Morgunblaðið - 04.03.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
25
fclk í JIi
fréttum
Muhammad A li
fœr rothöggið
+ Muhammad Ali, heimsmeistari ( boxi verður brátt að skipta um
hjálparmenn í hringnum og leita á náðir lögfræðinga. Hjónaband
hans og eiginkonu hans Belindu er að syngja sitt síðasta og það
endar vfst með þvf að Ali fær rothöggið.
Hjónin búa um þessar mundir sitt f hvorri íbúðinni f Chicago.
Belinda brást hin versta við sambandi Alis og fegurðardrottningar-
innar Veronicu á sfðasta ári: Hún segir: „Nú hef ég aðeins eitt
áhugamál: Islam — en kæri mig hvorki um box né boxara.“
Hún býr f stórri þakibúð ásamt f jórum börnum þeirra, en Ali býr
þar skammt frá. Astæðan fyrir aðskilnaði þeirra er sífellt snudd
hans eftir öðru kvenfólki, segir hún.
„Strax og við giftum okkur vissí ég að þetta mundi fara svona
einhvern tfmann. En þetta snertir mig ekki lengur. Þessu er lokið.
Það er öruggt mál,“ segir Belinda. (BT)
Ali og Belinda og tvö af börnunum.
Veronica Porsche er sögð ein af
ástæðunum fyrir aðskilnaði
hjónanna.
Doktor
Amin
+ Forseti Uganda hefur
bætt enn einum titli —
doktorsnafnbót — í hríf-
andi safn þeirra sem
hann státaði af fyrir. Tit-
ilinn notaði Idi Amin í
fyrsta sinn, er hann
sendi ieiðtoga MPLA-
hreyfingarinnar í Ang-
ola, Agostinho Neto,
heillaóskaskeyti fyrir
skemmstu.
Fjarhitun úr fjósinu
+ Vestur-þýskur bóndi hefur
um nokkurt skeið notað kýr-
mjólk til þess að hita upp bað-
vatnið heima hjá sér. Það er
héraðsrafveitan í Kirchhorst,
skammt frá Hannover, sem hef-
ur forystu fyrir þessari til-
raunastarfsemi i því skyni að
lækka kyndingarkostnað, og
hefur hún gefið góða raun. Yl-
urinn úr mjólkinni — 32° C úr
spena — er látinn velgja upp
baðvatnið á sveitabænum á
þann háU, sem greinilega sést á
myndinni. Vatnið fer f gegnum
vafninga af mjólkurleiðslum
og endar för sína f vel einangr-
uðum hitageymi. Þar er það svo
til reiðu — með velgjunni f —
þegar bóndanum þóknast að
baða sig.
Því miður fengum við ekki
veður af þessari merku til-
raunastarfsemi fyrir verkfall
— en ekki er loku fyrir það
skotið að yfirstandandi búnað-
arþing geti enn tekið málið til
athugunar.
BO BB & BO
CSVONA '■ SVUNA ! VÍÐ ERUM NÚ BÚÍN AÐ il’FA;
5AM/AN SÚRTOGSATr 'I TUTTU6U 'AU. BÖ/j
> EKKÍ HEFUR t>i& SKORT PAÐ SÆTA BÓ-‘
ÞÚ ERT TVÖFAUT ÞVNGRI EN ÞÚ VAR5T.J
íTGm uaJD I
+ GREGORY PECK hefur ver-
ið valinn til að fara með hlut-
verk Douglas MacArthurs hers-
höfðingja f kvikmynd um ævi
hins sfðarnefnda Það tók fram-
leiðendurna fjögur ár að gera
það upp við sig, hver væri „rétti
maðurinn" f rulluna.
+ ELTON JOHN súperstjarna
ætlar að halda tvenna hljóm-
leika f London f maí n.k. Allur
ágóði af hljómleikunum á að
renna til ensks íþróttafólks,
N
Vinsæla kalda borðið
frá Skiphóli!
Fyrir afmæii, brúðkaup, fermingar o.fl.
Pantið tímanlega fyrir fermingar.
Veitingahúsið
SKÚTAN
Strandgötu 1 — HafnarfirSi
sfmi 51810.
HUSMÆÐUR
Kryddkynning í dag fimmtudag kl.
2 — 6 í versluninni Aðalstræti 9.
Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna
ýmsu kryddtegunda.
IV
VERIÐ VELKOMIN.
Matardeildin,
T>jf Aðalstræti 9.
Bókamarkaóurinn
I HUSI IÐNADARINS VID
INGÓLFSSTRÆTI
argus