Morgunblaðið - 04.03.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 04.03.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 Steingrfmur Arnar flugvallarstjóri t.v. og Bjarni Ilerjólfsson flugumferðarstjóri standa þarna við það sem eftir er af flugturn- inum en úr þessari byggingu er stjórnað allri flugumferð til Eyja og á s.l. ári var Vestmannaeyjaflugvöliur mcð flesta farþega á innanlandsleiðum. Lengst til vinstri á myndinni má sjá á við- bygginguna sem fauk, en rnvndin var tekin áður en hún tókst aftur á loft f einni vindhviðunni. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í Eyjum. Flugturninn í Eyium fauk IIELMINGUR af flugturninum f Eyjum fauk f roki f fyrrinótt og er þar um að ræða viðbygg- ingu sem reist var f eldgosinu 1973. Eftir stendur gamli flug- vallarskúrinn þar sem flugum- sjónarmenn hafa aðstöðu, en sá skúr er gamalt hermannaeld- hús frá strfðsárunum. Mesta mildi var að enginn svaf f flug- turninum, en starfsmenn flug- vallarins hafa oft gist þar einmitt f viðbyggingunni sem var setu- og kaffistofa. 20 metra hátt mastur úr 30—40 sm breiðu tré rifnaði upp og hrotnaði f þrjá parta. Veðrið f fyrrinótt var ekki verra en oft kemur fyrir f Eyjum, en hins vegar eru flugvallarmann- virkin svo úr sér gengin að sögn Steingríms Arnar flugvallar- stjóra að ekki var við öðru að búast. „Það kemur að því,“ sagði Steingrfmur f spjalli við Morgunblaðið, „að þetta drasl tekur sig allt upp og hverfur út f buskann." Viðbygging flugturnsins sem fauk, lenti f grjóturð norðan við sjálfan turninn eítir að h2Í3 íént á 20 metra háa mastr- inu og slitið stög þess. Ekki var viðlit vegna veðurs að festa við- bygginguna niður og skömmu eftir hádegi f gær tók hún sig• aftur á loft og gjöreyðilagðist þegar hún skall niður, en um það leyti var farið að hrikta svo f gamla flugturninum að flug- umsjónarmaðurinn Bjarni Herjólfsson, varð að flýja hann og var þó vindhraðinn ekki nema um 80 hnútar að sögn Steingríms. Það scm eftir er af flugturninum er 11 fm gólfflöt- ur, en f gær var unnt að ganga frá loftnetum til bráðabirgða þannig að flugumsjónartækin eru virk að hluta. Steingrfmur kvað þá vera orðna vana að horfa á það drasl sem þeir hefðu fyrir aðstöðu fjúka út f veður og vind, þvf haustið 1972 hefði stór verkfæraskúr tekizt á loft f einni vindhviðunni. „Við þökkum hins vegar fyrir," sagði Steingrfmur Arnar, „að fá ekki á kjaftinn þegar við biðjum um eitthvað nýtt, þvf við erum ekki svo hátt skrifaðir hérna. Það er alltaf verið að mæla og teikna og hanna og hefur verlð svo f ára- tug, en það er ekkert annað sem gerist og menn koma sér ekki einu sinni saman um hvar nýju mannvirkin eiga að rfsa, ef það verður þá ekki áfram hangið í skúramenningunni." Næst er 20 metra mastrið sem kubbaðist í þrennt, þá viðbygg- ing flugturnsins sem fauk og fjærst sér á gömlu flugturns- bygginguna sem hriktir og skelfur ef eitthvað er að veðri. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í Eyj- Nýtt rækjuverð Lífleg fasteigna- sala undanfarið Fasteignaverð í Reykjavík hef- ur hækkað um 40% á tæpu ári NÝTT lágmarksverö á rækju og hörpudiski var ákveðið á fundi Verðlags- ráðs sjávarútvegsins sl. mánudag og gildir það frá 16. febrúar sl. til 30. júní nk. Samkvæmt hinni nýju verðákvörðun verður verð a stórri rækju, 220 stk. í kg eða færri, kr. 60 á hvert kíló, á smá rækju, 221 stk. til 330 stk. í kíló, kr. 30 á hvert kíló, og á hörpudiski 6 sm á hæö eða yfir, kr. 35 hvert kíló. ÓVENJU mikið hefur verið um fasteignaauglýsingar í Morgun- blaðinu að undanförnu og aug- lýsa margar fasteignasölur eftir FÉLAG kvikmyndargerðarmanna hefur sett bann á alla sjálfstæða vinnu félaga sinna fyrir sjón- varpið og einnig bann á sýningar verka sömu aðila eftir að slitnað hefur upp úr samningaviðræðum kvikmyndagerðarmannaog Rfkis- útvarpsins. Á blaðamannafundi sem kvik- myndagerðarmenn boðuðu til í gær kom fram að vegna þessa stöðvast ýmis afbrigði af stunda- vinnu fyrir sjónvarpið. Það kom fram á fundi kvikmyndagerðar- manna að þeim finnst sjónvarpið ekki hafa stuðlað sem skyldi að íslenzkri kvikmyndagerð þótt það hafi verið einn af upphaflegum þáttum í starfi sjónvarpsins. Þó kom það fram að kvikmynda- gerðarmenn kváðust ekki ætlast tii þess af sjónvarpinu að það leysti þeirra vandamál; i því efni yrðí að koma til stofnun kvik- myndasjóðs, en þeir sögðu að það sem þeir stefndu að með samning- um væri aukin samvinna milli kvikmyndagerðarmanna og sjón- varps. Bentu þeir á að tilkomaíslenzks sjónvarps hefði fremur orðið Mennirnir lausir MENNIRNIR tveir, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi í Kópavogi vegna innbrotsins í Bragakjör i Grindavík um síðustu helgi , eru nú lausir. Þeim var sleppt í gær. Báðir mennirnir viðurkenndu innbrotið. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar. Sinfóníuhljómsveit- in frestar enn ELLEFTU tónleikar Sinfóníu- hSjómsveitar Islands, sem halda átti þ. 26. febrúar, féllu niður vegna verkfallsins. Áformað var að flytja þessa tónleika í kvöld, fimmtudaginn 4. marz, en þar sem nóturnar hafa enn ekki borizt verður að fresta þeim enn um sinn. 12. reglulegu tónleikar hljóm- sveitarinnar verða haldnir fimmtudaginn 11. marz sam- kvæmt efnisskrá. Bátur á reki á Elliðaánum Árbæjarlögreglan fékk í gær tilkynningu um að bátur væri á reki ofarlega í Elliðaánum. Er þetta segl- bátur, blár aó lit, 18—20 feta langur. Hefur báturinn líklega veriö við sumarbústaó við Elliða- vatn en losnaö í óveðrum undanfarna daga. Eigandi bátsins er beðinn að snúa sér til Arbæjarlög- reglunnar. fasteignum á skrá vegna mikillar sölu. Morgunblaðið leitaði I gær til nokkurra fasteignasala í Revkjavík og bar þeim saman um þeim til trafala en hitt, því í um það bil áratug hefðu íslenzk stjórnvöld haldið að vandamál þeirra væru leyst með tilkomu sjónvarpsins. Þess má geta að rúmlega helmingur félaga í Félagi kvikmyndagerðarmanna er starfandi hjá sjónvarpinu. Samningaumieitanir hófust snemma árs 1975, en þeim lauk er samninganefnd Rikisútvarpsins sleit skyndilega viðræðum 11. feb. s.i. og taldi þær tilgangslausar. Framhald á bls. 31. Flugvél nær fokin ÞAÐ óhapp gerðist í rokinu síð- degis í gær, aö báðar hurðir á stóra flugskýlinu austanvert við Reykjavíkurflugvöll voru opnað- ar í einu og skemmdist flugvél sem þar var inni þegar önnur vél skall á hana. Hurðinni var lokað með snarræði og kom það vafa- laust í veg fyrir meiri skaða á vélunum, sem fóru allar á hreyf- ingu við þann mikla súg sem myndaðist í skýlinu, þegar báðar hurðirnar vorn opnaöar samtímis. UM þessar mundir stendur yfir í Norræna húsinu sýning Sigurðar Örlygssonar listmálara, en hann er í hópi yngri myndlistarmanna landsins. Sýning hans hófst sl. laugardag og hefur aðsókn verið að fasteignasala hefði verið mjög lífleg að undanförnu. Til dæmis var góð sala í febrúar þrátt fyrir verkföll og virðist sem margt fólk hafi notað sér verkfallsfriið til að kíkja i kringum sig eftir fasteign- um. Það kom fram hjá fasteignasöl- unum að fasteignaverð fer stöð- ugt hækkandi. Var það álit þeirra að verðið hafi hækkað um 40% á tæpu ári. Tveggja herbergja íbúð- ir í Breiðholti, sem í fyrravor seldust á 3,5 milljónir kosta nú um og yfir 5 milljónir. I eldri borgarhlutunum eru íbúðirnar í hærra verði og eru t.d. 5,8 milljónir settar upp fyrir tveggja herbergja íbúð í Vesturbænum. Fjögurra herbergja ibúð í Breið- holti, sem í fyrravor kostaði 6 milljónir kostar nú 8—8,5 milljónir. Mjög góð og örugg sala er yfir- leitt á tveggja og þriggja her- bergja íbúðum en stærri íbúðir seljast dræmar nema þær séu i eftirsóttum hverfum t.d. Foss- vogs- og Háaleitishverfi. Einn fasteignasali, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að stórkostleg vöntun væri nú á 2—3 herbergja ibúðum i nýjum hverfum i Reykjavík og kenndi hann skipu- lagsyfirvöldum um. Hins vegar væri nóg framboð af stærri íbúð- um á ýmsum stigum i nýjum hverfum, t.d. 4—5 herbergja íbúðum. Þessar íbúðir seldust dræmt því ungt fólk sem væri að hefja búskap, hefði ekki efni á því að fjárfesta í svo stórum ibúðum. Það kom fram hjá fasteigna- sölunum, að þrátt fyrir að fasteignaverð hefði hækkað mun meira en almenn laun virtist fólk í mörgum tilfellum hafa úr nægu fjármagni að spila. Mjög algengt væri að fólk væri að stækka við sig og hefði því aðrar fasteignir til að selja í staðinn en brúaði bilið með peningagreiðslum. góð. 10 myndir hafa þegar selzt, þar af hefur Listasafnið keypt 3, en að sögn Sigurðar eru flestar myndanna nýlegar, þær elztu þriggja ára gamlar. Sýningin verður opin fram á sunnudag nk. Félag kvikmyndagerð- armanna setur verk- bann á sjónvarpið <Gróð aðsókn að sýningu Sigurðar í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.