Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 17

Morgunblaðið - 11.03.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 17 Hamlet Hamlet handa öllum ÞÓTT verk Williams Shakespeare séu í hávegum höfð meðal brezkrar menntamannastéttar og bekkir brezkra þjóðleikhússins séu þéttsetnir flest sýningar- kvöld — með erlenda feróamenn í miklum meirihluta, er til leikhúsfólk þar í landi sem þykir meistarinn verðskulda svolítið breiðari áhorfendahóp. Það hefur ekki látið sitja við orðin tóm, heldur hafa nokkrir leikhópar verið aó leita annarra leiöa til að gæða verk hans nýju lífi á þessari öld nýsifjölmiðlunar (audio- visual), svo að allir — háir sem lágir — fái notið þeirra. Nú hefur ofurlítill angi af þessari viðieitni borizt hingað til lands, þar sem er sýning enskudeildar Háskólans á Hamlet í Félagsheimili Seltjarnarness. Hamlet-sýning þessi er fyrst tilfinninga áhorfenda en Ofella og fremst framtak áhugafólks — nemenda og kennaraliðs við enskudeildina — sem nýtur þó um leið góðs liðstyrks atvinnu- manna. Þannig fer Ragnheiður Steindórsdóttir með hlutverk Öfelíu, en hún er tiltölulega nýkomin heim frá leiklistar- námi í Englandi og starfar nú hjá Leikfélagi Reykjavikur; og leikstjórarnir Inga Bjarnason og Nigel Watson hafa bæði starfað við leikhópa i Bretlandi af því tagi, sem lýst var hér að ofan, Nigel reyndar um 14 ára skeið en hann hefur nú snúið sér að kennslu við enskudeild- ina. „Útgáfa sú af Hamlet sem við sýnum,“ sögðu þau Nigel og Inga okkur, „er í leikgerð Charles Marowitz frá árinu 1964. Hún hefur verið leikin í um 26 þjóðlöndum, og tekur um 70 minútur í sýningu eða tals- vert styttri en upprunaleg gerð verksins, sem er um 4 klukku- stundir að sýningarlengd. Byggist reyndar sýningin á þvi að haldið sé uppi mjög miklum hraða í henni, lengstu orð- ræðurnar hafa að mestu verið felldar burt, samtölin skorin niður og heilu orðaskiptin hafa jafnvel verið fengnar öðrum persónum en í upphaflega verkinu. Þá eru sumar setningarnar teknar og endur- teknar margsinnis í gegnum allt verkið. Öll þessi uppstokk- un hefur i för með sér að sögu- hetjurnar í þessari leikgerð eru ekki nema um tíu en eru í kringum 20 í upphaflegu gerð- inni." Nigel benti á að Hamlet væri það leikrit Shakespeares sem mest hefði verið leikið, það leikrit hans sem flestir hefðu séð og þegar nafn Shakespeares væri nefnt kæmi flestum ósjálfrátt Hamlet i hug. „Marowitz þótti þvi sem Hamlet gæti goidið þess hversu þekkt leikritið væri orðið, það væri likt og gömul lagiína sem allir þekktu orðið svo vel, að menn væru hættir að hlusta á það,“ sögðu þau ennfremur. „Hann valdi þvi þá leiðina að taka úr því ákveðna hluta og breyta uppbyggingu þess að vissu marki og sjá síðan hvernig meginkjarni verksins skilaði sér með þessu móti. Með þessa leikgerð að bakhjarli höfum við siðan lagt höfuðáherzlu á hinn sjónræna þátt leiksins og reyn- um þannig að höfða fremur til skilnings eftir orðanna hljóðan, svo að við teljum að allir eigi að geta notið leiksins, þótt fólk skilji ekki orðaskiptin sem fram fara á sviðinu. Við styðj- umst algjörlega við þessa leik- gerð Marowitz nema hvað við höfum bætt inn tveimur söngv- um og lok leikritsins eru okkar eigin,“ sögðu þau Inga og Nigel ennfremur. Við uppsetningu þessarar Hamletsýningar hafa bæði Inga og Nigel haft að leiðarljósi reynslu sína af leiksviði í Bret- Vofa Rætt við Nigel Watson og Ingu Bjarnason sem leikstýra nýstárlegri Shakespeare- sýningu á vegum enskudeildar Háskólans Hamiet á herðum Gullínstjarna og Rlsenkrans landi, en þar starfaði Nigel eins og áður segir um áfabil við til- raunaleikhús sem fékkst við að setja upp ýmis klassísk verk með nokkuð öðrum hætti en við eigum að venjast af hefð- bundnu leikhúsi — svonefnt „physical theatre“þar sem leik- tæknin byggist á stórskornum eða ýktum athöfnum eða í þá veru sem við sjáum iðulega í kvikmyndum Eisensteins til dæmis,“ segir Inga En er þá ekki jafnvel enn erfiðara að ná fram leik af þessu tagi hjá áhugafólki en ef um hefðbundna sýningu væri að ræða? „Bæði erfiðara og auðveldara að sumu leyti," svara þau. „Við verðum að gæta að því að fæstir atvinnuleikarar eru vanir þessum stilleik sem við beitum, og því hætt við að einhver fyrirstaða yrði hjá þeim, ef þeir þyrftu skyndilega að fara að leika svona. Ahuga- fólk er aftur á móti opnara fyrir stilleiknum en um leið verður að leggja mun meiri rækt við framsögn þess, stöður og hreyfingar á sviðinu, segja þau og Nigel bætir við: „Við höfum unnið mikið til að koma þessari sýningu upp og lagt mikið á okkur. Eg er ánægður með árangurinn og hlýt að meta það hversu þessu — í flestum tilfellum óreynda — fólki tókst að stigmagna leik sinn á þann hátt, sem ég vildi fá fram." I samtalinu við þau Ingu og Nigel kemur ýmislegt það fram um viðhorf þeirra til leikhúss er svipar til kenninga Peter Brooks og þegar að er spurt kemur í ljós að hugmyndir þeirra eru ekki ósvipaðar leik- speki Brooks og þá ekki síður Grotowskys. Reyndar segir Nigel að Marowitz hafi einmitt upphaflega samið leikritsgerð sína fyrir Brook og Theatre of Cruelty. „I Bretlandi sýnir reynslan að það er fyrst og fremst menntafólk sem sækir Shakespeare-sýningar," segja þau, „og eins má nefna að í kringum 75% leikhúsgesta brezka þjóðleikhússins eru ferðamenn. Sýningarnar eiga allt sitt undir frægð verksins en ekki því sem í verkinu er fólgið. Fleira kemur til, við lifum á tímum þegar kvikmyndir og sjónvarp eru að verða alls ráð- andi og eru smám saman að drepa hið hefðbundna leikhús af sér. Okkar leikhús er í því fólgið að koma þessum leikrit- um áleiðis til áhorfenda, þvi að það er bjargviss trú okkar að leikhúsið verði að finna sér sinn eigin og algerlega sjálf- stæða farveg til að ná beint til fólks — alls fólksins en ekki einhvers tiltekins hluta þess. I þeim anda höfum við leitast við að hafa þessa sýningu — hún er fyrst og fremst sjónræn, þar sem alitaf er eitthvað um að vera á sviðinu og áhorfandinn má hafa sig allan við að fylgjast með. Og þótt fólk skilji ekki málið sem talað er á sviðinu, á það ekki að skipta neinu höfuð- máli." Þau Nigel og Inga hafa ekki hugsað sér að láta staðar numið með þessa sýningu á Hamlet. Þau eru með áform um að setja upp tvær sjálfstæðar sýningar — á Fröken Júliu Strindbergs með vorinu og í september ætla þau sýna að Kaspar eftir Peter Handke, einhvern hnýsilegasta rithöfund yngstu skáldakyn- slóðarinnar í V-Þýzkalandi. Leikritið er sótt í sama sann- sögulega atburðinn "ög v-þýzki kvikmyndagerðarmaðurinn W. Herzog byggði á margrómaða kvikmynd með sama heiti. Þau munu í báðum tilfellum njóta liðstyrks atvinnuleikara, og til að mynda standa vonir til að Björg Arnadóttir muni leika með þeim i Fröken Júlíu, en hún hefur undanfarin ár starf- að við tilraunaleikhúsið Trapple Action, þar sem Inga og Nigel voru einnig. Hafa þau mestan hug á Norræna húsinu sem sýningarstað, þar eða þau segja svið leikhúsanna tveggja i Reykjavík vera of stór og ekki henta fyrir sýningar af þessu tagi. En nú er það sem sagt Hamlet sem er á dagskrá. Á þvi verki eru áformaðar fjórar sýningar — i kvöld kl. 9, annað kvöld á sama tíma og á sunnu- dag kl. 5 og aftur kl. 9. Miða á þessa sýningu er hægt að fá í Bóksölu stúdenta eða við inn- ganginn. Tvær sýningar eru þegar að baki, og þau Inga og Nigel eru bærilega ánægð með undirtektirnar hingað til. „I leikskránni höfum við eina auða síðu, þar sem við biðjum áhorfendur að segja okkur álit sitt á sýningunni að henni lok- inni," segir Inga, og Nigel bætir við: „Við höfum fengið gott lof fyrir og áhugaverðar umsagnir. Enginn hefur að minnsta kosti sagt að sér hafi þótt leiðinlegt og það er hið eina sem leikhús má aldrei vera." —BVS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.