Morgunblaðið - 04.03.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
17
Segir Fokkerinn
„æra varðskipin”
Teng Hsiao-ping
Hua Kuo-feng.
ÁRÁSIR á kínverska hægri-
sinna benda til þess aó hafin sé
hörð valdabarátta í Peking.
Flokksmálgagnió Dagblað al-
þýðunnar sakar þá um að hafa
valdið klofningi í mióstjórn
kommúnistaflokksins og hrifs-
að til sín völd í ýmsum stjórnar-
deildum. Þessi klofningur hófst
eftir lát Chou En-lais forsætis-
ráðherra í janúar.
Öllum á óvart var Hua Kuo-
feng öryggismálaráðherra skip-
aður starfandi forsætisráó-
herra snemma i febrúar í stað
Teng Hsiao-ping aðstoóarfor-
sætisráðherra, sem almennt var
álitið að tæki við af Chou. Síðan
hefur baráttan gegn hægrisinn-
um harðnað stöðugt og breiðzt
út um landið. Veggspjöld hafa
verið hengd upp í háskólum í
Peking og Shanghai og á fleiri
stöðum með árásum á Teng.
Að visu hefur Teng ekki
verið nafngreindur, en ekki
dylst við hvern er átt þegar
notuð eru skammaryrði eins og
„hinn nýi Krúsjeff Kína“
„gúllas-kommúnisti" og önnur
álíka sem algeng voru í árásum
á andstæðinga Mao Tse-tung í
menningarbyltingunni fyrir
áratug. Siðan birti Dagblað al-
þýðunnar forsíðugrein með
árásum á hægrisinna og með
svipuðu orðalagi og á vegg-
spjöldunum. Við þetta færðust
árásirnar á nýtt stig og þær
hafa enn færzt i aukana.
Að því er næst verður komizt
virðast foringjar flokksins hafa
Harðnandi
togstreyta
í Peking
haldið fund seint í janúar en án
þess að þeim tækist að taka
afdráttarlausa ákvörðun um val
eftirmanns Chous. Sú ákvörðun
að skípa Hua starfandi forsæt-
isráðherra virðist hafa verið
málamiðlunarlausn. Verið
getur að róttækir flokksfor-
ingjar hafi komið i veg fyrir að
Teng yrði skipaður á þeirri for-
sendu, að útilokað væri að
maður, sem gagnrýndur var í
menningarbyltingunni, gegndi
starfi forsætisráðherra. Mao
formaður, sem er orðinn82 ára,
hlýtur að hafa staðfest val Hua.
Eftir árásirnar sem Teng
sætti í menningarbyltingunni
sás’t hann ekki opinberlega fyrr
en 1973 þegar hann tók smátt
og smátt við störfum Chous og
hélt áfram þeirri hófsömu
stefnu sem hann hafði fylgt.
Ekkert hefur heyrzt til Tengs
siðan 15. janúar og ekki vitað
hvort hann gegnir áfram störf-
um sínum sem varaformaður
kommúnistaflokksins og forseti
herráðsins. Ekki er útilokað að
Teng og aðrir embættismenn,
sem voru endurreistir eftir
menningarbyltinguna, geti
komið í veg fyrir tilraun rót-
tækra til að víkja þeim frá völd-
um, en þegar síðast fréttist var
ekki vitað til þess að þeir hefðu
hafið gagnsókn.
Hingað til hefur verið talið að
flestir yfirmenn herstjórnar-
umdæmanna í Kina væru á
bandi Tengs og að herinn
mundi styðja hann og aðra hóf-
sama forystumenn ef til upp-
gjörs kæmi milli þeirra og rót-
tækra. Róttækir foringjar hafa
áður reynt að takmarka völd
hófsamra manna án þess að það
tækist og sagan gæti endur-
tekið sig, en það á enn eftir að
koma í ljós.
Þrátt fyrir valdabaráttuna
var Kínaferð Richard Nixons
fyrrum forseta ekki aflýst svo
að sú hófsama stefna Chous að.
bæta sambúðina við Banda-
rikin virðist enn talin nauð-
synleg í Peking. Tilgangur
heimsóknarinnar virðist hafa
verið sá að ávíta stjórn Fords
forseta fyrir að hafa ekki tekið
harðari afstöðu gegn Rússum,
sem þar með virðast enn taldir
höfuðóvinir Kínverja, þótt við-
brögð Bandaríkjamanna virðist
á þá lund, að Kínverjar hafi
gert sig seka um afskipti af
bandarískum innanlands-
málum og heimsóknin því ekki
þjónaó tilgangi sínum.
Árásirnar sýna að Hua for-
sætisráðherra mun reynast
erfitt að jafna deilur hófsamra
og róttækra og ekki bætir úr
skák að hann er óreyndur.
Fullvíst er talið að kona Maos,
Chiang Ching, standi að
árásunum. Vafasamara er en
áður hvort nýir leiðtogar geta
tekió við völdunum með frið-
samlegum hætti. Övissan um
hvað vió tekur þegar Mao
hverfur af sjónarsviðinu er
meiri en áður.
Umbæturnar á spænsku stjórnarskránni:
Þjóðaratkvæði í maí
eða apríl
Rosyth, Skotlandi, 3. marz. AP.
MICHAEL Jones skipherra, vfir-
maður freigátunnar Yarmouth,
sem laskaðist mikið þegar hún
sigldi á varðskipið Baldur 28.
febrúar, sakaði Islendinga um að
setja árekstra á svið fyrir blaða-
menn þegar hann hélt blaða-
mannafund skömmu eftir að frei-
gátan kom til viðgerða í heima-
höfn sinni Rosyth við Forth-fjörð.
Hann sagði ennfremur að víra-
klippingar íslenzkra varðskipa
gætu valdið manntjóni á brezkum
togurum.
Um atburðinn 28. febrúar sagði
Jones skipherra að hann hefði
sótt að Baldri til að fá hann til að
breyta stefnu. „Hann gerði alls
ekkert til að forðast mig. Hann
breytti ekki stefnunni um eina
gráðu. Hann minnkaði ekki
hraðann um einn einasta hnút.
Það eina sem fyrir honum vakti
var að setja árekstur á svið,“ sagði
hann.
Jones sagði að Fokker
Friendship-flugvél Gæzlunnar
hefði verið á flugi yfir staðnum
„Scoop“ Jackson — „stefnum
til sigurs“.
Jackson
telur sigur-
inn vísan
Washington, 3. marz.
AP — NTB.
„VIÐ stefnum til sigurs . . .
Við leiddum Bandarlkjamenn
saman að nýju I Massa-
chusetts-rfki og við munum
leiða þá saman á ný í öllum
rfkjunum 50,“ sagði Henry
„Scoop“ Jackson öldunga-
deildarþingmaður sigri hrðs-
andi eftir að ljóst varð að hann
hafði unnið forkosningarnar f
Massachusetts f gær og þar
með skipað sér fremst f röð
þeirra sem sækjast eftir að
verða forsctacfni demókrata.
Jackson fékk 23% atkvæða og
30 fulltrúa á flokksþinginu f
New York f júlf þar sem fram-
bjóðandi verður valinn. Jack-
son er harðlfnumaður f utan-
rfkis- og varnarmálum, and-
stæðingur „detente“-stefn-
unnar og tilheyrir íhalds-
armi demókrata. Annar varð
frjálslyndur þingmaður,
Morris Udall, með 18% og 21
fulltrúa, þriðji varð George
Wallace, rfkisstjóri með 17%
og 20 fulltrúa, og Jimmy
Carter, fyrrum rfkisst jóri fékk
14% og 16 fulltrúa.
1 grannríkinu Vermont varð
Carter efstur með 46%,
Sargent Shriver fékk 31% og
Fred Harris 16%. Þessar kosn-
ingar eru þó mun léttvæg-
ari en Massachusetts-
kosningarnar. Á vígstöðvum
repúblíkana vann Ford forseti
góðan sigur i Massachusetts
með 62% gagnvart 35% hjá
helzta keppinautnum Ronald
Reagan, og í Vermont var hlut-
fallið 84%: 16% Ford í vil. Að
sögn talsmanns forsetans er
hann ánægður með þessi úr-
slit.
Nú er talið að forkosning-
Framhald á bls. 31.
og bætti við: „Um leið og Fokker-
inn birtist eóa þegar kvikmynda-
tökumenn eru um borð má bóka
að óhöpp verði. Þegar fréttamenn
eru ekki viðstaddir má segja að
þeir hagi sér skynsamlega en
þegar þeir vilja auglýsingu af
einhverri ástæðu fá þeir hana.“
Skipherrann sagði að varð-
skipin gætu sett árekstur á svið
með því að sigla fast upp við hlið
freigátu og slengja skutnum utan
í hana svo að þannig virtist að
freigátan hefði siglt á varðskipið.
Samnorrænt
stafróf
Kaupmannahöfn, 3. marz.
Frá fréttaritara Mbl.
Pétri J. Eirikssyni:
NORÐURLANDARÁÐ stefnir að
því að Norðurlöndin sameini staf-
róf sitt ogvill að komið verði áfót
norrænni málnefnd. Hefur þingið
samþykkt að beina því til ráð-
herranefndar að hún geri fyrst
tillögur um samræmingu á bók-
stöfum og stafrófi sem Norður-
landaþjóðirnar nota. Þá mælir
þingið með því að stofnuð verði
málnefnd sem skuli vinna að því
m.a. að sömu nýyrði verði notuð í
Norðurlandamálum og að málin
þróist ekki sitt í hverja áttina.
------
Hraðbátar til
Gæzlunnar?
Stafangri, 3. marz. NTB.
ÍSLENDINGAR eru að íhuga aó
kaupa eða taka á leigu hrað-
skreiða tundurskeytabáta og flug-
vélar í Noregi eða öðrum löndum
til að efla Landhelgisgæzluna að
því er Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra segir í viðtali við Stav-
anger Aftenblad.
Hann sagði að íslenzka ríkis-
stjórnin hefði ákveðið að skipa
þriggja manna nefnd til að gera
tillögur sem fyrst um eflingu
landhelgisgæzlunnar.
Haft er eftir utanríkisráðherra
að fari brezku herskipin ekki út
fyrir 200 mílurnar eigi Islending-
ar að íhuga úrsögn úr NATO og
uppsögn samningsins við Banda-
ríkjamenn um Keflavíkurstöðina.
Hann leggur á það áherzlu að
þetta sé sín persónulega skoðun
en bætir því við að þessari skoðun
aukist stöðugt fylgi meðal Is-
lendinga.
Haft er eftir Einari Ágústssyni
að eins og sakir standi sé eðlilegra
að loka Keflavíkurstöðinni en
fara úr NATO, Þar með geti Is-
lendingar haldið áfram aðild
sinni að bandalaginu án þess að
erlent herlið sé á yfirráðasvæði
þeirra.
Madrid 3. marZ — Reuter.
SPÆNSK stjórnvöld undirbúa nú
þjóðaratkvæðagreiðslu í maí eða
júní um stjórnarskrárumbætur
sem m.a. fela í sér stofnun þings í
tveintur deildum, að því er
heimildir innan stjórnarinnar
sögðu í dag. Einnig væru drög að
lögum um stjórnmálasamtök, sem
afnema hið 37 ára gamla bann á
starfsemi st jórnmálaflokka,
nema hvað áhrærir kommúnista,
st jórnlevsingja og aðskilnaðar-
sinna, næstum tilbúin. Vinnan
við að leggja drög að þessum
umbótum er sögð ganga snurðu-
laust þrátt fyrir verkfallaöldu og j
mótmælaaðgerðir frá áramótum,
en starf þetta er í höndum 18
manna nefndar undir forsæti
Carlos Arias Navarro forsætisráð-
herra
1 miðborg Madrid dreifði
óeirðalögregla vopnuð kylfum
nokkur hundruð stúdentum sem
trufluðu umferð þar i dag er þeir
vöktu athygli á kröfum um
Sjónvarp um
gervihnetti
„í athugun”
Kaupmannahöfn, 3. marz. NTB.
NEFND ráðuneytisstjóra frá
Norðurlöndum á að kanna mögu-
leika á útvarps- og sjónvarpssend-
ingum um gervihnetti.
Könnuninni á að ljúka i byrjun
næsta árs svo að ríkisstjórnir
landanna geti hugleitt þennan
valkost þegar þær taka afstöðu
til eflingar sjónvarpssamvinnu
Norðurlanda.
umbætur í háskólamálum. All-
margir stúdentar særðust. Skort-
ur á ávöxtum, grænmeti og fiski
gerði mjög vart við sig i höfuð-
borginni vegna verkfalls sendibil-
stjóra sem staðið hefur i viku, en
þeir krefjast lægra bensinverðs
og lægri vegaskatta. 1 öðrum
héruðum landsins var einnig
óeirðasamt vegna verkfalls þessa.
I borginni Vitora í Baskahéruðum
Norður-Spánar voru flestar verk-
smiðjur og verzlanir lokaðar til
stuðnings um 6000 verkamönnum
sem verið hafa i verkfalli siðustu
tvo mánuði.
Mikið
fjallað um
fimd forsæt-
isráðherra
— í norrænum
fjölmiðlum
Kaupmannahöfn, 3. marz.
Frá fréttaritara Mbl.
Pétri J. Eirikssyni:
SKANDINA VlSKU blöðin
hafa skrifað mikið í morgun
um blaðamannafund Geirs
Hallgrímssonar, sem hann hélt
í Kristjánsborgarhöll í gær. Er
fundinum slegið upp í öllum
helztu blöðum Danmerkur,
Noregs, Sviþjóðar og Finn-
lands, og eru frásagnir blað-
Framhald á bls. 31.
STÆRÐARMUNUR brezka flotans og skipakosts Landhelgisgæzlunn-
ar samkvæmt uppdrætti 1 Berlingske Tidende sem birtist upphaflega í
Sundav Times. I grein, sem fylgdi með og fjallar um hvernig þorska-
strlðið er háð, segir að heppni islenzku varðskipanna I viðureigninni
við brezka togara hafi aukizt að undanförnu en þó landi togararnir
meiri afla en á sama tíma i fyrra. Sfðan 1 nóvember hafi togararnir
landað 20.500 tonnum af þorski miðað við 13.000 tonn á sama tfma 1
fyrra.