Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 7 , Hroki 1 Aðstoðarmaður stjórn- | málaritstjóra Timans, k Alfreð Þorsteinsson, veit- I ist i gær að Gylfa Þ. Gisla- I syni i þættinum ,,Á Víða- | vangi" og segir m.a.: „Af I framkomu Gylfa Þ. Gísla ■ sonar mætti ráða að það | hafi gersamlega farið . framhjá honum að þing- | mönnum Alþýðuflokksins hafi fækkað um helming í forystutíð hans. Erlendis slær Gylfi gjarnan um sig | og gefur stórar yffrlýsing- I ar eins og þar væri á ferð maður með stóran þing- | flokk á bak við sig. Siðasta yfirlýsing Gylfa, I sem hann gaf fréttamönn- ■ um á Norðurlandaráðs- j fundinum í Kaupmanna- I höfn er dæmigerð fyrir hann: „Við förum ekki úr Atlantshafsbandalaginu og við munum ekki hætta varnarsamstarfi okkar við Bandaríkin á Keflavikur- flugvelli". Hér talar maður sem greinilega á eitthvað undir sér for- maður þingflokks sem skipaður er fimm þing- mönnum af 60." í þessum orðum Alfreðs Þorsteinssonar felst hroki sem ekki hæfir. Hann mætti gjarnan minnast þess, að í áratugasögu Alþýðuflokksins hefur sá flokkur aldrei átt fjöl- mennu þingliði að skipa en þó verið býsna áhrifa mikill og haft meiri áhrif á þróun íslenzks þjóðfélags en mun stærri flokkar. Þess er skemmst að minnast, að frá 1959 til 1971 átti Alþýðuflokkur- inn aðild að ríkisstjórn landsins. Þingmenn hans voru að vSsu eilftið fjöl- mennari þá en nú, en þingflokkur Framsóknar- flokksins var þó margfalt fjölmennari þá eins og nú, og sat þó utangarðs allan þann tfma. Áhrif flokka og manna fara nefnilega ekki endilega eftir fjölmenni þingliðs og engum ætti að vera það betur Ijóst en Framsóknarmönnum — að fenginni reynslu. Og víst er um það, að saga Alþýðuflokksins er ekki öll f þessum efnum. NATO og varnarliðið Sfðan segir Alfreð Þorsteinsson: „Burtséð frá því að almennt er lítið mark tekið á Gylfa Þ. Gfslasyni hér heima (svo!) þá hlýtur yfirlýsing af þessu tagi við erlenda fjöl- miðla að teljast í meira lagi hæpin. Hvað á Gylfi Þ. Gfslason við með þvi að við förum ekki úr Atlantshafsbandalaginu? Á hann við það að íslend ingar geti ekki undrr' neinum kringumstæðum hugsað sér að ganga úr bandalaginu, jafnvel ekki þótt ein af bandalagsþjóð- um okkar stofni til mann- drápa innan fisklögsögu okkar. Þorri ístendinga vitl áreiðanlega áfram- haldandi þátttöku í vestr- ænu varnarsamstarfi en láta þó ekki bjóða sér hvað sem er. Almenn krafa um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu getur komið á hverri stundu. . . . Yfirlýsing Gylfa Þ. Gíslasonar er þvf út f hött eins og svo margt annað, sem sá maður læt- ur frá sér fara. Sterkasta vopn okkar nú er ekki yfirlýsing af þvf tagi, sem Gylfi Þ. lét sér um munn fara heldur gagnstæð yfir- lýsing í þá veru að ofbeldi Breta á íslandsmiðum geti einmitt leitt til þess að íslendingar hrekist úr Atlantshafsbandalaginu." Þvf fer fjarri að yfirlýs- ing Gyifa Þ. Gíslasonar sé út f hött. Hitt vekur furðu, að svona skuli skrifað f málgagn Framsóknar- flokksins. Hér er það sagt berum orðum, að íslend- ingar eigi að nota öryggis- hagsmuni sfna sem verzl- unarvöru, vegna land- helgisdeilu okkar við Breta. Viðskipti af því tagi koma ekki til greina meðan Sjálfstæðis- flokkurinn á sæti f rfkis- stjórn íslands. Og hér skal það fullyrt, að fyrir skoðunum og sjónarmið- um Gylfa Þ. Gfslasonar og Alþýðuflokksins f þessum efnum er meiri stuðningur á Alþingi íslendinga og meðal almennings f land- inu en fyrir þeim fáheyrðu sjónarmiðum sem að einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa hrotið úr penna Alfreðs Þorsteins- sonar í þetta sinn, — og var þess sfzt vænzt úr þeirri átt. Barritonsöngvarinn William Walker fær um þessar mundir mjög góða dóma í hlutverki Germonts í La Traviata í Metro- politanóperunni. Listahátíð í Reykjavik i sumar er i undirbúningi og nú er að koma i Ijós hvaða listamenn er búið að tryggja til að koma þar fram. Þar á meðal eru nöfn, sem greinilega er mikill fengur að fá. Einn þeirra er barrytonsöngvarinn William Walker. sem þekktur er i Bandarikjunum og nýtur þar hylli jafnt i óperum og fyrir Ijóðasöng á tónleikum. Einnig fyrir söng i Broadway sýningum. Auk þess er William Walker mjög eftirsóttur i viðtöl i sjónvarpi, þvi hann þykir skemmtilegur og heillandi. Hefur raunar orð fyrir það á sviðinu lika. Walker mun syngja á tónleikum i Háskólabiói. Fékkst hingað fyrir milligöngu Victors B. Olason forstöðumanns bandarisku upplýsingaþjónust- unnar. Slœrnú ígegn íNew York — kemur á listahátíð í vor Nú i janúar sl. söng William Walker hlutverk Germonts í La Traviata í Metropolitan óperunni í New York. tók á siðustu stundu við hlutverkinu í forföllum Ingvars Wixells og hlaut mikið lof. Söng hann þar m.a. á móti söngkonunni frægu Beverly Sills. Gagnrýnandi New Nork Times Harold Schonberg skrifaði i gagn- rýni sinni 14: janúar, eftir að hafa hrósað sýningunni og Beverly Sills: „En besti söngur kvöldsins kom frá William Walker, sem var hljómmikill og Ijóðrænn Germont Hann er líka jafn öruggur leikari sem söngvari". Um sömu uppfærslu á La Traviata skrifar Harriett Johnson í New York Post: „William Walker, sem tók fyr- irvaralítið við af Ingvar Wixell í hlutverki Germonts eldra í fyrsta sinn í Metropolitanóperunni reyndist mjög áhrifamikil persóna Fersk, tindrandi rödd hans er mjög vel mótuð. Þegar horft var á hann gegn- um leikhúskíkinn féllu svipbrigði hans mjög vel að efni og tilfinning- um. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel, en kannski svolítið of hógværu. Persónusköpun hans þarf sam- felldari, samanþjappaðri og yfir- gripsmeiri einbeitingu. Allt sannaði samt sem áður að hann væri fyrsta flokks Germont " William Walker er þó ekki nýliði hjá Metropolitan Hann hefur verið einn aðalbarritonsöngvarinn þar síðan hann kom þar fyrst 1 962, eftir að hafa sigrað í Met-samkeppninni Hann hefur sungið þar aðalhlutverk ætíð síðan, og einnig á söngferða- lögum óperuhússins um Bandaríkin, haft á hendi allt frá hlutverki Papagenos í Töfraflautu Mozarts og til Yeletskys prins i Spaðadrottningu Tchaikovskys. Hann hefur sungið hlutverk Toreadorsins i Carmen, hlutverk í nær öllum óperum Verdis Puccinis og Donizettis, einnig Faust eftir Gounod, Pagliacci eftir Leoncavallo, Rakaranum af Sevilla eftir Rossini, og æðsta prestinn i Samson og Dalila eftir Saint-Sains. Á Broadway var hann i aðalhlut- verki í Villikötturinn hjá Lucille Ball og á sumrin hefur hann gripið inn í hlutverk i söngleikjum, eins og Carousel, Damn Yankees og Show- boat í hljómleikasölum hefur hann vakið hrifningu, ekki aðeins fyrir fallega barritonrödd síns og flutn- ing, heldur líka fyrir hlýlegt viðmót og fyndnar sögur á sviðinu Af sömu ástæðu hefur sjónvarpið mjög sótzt eftir honum Ekki er enn ákveðið hvað hann flytur hér í Háskólabiói en hann hefur oft sungið verk eins og Sacred Service eftir Bloch, Requiem eftir Brahms, War Requem eftir Faure, Elijah eftir Mendelsohn, Belshazzar Feast eftir Walton og 8. synfóniu Mahlers William Walker er fæddur i Texas og býr þar með Marci konu sinni og fjórum börnum Þar safna þau hjón- in bandariskum nútimalistaverkum, bæði málverkum og höggmyndum, og eru í mat og klæðaburði dæmi- gerðir Texasbúar Hæfileikar Walkers komu fljótt i Ijós og hann söng mikið þegar á æskuárum. í Texasháskóla lauk hann listaprófi, og var þar í söng- námi hjá John Brighams. Hann lenti i Kóreustriðinu, en eftir heimkom- una söng hann sitt fyrsta hlutverk í Fort Worth óperunni, var Schaunard i La Boheme. Eins og venjan er um unga söngvara, þurfti hann að vinna sér frægðarorð með þátttöku i sam- keppnum, vann fyrst Söngkennara- verðlaunin í Bandaríkjunum, hlaut siðan 3. verðlaun í Metropolitan- Framhald á bls. 31. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS Ullp KARNABÆR •mJ* Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155 Léttir og liprir úr mjúku rauöbrúnu leðri og með slitsterkum sólum Verð kr. 4.995 Stærðir IMr. 35—46 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll, sími 14181

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.