Morgunblaðið - 04.03.1976, Page 32
M (ÍLYSIN'ÍÍASIMINN KR:
22480
Jfi*r0>inbl«íiiíi
lOíp^íittiMít^ííb
AK.LYSINí;asíminn ERi
22480
Jtlorfltmbtoíiiö
FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1976
Inflúensan stingur
sér niður hérlendis
INFLtlENSA sú sem herjar á fbúa nágrannalanda okkar hefur verið
að stinga sér niður hér á landi, að því er Olafur Olafsson landlæknir
tjáði Morgunblaðinu í gær. Flensan lýsir sér f háum hita, oft á tfðum
slæmum hósta og kvefi.
Ölafur sagði, að þessi pest væri
af A-stofni, eins og áður hefði kom-
ið fram, en ekkert hóluefni hefði
enn sem komið væri fundist, er
veitti verulega vernd fyrir henni.
Ólafur sagði hins vegar, að inflú-
ensa þessi færi fremur létt yfir
erlendis, en þess yrði vart að gam-
alt fólk, einkum ef þaö ætti við
sjúkdóma að stríða, þyldi illa hinn
háa hita sem ílensunni væri sam-
fara, og hefðu nokkur dauösföll
orðið af þeim sökum.
Landlæknir sagði ennfremur, að
hérlendis hefðu til þessa verið
bólusett um 8—9 þúsund manns
með bóluefni sem til væri gegn
inflúensu af þessum sama stofni í
von um að það kæmi að einhverju
gagni. Væri þetta hlutfallslega
mun viðtækari bólusetning en
annars staðar gerist. Hafa einkum
sjúklingar og gamalt fólk verið
bólusett.
Ólafur Ólafsson taldi ekki
ástæður til að ætla annað er inflú-
ensan gengi hér fremur hratt yfir,
líkt og i nágrannalöndunum.
Gjaldþrot Air Viking:
Um 7 millj. kr. kraía
frá flugliði félagsins
ENGAR kröfur höfðu f gær bætzt
við í þrotabú Air Viking að öðru
leyti en þvf að
fram krafa frá
flugvélvirkjum
ógreidds orlofs
febrúarmánuð,
Lnsteinn Beck,
í fyrradag kom
flugáhöfnum og
félagsins vegna
og launa fyrir
að þvf er
fulltrúi borgar-
fógeta, tjáði Morgunblaðinu í
gær. Auk þess teldu þessir aðilar
sig eiga inni greiðslur vegna dag-
peninga erlendis og fyrir auka-
vinnu ýmiss konar, sem eftir væri
að yfirfara, en samtals næmu
þessar kröfur um 7 milljónum
króna. Hins vegar kvað
Unnsteinn enga kröfu hafa bor-
izt frá Samvinnubankanum, en f
einu blaðanna f gær cr því haldið
fram að vænta megi um 100
milljóna króna kröfu frá bankan-
um f bú Air Viking.
Morgunblaðið sneri sér af þessu
tilefni til Kristleifs Jónssonar,
bankastjóra Samvinnubankans,
og staðfesti hann að Samvinnu-
bankinn hefði enn sem komíð
væri ekki gert neinar kröfur í
búið. Hann minnti á, að skipti
bankans við Air Viking hefði
fyrst og fremst verið í formi
ábyrgðar, sem enn væri ekki
failin í gjalddaga, og ekki tíma-
bært á þessu stigi að bankinn
gerði kröfu í búið. Hins vegar
sagði Kristleifur að vafalaust
kæmi að því að bankinn legði
fram kröfu í búið, en um hana
gæti hann aðeins sagt það, að hún
yrði töluvert lægri en tala sú sem
nefnd var í fyrrgreindri blaða-
frétt.
Morgunblaðið spurði Unnstein
Beck hvort hann teldi að langan
tíma myndi taka að gera upp bú
Air Viking. Hann kvaðst ekki
búast við því, þar eð hann gerði
ráð fyrir því að ekki væri um
mjög marga kröfuhafa að ræða og
Framhald á bls. 31.
Ljósm. Mbl. RAX og Guðfinnur
A myndunum má sjá hvernig umhorfs var á þeim stað, sem brakið fannst f gær, og hvað
björgunarsveitarmenn S.V.F.I. fundu f fjörunni f Sandvfk. Guðmundur Þorsteinsson formaður
Þorbjarnar f Grindavfk heldur á árum úr öðrum gúmbát Hafrúnar, og einnig á matarpakka og tveimur
álpokum. Geir Guðmundsson. og Þorsteinn Guðmundsson með lóðabelg og tægjur úr gúmbátnum.
Stíufjalir og hluti gúm-
báts Hafrúnar fundið
Leitinni að mönnunum sjö haldið áfram
FJÖRUTlU skip, þrjár flugvélar og um 70 menn úr björgunarsveitum
Slysavarnafélags tslands leituðu vélbátsins Hafrúnar AR-28 f gær, en
án árangurs, A bátnum eru átta manns. Menn úr björgunarsveit
S.V.F.l. Þorbirni f Grindavfk og Björg frá Eyrarbakka fundu rekna
hluti úr bátnum undan Háleyjarbungu f Sandvfk, rétt austan við
Reykjanes eftir hádegi í gær. Eins og Morgunblaðið skýrði frá f gær,
fannst Ifk á reki f fyrradag skammt undan Önglanefsbrjóti sem er
vestan við Reykjanestána. Kom f Ijós að það var matsveinn Hafrúnar,
Ingibjörg Guðlaugsdóttur frá Reykjavfk. Ingibjörg var 41 árs og lætur
eftir sig átta börn á aldrinum frá þriggja ára til tvftugs.
komust ekki út til leitar, þar sem
ófært var út úr höfnunum.
Brak finnst
Menn úr björgunarsveitinni
Þorbirni í Grindavík og Björgu á
Eyrarbakka gengu þegar í gær-
Þó lítil von sé til þess að Hafrún
sé enn ofansjávar, þá verður leit
haldið áfram í dag, og áttu björg-
unarsveitir að ganga fjörur við
birtingu í morgun. Mögulegt er
talið aó skipverjar hafi komist um
borð í annan gúmbjörgunarbát
Hafrúnar en mjög vont leitar-
veður var fyrir skip og flugvélar
austan við Reykjanes í gær og fá
skip á ferli. Bátar sem lágu í
Grindavík og Þorlákshöfn
Húsnæðismálastjórnarlán
hækka um 600 þúsund kr.
J'ara úr 1.7 milli. í 2,3 millj. kr.
HAMARKSUPPHÆtí níínæ^'smálastjórnarlána hefur verið hækkuu
úr 1.7 milljónum króna f 2.3 min'jínir króna eða um 600 búsund
krónur. Kemur fram f fréttatilkynningu frá feiabSn,úiaróðuneytinu að
þetta hafi verið ákveðið af Gunnari Thoroddsen félagsma.'arúóherra, f
samræmi við tillögur húsnæðismálastjórnar.
í samtali við Morgunblaðið f gær
sagði Gunnar Helgason, forstöðu-
maði r Ráðningaskrifstofu Reykja-
víkurborgar, sem sæti á i hús-
næðismálastjórn, að ákveðnar
reglur væru um hámarksupphæð
húsnæðismálastjórnarlána og við
ákvörðun um hækkun lánanna
væru lagðir til grundvallar út-
reikningar á hækkun byggingar-
visitölu á ákveðnu tímabili.
Gunnar sagði ennfremur, að hin
hækkaða lánsfjárupphæð kæmi nú
þeim tií góða er sæktu um hús-
næðismálastjórnarlán á þessu ári
og gerðu fokhelt á árinu. Gunnar
I kvað ofangreinda lánsfjárupphæð
eingöngu véfoS útMutað vegna ný-
bygginga.
Hins vegar sagði hann að hús-
næðismálastjórn veitti einnig lán
vegna eldra íbúðarhúsnæðis og
var upphafi að því stefnt að upp-
hæð þeirra ]ána væri helmingur
lánsfjárhæðarinnár vegna nýbygg-
inga. Gunnar sagði, að niií.næðis'
málastjórn hefði aftur á móti ekki'
haft néma um 160 milljónir króna
Framhald á bls. 31.
Sjómenn á
Snæfellsnesi
felldu og
frestuðu
SJÖMENN A Snæfellsnesi
felldu sjómannasamningana í
atkvæðagreiðslu með 68
atkvæðum gegn 56. Hins vegar
var verkfalli frestað þar sem
annars staðar, þar sem
sjómannasamningarnir hafa
verið felldir.
Jón Sigurðsson, formaður
Sjómannasambands lslands
sagði í gær að nauðsynlegt
nivndi verða að hefja viðræður
að nýju. Hins vegar kvað hann
um að ræða gjörbreytta samn-
inga frá því sem verið hefði og
meiiii Skildu almennt ekki, að
við hækkun, sem krafizi er
skuli skiptaprósenta lækka.
Jón sagðist vera búinn að fá
loforð fyrir því hjá útvarpi, að
Jón Sigurösson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, útskýrði
kerfisbreytinguna og kvað
hann jafnvel koma til greina
Framhald á bls. 31.
morgun á fjörur, austan og vestan
við Grindavík. Síðustu mennirnir
komu aftur til Grindavikur um kl.
17, en þeir höfðu þá fundið reka á
fjörum. Morgunblaóið náði tali af
Guðmundi Þorsteinssyni, for-
manni björgunarsveitarinnar í
Grindavik, er hann kom þangað.
Hann sagði í fyrstu að þeir hefðu
ails farið 27 til leitar frá Grinda-
vík. Ekkert hefði fundist fyrr en
komið var i fjöruna framan við
Háleyjarbungu. „Á 1. kílómetra
kafla í Krossvík, fundum við lóða-
belgi álpoka (varmapoka) matar-
pakka, tvær árar eitt neyðarblys
og toppinn af öðrum gúmbátnum
Toppurinn var allur mjög tættur
en í honum hékk hluti af líflín-
unni og stiginn sem hangir niður
úr bátnum, til þess aó auðveldara
sé að komast um borð. Einnig
fannst í fjörunni brak af lífbáts-
kassa." sagði Guðmundur.
Þá sagði hann, að þeir hefðu
fundið fjalauppstillingu af dekki
bátsins. „En það er ekkert, sem
bendir til þess að neinn maður
hafi komizt nálægt þessum stað,
þar sem enginn fatnaður fannst
eða annað sem gæti bent til þess
að menn hafi verið í gúmbátn-
um."
Slæmt veróur
um nóttina
Síðast er vitað til ferða Haf-
rúnar um kl. 01.15 aðfararnótt
þriðjudags, er báturinn fór tii
loðnuveiða frá Þorlákshöfn. Tók
báturinn þá stefnuna vestur með
landi í átt að loðnumiðunum
undan Reykjanesi. t fyrstu var
gott sjóveður en er leið á nóttina
Framhald á bls. 31.