýsingu á hendur Ródesíu, en sagði að þegar i stað yrði gripið til efna- hagslegra refsiaðgerða með því að loka landamærunum og stöðva allar samgöngur með lestum, bif- reiðum og flugvélum, en a.m.k. 25% alls inn- og útflutnings Ródesiu hefur farið gegnum Mozambiquc. En Machel skoraði einnig á þjóð sína að vera við- búna stvrjöld og hefja bvggingu Machel Smith loftvarnarbyrgja nú þegar. Iðnað landsins setti hann ennfremur í „stríðsstellingar“, bannaði allt sambandi við Ródesiu og gerði allar eignir Ródesíumanna i Mozambique upptækar. Talið er að þessar aðgerðir Machels kunni að valda Ródesíu verulegu efna- hagslegu tjóni. 0 Talsmaður Ródesíustjórnar sagði í útvarpsviðtali að yfirlýs- ing Machels væri „stórfurðuleg", og það væru íbúar Mozambique sem þetta mvndi bitna verst á og afleiðingin yrði sultur í landinu. 1 kvöld sagði Pieter van der Byl, varnar- og utanríkisráðherra Ródesíu að hann liti ekki á yfir- lýsingu Machels sem stríðsvfir- lýsingu og kvað Ródesíu ekki hafa í huga að gefa heldur út stríðsyfirlýsingu á hendur Mozambique. Hér væri aðeins um rembing að ræða sem „gerði erfitt ástand mun hættulegra." Brezk stjórnvöld, sem nýlega hafa aukið tilraunir til að fá stjórn Ian Smiths til að þokast nær meirihlutastjórn blökku- Framhald á bis. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.