Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 á V % 1 l ÞÓTT brezka stjórnin hafi sent fulltrúa til Rhódesíu til að koma af stað viðræðum milli stjórnar hvíta minnihlut- ans og meirihluta blökku- manna bendir fátt til ______________________________ þess að komizt verði hjá blóðbaði í landinu. Hættan hefur aukizt við atburðina i Angóla. Þar eru allt að 15.000 kúbanskir hermenn orðnir atvinnulausir og tilkynnt hefur verið í Havana að þeir verði ekki kallaðir heim í bráð. Bæði í Rhódesíu og nágranna- löndunum bíða skærulióar blökkumanna aðeins eftir skipun um að hefja loka- baráttuna gegn stjórn Ian Smiths. 200.000 hvítir íbúar Rhódesíu óttast að at- burðirnir í Angóla endur- taki sig og land þeirra verði vettvangur tog- streitu Rússa og Banda- ríkjamanna. Þeir gera Blóðbaðið nálgast Rhódesíu ekki ráö fyrir stuðningi frá Suður-Afríku þar sem John Vorster forsæt- ráöherra hefur hvað eftir annað hvatt Ian Smith til Konur í Rhódesíu þjálfaðar f hermennsku vegna ótta um yfirvofandi blóðbað. samninga við blökkumenn. Smith hefur lýst því yfir að hann geti í mesta lagi fallizt á að meirihlutastjórn blökkumanna taki við völdunum eftir 30 ára að- lögunartíma. 1 Suður-Afríku er óttazt að blökkumenn þar kunni að gera uppreisn og búizt er við að Kúbumenn sæki inn í Suðvestur-Afríku (Namibíu). Rússar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni styðja frelsishreyfingu blökkumanna í Suðvestur-Afríku, SWAPO, og svipað- ar yfirlýsingar hafaverið gefnar í Havana. Suóur-Afríkumenn ráða yfir 200.000 manna land- her búnum fullkomnustu hergögnum auk flota og flughers. Andspænis þeim standa um 15.000 kúbanskir hermenn í Angóla, 80.000 hermenn MPLA, 5.800 manna her Zambíu, 14.600 manna her Tanzaníu og um 60.000 manna her Mozambique. Þar við bætast hundruð þúsunda blökkumanna sem gætu orðið skæruliðar. I her Rhódesíu eru aðeins 7.500 menn en hægt er að kalla út 15.000 til viðbótar. Andspænis þessum fá- menna her eru rúmlega 5 milljónir blökkumanna. Sveinn Tryggvason: Bændasamtökin verði gerð að einni ÁRBÓK landbúnaðarins 1974 er nýkomin út og meðal efnis i henni er grein eftir Svein Tryggvason, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs land búnaðarins, um skipulag búnaðar- samtakanna. í grein sinni hvetur Sveinn til þess að bændasamtökin verði gerð að einni óskiptri heild. Morgunblaðið hefur fengið leyfi höfundar til að birta greinina og fer hún hér á eftir i heild: Þegar Búnaðarfélag íslands var stofnað, 5 júlí 1899, skyldi það vera heildarsamtök bænda landsins um at- vinnuveg þeirra, landbúnaðinn, og ekkert þeim samtökum óviðkomandi, er hann varðaði Þessi skilnmgur á hlutverki B í var almennur og rótgró- inn fyrstu áratugi aldarinnar. Undan- tekningu frá þessu verður þó að telja skógræktina, enda hefur skógræktin aldrei verið talin til búskapar á íslandi Ríkið tók líka skógræktarmálin í sínar hendur með lögum um skógrækt árið 1 907 og hefur svo verið ætíð síðan Annars hefur flest það, sem unnið hefur verið fyrir landbúnaðmn h‘ér á landi á fyrstu tugum aldarinnar, verið gert fyrir forgöngu og atbema þessara búnaðarsamtaka þó að ýmislegt hafi að þeirri forgöngu verið stundum fundið og málin síðar tekm úr hendi þeirra Þó ber eitt að nefna, sem ekki var stofnað til fyrir forgöngu B í., en varð síðar því til eflingar, en það er Ræktunarfélag Norðurlands, sem upprunalega var stofnað til af nokkrum áhugamönnum um ræktunarmál, fyrst og fremst skóg- rækt Hóf félagið starf sitt með því að koma upp litlunr trjálundum heima við bæina Síðar varð þó tilraunastarfsemi i jarðrækt aðalverkefni þess, emkum eftir að Ólafur Jónsson tók við fram- kvæmdastjórn þess árið 1924, enda hafði það þá nokkru áður gengið til skipulagsbundinnar samvinnu við B í sem búnaðarsamband Norðurlands Á árunum 1 928— 1 930 verða eins- óskiptri konar þáttaskil í söqu Búnaðarfélags íslands Ný verkefni er landbúnaðinn varða, eru því ekki lengur falin, heldur tekur íslenska ríkið þau i sínar hendur, eða verkefnin eru falin nýjum samtök- um, sem óháð eru B í Þarna ber þrjú verkefni langsamlega hæst Stofnun mjólkurbúa, stofnun Búnaðarbanka íslands og verslun með tilbúinn áburð B í hafði þó átt hlutdeild í að koma þessu öllu áleiðis Fyrstu mjólkurvinnslubúin, smjör- búin eða rjómabúin, eins og þau voru ýmist kölluð voru reist i samvinnu við búnaðarsamtökin og með siðferðileg- um og félagslegum stuðningi þeirra. Sömu sögu er að segjá um fyrstu mjólkurvinnslustöð Borgfirðinga að Beigalda Hins vegar stóð að skipu- lagningu mjólkursölu og fyrstu mjólkurstöðinni víð Lindargötu í Reykjavík, samvinnuf5tög bænda í hinu forna Kjalarnesþingi, Mjólkur- félag Reykjavíkur Svipaða sögu er að segja um upphaf skipulegrar mjólkur- sölu og mjólkurvinnslu á Akureyri, að þar hafði Kaupfélag Eyfirðinga for- ustuna, en stofnun Mjólkurbús Ölfusinga og Mjólkurbús Flóamanna lét B í. sig mjög miklu skipta og gerðist framkvæmdastjóri B.í , Sig- urður Sigurðsson, hinn mesti áróðurs- maður og grjótpáll i því máli En þegar mjólkursölunni og mjólkurvinnslunni var komið i skipulagsbundið form 1934—1936, myndaðist um þessi mál samvinnufélagsskapur, sem ekki var í neinum skipulagsbundnum tengslum við B í Búnaðarfélag íslands hafði for- göngu um það á árunum 1923—1925 að koma lánamálum landbúnaðarins í viðunandi horf Komst það svo langt, að 1 924 skipaði félagið þriggja manna nefnd til að athuga þessi mál og leggja fram tillög- ur til úrlausna, og lofaði þá ríkisstjórn- m aðstoð sinni við nefndarstörfin Nefndin lagði fram frumvarp um heild Ræktunarsjóð íslands, er samþykkt var sem lög á Alþingi 1 925 Gat sá sjóður þá bætt úr brýnustu lánaþörf land- búnaðarins til ræktunar og húsagerðar, eins og peningamálum þá var komið En sjóðurinn var lagður undir stjórn Stjórnarráðs íslands, er þótti heldur íhaldssamt um lánveitinqar úr sjóðn- um. Síðan tóku svo stjórnmálamenn- irnir við þessum málum, og var stofn- aður Byggingar- og landnámssjóður 1928 og loks Búnaðarbanki íslands, með lögum frá 1 929 Hann var algjör- lega rikisstofnun og var búnaðarsam- tökunum engin hlutdeild ætluð í stjórn hans eða aðferðum „við að styðja land- búnaðinn og greiða fyrir fjármálavið- skiptum þeirra. er stunda landbúnaðar- framleiðslu,” en það var „tilgangur bankans” að því er tilgreint var í 1 grein laganna um hann. Búnaðarfélag íslands og Ræktunar- félag Norðurlands gerðu fyrstu jarð- ræktartilraunirnar sem gerðar voru hér á landi Búnaðarfélagið hafði einnig forgöngu um það að farið væri að nota tilbúinn áburð í nokkuð stórum stíl. En 1929 tók íslenska ríkið í sínar hendur forgöngu um það, að stofnuð var einkasala á tilbúnum áburði og fól síðan S.Í.S. rekstur einkasölú. Búnaðarfélagið lagði, að vísu, til af starfsliði sínu fyrsta forstöðumann þeirrar einkasölu, en að öðru leyti var hún Búnaðarfélagi íslands óvið- komandi Telja má að ekkert af þessu hafi verið bein skerðing á verkefnum B í eða bændasamtakanna Þetta voru ný verk- efni varðandi landbúnaðinn og var ekkert þeirra lagt í hendur bændasam- takanna eins og þau voru á vegi stödd þegar til þeirra var stofnað Um mjólkurframleiðsluna, mjólkurvinnsl- una og mjólkursöluna var eðlilegt að stofna til nýrra bændasamtaka, en hitt var um leið eðlilegt, eins og líka kom fram síðar, að þau nýju samtök hefðu skipulagsbundið samstarf við alls- herjarsamtök bænda. Um Búnaðar- bankann var sjálfsagt að búnaðarsam- tökin hefðu við hann eitthvert lögbund- ið samband, jafnvel þó að hann væri ríkisstofnun og um áburðarsöluna hefði verið sjálfsagt að tryggja búnaðarsamtökunum íhlutunarrétt, en eðlilegast hefði verið að þau hefðu haft söluna i sínum höndum. í framhaldi af þessu, að bændasam- tökunum var ekki falin ný verkefni varðandi landbúnaðinn á árunum milli styrjaldanna, kom svo það, eftir síðari heimsstyrjöldina, að verkefni voru beinlínis tekin af samtökunum Hið fyrsta er af Búnaðarfélagi íslands var tekið við lok siðari heims- styrjaldarinnar var íhlutun um verð- lagningu landbúnaðarafurða innan- Sveinn Tryggvason lands Þennan rétt hafði B í reyndar aldrei tekið sér á formlegan hátt, né heldur hafði þvi verið fenginn hann Hinsvegar þótti sjálfsagt að það ætti þann rétt, sem fulltrúi allra bænda landsins Því var það, að siðsumars 1 944 var kvatt saman aukabúnaðar- þing til þess að ræða verðlagningu landbúnaðarafurða þá um haustið Þá var þannig ástatt, að samkvæmt ný- lega settum lögum skyldu bændur hafa sambærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir og samkvæmt út- reikningi Hagstofu íslands þurfti verð landbúnaðarafurðanna að hækka um 9,4% til þess að tekjur þeirra héldust i sama horfi og haustið áður, móts við tekjur annarra stétta. Á þessu auka- þingi B í gengust fulltrúarnir undir það að þessarar afurðaverðshækkunar yrði ekki krafist, í trausti þess, að slíkt myndi stöðva þá dýrtíð, er þá fór óðum vaxandi Það var ekki látið nægja að bændur yrðu fyrir þeim tekjumissi, er þeir höfðu af misskildum þegnskap samþykkt, heldur var líka tekinn af samtökum þeirra allur íhlutunarréttur um verðlagningu afurðanna og var það vald sett i hendur nefndar er stjórn- völdin höfðu sjálfdæmi um að velja menn í og skipa. Þá reis hluti bænda- stéttarinnar upp bæði gegn samtök- um sfnum, er þeir töldu að hefðu samið heimildarlaust af stétt sinni tekjur, er henni bar með réttu, og stjórnar- völdunum, er sýnt hefðu bændastétt- inni óvirðingu og niðst á trausti hennar til þjóðfélags sins. Þessari „uppreisn" lauk með því að stofnað var Stéttar- samband bænda til þess að annast hagsmunamál bændastéttarinnar Að vfsu eru félagsmennirnir hinir sömu, en verkefnunum og forystu skipt án nokkurra skipulegra tengsla Hér var raunverulega til þess stofnað að hafa tvo tígulkónga i sömu spilum og var varla unnt að bjóða upp á áhrifameira ráð til innbyrðis ófriðar og sundrungar í búnaðarsamtökunum. Það er ein- göngu að þakka hollustu þeirra manna, er veitt hafa þessum tviskiptu samtökum forstöðu, við bændastétt landsins, að þetta hefur ekki komið að verulegri sök fram til þessa. Hinsvegar ber að fagna þeim sigri að bændasam- tökin fengu með þessu samningsrétt um verðlagningu landbúnaðarafurð- anna og ákvörðunarrétt um sölumeð- ferð þeirra að mestu leyti Má af þeim sigri ráða það, að bændur landsins geta heimt í sínar hendur meiri yfirráð um mál sin, en þeir hafa fengið og tekið, ef þeir aðeins sýna nóga ein- beitni í vilja sínum Næst gerðist það að áhrifavaldið yfir endurnýjun landbúnaðarins var af Bún- aðarfélagi íslands, og þar með bænda- samtökunum, tekið og lagt undir nýja ríkisstofnun, Landnám rikisins, óháða B í og bændasamtökunum. Búnaðar- félag íslands, aðallega þó tveir starfs- menn þess, Steingrimur Steinþórsson og Pálmi Einarsson, hafði við stríðslok- in 1 944 undirbúið löggjöf um eflingu landbúnaðarins að striðinu loknu, eflingu lánastofnana landbúnaðarins, Ræktunarsjóðs dfcj Byggingarsjóðs, aðstoð við stofnun nýbýla og tilraunir með stofnun byggðahverfa í sveitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.