Morgunblaðið - 04.03.1976, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraeföKSre
Sigurður
Gunnarsson þýddi
hörmulega atburði. Árásarmönnunum
hafði tekizt að beygja hlaupið á
vélbyssunni oggert hanaþannigóvirka.
Og svo hafði allt hitt gerzt í skjótri
svipan,- Á hálfri klukkustund höfðu
óvinirnir eyóilagt verk, sem stór hópur
manna hafði unnið að vikum saman.
Þrír ísraelsmenn höfóu særzt í þessum
átökum, og var nú bundið um sár þeirra.
Vafalaust höfðu einhverjir Arabar særzt,
en þeir höfðu verið fluttir burt á úlföld-
um, þegar flótti brast í liðið.
Ennþá var hánótt og niðamyrkur. Ef til
vill gerðu óvinirnir aðra árás fyrr en
varði.
Háværar reiðiraddir heyrðust í vinnu-
búðunum og einnig stundur hinna
Ég sé ekki betur en komið sé grænt Ijós!
I _______/
særðu. Móses gamli kom til Óskars og
sagði:
„Það er eitthvað að Maríu ... “
„Maríu? . . . Var þaó kannski hún, sem
hafði hljóðað svona hátt?
Míron, Jesemel og Óskar fóru með
Mósesi aó tjaldinu, þar sem María hafði
átt að sofa um nóttina og þar fundu þeir
hana. Tjaldið haföi ekki verið brennt, en
þaö var allt sundur skorið, og öllu laus-
legu sem í því var, hafði verið stolið.
Dót Maríu var horfið, taskan hennar
litla og einhver fatnaður. Það var raunar
ekki mikið, en allt í einu varð Óskari
ljóst, að eini verðmæti munurinn sem
hún átti, og þótti svo vænt um, var
horfinn: eyrnalokkurinn góði sem bróðir
hennar átti lika af sömu gerð. Árásar-
mennirnir höfðu tekið hann.
Nú mundi verða miklu erfiðara fyrir
Maríu að finna bróður sinn á ný, ef hann
var á lífi, — og eini hluturinn, sem hún
átti, og tengdur var minningu foreldra
hennar, hafði verið tekinn frá henni.
Hún grét ekki, en svipur hennar var
orðinn kaldur og harður, og hún virtist
ekki ætla að taka gleði sína á ný fyrst um
sinn. Hún svaraði engu, þegar þeir töl-
uðu til hennar. Afi gamli strauk hár
hennar blíðlega, og svo var ekkert meira
sagt.
En tréó stóð þarna enn. — Já, tréð, hið
fyrsta sem óx í eyðimörkinni, og hið
fyrsta, sem einhvern tíma mundi kannski
verða einstaklingur í stórum skógi. Það
stóö þarna, sveipaó bjarma vasaljósanna
og eldslogum hinna brennandi tjalda.
Það var jafnljóslifandi og fyrr, í brenn-
heitum sandinum, gætt ódauðlegu lífi.
Vatnsleiðslurnar höfðu verið sprengdar,
en tréð var óhaggað og lifði sínu fábrotna
lífi undir stjörnubjörtum næturhimnin-
um.
Allt í einu sagði Jesemel: „Nú fer vélin
í gang . ..“
Svo stukku þeir upp í jeppann, og
Óskar og María fylgdust með. Hún hafði
tekið litla skammbyssu upp úr vasa sín-
um. Móses gamli stóð eftir hljóður og
hugsi.
Síóan óku þau í austurátt inn í myrkr-
ið, — í sömu átt og innrásarmennirnir
höfðu haldið.
EIMMTI KAFLI
Unga fólkið, þrír piltar og ein stúlka,
óku út í náttmyrkrið í litlum, léttum
VÚP
MORöJKf
kaffino
AvKMsfmáh
Thomas Mann var eitt sinn
kvnntur fyrir amcrísku skáldi,
sem lét lítið yfir sér og var
mjög auðmjúkur í návist þessa
fræga, þýzka skálds. Kvað hann
leirskáld eins og sig varla hafa
levfi til að kalla sig rithöfund í
návist svo mikils listamanns.
Mann sýndi honum mikla
kurteisi, en sagði síðan er hann
var farinn:
— Þessi maður hefur engan
rétt til þess að gera svona lítið
úr sjálfum sér — til þess er
hann ekki nógu stór.
X
Leikritaskáldið Sheridan
hlustaði eitt sinn á brezkan
þingmann halda langa og þreyt-
andi ræðu. Loks, þegar ræðu-
maður gerði hlé á máli sínu,
tók vatnsglas og saup á, reis
Sheridan á fætur og bað um
orðið.
— Hvað er þetta, sagði ræðu-
maður, ég er ekki búinn.
— Nú, ég hélt að svo hlyti að
vera svaraði Sheridan. Ég hefi
aldrei fyrr vitað til þess, að
vindmvllur gengju fvrir vatni.
X
Lincoln forseti lét falla
vingjarnleg orð um andstæð-
inga sína. Kona, sem hlustaði á,
spurði forsetann, hvernig hann
gæti haldið svona vel um
fjendur sína. Hann ætti heldur
að eyða þeim af yfirborði
jarðar.
— Kæra frú, svaraði Lincoln,
eyði ég þeim ekki með því að
gera þá að vinum mínum?
X
Maður nokkur mætti eitt sinn
biskupi á götu. Hann kannaðist
við hann, en kom ekki fyrir sig
hver maðurinn var.
— Hvar í helvítinu hef ég séð
þig? hrópaði maðurinn.
— Ja, hvaðan úr helvíti kem-
ur þú? spurði biskupinn.
X
— Maðurinn hennar barði í
borðið og sagðist vilja vera hús-
bóndi á sínu heimili.
— Og er hann það?
— Já, þau eru skilin.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
9
svipurinn á andiiti hans var full-
kominn.
— Það fyrsta sem við verðum
að gera, sagði hann og færði sig f
áttina til dvra — er að hringja til
Pinethjónanna og fá að vita hvort
þeim er kunnugt um þetta
Þögn var i herberginu, þegar
hann var farinn út. Mme Gautier
hafði farið fram aftur, en hann
var ekki viss um hvort hann hefði
tekið eftir því hvort hún hafði
verið eða farið. Athvgli hans
heindist öll að stúlkunni sem sat
við gluggann. Hún var klædd f
glæsilegan en einfaldan bláan
kjól. hörund hennar Ijóst og
undursamleg mýkt yfir andlits-
dráttum hennar hugsaði hann. Og
hárið var rautt eins og á sönnum
Skota. Iiún bauðst til að gefa hon-
um drvkk.
— Þar sem gestgjafar okkar
hafa yfirgefið okkur, sagði hún á
ensku — og þér eruð hvitari en
nokkurt llk held ég að nauðsyn-
legt sé ég sýni ákveðið frum-
kvæði. Hvernig iitist vður á
koníakstár?
Hann sötraði koniakið sem hún
færði honum. Hann heyrði rödd
Gauliers frammi og niðurbældan
ofsa f rödd hans, þótt hann
greindi ekki orðaskil.
— Haldið þér hún hafi raun-
verulega verið myrt? sagði Helen
við hann.
— Ég veit það ekki. Ég er far-
inn að velta fvrir mér hvort þetta
sé helber hugarburður alit saman
svo innilega óraunverulegt og
fjarstæðukcnnt er það, sagði
hann.
— Varla ímvndar maður sér
heilt Ifk.
— Þakka yður fyrir.
Hún brosti dauflega, en svo
baðst hún afsökunar.
— Ég ætlaði ekki að hafa þetta
I flimtingum. Ég veit þetta er
ekkert grin, en ég held að okkur
sé öllum illilega brugðið við þess-
ar óskapa fréttir.
— Já, ætli ekki það.
— Hér vorum við, hún bandaði
af tign út hendinni.
— Jacques, móðir hans og ég
og vorum öll i sólskinsskapi og
undir það öúin að eiga með yður
gleðilegt xvöld, ókunnum gesti
hér um slóðir. Og svo gangið þér
inn og varpið sprengju meðal
okkar...
— Mér þykir það leitt.
— Fáizt ekki um það. Varla
getur það verið yður að kenna.
Það er bara, ég veit ekkí almenni-
lega hvernig ég á að bregðast við.
Jacques hefur þegar gert ráð-
stafanir til að komast til botns i
málinu og móðir hans hefur rétti-
lega farið aftur fram í eldhúsið
þar sem hún gerir sér grein fyrir
að við munum ekki setjast að
snæðingi næsta klukkutímann, en
það eina, sem ég geri, er að berj-
ast við löngun mfna til að segja
hrandara og láta eins og flón.
— Viljið þér þá ekki fá yður
konfak líka, sagði hann.
— Ég held það væri ekki svo
vitlaust, svaraði hún og brosti við
honum heillandi brosi.
— Búið þér hér í bænum, sagði
hann.
— Nei. Ég er fjarskvld Carrier-
fjölskvldunni og ég kem oft til
þeirra og dvel um lengri eða
skemmri tíma. Þau eru óguðlega
rik og lifa i hálfgerðum miðalda-
kastala. Mér þvkir afskaplega
skemmtilegt að baða mig upp úr
slfku lúxuslffi sem þar er lifað —
svona um tfma að minnsta kosti,
sagði hún og kinkaði kolli til
þakklætis þegar hann rétti henni
konfaksglas.
— Þér Iftið ekki út fyrir að
hafa þurft að erfiða mikið f
Iffinu.
— Ég cr leikkona, Hurst. Ég
dreg dám af umhverfi mfnu.
— Þér eruð þó ekki franskar?
— I aðra ættina. I öllum gaura-
ganginum gleymdi Jacques sem
er þó fullkominn f mannasiðum
að kynna okkur. Ég heiti Helen
Stewart. Faðir minn var Skoti.
Mamma mfn frönsk.
— Éinmitt. Gautier hefur
fundizt kjörið að leiða okkur
saman, vegna þess að ég er Ifka
franskur í aðra ættina.
— Ég veit það, svaraði hún. —
Rómantfsk saga. Og spennandi að
móðir vðar skvldi erfa húsið.
Meðan ég man: Mareel Uarrier
frændi minn var mikil hetja í
samtökum andspyrnumanna hér f
strfðinu. Hann fæst aldrei til að
tala um það, en það gæti verið
hann mvndi vilja ræða það við
yður. Ég meina — það gæti verið
hann hefði þekkt móðuryðar. Þér
verðið endilega að hitta hann.
— Þökk fyrir. Mér þætti gaman
að þvf.
Þau heyrðu sfmtól lagt á. David
sneri sér ósjálfrátt við. Helen
Stewart hafði lagt höndina á
handlegg hans.
— Svona, herðið yður upp.
Ætli Pinethjónin hafi ekki haft
einhverja skýringu á þessu og Ifk-
ið verði sótt á morgun og allt sé
eðlilegt og f bezta lagi.
En f sömu andrá og Gautier
kom inn vissu þau að málið var
ekki eðlilegt né f bezta lagi.
— Pinethjónin staðhæfa að
þau hafi ekki hugmynd um neinn
kvenmann hvorki Iffs né liðinn í
húsinu.
L