Morgunblaðið - 04.03.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
Séra Oskar H. Finn-
bogason Minningarorð
Séra Oskar H. Finnbogason
fyrrverandi sóknarprestur er lát-
inn aðeins á 63. aldursárí. Hann
var fæddur í Skaríanesi í Lands-
sveit 13. sept. 1913 sonur hjón-
anna Hlísabetar Þórðardóttir og
Finnboga Höskuldssonar frá
Stóru-Klofa, Jónssonar í Mörk,
Finnbogasonar á Reynifelli, Þor-
gilssonar á st. Þorgilssonar á
Kfra-Hvoli, Jónssonar á Skeiði i
Hvolhreppi, Þorgilssonar.
Klísabet móðir sr. Oskars var
Þórðardóttir frá Gröf í Hruna-
mannahrepp, Guðmundssonar frá
Fossi, Helgasonar frá Grafar-
bakka, Kinarssonar lögréttu-
manns í Galtafelli, Olafssonar,
Bjarnasonar.
Kona Kinars í Galtafelli var
Guðrún Helgadóttir prests á Mos-
íelli í Grimsnesi, Bjarnasonar
prests í Fellsmúla, Helgasonar
bónda i Flagveltu. Kona séra
Bjarna í Fellsmúla var Ingibjörg
Halldórsdóttir prests á Hjalta-
stöðum i Utmannasveit, Kiríks-
sonar prests i Kirkjubæ, Olafsson-
ar prests á st. Kinarssonar prests
í Kydölum, Sigurðssonar prests á
Mööruvöllum, Þorsteinssonar.
Mig setti hljóðan þá er ég hafði
heyrt andlátsfregn sr. Oskars og
mér kom í hug sr. Hallgrímur
Pétursson þegar hann kveður:
Guð komi sjálfur nú með náð,
nú sjái Guð mitt efni og ráð,
nú er mér Jesú, þörf á þér,
þér hef ég treyst i heimi hér.
Sr. Oskar var sérstaklega prúð-
ur og elskulegur maður í daglegri
umgengni, hann var góður sonur,
elskulegur bróði, ástkær heimilis-
faðir, og köllun sinni trúr, sem
þjónn Drottins.
Hann fyrirvarð sig ekki fyrir
fagnaðarerindið, og þess vegna
talaði hann, en í hjarta hans
bjuggu orö postulans er sögðu:
„Haf gát á sjálfum þér og kenn-
ingunni" ög það var engu likara
en þessu orð postulans væru eins
konar yfirskrift i lífi hans. Hann
var af hjarta hógvær og lítillátur,
tranaði sér hvergi fram til vegs
eða virðingarauka, en hann hlust-
aðí og heyrði Drottinn segja:
„Náð min nægir þér." Séra Óskar
ólst upp i stórum systkinahópi á
sérstöku fróðleiksheimili, hann
var miklum gáfum gæddur og
skáldmæltur vel, en á þeim hæfi-
leika sínum lét hann lítið bera.
Með alveg sérstökum dugnaði
tókst honum að ljúka langskóla-
námi, jafnhliða fullri annarri
vinnu. Þetta er gott dæmi um
mikinn dugnað um mikla náms-
hæfileika og um hina innri köllun
til þess að boða fagnaðarerindið.
Hann lauk prófi við Kennara-
skólann 1940 með 1. einkunn, var
stúdent 1949 með 1. einkunn og
cand. theol frá H.lsl. 30. maí 1953
með 1. einkunn. Honum var veitt
Staðarhraunsprestakall 19. júní
1954 frá 1. júlí, en vígður 21. júni
1954.
Kftir nokkurra ára þjónustu I
Staðarhraunsprestkalli var hon-
um veitt Stafholtsprestakall, en
þar þjónaði hann aðeins i eitt ár.
Síðastliðin 8 ár var hann sóknar-
prestur í Bíldudalsprestakalli en
lét þar af prestsskap á síðastliðnu
hausti. það er tilgáta mín að þessi
8 ár í Bíldudal hafi verið sólskins-
ár í starfi hans, því mér hefur
verið sagt að hann hafi bæði verið
elskaður og virtur af söfnuðinum,
og hann sagði mér sjálíur að það
væru alveg sérstaklega góðar og
ánægjulegar minningar, sem
hann ætti þaðan og eins af sam-
skiptum og samstarfsi sinu við
prófast sinn sr. Þörarinn Þór á
Patreksfirði.
13. marz 1943 giftist sr. Oskar
eftirliíandi konu sinn Rakel Vet-
urliðadóttur frá lsafírði, mikilli
ágætis- og sæmdarkonu, sem
reyndist honum í hvívetna hinn
elskulegi og trausti lífsförunaut-
ar. Þeim varð 3ja barna auðið,
sem öll eru uppkomin, hin mann-
vænlegustu í alla staði og bera
foreldrum sínum fagurt vitni.
Nú er á þessari skilnaðarstundu
þungur harmur kveðinn að ást-
ríkri eiginkonu, elskulegum börn-
um, systkinum og öðrum vanda-
mönnum, en jafnhliða því, sem ég
vil biðja algóðan Guð að gefa
konu hans, börnunt og systkinum
þrek og trúarstyrk á þessari skiln-
aðarstundu skulum við minnast
orða Drottins: „Hver, sem þjónar
mér, fylgi mér eftir, og hvar, sem
ég er, þar skal og þjónn minn
vera. “
Og að endingu skulum við taka
undir með sálmaskáldinu frá
Stóranúpi og segja:
Horfum ei niður
í helmyrkrið grafar hið svarta,
huggun þar finnur ei
dapurt og angurvært hjarta.
Upp, upp, min önd
upp í Guðs sólfögru lönd
liíenda Ijósheiminn bjarta.
Minnumst þess ennfremur á
þessari skilnaðarstundu, sem
frægur maðursagði: „Társaknað-
arins verða í hendi Guös, skínandi
perlum eilifðarinnar."
Valdemar Guðmundsson
— Bænda-
samtökin
* ramhald af bls. 13
sagt að sérstakt búnaðarfélag væri í
hverju sveitarfélagi landsins Á síðari
árum hafa mörg sveitarfélögin orðið
svo fámenn, að mjög erfitt hefur orðið
að halda þar uppi nokkrum vakandi og
starfandi félagsskap Jafnframt þessu
hafa samgöngur greiðst stórlega og
aðstaða til fjölmennra mannfunda
batnað Það hefur lika færst mjög í
vöxt, að búnaðarsamtökin í heilum
byggðarlögum hafi boðað til bænda-
funda, ýmist fyrir nokkrar nærliggjandi
sveitir eða fyrir allt búnaðarsambands-
svæðið Þessir fundir hafa oft orðið
uppörvandi fyrir bændasamtökin, og
það virðist stöðugt fara í vöxt, að
bændur geri ályktanir um mál sín á
slíkum fundum. Þegar svo er komið
virðast hreppabúnaðarfélögin ekki vera
orðin annað en leifar- gamals fyrir-
komulags og að búnaðarsambönd
héraðanna séu að leysa þau af hólmi
Slíkt ætti þó ekki að gerast í einni
svipan, eða eftir fyrirskipun, heldur
ætti sem fyrst að hefja undirbúning að
þessu með umræðum við bændurna
og þeirra á meðal innbyrðis Vel gæti
líka orðið um timabundið millistig í
þessum málum að ræða, svo sem það,
að sum hin stærstu sveitarfélög héldu
enn um sinn uppi hreppabúnaðar-
félögunum fyrir sig en hin smærri
sveitarfélög sameinuðu sig t d 2 eða
fleiri um eitt búnaðarfélag. Sjálf yfir
stjórn búnaðarsamtakanna ætti þó að
hafa frumkvæði að umræðum um
þetta mál og leggja fram tillögur sínar
um það og skýra þær heima í hverju
búnaðarfélagi, sem nú er starfandi
Þetta bæri þá að skoða sem meðmæli
með nýrri skipan þessara mála en ekki
sem þvingun Sameining hreppa-
búnaðarfélaganna í stærri heildir
myndi brátt leiða af sér fjörugra félags-
líf innan félaganna og undir eins og
menn sæu þess dæmin, mundu
smærri félögin, er seinni yrðu til að
skilja gildi þessa, koma á eftir
Einnig getur komið til greina að
endurskoða að einhverju leyti
skiptingu búnaðarsamtakanna í
héraðssambönd, einkum ef reynslan
sýndi að gera ætti þau að smæstu
einingum samtakanna Flestum þess-
um héraðasamböndum virðast þó vera
eðlileg takmörk sett eins og er. Það
væri þá helst ef Austur-
Barðastrandasýsla yrði sameinuð
Búnaðarsambandi Dalamanna og
búnaðarsambönd Húnavatnssýslna
yrðu gerð að einu sambandi, er næði
líka til Strandasýslu Með betri
samgöngum mætti einnig hugsa sér að
Búnaðarsamband A -Skaftafellssýslu
yrði aftur sameinað Búnaðarsambandi
Austurlands
Þó að hvert búnað?rsamband verði
+
Útför
SVERRIS KRISTJÁNSSONAR,
sagnfræðings
verður gerð frá Dómkirkjunni, föstudaginn 5 marz kl 1 3 30
Guðmunda Elíasdóttir.
Guðrún Sverrisdóttir, Sigurjón Sverrisson,
tengdabörn og barnabörn.
Alúðarþakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og sérstakan
vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
SIGURLAUGAR SOFFÍU GRÍMSDÓTTUR,
Álftamýri 58.
Ásta Snorradóttir,
Soffia Guðmundsdóttir,
Guðmundur Mikaelsson,
Gunnlaug Guðmundsdóttir.
+
Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur vegna fráfalls eiginmanns míns og
föður okkar,
TÓMASAR S. SIGURGEIRSSONAR,
Njarðvíkurbraut 8, Njarðvík,
Sérstakar alúðarþakkir viljum við færa séra Páli Þórðarsyni og vinnu-.
félögum hins látna fyrir rausnarlega gjöf
Hrefna Pétursdóttir og börnin.
+
Þökkum auðsýnda vináttu og hluttekningu við andlát og jarðarför
mannsins míns og bróður okkar,
KRISTINS SIGURÐAR SIGURÐSSONAR,
rakarameistara,
Kaplaskjólsvegi 7,
Esther Magnúsdóttir,
Ása Sigurðardóttir,
Lovísa Sigurðardóttir og
Pálína Kreis.
eitt og óskipt búnaðarfélag innan síns
umdæmis, getur verið um að ræða
innan þess ýmisleg samtök um einstak-
ar greinar búnaðarins eins og t d félög
um kynbætur búpenings, sauðfjár,
nautgripa eða hrossa, jafnvel um rækt-
un og vélaeign, þó að ræktunarsam-
böndin, i þeirri mynd sem þau eru nú,
verði að líkindum öll óþörf
Það sem þó skiptir mestu máli er að
öll þessi búnaðarsamtök héraðanna
verði i einu allsherjar búnaðarfélagi
landsins alls, Búnaðarfélagi íslands, er
lúti einni stjórn, sem sé yfirstjórn allra
búnaðarsamtakanna og búnaðarmál-
anna i landinu Sú stjórn sé valin af
alsherjarþingi félagsins og sé það þing
haldið einu sinni á ári, en reynt að
skipuleggja svo störf þess að það þurfi
ekki að sitja lengur en viku til tíu daga í
einu, nema það sé kvatt saman til
aukafundar, vegna sérstaklega
aðkallandi vandamála og nauðsynja-
mála bændastéttarinnar. Þetta þing
bændasamtakanna sé skipað fulltrúum
allra héraðssambandanna (eða
búnaðarfélaganna) og sé einn fulltrúi
fyrir hverja 200 bændur, þó þannig að
séu í einhverju búnaðarsambandi færri
bændur en 200 og þó fleiri en 1 50
hefur sambandið rétt til að senda einn
fulltrúa á þingið. Einnig hafi hin stærri
sambönd rétt til að senda fulltrúa fyrir
færri en 200 bændur, ef eigi vantar
nema 25 á tölu bændanna í samband-
inu til að fá fulltrúa þannig að héraðs-
samband, sem hefur 5 75 félags-
bundna bændur hefur rétt á að hafa 3
fulltrúa á þinginu
Stjórn B í sé skipuð minnst 5
mönnum og sé hún kosin óhlutbund-
inni kosningu. Hún skal hafa yfirstjórn
allra deilda félagsins og einnig allra
stofnana þess, þannig skal hún t d
vera yfirstjórn (bankaráð) Búnaðar-
banka íslands, eftir að bændur
landsins hafa fengið bankann í sínar
hendur, einnig hafi hún með höndum
yfirstjórn Grænmetisverslunar land-
búnaðarins, tilraunaráðs land-
búnaðarins, Áburðarverksmiðjunnar,
Byggingastofnun landbúnaðarins o.fl.
Hún skal taka við öllum þeim verkefn-
um, sem verið hafa í höndum Stéttar-
sambands bænda og eiga fulltrúa í
stjórn Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins.
Verkefnum B í má skipta þannig
milli þriggja starfsdeilda
1. Leiðbeiningadeildar er taki við
þeim störfum er B í. hefur nú með
höndum, öðrum en búreikningum.
2 Hagfræði-skipulagninga- og fram-
leiðsludeild, er taki við öllum þeim
störfum er Landnám ríkisins og Bú-
reikningastofan hafa nú með höndum
3 Verðlagningar- og verslunardeild-
ir er hafi með höndum verðlagningu
allra landbúnaðarafurða og yfirstjórn
þeirrar þátttöku i viðskiptalífinu er
bændasamtökin verða að hafa í þess-
ari starfsdeild starfar Framleiðsluráð
landbúnaðarins Skal forstjóri deildar-
innar vera framkvæmdastjóri ráðsins.
Það skal skipað 5 mönnum kosnum af
Búnaðarþingi, en auk þess skal það
skipað 4 mönnum völdum af fram-
leiðslu- og sölufélagi bænda og um
það skulu settar reglur á 5 ára fresti
Stjórn félagins ræður framkvæmda-
stjórn fyrir hverri deild félagsins og er
hver þeirra um sig ábyrgur gagnvart
stjórn þess
Tillögur þær sem hér eru settar fram
eru e.t.v. um of ákveðnar, þar sem þær
hafa ekkert verið ræddar áður. Raun-
verulega er þó hér um eina aðaltillögu
að ræða, að bændasamtökin verði gerð
að einni óskiptri heild og efld svo sem
kostur er á og samkomulag getur orðið
um. Tillögurnar um skipulagsatriði eru
fyrst og fremst settar fram til þess að
vera umræðugrundvöllur. Auðvitað
hlýtur það að kosta almenna athugun
og tíma að koma þessum málum í nýtt
horf En aðalatriðið er, að bændastéttin
krefjist þess að fá að taka mál sín í
sjálfs sín hendur og skipuleggi samtök
sin þannig að hún geti orðið þess
megnug
Nýtt skákfélag
í Reykjavík
KINS OG flestum mun kunnugt
var stofnað nýtt skákfélag I
Reykjavik í byrjun nóvember
síðastliðins og hlaut það nafnið
Mjölnir. Félag þetta var stofnað
eftir harðvitugar deilur innan
T.R. og voru þeir því miður
margir sem vönduðu hvorki
hinu nýja félagi né forystu-
mönnum þess kveðjurnar.
Sannleikunnn er þó sá, að
löngu var orðið timabært að
stofna nýtt skákfélag í Reykja-
vik og það þótt aldrei hefði
tveimur mönnum orðið sundur-
orða inna vébanda T.R. Iðk-
endur skáklistarinnar eru orðn-
ir það margir í Reykjavík, að
þeir rúmast ekki lengur í einu
félagi og á einum stað er ekki
hægt að gera öllum til hæfis.
Gildir það jafnt um forystu-
menn í félagsstörfum, keppnis-
menn og hraðskákidjóta. Auk
þessa verður að gæta þess, að
eigi eðlileg samkeppni að rikja
á skáksviðinu verður að vera
aðstaða til keppni milli félaga.
Geta menn í því viðfangi velt
fyrir cér, hvernig væri ástatt í
knattspyrnu, ef aldrei hefði
annað félag en K.R. verið stofn-
að.
Af starfsemi hins nýja félags
félags er það helzt að segja, að
hún er í miklum blóma.Félög-
um fjölgar stöðugt og eina vik-
una bættust við hvorki meira
né vinna en 60 manns! Mjölnir
hefur húsbæði fyrir starfsemi
sina í Vélskólanum og er teflt
þar þrjú kvöld í viku. Á sunnu-
dagskvöldum eru fimmtán mín-
útrta mót, á þriðjudagskvöldum
eru umferðir í vetrarmóti fé-
lagsins og á fimmtudögum eru
tefldar biðskákir úr því móti ef
einhverjar eru. Á mánudags-
kvöldum stendur félagið fyrir
fimmtán mínútna mótum í
Fellahelli í Breiðholti og á mið-
vikudagskvöldum aðstoðar það
fyrirtæki og félagasamtak við
skákmótahald. Hefur sý nýjung
mælzt vel fyrir, enda mjög at-
hyglisverð. Anægjulegt og at-
hyglisvert er, að innan félags-
ins eru ekki tefldar stuttar
hraðskákir. Hraðskákir geta að
vísu verið bæði gagnlegar og
skemmtilegar, en eins og þær
hafa verið stundaðar á undan-
förnum árum er þar fremur um
að ræða vitfirringu en skák.
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
Lítum nú á eina skák úr 4.
umferð vetrarmótsins.
Hvítt: Magnús Sólmundarson
Svart: Haraldur Haraldsson
Drottningarbragð
1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. d4
— d5, 4. cxd5, — exd5, 5. Bg5 6
Be7, 6. e3 — 0-0?!
(Upphafið að óförum svarts?
I drottningarbragði þarf svart-
ur aó leysa það vandamál,
hvernig hann á að koma drottn-
ingarbiskup sínum í gagnið.
Góð leið til þess var 6. — Bf5).
7. Bd3 — b6, 8. Rf3 — Bb7,
(Nú verður biskupinn óvirk-
ur að baki svörtu peðanna).
9. Dc2 — Rbd7, 10. 0—0—0 —
c5,11. g4 — g6?
(Tapleikurinn! Þegar hvitur
blæs til sóknar á sama hátt sem
í þessari skák verður svartur að
gæta þess að leika ekki fram
peðunum á kóngsvæng, nema
hann geti með því „blokkerað”
hvítu sóknina. Sjálfsagt var 11.
— c4, ásamt a6, b5 o.sv. frv.)
12. Hdgl — a6, 13. h4 — c4, 14.
Bf5! —He8(?)
(Betra virðist að flýta aðgerð-
um á drottningarvæng með 14.
— b5 o. sv. frv. Svartur mátti
ekki taka manninn t.d.:14. —
gxf5, 15. gxf5 — Kh8, 16. Bh6
— Hg8, 17. Rg5 — De8, 18 f4
og svartur fær varla varizt til
lengdar).
15. h5 — Re4, 16. Bxe7 & Hxe7,
17. hxgb (Nú vinnur hvítur
óumflýjanlega).
17. — fxg6, 18. Bxd7 — Dxd7,
19. Re5 — De8,
(19. — Dc7 hefði e.t.v. veitt
meiri mótspyrnu).
20. Rxe4 — dxe4, 21. Dxc4+ —
Kg7, 22. Db4 — Hc8, 23. Kbl —
b5, 24. Hh2 og svartur gafst
upp.