Morgunblaðið - 04.03.1976, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
Jón Viðar Jónsson:
Leikhúspistill
frá Stokkhólmi
Það sænskt leikrit, sem
mesta athygli hefur vakið í
vetur, er án efa leikrit P. O.
Knquists, Tribadernas natt
(Nótt hinna kynvilltu kvenna),
en það var frumsýnt á
Dramaten í haust. Er þar
fjallað á opinskáan hátt um
kvennamál Agústs Strindbergs,
eða nánar tiltekið upplausn
hjónabands hans og leikkon-
unnar Siri von Essen, en hana
taldi skáldið standa í leynilegu
ástarsambandi við danska leik-
konu, Marie David. Aldrei
sannaðist hvort hann hafði rétt
fyrir sér, og Enquist hefur sagt
að sig skipti engu hvernig
þessum málum var háttað í
raun og veru.
En ekki reyndust allir á einu
máli um það og því urðu nokkr-
ar blaðadeilur um verkið eftir
frumsýninguna. Olof
Lagercrantz, einn af fremstu
bókmenntamönnum hér í landi
og. fyrrverandi ritstjóri Dagens
Nyheter, lýsti yfir að hann teldi
þá mynd, sem þarna væri
brugðið upp af hinum bók-
menntalega þjóðardýrlingi
svía, harla einfaldaða og þar af
leiðandi falska. Strindberg
hefði aldrei verið það tauga-
bilaða og hamslausa mannkerti
sem har.n yrði í sameiginlegri
túlkun Enquists og Ernst-Hugo
Járegárds, en hann fer með
hlutverk skáldsins. Afköst
Stindbergs sönnuðu að þrátt
fyrir óvenju rammar geðflækj-
ur hefði hann haft gott taum-
hald á tilfinningunum og veru-
lega sjálfstjórn. Kjarninn i rök-
semdum Lagercrantz var því sá,
að þegar höfundar styddust við
sannsögulegar persónur skyldi
ekki í neinu brotið í bága við
það sem vitað væri réttast um
þær, sagnfræðin ætti m.ö.o. að
sitja í algeru fyrirrúmi gagn-
vart kröfum listar og boð-
skapar.
Nú hefur P.O. Enquist áður
fjallað um söguleg efni og er
fremur ólíklegur til að róta i
einkamálum dauðs fólks að
gamni sínu, enda hætt við að
slíkt ætti erindi til fárra Hann
hefur á hinn bóginn oft haldið
því fram, að algerlega hlutlæg
sagnfræðileg þekking sé óhugs-
andi, því að mat okkar á mönn-
um og málefnum liðinna tíma
velti á okkar eigin lífsviðhorf-
um og aðstæðum. Við athuganir
á þeim beinist athygli okkar
óhjákvæmilega að þeim hliðum
sem koma heim við reynslu
okkar og hugmyndir. Meðferð
hans á þessum níutíu ára gömlu
hjónabandsvandamálum er i
samræmi við þá skoðun. Þótt
persónur leiksins séu sannsögu-
legar, eru ytri aðstæður hans
tilbúningur höfundar. Það er
ekki heldur nauðsynlegt að
þekkja til forsögu persónanna,
verka Stindbergs eða aimenns
andrúmslofts níunda áratugar-
ins til að njóta hans. Enquist
notast aðeins við þennan efni-
við til að túlka á listrænan hátt
skoðanir sínar á hlutverka-
skiptingu kynjanna, en hart
hefur verið deilt undanfarin ár,
hvort orsakir hennar séu frem-
ur líffræðilegar eða félags-
legar. Aðhyllist Enquist vita-
August Strindberg
skuld hið síðarnefnda og eitt
meginmarkmið hans er að sýna
hvernig úreltar hugmyndir um
hvað sé karlmannlegt og kven-
legt stangast á við veruleikann
og leiða bölvun yfir líf fóiks.
Leikurinn fer fram í mars
1889 á sviði Dagmarleikhússins
í Kaupmannahöfn, þar sem er
verið að æfa einþáttung Strind-
bergs, Þá sterkari (en hann
hefur verið settur á svið í ís-
lenska sjónvarpinu). Þar er
lýst grimmilegri baráttu
tveggja kvenna, frú X og frk. Y,
um hylli sama karlmanns og
gengið út frá því sem gefnu, að
karlmaðurinn sé almáttugur og
óskeikull, en konan veiklunduð
og ósjálfstæð, og sé því glötun-
inni ofurseld nái hún sér ekki í
eiginmann. Enquist virðist álíta
að Strinberghafiskrifað ein-
þáttunginn til að fela þá stað-
reynd fyrir sjálfum sér og
öðrum að þessu var alveg öfugt
farið í einkalífi hans. Og til að
afhjúpa á dramatískan hátt
haldleysi og ósannindi hug-
mynda hans beitir Enquist því
smellna bragði að láta þær Siri
von Essen og Marie David vera
í hlutverkum kvennanna
tveggja. Stindberg, sem heiðrar
leikhúsið með því að koma og
stýra æfingu í eigin persónu,
fyllist að sjálfsögðu taumlausri
bræði þegar hann sér birtast
hina dönsku kvenréttindakonu,
sem hann hafði kastað dauða-
drukkinni út af sveitasetri sinu
í Austurríki nokkrum árum
áður og ákært fyrir að draga
konu sína á tálar. Hann
huggar sig þó við að hlutverk
hennar sé þögult, og æfingin
hefst. En hann notar hvert
tækifæri til að koma með
ruddalegar aðdróttanir um
brenglað kynlíf hennar,
drykkjusýki o.fl., og smám
saman hleðst upp sú spenna
sem að lokum brýst út í skulda-
skilum þeirra tveggja.
Enda þótt Strinberg gangi
fram af miklu offorsi, fer í
rauninni aldrei milli mála hvor
aðilinn er sterkari. Marie David
svarar ekki dónaskap hans í
sömu mynt, heldur mætir hon-
um með hljóðlátri fyrirlitningu
og af einurð þegar úr hófi
keyrir. Hún segir honum álit
sitt á honum tæpitungulaust,
en án alls ofstækis og stenst
allar árásir hans með stillingu.
Sennilega á hún stutt eftir ólif-
að og hún veit fullvel hvernig
fyrir henni er komið. Kjarkur
hennar og óhagganleg lífs-
skoðun hjálpa henni til að horf-
ast i augu við misheppnað líf
sitt án þess að láta hugfallast,
og hjá henni finnur Siri þá
ástúð sem skáldið er ekki fært
um að veita henni.
Agúst Strindberg er hins
vegar stöðugt að burðast við að
leika hlutverk sem hann ræður
ekki við. Hann er ekki sú harð-
lynda og hugdjarfa hetja, sem
karlmaðurinn á að vera sam-
kvæmt „náttúrulögmálunum".
Marie David skynjar vel
öryggisleysi hans, og því segir
hún eitt sinn: „Þér eruð með
litla fingerða konu innan í
yður, herra Strinberg." Og aó
loknum mörgum ofsafengnum
tilraunum til að sýna þeim
fram á karlmennsku sína, sem
lengst ganga þegar hann
dregur úr pússi sinu ýtarleg
mál af lim sínum, reynist hann
eiga í sér manndóm til að játa
ósigur sinn. A síðustu andartök-
um leiksins eiga sér stað eins
konar sættir með þeim. Hann
fellst á að hún taki Siri frá sér,
en hún á, að hann haldi áfram
að berjast gegn sér og því sem
hún er fulltrúi fyrir, með öllum
tiltækum ráðum. Þau gera sér
bæði ljóst að hvorugt getur
unnið fullan sigur, þvi að þegar
öllu er á botninn hvolft eiga
þau hvort á sinn hátt í höggi við
þau máttarvöld, sem að lyktum
munu bera þau ofurliði.
Dápurleg stemmning leiks-
lokanna og i rauninni niður-
staða verksins er myndgerð á
eftirminnilegan hátt. Ljós-
myndari birtist. Það hafði verið
ákveðið að mynd skáldsins og
leikara hans skyldi varðveitt
ókomnum kynslóðum til handa.
Siri tekur þau Strindberg og
Marie við hönd sér og þannig
raða þau sér fyrir framan
myndavélina. En á virðulegri
ljósmynd brýtur slik uppröðun
í bága við alla góða siði. „Herr-
ann á að standa í miðjunni,"
hrópar Ijósmyndarinn og skáld-
ið skiptir um stað við konu sína.
Þannig standa þau augliti til
auglits við hina óbornu.
Enda þótt Tribadernas natt,
sem er frumraun Enquists sem
leikskálds, boði ekki nein ný
róttæk sannindi, verður þvi
vart neitað að honum hefur tek-
ist ótrúlega vel að klæða
skoðanir sínar í sviðrænan bún-
ing. Athygli áhorfenda beinist
nær óskipt að þeim átökum,
sem eiga sér stað á sviðinu fyrir
framan bá, eins og vera ber í
góðu gamaldags drama. Epískir
þættir, þar sem höfundur tekur
áhorfendur við hönd sér og
leiðir þeim fyrir sjónir þau öfl
sem eru þarna að verki, rjúfa
ekki heild þess, svo að orð sé á
gerandi, en veigamestur þeirra
er myndaröðin sem brugðið er
upp á undan sýningunni og lýs-
ir yfirráðum karlmannsins í
samfélagi 19. aldar. Samtöl
leiksins eru lipurlega skrifuð
og viða bráðskemmtileg og geta
orðið bæði beinskeytt og hörku-
leg. Kemur hin beitta gaman-
semi Enquists ekki minnst
niður á leikaranum Viggo
Schiwe, en hann fær að leika
hlutv<rk trúósins með fleðu-
látum sínum við Strindberg,
kátlegum leikstjórnartilburð-
um o.fl.
1 höndum,færra leikara gæti
Tribadernas natt orðið efni í
verulega áhrifamikla sýningu,
en þrátt fyrir ýmsa kosti nýtast
ekki möguleikar textans sem
skyldi i sýningunni á
Dramaten. Þykir einkum túlk-
un Járegárds á Strindberg
nokkuð ósannfærandi, enda er
hlutverið vandmeðfarið. Aðrir
leikarar hlutu mikið lof, ekki
sist Lena Nyman í hlutverki
Marie David. Verst er þó senni-
lega, að sökum mikillar að-
sóknar var sýningin flutt úr litl-
um hliðarsal í húsinu á stóra
sviðið, en þar fer forgörðum hið
nána samband leikara og áhorf-
enda, sem lág og blæbrigðarik
tóntegund verksins krefst.
Verkið er samið með litið leik-
hús í huga og ég get ekki
imyndað mér annað en það
myndi sóma sér vel i Iðnó eða á
litla sviði Þjóðleikhússins. Þess
verður vonandi ekki heldur
langt að biða að íslenskum leik-
húsgestum gefist kostur á að
sjá það.
58 stúdentar ljúka
prófum við Háskólann
1 LOK haustmisseris luku eftir-
taldir 58 stúdentar prófum við
Háskóla Islands:
Embættispróf I læknisfræði:
(18)
Aðalsteinn Asgeirsson, Anna
Björg Haildórsdóttir, Arni Tómas
Ragnarsson, Arni Björn Stefáns-
son, Bjarni Jónasson, Björgvin
Asbjörn Bjarnason, Friðrik Jóns-
son, Guðbjörn Björnsson, Guð-
mundur Vikar Einarsson, Helgi
Hauksson, Hilmir Hrafn Jóhanns-
son, Jón Hjaltalín Olafsson,
Kristján Erlendsson, Páll Níels
Þorsleinsson, Sigurður Árnason,
Stefán Finnsson, Sveinn Magnús-
son, Uggi Þórður Agnarsson.
Embættispróf í lögfræði: (7)
Andrés Fjeldsted, Björn
Baldursson, Dan Valgarð S.
Viium, Júlíus Magnússon, Ólafur
Sigurgeirsson, Pétur Kristján
Hafstein, Rafn Hafsteinn Skúla-
son.
Kandídatspróf i viðskiptafræði:
(9)
Aðalsteinn Helgason, Geir
Thorsteinsson, Guðmundur
Hannesson, Guðmundur Örn
Hauksson, Guðrún Geirsdóttir,
Gunnar N. Sveinsson, Jóhann B.
Kristjánsson, Jónas H. Jónsson,
Steinvör Edda Einarsdóttir.
B.A.-próf í heimspekideild: (8)
Eiríkur Brynjólfsson, Elsa Sig-
ríður Jónsdóttir, Erlingur
Sigurðsson, Guðmundur Heiðar
Frímannsson, Kristján Jóhann
Jónsson, Magnús Rafnsson,
Matthías Már Kristiansen, Sig-
ríður T. Erlendsdóttir.
B.A.-próf í sálarfræði: (3)
Gyða Jóhannsdóttir, Jón F.
Sigurðsson, Pétur Jónas Jónas-
son.
Bvggingarverkfræði, lokapróf:
(1)
Þorbergur Karlsson.
B.S.-próf í verkfræði- og raunvís-
indadeild: (7)
Líffræði sem aðalgrein (3)
Hermann Sveinbjörnsson,
Sigurður Geirsson, Sigurður Guð-
mundsson.
Jarðfræðisem aðalgrein: (3)
Laufey Hannesdóttir, Margrét
Kjartansdóttir, Snorri P. Snorra-
son.
Jarðeðlisfræði sem aðalgrein: (1)
Ölafur Gunnarsson Flóvenz.
B.A.-próf I almennum þjóðfélags-
fræðum: (5)
Guðmundur Bjartmarsson,
Gunnhildur Gunnarsdóttir,
Katrín Pálsdóttir, Valgerður
Jónsdóttir, Örlygur Karlsson.
Vesturlönd
á barmi
glötunar
— segir Sdzhenitsyn
Lundúnum — 2. marz
— Reuter.
ALEXANDEB Solzhenitsyn
sagði t viðtali við BBU í gær-
kveldi, að stjórnmálaráðið í
Kreml hefði ekki bolmagn til
að koma í veg fyrir upptök
Sovétríkjanna að nýrri heims-
styrjöld, enda þótt ráðið stæði
saman gegn slíkum atburði.
I viðtalinu ásakaði rithöf-
undurinn Vesturlönd um að
stuðla að aukinni harðstjórn
Sovétríkjanna með ístöðuleysi
sínu. Hann sagði, að spurning-
in um það hvort Sovétríkin
myndu rata út úr ógöngum
alræðis skrifstofuveldisins,
ætti ekki lengur rétt á sér. Hin
brennandi spurning væri hins
vegar hvort Vesturlönd gætu
forðazt örlög Sovétríkjanna.
„Vesturlönd eru á barmi glöt-
unar sem þau hafa sjálf búið
sér,“ sagði Alexander
Solzhenitsyn.
Hann sagðist mundu verða
minna undrandi á óvæntu
hruni þjóðskipulags á Vestur-
löndum en á breytingu á
stjórnarháttum í Sovét-
ríkjunum.
Utvarpsviðtalið átti sér stað í
tilefni af því, að nú eru tvö ár
liðin frá því að Solzhenitsyn
var rekin í útlegð frá Sovét-
rikjunum, eftir að Gulag-
eyjahafið kom út vestan járn-
tjalds.