Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 5 Öskudagur á Akureyri ÁAKUREYRIeru börnin mjög samtaka um að halda öskudaginn hátfðlegan og klæðast gjarnan margvfslegum búningum og gerv- um. Þetta er gamall siður á Akureyri og á rætur að rekja og óslitinn feril til aldarinnar sem leið, og er hluti af menningu Akureyrar. Nú eru allar horfur á að árið í ár verði hið síðasta sem þessi siður er f heiðri hafður, þar sem það er haft fyrir satt að væntanleg sé ný reglugerð við grunnskólalögin sem geri ekki ráð fyrir að öskudagurinn verði frfdagur f grunnskólum. Hætt er við að alvarlegur kurr komi f lið öskudagsbarna á Akureyri ef þetta reynist rétt. Meðfylgjandi myndir eru að sjálfsögðu teknar á Akureyri f gær. Ljósmyndari var Sverrir P. Búnaðarþing: Nefnd semji lög um vinnuaðstoð í sveitum A FUNDI búnaðarþings I gær voru tvö mál tekin til afgreiðslu og er það fyrra um kosningu milliþinganefndar til að semja frumvarp til laga um vihnuaðstoð í sveitum og skal nefndin skila áliti sínu fyrir Búnaðar- þing 1977. Hitt málið, sem þingið afgreiddi í gær var um könnun á möguleikum á auknum markaði fyrir kjöt af aligæsum og öndum. í greinargerð flutningsmanna tillög- unnar um vinnuaðstoð í sveitum, en þeir eru Agnar Guðnason og Sigurður J Líndal, segir að Búnaðarþing hafi áður samþykkt að fela stjórn Búnaðar- félagsins að kanna möguleika á slikri vinnuaðstoð en lítið hafi síðan verið aðhafst i þessu máli, þó þörfin sé enn jafn brýn og áður og þyki þvi rétt að þingið skipi sjálft nefnd til að semja lagafrumvarp um málið Síðara málið, sem þingið afgreiddi í dag, var flutt af búfjárræktarnefnd þingsins og segir í ályktuninni að á undanförnum árum hafi fáeinir bændur stundað ræktun aligæsa og anda, en kjöts af þeim hefur verið neytt sem hátíðarmatar á stórhátíðum Fuglar þessir lifa og þrífast að miklu leyti á grasi og heyfóðri og því lítill tilkostnaður við þá annar en kostnaður við byggingar og önnur mannvirki í Ijósi þessa felur þingið stjórn B í í samráði við Framleiðsluráð land- búnaðarins að láta fram fara könnun á möguleikum á aukningu markaðar fyrir kjöt af alifuglum og öndum Jafnframt skoraði þingið á Rannsóknastofnun landbúnaðarins að hefja búskapartil- raunir með ræktun gæsa og anda við mismunandi aðstæður Jafnframt verði kannað hvort hagkvæmt reynist með eggjatöku úr varplöndum grágæsa að unga út eggjum og ala ungana upp og nýta þá síðan að eldi loknu sem slátur- dýr. i et ■o® \69'JP &<£*£#** L ..*J' \fe'®ðVsS°° L '6ð' FALKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.