Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 15 Mynd tekin á Eyrarbakka, þegar Ás- grímur starfaði i „Húsinu" þar (vika- piltur). Friðrik Gislason frá Vestmanna- eyjum tók hana. viljað það tii happs, að hann átti ekki neinn þann að, er hann hefði getað borið ráð sín undir og þess vegna gerðist eng- inn tii að draga úr honum kjarkinn". 1 ljósi þessa verður hín óvænta framsetn- ing föðurins að vegast og metast, þótt hann beindi ekki orðræðum framar inn á þá braut, en Ásgrímur var þá kominn f ast að fermingu og skammt til brottfar- ar að heiman. — Það var lán Ásgríms er hann hélt að heiman, að fyrir orð Ingibjargar nokk- urrar ljósmóður á Loftsstöðum var hann ráðinn vikapiltur til Nielsens verzlunar- stjóra á Eyrarbakka, í Húsinu sem svo varnefnt. „Húsið" þótti menningarsetur og talið jafngilda góðri skólagöngu að komast þar i vist eða til dvalar. I Húsinu ogyfir heimilislífunu þar óllu hvíldi ferskur og glaðvær blær og þarna héld- ust í hendur gestrisni, hjálpsemi, ástundun, vinna og reglusemi. Bókakostur var ekki ýkjamikill, en talsvert af dönskum mynda- blöðum og sum þeirra í stórum bindum, sem Ásgrimur fékk að skoða aó vild. I þessum blöðum mun hann i fyrsta skipti hafa kynnzt erlendri myndlist og mundi hann eftir myndum af einstökum mál- verkum þar allatíð síðan. Kynni þessi af myndlist juku lóngun hans til að mála sjálfur, en hér urðu tómstundirnar ólíkt færri en í foreldrahúsum og þvi minni timi til að sinna þeim hugðarefnum. >ó eignaðist hann á þessum árum sinn fyrsta vatnslitakassa og þótti aó því mik- ill fengur. Þarnakomst Asgrímur í fyrsta skipti í veruleg kynni við tónlist, enda var í Húsinu stórt og vandað pianó og heimilið stóð opió öllu söngelsku og listhneigðu fólki. Er vafamál, hvort söngur og tónlist hafi annars staðar á landinu verið í meiri hávegum höfð á þeim tímum. Hér heyrir Asgrimur í fyrsta skipti leikið á orgelharmoníum, sem bræður nokkrir frá Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi, með afbrigðum listfengir og músíkalskir, smíðuðu sjálf- ir og þar heyrir hann einnig í fyrsta kirkjuorgelinu, sem austur kom. Bjó Ás- grimur að þessum fyrstu kynnum sinum af tónlist allt sitt líf, og vafalaust einnig annarri menningu og reglufestu, er þar skipaði öndvegi. Tónlistin sat lengi í Ásgrími og seinna þótti honum miður að geta ekki aflað sér sæmilegrar þekking- ar á tónlist, er hann kom til Kaupmanna- hafnar, en þá var það hið fyrsta, sem hann gerði, að kaupa fiðlu, enda hafði hann heyrt að fiðluleikur skerpti mjög alla heyrn á tóna. En tnálaralistin sat í öndvegi og ekki kom til þess, að Ásgrím- ur snerti fiðluna af eðlislægri háttvísi og hræðslu við, að hann myndi valda ónæði fólkinu, sem hann bjó hjá. í Húsinu vakti athygli, að Ásgrímur fékkst við að teikna og átti hann nokkra samúð með þessu föndri og þá helzt hjá húsfreyj- unni, sem bar eitt „listaverk" hans undir dómbæran mann, sem kvað upp þann úrskurð, að þar sem aðeins væri um eftirmynd að ræða, yrði fátt ráðið um sjálfstæðagetu... Að lokinni þriggjaog hálfs árs dvöl i Húsinu þótti Ásgrimi tími til kominn að leita sér að arðmeiri atvinnu og ræður sig á fiskiskútu frá Reykjavík og gegndi sjómennsku íþrjárvertíðir. Eftirþað ræðsl hann til vegavinnu áHellisheiði, og loks er fjárhag hans svo komið, að hann leysir sér lausamennskubréf, sem þá kostaði 15 krónur. Annars var As- Ásgrimur Jónsson. — Myndina gerði Jón Kaldal eftir piötu úr safni Karls Ölafssonar ljósmyndara. grimiþað helzt minnisstætt fráþessum árum, fyrir utan vos, strit, laklegan að- búnað, harðneskju og hættur, ásamt lífs- háska, — hið daglegastrit, soðningu og graut, rúgbrauð og margarín, sætsúpu til hátíðabrigða á sunnudögum, — að út- gerð skútunnar varð gjaldþrota. Hlaut hann ekki annað endurgjald fyrir virkt- irnar og það með miklum eftirgangs- munum en stranga af kafþykku vaðmáli, sem hann lét saumakonu á Bildudal sníða úr tvo klæðnaði og tókst þá ekki betur til en svo að fyrri fötin stóðu allsstaðar á beini, en hin síðari, þegar vesalingskonan vildi bæta hér um, urðu hólkvíð .. . Þætti ungu fólki í dag þetta rýr afrakstur þriggja vertíða! En tveggja ára dvölin á Bíldudal varð Asgrimi gifturik. Honum höfðu nú safn- azt nokkur efni af kaupi sínu þar í vöruávisunum, sem hinn velviljaði öðl- ingur Pétur J. Thorsteinsson innleysti i gjaldgenga mynt er var einstök og frá- bær fyrirgreiðsla á þeim tíma. Asgrimi var nú ekkert að vanbúnaði lengur og í októbermánuði haustið 1897 tók hann sér far með póstskipinu Lauru áleiðis til Kaupmannahaf nar. Var hann þá búinn til farar með tvö hundruð krón- ur í peningum og tvenn vaðmálsfötin góðu, eftir sjö ára strit á sjó og iandi. Ég hef hér að nokkru lýst aðtíraganda þess að Asgrímur hélt utan til náms, tínt til efni úr handbærum heimildum og þá aðallega stuðzt við frásögn hans sjálfs í bókinni „Myndir og minningar" er Tóm- as Guðmundsson færði í letur árið 1955. Það hefur verið ritað mikið og vel um Ásgrím Jónsson, þótt að mínum dómi hafi enn ekki séð dagsins ljós það rit, með myndum og eftirprentunum, sem sé lífsverki hans samboðið þótt alla við- leitni beri að virða. Starfsbræðrum Asgríms mun þykja það forvitnilegthvað raunverulega bjó að baki þeirri ákvörðunþessa brautryðj- anda að ráðast i utanför til listnáms, ekki vegna þess að efamál sé að mynd- skyn og sterk listhneigð hefur búið með þjóðinni frá því að land byggðist. En hér Þessa mynd tók Jón Kaldal út úr hóp- mynd, sem var tekin í Danmörku um aldamótin (skógarferð). verða merk listsöguleg tímaskil. Mynd- listin hefur átt blómaskeið sín hérlendis í samræmi við þau skilyrði er henni voru búin á hverjum tíma. Hitt væri með ólíkindum að listrænir hvatar hefðu ekki þróazt meðal þjóðar i jafn mynd- auðugu og litriku landi, sem lifað hefur alla tíð í trú á huldufólk, álfa, drauga og hverskonar dularmögn í stokkum og steinum. Ásgrímur sótti ný og fersk viðhorf til Kaupmannahafnar og rækti nám sitt vel og af marksækni. Fyrst nam hann í undirbúningsskólum til inntökuprófs í konunglega fagurlistaskólann. Hann náði inngóngu þar eftir tveggja vetra fornám og allan þann tíma vann hann fyrir viðurværi sínu með húsgagnamál- un á stóru verkstæði með þá einu kunn- áttu sem hann hafði afiað sér á Bíldudal, og hélt hann því starfi áfram eftir að hann hóf nám við listaháskólann. Á þess- um árum var skólinn frekar stöðnuð stofnun og olli það Asgrími vonbrigðum en úr því bætti hann með því að sækja vel ríkislistasafnið og skoða þar vand- lega eldri sem nýrri meistara, einkum minntist hann myndar þar eftir Van Gogh, sem var gjörólík öllii því sem hann hafói áður séð í málaralist. Hann gerði sér margar ferðir á safnið til að skoða þessa mynd sérstaklega og einkum hreifst hann af þvi hve myndin var fersk og tær í formi og lit. • Ásgrímur var þrjú ár í Listaháskólan- um og var búinn að fá sig fullsaddan af þeirri þrúgandi lognmollu er honum fannst umlykja kennsluna. Var hann því iausninni feginn og málaði upp frá þvi svo sem andinn bauð hverju sinni. Viðhorf Asgrims til Listaháskólans sýnir að hann hefur snemma skynjað mikilvægi markvissrar vinnu og rýninna viðhorfatil umhverfisins. Þetta var hon- um persónulegur ávinningur og enginn af skólafélögum hans munu haf a náð frama að Harald Giersing undanskild- um, sem forðaði sér raunar fljótt á braut og leitaði annað til náms. Ásgrímur hefur tvímælalaust verið í senn bráðgerr og mjög næmur fyrir kjarna hlutanna. Þá var hann kominn til verulegs þroska er hann fór utan til náms, en hann var þá kominnyfir tví- tugt og gekk að hlutunum með yfirvegan og rósemi. Hann þróar fljótlega með sér vandað mat á eldri sem nýrri málurum heimslistarinnar og horfir gagnrýnum augum á margt það sem danskir málarar fengust við, og er það eftirtektarvert og til ihugunar að slikt hafa nær allir spor- göngumenn hans gert er numið hafa í danska Listaháskólanum og einhverju marki hafa náð. Næstu árin var hann heima á íslandi á sumrum en i Kaupmannahöfn á vetrum að vetrinum 1906—7 undanskildum þeg- ar hann hélt kyrru fyrir i Reykjavík og vann m.a. allmargar þjóðsagnamyndir og teikningar. A þessum árum nýtur hann styrks frá Alþingi, fyrst 600 krónur er hækkaði síðar i 1000 krónur og má því telja að Alþingi hafi sýnt rausn i garð þessa listamanns. Hann hafói unnið sér álits sem marksækinn listamaður, sem mikils mátti vænta af og á þessum árum var þjóðin að vakna til vitundar um eigin mátt og farin að hefja sókn til aukinnar menningar og sjálfstæðts. Þótti því ekki nema sjálfsagt réttlætis- mál að rétta listamönnum hjálparhönd er fram úr sköruðu. Asgrimur hefst nú handa að sýna myndir sínar, fyrst í Melsteds-húsi í Reykjavík, sem sem fyrr greinir, en svo á vorsýningunum á Charlottenborg og mun hann ekki sjaldnar en sjö sinnum hafa átt myndir þar á tímabilinu 1904— 12. — Þátttaka í sýningum á Charlotten- borg var Asgrími uppörvun og styrkur, auk þess að hann seldi iðulega eitthvað af myndunum, sem var kærkomin búbót, og þær fengu yfirleitt lofsamlega dóma og stundum ágæta, m.a. frá hendi Emils Hannover, sem var einn þekktasti list- rýnir og listfræðingur Dana og, við hlið J. Tetzen Lund,þeirramestur listhöfð- ingi áþessum árum. Jafnt einkasafnarar sem söfn víða í Danmórku keyptu mynd- ir Ásgríms. Asgrímur ferðaðist töluvert á námsár- um sínum, m.a. með Einari Jónssyni myndhöggvaratil Vínarborgar og var þá komið við á ýmsum stöóum á leiðinni, svo sem Niirnberg og Berlin og söfn skoðuð eftir föngum, seinna fór hann einn síns liðs til Þýzkalands og varð honum þá minnisstæðust heimsókn til Dresden og þá einkum Madonna san Sisto, nefnd Sixtínska madonnan á Zwinger-safninu. Hann hlaut styrk frá Alþingi til utanfarar árið 1907, og var það aðallegafyrir hvatningu ogtilstuðl- an Bjarna frá Vogi, sem var aiþekktur fyrir einlægan stuðning við listamenn, nam sá styrkur 3000 krónum, sem var mikið fé í þá daga. Ásgrímur hélt frá Kaupmannahöfn áleiðis til Italíu i marz- mánuði árið eftir með nokkurri viðdvöl i Weimar, en þar stóð þá yfir viðamikil listahátíð. I Weimar sá hann í fyrsta skipti mynd eftir annan upphafsmann impressjónistanna, Claude Monet (hinn taldist Edouard Manet) og var þar um að ræða hið fræga málverk af dómkirkj- unni í Rouen. Þetta varð Ásgrimi mikill og áhrifaríkur viðburður og virti hann myndina fyrir sér hugf anginn og var frá fyrstu stund með á nótunum. Þetta skeði á þeim tima er enginn áhugi var á þess- ari tegund listar í Danmörku og jafnvel danskir málarar, sem þá voru heima- Framhald á bls. 19 Asgrímur Jónsson og frú Bjarnveig Brautryðjandinn í íslenzkri myndlist, og einn af frjóustu snillingum okkar fyrr og síðar, Ásgrímur Jónsson, listmálari, var hreinlyndur maður og drenglundaður. Hroð- virkni og óráðvendni óþekktur veikleiki í brjósti hans. Hann var hreinn og beinn og óskiptur hvar sem hann tók til höndum. Á heimili Ásgríms og vinnustofu náðu aldrei að gerja nein annarleg fóstur kæruleys- is og hversdagsleika. Ásgrímur ætti fáa trúnaðarvini og alla tíð hina sömu. Hjá frændkonum sínum á Stýri- mannastig 5 var heimilisbragur hinum stranga listamanni að skapi, og frænka hans, Bjarn- veig Bjarnadóttir, varð snemma mikið eftir- læti listamannsins, og síðar er hann kenndi sjúkleika þess, er að lokum braut niður starfs- þrek hans, var hún honum sannkallaður bjarg- vættur. Frú Bjarnveig átti þá eiginleika i ríkum mæli, sem Ásgrímur mat hæst, reglusemi og trúmennsku, ásamt skilningi á listsköpun hans og lífsbaráttu. Ef Ásgrímur Jónsson væri í dag á meðal okkar, hefði hann sjálfur gert lýðum ljóst það hnitmiðaða og fórnfúsa starf er Bjarnveig Bjarnadóttir vann fyrir list hans síðustu ára- tugi, og varla er ofmælt að hún hafi fært lífsstarf hans nær okkur um hálf a öld. R.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.