Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 Ríkisstjórnin beiti sér fyrir stofnun hlutafélags til að reisa og reka til- Saltverksmiðja á Reykjanesi: raunaverksmiðiu Á FUNOI efri deildar Alþingis í gær mælli Gunnar Thoroddsen idnaöarráðherra fyrir stjórnar- frumvarpi um saltverksmióju á Revkjanesi. Megin atriði frum- varpsins eru: Q Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkisstjórnin beiti sér fyrir stofn- un hlutafélags, sem hafi það markmið að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju á Revkjanesi og jafnframt að reisa tilraunaverksmiðju f því skyni. Til samvinnu um stofnun og starfrækslu hlutafélagsins skal ríkisstjórninni heimilt að kveðja til innlenda aðila, sem áhuga hafa ámálinu en ekki erlenda. • lllutafélaginu skal slitið, þegar fyrir liggja niðurstöður af undirbúnings- og tilraunastarfi félagsins, nema Alþingi heimili framhald á starfsemi þess í öðr- um tilgangi. Að því skal stefnt að framselja árangurinn af starfi félagsins í hendur aðila eða aðilum, sem takist á hendur að fullbyggja verksmiðjuna og annast rekstur hennar til fram- búðar en hlutafélagið skal fá endurgoldin tilkostnað sinn. 0 Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan framleiði fyrst ogfremst salt þ.e.a.s. fisksalt og fínsalt, ennfremur kalí til ábyrðar kalsíum cloride og brome til notkunar í iðnaði o.fl. Með fram- leiðslu á þessum efnum hér á landi sparast mikill gjaldevrir. 0 Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdir félagsins, þ.e. byggingu og rekstur tilraunaverksmiðju, er 137,5 milljónir krónasem dreifist á árin 1976, 1977, og 1978. Minnstur hlutinn, eða 3,2 milljónir falla á árið 1976 og eru þegar til fjárveitingar til staðar fil þeirra framkvæmda. Annar kostnaður við starf félagsins er áa-tlaður um 22,4 milljónir og er heildarkostnaður vegna undir- búnings félagsins því áætlaður um 160 milljónir króna. Ríkis- stjórninni er heimilt að leggja fram allt aö 60 milljónir króna sem hlutafé og veita ríkisábyrgð fvrir láni eða lánum vegna hluta- félagsins allt að 100 milljónum króna. Hér fer á eftir ræða sú, er Gunnar Thoroddsen flutti, þegar hann mælti fyrir frumvarpi um saltverksmiðju á Reykjanesi á Alþingi í gær: ,,Það frv. sem hér liggur nú fyrir til umr. er um salt- verksmiðju á Reykjanesi. Í 1. gr. þess er gert ráó fyrir að ríkisstj. skulí beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er hafi það markmið, að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast undirbúning þess, að slíku fyrirtæki verði komið á fót. Rannsóknir til undirbúnings saltverksmiðju eða sjóefnaverk- smiðju á Reykjanesi hafa staðið yfir alllengi. Það mun hafa verið fyrir réttum 10 árum, að Rann- sóknaráð ríkisins hóf könnun á þessu málí, en áður höfðu nokkr- ar byrjunarathuganir verið gerðar á vegum raforkumálaskrif- stofunnar. Fyrsta athugunin, sem Kannsóknaráð ríkisins lét gera var almennt yfirlit um möguleika tii að framleiða salt og vinna tinnur efni úr sjó og skeljasandi. A árinu 1968 hófust boranir og jaröfræðilegar rannsóknir á Reykjanesi. Það var boruö um 1800 metra djúp hola og hún gaf það yiiðan árangur, að það var metiö að hinar jarðfræðiiegu for- sendur saitverksmiðju væru fyrir hend og væru traustar. Jafn- framt þessum jarðfræðiiegu at- hugunum voru gerðar tæknilegar tiiraúnir og áætlanir um stofn- kostnað og rekstur fyrirtækja, sem gætu hagnýtt sér þessi verð- mæti og framleitt ýmiss konar efni úr þeim. En það heitir sjóefnavinnsla hefur verið notað um þessa möguleika og er þá átt við fjölþætta vinnslu úr sjó og. heitum söltum hveralegi frá jarð- hitasvæðinu. Frá upphafi hefur Baldur Lindal efnaverkfræðingur verið helsti frumkvöðuli þessa máls og hefur unnið að þvi máli að stað- aldri. Þegar athuganir Rann- sóknaráðs ríkisins höfðu staðið yf- ir nokkur ár, þá gerðist það haust- ið 1972, að ráðið skilaði skýrsiu til ríkisstj. með áætlun um stofn- kostnað og rekstur og benti þetta til þess að starfsemi verk- smiðjunnar gæti orðið arðbær. Iðnaðarráðuneyti fól þá Verk- fræðistofu og Hagrannsóknar- deild Framkvæmdastofnunar, að gera könnun á rekstrargrundvelli saltverksmiðjunnar og umsagnir lágu fyrír í febrúar 1974. Var þá gefin út yfirlitsskýrsla um málið. Þessar umsagnir voru jákvæðar og talið að fyrirtækið ætti að geta skilað góðum arði. Þá fór málið til iðnþróunar- nefndar til athugunar og lagði hún fram till. um meðferð máls- ins og áætlun um kostnað við und- irbuningsframkvæmdir. Vorið 1974 fól svo iðnrn. viðræðun. um orkufrekan iðnað að gera till. um, hvernig staðið skyldi að frekari undirbúningsframkvæmdum. Það er gert ráð fyrir, að afurðir verksmiðjunnar verði fyrst og fremst salt, þ.e.as. fisksalt og fín- salt, ennfremur kalí til áburðar kalsíum cloride og brome til notkunar í iðnaði en einnig er gert ráð fyrir að til muni falla verulegt magn af öðrum efnum svo sem kísil, gyfsi, koldiocsid, sem útgangsefni en líklegt að sum eða öll þessi efni gætu skilað hagnaði ef þau væru hagnýtt á réttan hátt. Það er talið nauðsyn- legt að gerðar séu frekari rann- sóknir áður — og tilraunir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um býggingu sjóefnaverk- smiðjunnar og stóriðjun. hefur gert till. um, að á Reykjanesi verði reist tílraunaverksmiðja í þessu skyni. A s.l. ári sendi stór- iðjunefnd iðnaðarráðuneytinu till. um þetta efni og frv., sem síðan hefur verið til nánari athug- unar og liggur nú hér fyrir. Aðalefni þessa frv. er það sem ég gat um hér í upphafi að ríkisstj. skuli beita sér fyrir stofn- un hlutafélags, sem hafi það markmið að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju og annast undirbúning þess, að slíku fyrirtæki verði komið á fót. Hér er því gert ráð fyrir undirbúnings eða könnunarfélagi og eru það fyrst og fremst frekari tilraunir og bygging tilraunaverksmiðju, sem það á að hafa með höndum. I 2. gr. frv. segir um samvinnu um stofnun hlutafélags: Skuli rikisstj. heimilt að kveðja inn- lenda aðila sem áhuga hafa á málinu. Á fyrri stigum var um það rætt að heimilt væri einnig að kveðja til erlenda aðila, en við nánari athugun var horfið frá því á þessu stigi máls, að kveðja til erlenda aðila og er þvi skv. frum- varpinu eingöngu heimilt, að inn- lendir aðilar verði þátttakendur í þessu hlutafélagi. Þá er i 3. gr. sagt að hluta- félaginu sé heimilt, að fram- kvæma eða láta framkvæma hvers konar athuganir og að- gerðir til undirbúnings að bygg- ingu og rekstri saltverksmiðju. Það skuli að því stefnt að unnt verði að framselja árangurinn af starfsemi félagsins í hendur aðilum, sem takist á hendur að fullbyggja saltverksmiðju og annast rekstur hennar til- fram- búðar. En þá skuli stefna að því að þetta könnunarhlutafélag fái tilkostnað sinn að fullu endur- goldinn frá þeim, sem taka svo við starfseminni til frambúðar. Þá er gert ráð fyrir því einníg í 3. gr. að þessu könnunarhluta- félagi skuli slitið, þegar hlutverki þess samkv. 1. gr. er lokið og að Gunnar Thoroddsen. óheimilt sé að selja árangurinn af starfsemi hlutafélagsins til annarra en íslenzkra aðilja nema samþykkis Alþingis komi til. Þá er í 4. gr. ýmsar heimildir ríkisstj. til handa í þessu skyni. í fyrsta lagi að leggja fram allt að 60 millj. kr. sem hlutafé í þessu væntan- lega félagi. í þessu sambandi vil ég taka fram, að það er gert ráð fyrir því, að hlutaféð verði sem næst þessari upphæð. Hins vegar er ætlunin sú að öðrum aðilum heldur en ríkissjóði verði gefinn kostur á að vera þátttakandi í þessu könnunarfélagi og aðilar til þess hvattir. Hins vegar ef til þess kæmi að ekki væri áhugi eða möguleikar hjá öðrum aðilum að verða hluthafar í þessu félagi að neinu ráði, þá mundi þetta geta hjá ríkinu lent að verulegu leyti og því er þessi upphæð þannig ákveðin. En við undirbúning og stofnun félagsins verður að því stefnt að fá aðra aðila inn í þetta hlutafélag. Þá er gert ráð fyrir því að heimilt sé að leggja til féiagsins mannvirki og undirbúningsrann- sóknir sem unniö hefur verið að á kostnað ríkissjóðs og skuli þetta metið við kostnaðarverði og telja til hlutafjárframlags ríkissjóðs. Þá er veitt heimild fyrir ríkis- ábyrgð fyrir láni allt að 100 millj. kr. tíl starfsemi könnunar- félagsins í 4. lió 4. gr. er félaginu, ríkisst. veitt heimild til þess að veita könnunarfélaginu heimildir til hagnýtingar á jarðhitaréttind- um og vinnsluréttindum á Reykjanesi í eigu ríkisins i þágu athugana og aðgerða samkv. 3. gr. og loks heimilað að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af byggingarefni, búnaði og vélum til þessara framkvæmda. I 6. gr. er svo tekið fram, að að því leyti sem ríkissjóður verður hluthafi í þessu könnunarfélagi, þá skuli iðnaðarráðherra, og fjár- málaráðherra tilnefna fulltrúa á hlutafélagsfundi. Aðalfundur félagsins kýs sér síöan stjórn og skuli iðnrh. skipa formann stjórnarinnar. 1 7. gr. er svo ákvæði um mengunarvarnir og varúðarráð- stafanir. Þar segir að hluta- félaginu beri að gera varúðarráð- stafanir, sem við verður komið til þess að varna tjóni á umhverfinu við framkvæmdir á þess vegum og skal starfsgrundvöllur saltverk- smiðjunnar miðaður við að fyrir- tækið fullnægi því skilyrði Þá er það tekið fram í 2. mgr. 7. gr. að framkvæmdir undirbúnings- félagsins og hönnun sjálfrar salt- verksmiðjunnar, bygging og rekstur skuli vera i samræmi við núgildandi og síðari lög og reglu- gerðir varðandi mengunarvarnir, öryggi, heilbrigði og hreinlæti á vinnustað og staðla þá sem settir eru samkvæmt þeim. Um þessi mál hefur verið haft við undir- búning málsins fullt samráð við heilbmrn. Þetta mál hefur verið nokkuð til athugunar hjá náttúruverndar- ráði, en til frekari áréttingar rit- aði iðnrn. nú um það leyti eða rétt áður en frv. var lagt fram bréf til náttúruverndarráðs, þar sem óskað er eftir nýrri athugun ráðs- ins og skriflegri greinargerð um afstöðu þess til þessa máls. Varðandi kostnaðinn við þessar framkvæmdir, sem hér er gert ráð fyrir þá hefur kostnaðaráætlun sú, sem fylgdi till. viðræðu- nefndarinnar um orkufrekan iðnað frá í fyrra verið endurskoð- uð nú í febrúarmánuði og er þá gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir félagsins verði 137.5 millj. kr., sem dreifist á árin 1976, 1977 og 1978. Hér er fyrst og fremst um að ræða byggingu til- raunaverksmiðju og smíði véla og tækja í slíka verksmiðju. Af þessari upphæð er minnstur hluti, sem fellur á árið 1976 eða um 3.2 millj. kr., en sú upphæð er fyrir hendi samkvæmt fjárlögum 1975, en það fé hefur verið geymt til þessara hluta og svo i fjárlögum fyrir árið 1976 eru þessar tvær fjárhæðir eða fjár- veitingar samtals 3.3 millj. kr. Ég vænti þess, að þetta merka mál fái góðar undirtektir á Alþingi. Þetta hefur verið, eins og komið hefur fram í þessu yfirliti og í greinargerð frumvarpsins, lengi til athugunar, og það er skoðun þeirra, sem kunnugastir eru, að hér sé um merkilegt iðn- aðar- og iðjufyrirtæki að ræða, sem bæði geti orðið þjóðarbúinu í heild til hags vegna gjaldeyris- tekna og aukinnar atvinnu i landi. Það standa vonir til þess, að hér geti orðið um þjóðþrifafyrirtæki að ræða.“ Að lokinni framsögu ræðu Gunnars Thoroddsen urðu nokkrar umræður um efni frum- varpsins og lýstu þeir þingmenn, sem til máls tóku ánægju sinni yfir því að frumvarp þetta skyldi fram komið. Oddur Ólafsson (S), tók fyrstur til máls og minnti á fjárhagslega þýðingu þessa máls fyrir þjóðina. Þarna væri um að ræða nýtingu á innlendri orku, hráefnið væri inn- lent og framleiðslan nýttist á inn- lendum markaði og sparaði þann- ig gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Odd- ur sagði þá þróun hafa orðið í atvinnumálum Suðurnesjabúa að hlutur þeirra í fiskveiðum hefði minnkað vegna aukningar á öðr- um stöðum á landinu og vegna AUHflGI minnkandi fiskgengdar á miðum við Suðurnes. Brýna nauðsyn bæri því til að gera átak í atvinnu- málum þessa landshluta og lýsti þingmaðurinn ánægju sinni yfir þvi að frumvarp þetta skyldi nú komið fram á Alþingi. Stefán Jónsson (K) þakkaði ráð herra fyrir hans framgang í þessu máli og minnti á að þarna væri fyrirhugað að nýta innlenda orku og tilraunir þær, sem fram hefðu farið, væru til þess fallnar að vekja bjartsýni um árangur. Þarna væri ekki bara um að ræða nýjung, sem kæmi Suðurnesjabú- um einum til góða heldur öllum landsmönnum og með frumvarpi þessu væri tekið fyrir að erlendir aðilar næðu tökum á þessari verk- smiðju. Steingrímur Hermannsson (F) sagði að sjaldan eða aldrei hefðu jafn víðtækar rannsóknir og til- raunir verið framkvændar áður en Islendingar legðu út í slíka framkvæmd, sem gert væri ráð fyrir í frumvarpi þessu. Rann- sóknir þessar lofuðu góðu og þarna væri til staðar næg orka, sem hægt væri að hemja. Jón Armann Héðinsson (A) varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að breyta heiti frumvarpsins í tilraunasalt- verksmiðju á Reykjanesi og spurði einnig hvað rikið ætti mik- ið land á þeim stað, sem fyrirhug- að væri að reisa verksmiðjuna og hvernig væri háttað eignarhaldi á hitaréttindum á þessu svæði. Albert Guðmundsson (S) fagn- aði frumvarpinu og sagði að hér væri um að ræða stórt framfara- mál fyrir alla þjóðina. Albert ræddi þessu næst þátt einstak- linga i stofnun og rekstri þessa hlutafélags og sagði vafasamt að búast mætti við mikilli þátttöku einstaklings ef fyrirfram væri ákveðið að fé þeirra mætti ekki skila arði. Það væri ekki gæfulegt að þeir, sem stofnuðu þetta hluta- félag ættu kannski að fá hlutafé sitt endurgoldið. Albert sagði það sina skoðun að ríkið hefði átt að ljúka öllum tilraunum sjálft og ákveða síðan hvort einstaklingum yrði gefinn kostur á að halda framkvæmdum áfram eða ríkið gerði það. Stefán Jónsson (K) tók aftur til máls og gerði að umtalsefni orð Alberts Guðmundssonar um eign- arhald á verksmiðjunni og tók Stefán það fram að samkvæmt skoðun hans ætti verksmiðjan að verða eign þjóðarinnar i heild en ekki fárra einstaklinga. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra svaraði spurningum þeim sem Jón Ármann Héðinsson hafði beint til hans og sagði að heiti frumvarpsins yrði skoðað i nefnd en hvað snerti eignarhald á landinu á Reykjanesi og hitarétt- indum, þá væri nú unnið að grein- argerð um þau mál i iðnaðarráðu- neytinu og yrði greinargerð sú lögð fyrir þá nefnd, sem fjalla riiyndi um frumvarpið. Jón Ármann Héðinsson tók aft- ur til máls og ræddi nokkuð um eignarhald á jarðhitaréttindum í landinu. Að síðustu kvaddi Albert Gud- mundsson (S) sér aftur hljóðs og sagðist telja að erfitt reyndist að fá einstaklinga til þátttöku í þessu hlutafélagi og minnti á hvernig hluthafar í Áburðarverk- smiðjunni voru neyddir til þess með dómi að láta af hendi hluta- bréf sín. Að lokinni fyrstu umræðu var málinu vísað til iðnaðarnefndar og annarrar umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.