Morgunblaðið - 04.03.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.03.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976 31 Ekki veiðiveður hjá Bretunum í gær: STATESMAM VEirnsr AÐ ÁRNA FRIÐRIKSSYNI VEÐURGUÐIRNIR tóku að sér gæzlu fslenzku fiskveiðilögsög- unnar fyrir brezkum land- helgisbrjðtum f gær, og hafa brezkir togarar ekkert getað átt við veiðar f röskan sðlarhring, þar sem 8—10 vindstig voru á Austfjarðamiðum f gær þar sem brezku togararnir halda sig. Aður en veðrið skall á veitt- ist dráttarbáturinn Statesman að fiskileitarskipinu Árna Friðrikssyni og munaði litlu að árekstur yrði milli skipanna. Hcfur skipstjóri Statesman sennilega talið að þarna væri varðskipið Baldur á ferð. „Þetta gerðist litlu fyrir mið- nætti i gærkvöldi,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson, leið- angursstjóri á Arna Friðriks- syni, þegar við ræddum við hann í gær. „Um það leyti nálguðumst við hóp brezkra togara um 40 mílur út af Reyða- fjarðardjúpi, og þá kom States- man skyndilega aðvífandi og tók að veita okkur eftirför. Skipið hafði þann háttinn á að það renndi sér upp með síðu okkar stjórnborðsmegin og snarbeygði síðan fyrir okkur á bakborða jafnframt því sem skæru kastljósi var beint upp i brúna hjá okkur. Gekk þetta svona um stund unz að þvi kom að við urðum að stöðva skipið alveg til að koma í veg fyrir árekstur, því að þá hafa ekki verið nema u.þ.b. þrír metrar milli skipanna. Það var svo ekki fyrr en Ægir kom þarna að og kallaði yfir til Statesmann hverjir við værum og óskaði eftir þvi að við værum látnir afskiptalausir við störf okkar. Skipstjórinn á Statesmann hafði þá samband við næstu freigátu sem aftur kallaði upp yfirmann Scillu, og þá loks eftir nokkurt þóf fengum við að fara óáreittir," sagði Sveinn. Rúmlega 30 brezkir togarar voru hér við land í gær, og voru þeir á nokkru stærra svæði en verið hefur, en héldu sig í hóp- um eftir sem áður. fengið uppreisn æru eftir mis- heppnaða tilraun til að verða forsetaefni demókrata árið 1972. Eftir sigurinn sagði Jack- son við stuðningsmenn sina: „Kjarni sigurs okkar er sú staðreynd að okkur tókst að ná fram að nýju þeirri samsteypu sem varð til þess að Franklin D. Roosevelt, Harry Truman, John F. Kennedy og Lyndon Johnson náðu kjöri.“ Udall óskaði Jackson til hamingju, en sagði um leið að úrslitin sýndu greinilega að hann sjálfur (þ.e. Udall) væri fram- bjóðandi „hinnar framfara- sinnuðu miðju Demókrata- flokksins". Robert Strauss, for- maður Demókrataflokksins, sagði í dag, að þetta væri „stór- kostlegur sigur fyrir „Scoop" Jackson" en „Udall hefur einnig komið fram sem leiðtogi þess sem hann myndi nefna hinn frjálslynda arm flokks- ins“. Strauss kvaðst telja að endanleg útnefning frambjóð- enda myndi fara fram eftir viðræður milli allra flokks- arma. — Air Viking Framhald af bls. 32 ekki flókin viðskipti. Hann kvaðst að visu ekki hafa séð bókhald fyrirtækisins en hann ímyndaði sér að það byggðist upp á stórum viðskiptum við ekki ýkja marga aðila. Hins vegar tæki uppgjör sem þetta alltaf sinn tíma. — Slær í gegn Framhald af bls.7 samkeppninni f Dallas og hélt svo til New York, þar sem hann sigraði í samkeppni hjá Metropolitan- óperunni. Upp frá því hefur hann verið þar í aðalhlutverkum. Auk þess syngur hann reglulega með Flórens- óperunni í Milwaukee og sló í gegn í fyrra sumar sem Georgio Germont í La Traviata í Santa Fe óperunni, hlutverkinu sem hann gekk svo inn í með svo góðum árangri nú í janúar f Metropolitanóperunni í New York. Einnig hefur hann sungið með óperum í New Orleans, San Antonio, Toledo og Winnipeg — Stríðsástand Framhald af bls. 1 manna, fögnuðu aðgerðum Machels i dag vegna þess aukna þrýstings sem þær setja á Smith. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, tók I sama streng og sagði að Zambía og Mozambique myndu vinna saman að því að knýja fram réttlæti í Ródesíu, og yrði litið á árás á Mozambique sem árás á Zambíu. Kaunda lét sjálfur loka landamærum lands sins við Ródesíu fyrir þremur árum. Machel viðurkenndi í útvarps- ávarpi sinu að aðgeröirnar kynnu að skaða Mozambique efnahags- lega, en engu að síður væru þær nauðsynlegar. Taiið er að Mozam- bique hafi fengið margar milljón- ir sterlingspunda fyrir að annast inn- og útflutning Ródesíu frá því landið hlaut sjálfstæði frá Portú- gölum. Fyrir sjálfstæði fóru milli 70—80% viðskipta Ródesíu um Mozambique, en nú eru þau komin niður í um 25% og meiri 1 dag stendur vinur minn Kristján Bjartmars, fyrrum odd- viti í Stykkishólmi, á niræðu. Þrátt fyrir að sjónin sé biluð og heyrnin farið að skerðast, heldur hann sínum bestu eiginleikum, er alltaf spaugsamur, glaður og reif- ur og það sem best af öllu er, að hann er ánægður. Hann hefir um sína daga aldrei gert neinar kröf- ur til heimsins, hvorki um vináttu né annað, enda veit hann að til heimsins er lítið að sækja af varanlegu. Ég kem oft til Kristjáns og á jafnan með honum góðar stundir, upprifjunarstundir liðinna ára. Þær enda jafnan með lofgjörð til hins hæsta um varðveislu og hluti þeirra fer nú um Suður- Afríku. Það fer þvi mjög eftir vilja og getu Suður-Afríkumanna til að annast fiutningana hversu mikið tjón Ródesiu verður. Ljóst er þó að þaó verður verulegt, þvi það leggst ofan á alþjóðlegar við- skiptahömlur sem settar hafa verið á landið. Þessar aðgerðir Machels eru gerðar nú eftir að sambúð land- anna hefur farið hraðversnandi undanfarnar vikur, en forsetinn sagði að síðasta hálmstráið hefði verið árás herþota, þyrla og stór- skotaliðs frá Ródesíu i siðustu viku á þorp í Mozambique. Ródesíustjórn sagði þá að ráðist hefði verið á skæruliðaflokk sem áður hafði skotið á ródesískt herlið yfir landamærin. Hefðu 24 skæruliða beðið bana. Heimildir í Ródesíu hermdu að árásin hefði verið gerð rétt innan við landa- mæri Mozambique. Machel, for- seti sagði í dag að umrætt þorp væri Pafuri á mótum landamæra Suður-Afríku, Mozambique og Ródesíu. Hefðu tveir Mozam- biquemenn beðið bana og sjö særzt, en sjö Ródesíumenn hefðu farizt og sjö særzt. Árásar- vélarnar hefðu flogið yfir Suður- Afríku, en tekizt hefði að skjóta tvær niður. „Þetta var stríðs- aðgerð,“ sagði Machel. „Stríðs- glæpur gagnvart Mozambique." Van der Byl varnarmálaráð- herra viðurkenndi í kvöld að ródesískir hermenn færu „öðru hvoru“ yfir landamærin til Mozambique að elta skæruliða, og væri það gert í samræmi við alþjóðleg lög og venjur. Machel forseti gæti sjálfum sér um kennt því hann hefði skotið skjólshúsi yfir skæruliðana, sem svo færu yfir landamærin að næturþeli „til að myrða, nauðga, ræna og rupla". Talið er að í kjölfar þeirra aðgerða sem Machel tilkynnti i dag muni fylgja vaxandi stuðn- ingur Mozambiquestjórnar við skæruliðahreyfingar í Ródesíu. Sagt er að þúsundir þeirra séu þess albúnir að gera innrás í Ródesíu frá stöðvum i varanleg gæði «em ekkert getur grandað. Þetta verður engin afmælis- grein, enda hef ég áður á stórum stundum í lífi Kristjáns minnst hans að verðugu. Hann hefir lengst allra haft forystu þessa bæjarfélags og öllum er hlýtt til hans. I dag hugsa margir til góðs vinar og fjölskyldu hans og senda þeim hjónum kveðjur og árnaðar- óskir. Ég er einn í þeim hópi1, aðdáandi hans eðliskosta sem nú fara minnkandi i erfiðu þjóð- félagi. Ég þakka Kristjáni góða samfylgd og síðast en ekki síst falslausa vináttu, heiðríka og hug- ljúfa. Þakka tryggð hans við mig og mína. Árni Helga'ón Mozambique. Einn af leiðtogum skæruliðanna, Abel Muzorewa biskup var viðstaddur er Machel flutti útvarpsávarpið í dag. — Mikið fjallað Framhald af bls. 17 anna af fundinum mjög vin- samlegar og gagnlegar íslenzkum málstað. Hluti fundarins var sýndur í danska sjónvarpinu í gærkvöldi og danska, norska og finnska út- varpið og norska sjónvarpið tóku viðtöl við Geir eftir fundinn. Eins og sagði í frétt Mbl. i gær voru rúmlega 80 fréttamenn frá fjölmiðlum og fréttastofum um allan heim á fundinum sem virðist hafa borið tilætlaðan árangur við kynningu á afstöóu Islendinga. — Húsnæðismála- stjórnarlán Framhald af bls. 32 til ráðstöfunar i þessu skyni, en fjöldi lánsumsókna sem sinna þurfti, verið slikur að þessi lán hefðu ekki orðið nema 300—400 þúsund krónur i reynd. Gunnar kvað þó að þvi stefnt að hækka þessi lán eitthvað til samræmis við hækkun lánanna vegna nýbygg- inga. — Felldu Framhald af bls. 32 að samningarnir vrðu skýrðir í sjónvarpi. Jón sagði að ljóst væri að þegar samió væri sameigin- lega, ættu menn jafnframt að greiða atkvæði sameiginlega. Menn hefðu hins vegar talið það myndu tefja fvrir málinu, en Ijóst væri nú að þetta skipu- lag á atkvæðagreiðslu tefði enn meir. Jón sagði að sér svndist að ef atkvæði hefðu verið talin saman, hefðu samn- ingarnir verið samþvkktir með naumum meirihluta. — Samar Framhald af bls. 1 Samuli Aikio, fulltrúi Norræna Samaráðsins, sagði í dag að Samar væru upphafsmenn norræns sam- starfs. „Fyrir meir en 200 árum undirrituðu ríkisstjórnir Noregs, Svíþjóðar og Rússlands samkomu- lag sem leyfir frjálsa flutninga Sama yfir landamæri í norður- hluta Skandinavíu," sagði hann. Á þingi Norðurlandaráðs í dag var ákveðið, að beina þeim til- mælum til ráðherranefndarinnar um aó setja á laggirnar vinnuhóp sem í samvinnu við Norrænu Samastofnunina og samtök Sama skuli kanna leiðir til að varðveita og styðja samiska menningu. — Jackson Framhald af bls. 17 arnar í Florida í næstu viku verði fyrst og fremst upppi*' milli Jacksons, ^og Carters. Þett» er ,- fyrsta sjnn sem J^-Kson vinnúr kosningar utan heimarikis síns Washing- ton, og þykist hann nú hafa Kristján Bjartmars, Stykkishólmi, 90 ára — Hafrún Framhald af bls. 32 fór veður versnandi. Er talið fullvíst að báturinn hafi farizt um nóttina, með það snöggum hætti að ekki hafi gefist tóm til að senda út neyðarkall. Að sögn björgunarsveitarmanna er talið líklegt að báturinn hafi farizt ein- hvers staðar á svæðinu frá Sela- töngum að Reykjanesi. 70 menn 40 skip og 3 flugvélar Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags Islands sagði í samtali vió Morgunblaðið í gærkvöldi að um leið og farið hefði verið að óttast um Hafrúnu i fyrrakvöld. hefði Tilkynningar- skyldan og Slysavarnafélagið byrjað að grennslast fyrir um ferðir bátsins og er hann kom ekki í leitirnar hefói undir- búningur að leit hafizt. Fréttin um líkfund Jóhannesar Gunnars frá Grindavík hefði ekki verið tilkynnt fyrr en um kvöldið. „Strax í birtingu í gærmorgun fóru björgunarsveitarmenn frá Björg á Eyrarbakka, Mannbjörg i Þorlákshöfn, Þorbirni í Grinda- vík, Eldey i Höfnum og Sigurvon í Sandgerði á fjörur og leituðu á meðan fært var vegna veðurs. Öll strandlengjan á þessu svæði allt austur í Selvog var gengin. Gengu Grindvíkingar og Eyrbekkingar svæóið í Sandvíkur milli Reykja- nestáar og Staðarbergs." Hannes sagði, að jafnhliða þessu hefðu þrjár flugvélar leitað. TF-SYR flaug yfir svæðið úti af Reykjanesi og þar austur fyrir. Leitarflugvél frá Varnar- liðinu leitaði úti af Garðskaga og norður um Faxaflóa og þyrla frá Varnarliðinu flaug með strönd- inni og yflir grunnslóðir. Þá tók fjöldi báta þátt í leitinni. Var Guðbirni Þorsteinssyni, skip- stjóra á Þorsteini RE, falið að skipuleggja leit bátanna og munu einir 40 bátar hafa leitað á Faxa- flóasvæðinu. Leituðu bátarnir á stóru svæði og voru í þéttri röð. Ennfremur áttu bátar frá Grinda- vík og Þorlákshöfn aó taka þátt i leitinni, en þeir komust ekki út úr höfnunum vegna veðurs. Áherzla lögð á flugvélaleit Að sögn Hannesar veröur lögð áherzla á flugvélaleit i dag og ennfremur verða fjörur gengnar í von um að eitthvaö meira hafi rekið á 'and. Þessara er sakr>“-„ SkipveYjarnir á Hafrúnu sem to'n er leitað að heita: Valdimar Eiðsson skipstjóri fæddur 1945 kvæntur og tveggja barna faðir; Ágúst Ölafsson, fæddur 1949, kvæntur og á eitt barn, Þórður Þórisson fæddur 1943, kvæntur og á eitt barn; Július Stefánsson, sr-jt r> H» > fæddur 1955 og á unnustu; Haraldur Jónsson, fæddur 1955, trúlofaður og á eitt barn; Þessir menn eru allir frá Eyrarbakka; Guðmundur S. Sigursteinsson, frá Blönduósi, fæddur 1957, ókvæntur; og Jakob Zophaníasson fæddur 1931 á uppkominn son. — 200 mílur Framhald af bls. 1 ingnum af þeim aflamissi sem þeir verða fyrir með því aó auka veiðar við Færeyjar, ef öll löndin við Norður-Atlantshaf færa út í 200 míiur.“ „Við verðum þess vegna að treysta á það og vona að sam- komulag náist innan Norður- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar um rétt Færeyinga til að veiða ákveðið aflamagn innan fiskveiði- lögsögu hinna landanna," sagði Henzte. Hann sagði að Færeyingar hefðu gert árs samning um veiðar innan 50 mílnanna við Island en að hann væri nú fallinn úr gildi og að þeir sæktu nú eftir öðrum samningi um veiðar innan 200 mílnanna og hefðu von um að viðræður geti hafizt innan skamms. „Við vonumsttil að fá ákveðinn aflakvóta en aðeins litill hluti af honum verður þorskur," sagði hann. — Verkbann Framhald af bls. 2 I fréttatilkynningu F.K. segir síðan orðrétt: „Félag kvikmyndargerðar- manna hefur farið fram á bann félaga kvikmyndargerðarmanna á Norðurlöndum á dreifingu kvik- mynda sem félagsmenn þeirra hafa gert til Ríkisútvarps- Sjónvarps þar til samningar hafa tekist. Fréttakvikmyndatökumenn Sjónvarpsins utan Reykjavíkur sem hafa aukaaðild að Félagi kvikmyndargerðarmanna munu hætta sendingum á efni til Sjón- varpsins þar til samningar hafa tekist. I samningaviðræðum FK og RUV var höfuðágreiningurinn einkum um tvö atriði, upphæðir og rétt yfir kvikmyndunum. I samningshluta A. (um kaup RUV á sýningarrétti áfullgerðum kvik- myndum) var aðeins ágreiningur um verð. Krafa FK var u.þ.b. 1,3 milljónir króna fyrir 30 mínútna kvikmynd. Tilboð RUV var u.þ.b. 650 þúsund krónur fyrir sömu kvikmynd. Þess má geta að fram- leiðslukostnaóur 30 mínútna kvikmyndar er með núverandi verðlagi u.þ.b. 3 milljónir króna. 1 samningshluta B. (um „free- lance" vinnu kvikmyndagerðar- manna fyrir RUV) var ágreining- ur fyrst og fremst um réttinn yfir kvikmyndunum. RUV vildi halda öllum rétti fyrír sig, í þekktum sem óþekktum formum dreif- ingar, en FK vildi aðeins semja um sjónvarpsréttinn. Hugmyndir FK um sjónvarpsréttinn eru í megin atriðum samhljóða þeim rétti sem RUV hefur þegar viður- kennt i samningum við Félag is- lenskra leikara. Með þvi að neita samningum við FK eru forráöamenn RUV að hindra félagsmenn FK i þvi að gera kvikmyndir fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur." Þá hefur stjórn Rithöfundasam- bands Islands lýst stuðningi við Félag kvikmyndagerðarmanna í baráttu þess fyrir viðunandi samningum við Ríkisútvarp- ið/Sjónvarp og mun beita sér fyrir frekari stuðningsaðgeróum ef með þarf. Þá hefur fundur stjórnar BIL og formanna aóildarfélaga þess haldinn f Norræna Húsinu 25 1976 lý!f- áig algerlega sarr.£y».Kan aðgerðum Félags kvikmyndagerðarmanna vegna slita RUV á samningavióræðum þessara aðila. Fundurinn lýsir sig samþykkan ályktun stjórnar BlL frá 18. febrúar og itrekar stuðn- ing sinn við FK. Væntir fundur- inn þess, að RUV gangi þegai- til samninga við FK án þess að til frekari aðgerða þurfi að koma af hálfu BlL og aðildarfélaga þess, * 9 ff b a> * A * » * » tt * « m * ét m & Tt 8 * « w .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.