Morgunblaðið - 04.03.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
13
0 Öþekktir líkræningjar hafa brotizt inn í grafhýsi
Mussolinis og stolið heila hans, sem var geymdur i
steinkrukku. Þeir rændu einnig marskálkshúfu hans.
Heilinn var sendur til Bandarikjanna 1945 til vís-
indalegra rannsókna. Ekkja Mussolinis, Donna Rac-
hele, baröist fyrir því árum saman að hann yrði
jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Predappio. Árið 1957
var likið flutt frá leynilegum grafreit til Predappio og
jarðsett þar. Heilanum var ekki skilað fyrr en 1966 og
honum var komið fyrir í sérstakri krukku, því að
fjölskyldan vildi ekki að kistan yrði opnuð.
Grafhýsið hefur verið vinsælt af erlendum ferða-
mönnum og fasistum. Sprengju var kastað að því 1971
og skemmdir urðu á i
Samsæri gegn Tito
Stálu heila
Mussolinis
NEÐANJARÐARSAMTÖK Moskvu-kommúnista í Júgóslavíu
hafa uppi áætlanir um að steypa Tito forseta af stóli með stuðningi
Rússa og innlima landið í valdablokk þeirra að sögn brezka blaðsins
Daily Telegraph.
Stuðningsmenn samtakanna ganga undir nafninu kominformistar
og leiðtogar þeirra studdu Rússa þegar Tito sleit sambandinu við
Stalín 1948.
Stefna kominformista er lýst í 120 blaðsíðna
greinargerð, sem sérfræðingur Daily
Telegraph í málefnum kommúnistaríkja hefur
komizt yfir, og hann segir að skjalið jafngildi
stríðsyfirlýsingu áhendur Tito.
Hreyfingin hvetur til þess að forsetaembætt-
ið verði lagt niður, að Tito verði vikið úr
embætti og að eigur hans verði gerðar upptæk-
ar. Jafnframt er Tito sakaður um að hafa sýnt
meiri grimmd en rannsóknarrétturinn á Spáni
og Gestapo Hitlers gagnvart tugum þúsunda
pólitískra andstæðinga, sem sitji i fangelsum,
pyntingarklefum og fangabúðum.
Daily Telegraph segir í forystugrein, að
lengi hafi verið vitað um starfsemi kominfor-
mista sem eigi að gegna því hlutverki að senda
þegar þar að komi áskorun frá „júgóslavnesku
þjóðinni" til Rauða hersins um „bróðurlega
aðstoð". Hins vegar telur blaðið ískyggilegt
hve langt komnar áætlanir Rússa séu. TltO forseti
Bernharð prins (t.h.) hefur haft mikil áhrif f hollenzka flughernum og af þeim stafa
vandræði hans.
Ekki fyrsta
hneykslið,..
0 Ásakanirnar
um að Bernharð
Hollandsprins
hafi þegið 1,1
milljón dollara f
mútufé frá
bandarfska flug-
vélafyrirtækinu
Lockheed eru
ekki fyrsta hneykslið f sögu konungsættarinnar. Arið 1934 gaf hollenzkur prins
vinkonu sinni ávfsun sem hún fyllti út með einni milljón gyllina. Lögreglufulltrúi að
nafni van t’Sant var fenginn til að semja við hana og honum tókst að lækka upphæðina f
100.000.
Bernharð prins kvæntist Júlfönu drottningu 1937 og varð geysivinsæll f strfðinu þótt
hann væri Þjóðverji og fyrrverandi SS-maður Hann tók virkan þátt f skipulagningu
mótspyrnunnar í London og hann tók þátt f loftárásum á Þýzkaland. Þegar Júlfana varð
drottning 1948 sagði hann „Kona mfn stjórnar landinu, en ég stjórna heimilinu.”
Hann hefur verið kallaður einn bezti sölumaður allra tíma og seldi hollenzka
framleiðslu f öllum heimshlutum: Fokker-flugvélar til Súdans, sykurverksmiðju til
Eþfópfu og eimreiðar til Argentfnu. Viðræður hans við Peron einræðisherra voru
erfiðar en að lokum tókst Bernharð að tryggja Evitu konu hans hollenzka orðu, og f
staðinn keypti Peron eimreiðarnar.
Bernharð hefur einnig stóraukið tekjur Óranfuættarinnar, sem er auðugasta
konungsætt heims. Júlfana drottning er ein auðugasta kona heims og fjölskvldan þarf
ekki að borga skatt. Tekjur hennar eru svo miklar, að ýmsum finnst ótrúlegt að
Bernharð hafi þegið mútur. Sumir telja að prinsinn hafi ekki fengið krónu, að aðrir
hafi stungið peningunum á sig og sagt að prinsinn hafi fengið þá.
Þegar Júlfana drottning komst undir áhrif skottulæknisins Greet Hofmans, sem
kvaðst geta læknað blinda dóttur hennar, bjargaði Bernharð konungsættinni. Nú getur
svo farið að Júliana leggi niður völd. Þá tekur Beatrix prinsessa við. Bernharð dvelst f
Sviss og vill ekkert um málið segja. Meirihluti Hollendinga telur hann saklausan.
landsins og aukinn stuðning við rækt-
un landsins Þegar frumvarp til þess-
arar löggjafar hafði hlotið endurskoðun
rikisstjórnar og Alþingis og náð sam-
þykki sem lög, var framkvæmd lag-
anna falin nýrri stofnun Búnaðarfélag-
inu óviðkomandi. Síðan hefur þessari
stofnun verið falið meira og meira af
þeim verkefnum, sem eðlilegast var að
fela B.l Þannig hefur hluti sóknar i
landbúnaðarmálum beinlínis verið tek-
in úr höndum B í og fengin ýmist
sjálfu rikisvaldinu i hendur eða stofn-
unum sem eru félaginu óbundin og
óháð
Þegar Áburðarverksmiðjan i Gufu-
nesi var stofnuð, árið 1954, hafði
rikisvaldið um það alla forystu og var
bændasamtökunum engin þátttaka
boðin um það mál Þó var hlutafélag
stofnað um verksmiðjuna og taldist
rikið eiga i fyrstu helming hlutafjárins,
S í S. fjórðung og félag áhugamanna
fjórðung, en hluttaka bændasamtak-
anna var engin Haustið 1961 afhenti
rikið áburðarverksmiðjunni áburðar-
verslunina, og þá aðstöðu sem
áburðarverksmiðjan fékk með þvi hefur
hún notað til þess að tryggja sér
markað fyrir framleiðslu sína og ráða
að mestu ein verði áburðarins. Með því
hefur bændastétt landsins verið gerð
ómyndug um þetta mikilvæga mál fyrir
landbúnaðinn, og búnaðarsamtökin
hvergi látin koma þar nærri Þó skal
þess getið að hin siðustu ár hefur
formaður Áburðarverksmiðjustjórnar
verið sami og formaður Stéttarsam-
bandsins.
Eins og þessu hefur nú verið lýst, er
það augljóst mál, að hlutur bænda-
samtakanna er furðu litill orðinn bæði
fyrir þjóðfélagið i heild og einnig fyrir
bændastéttina sérstaklegn Leifaraf þvi
alsherjarfélagi, sem stofnað var 5 júli
1899, til þess að fara höndum um öll
mál bændastéttarinnar og land-
búnaðarins, eru nú tvö félög, sem að
visu hafa sameiginlega rót, en eru
aðgreind að hlutverkum þannig, að
annað, sem enn heitir Búnaðarfélag
íslands, rúmar leiðbeiningastarf fyrir
bændastéttina, hitt, sem heitir Stéttar-
samband bænda, fer með verðlagsmál
stéttarinnar. Önnur mál, er bænda-
stéttina varða, eru þessum samtökum
úr hendi gengin, nema hvað þau hafa
þar að sjálfsögðu tillögurétt, og leitað
er oft álits þeirra um önnur.
Ef bændastétt landsins á að rísa til
virðingar i þjóðfélaginu verður hún að
taka sin eigin mál i sinar hendur, ýmist
til fullra ráða eða þá til samninga við
aðrar stéttir og rikisstjórnina Til þess
að svo megi verða verður hún að efla
samtök sin og þó fyrst og fremst að
safna þeim til einingar og fulls sam-
starfs. Slikt verður trauðlega gert nema
með því að gera Búnaðarfélag íslands
aftur að þvi, sem það upphaflega átti
að vera, allsherjarsamtök bændanna er
lætur sér ekkert er landbúnaðinn
varðar, óviðkomandi Auðvitað verður
að vera verkaskipting innan þessara
samtaka, en þau verða að vera ein
heild og undir yfirstjórn, sem hefur alla
bændastéttina óskipta að baki sér
Þessi samtök verða að krefjast þess að
fá i hendur sér þau verkefni, sem
ríkisstjórn eða aðrir aðilar hafa tekið af
bændastéttinni Bændasamtökin eiga
ekki að sætta sig við að hafa með
höndum aðeins þau verkefni, sem
þeim eru skömmtuð s.s fræðslumál
stéttarinnar og áhrifavald i verðlags og
afurðasölumálum, heldur eiga þau að
takast á hendur öll skipulagsmál land-
búnaðarins. Þau eiga að krefjast þess
að fá í sinar hendur áburðarverslunina
og allt það er ræktunarmálin varðar
Þau eiga að krefjast þess að fá i sinar
hendur yfirstjórn lánamála land-
búnaðarins, meðferð jarðeignanna og
alla endt^rsköpun landbúnaðarins
Stofnanir, sem bændasamtökin verða
að krefjast yfirráða yfir, eru m.a.
áburðarverslunin, Landnám rikisins.
og Búnaðarbankinn.
Skal nú nánar vikið nokkuð að þvi
hvernig það skipulag kann að geta
orðið, sem yrði á þessum nýju lands-
samtökum bændanna:
Um leið og sókn er hafin til þess að
endurheimta og auka verkefni bænda-
samtakanna, er sjálfsagt að endur-
skoða skipulag þeirra og færa til sam-
ræmis við þær kröfur, er liðandi tími
og þau auknu verkefni er þau takast á
hendur, gerirtil þeirra
Sjálfsagt er að allir bændur landsins
taki þátt i búnaðarsamtökunum og hafi
þar jafnan atkvæðisrétt um alla af-
greiðslu mála, jafnt heimafyrir i málum
félagsdeildanna sem til afgreiðslu mála
og kosninga í heildarsamtökunum
Fram til þessa hefur það þótt sjálf-
Framhald á bls. 22
WICKMANN 5 ACA, 500
BHK, 1961
með öllu tilheyrandi, stefnisröri, öxli skrúfu oq
loftflöskum til sölu.
Nánari uppl.
Haaland & S0nn,
Ryfylkekaien, 4000 Stavanger, sími (045)
20341.
Blaðburðarfólk
óskast_______________
AUSTURBÆR: Sóleyjargata Óðinsgata.
VESTURBÆR:
Skólabraut.
UPPL. í SIMA 35408
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Fró NORFOLK
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
mánudaga
þriájudaga
þriájudaga
þriójudaga
mióvikudaga
fimmtudaga
Frá ANTWERPEN
- FEUXSTOWE
- KAUPMANNAHÖFN
- ROTTERDAM
- GAUTABORG
- HAMBORG
FERÐIR FRÁ ÖÐRUM HÖFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF
Æ F *
V /' -