Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.03.1976, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 Guðrún Sigurþórsdóttir svtfur hítt yfir varnarvegg FH og skorar laglegt mark. — ÞETTA er ekki búið, en því er ekki að neita að erfiður þröskuldur var yfirstiginn að þessu sinni, sagði Guðjón Jónsson, þjálfari Framliðsins að loknum leik þess og Vals ■ 1. deildar keppni íslandsmótsins í handknatt- leik í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld, en í þeim leik vann Fram stærri sigur en nokkurn Segja má að íslandsmeistaratitillinn sé nú innan seilingar hjá Framliðinu Það á eftir að leika við KR, og leiki Framstúlkurnar jafngóðan leik þá og þær gerðu á móti Val í fyrrakvöld þarf tæpast að spyrja að leikslokum. — En það er enginn leikur búinn fyrr en hann er flautaður af, og við litum ekki á KR sem léttan andstæðing, sagði Guðjón Jónsson, sem hefur náð mjög góðum árangri með Framliðið í vetur. Þegar Guðjón var að því spurður hvað hefði skapað þennan stórsigur Fram, sagði hann að það hefði öðru fremur verið ágæt vörn liðsins — Þær geta þetta stelpurnar, þegar þær vilja það við hafa, sagði hann, — þá hafði það mikið að segja að Arnþrúður Karls- dóttir kom nú aftur inn í liðið og var ógnandi og virk í leiknum Þórarinn Eyþórsson þjálfari Valsliðs- ins kvað erfitt að gefa skýringu á útkomu Vals í leiknum — Þær léku vel í stundarfjórðung og síðan ekki söguna meir, sagði hann, — en fram hjá því má heldur ekki líta, að Framlið- ið lék þarna algjöran toppleik og spil- aði allan leikinn mjög skynsamlega KR marði Víking 9:8 Undir þessi orð Þórarins er óhætt að taka Framstúlkurnar léku leik þennan mjög yfirvegað og vel, gáfu sér tima til þess að bíða eftir tækifærum, teygðu mjög vel á Valsvörninni út ? hornin, og komu síðan með ágætar „keyrslur" inn á miðjuna, sem komu Valsiiðinu æ ofan í æ á óvart, þannig að hún opnaðist illa hafði órað fyrir, eða 13—5, eftir að staðan hafði verið 4—3 ! hálfleik. Er sennilega langt síðan að kvennalið Vals í handknattleik hefur fengið svo slæma útreið ! leik við hérlent lið, en sem kunnugt er hafa Vals- stúlkurnar verið atkvæðamestar ! þessari íþróttagrein í meira en áratug. og þar af þrjú úr vítaköstum segir bezt söguna um vörn Framliðsins i leiknum Beztu leikmenn Fram i þessum leik voru, auk Kolbrúnar Jóhannsdóttur, þær Jóhanna Halldórsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir og Helga Magnúsdóttir Sem fyrr segir hleypti endurkoma Arn- þrúðar Karlsdóttur einnig miklu lifi í Framliðið Vert er sérstaklega að fjalla um frammistöðu Guðríðar Guðjóns- dóttur, en þessi unga stúlka skoraði mörk á mjög þýðingarmiklum augna- blikum i leiknum og stóð sig að auki með miklum ágætum i vörninni EF.TIR að hafa horft á leik Ármanns og FH og Fram og Vals I 1. deildar keppni íslandsmótsins f handknatt- leik í Laugardalshöllinni I fyrrakvöid var sem stigið væri mörg skref aftur á bak er kom að síðasta leik kvölds- ins sem var milli KR og Víkings. Sá leikur var heldur slakur af hálfu beggja liðanna, en úrslitin urðu þau að KR stúlkurnar sigruðu með 9 mörkum gegn 8, eftir að staðan hafði verið 5—2 þeim I vil í hálfleik. Þótt þessi leikur væri mikill eftir- bátur hinna tveggja brá ýmsu fyrir í honum sem hróss og umsagnar er vert Lið þessi eru ekki áþekk þótt styrkleikamunur þeirra sé ekki rmkill KR-liðið byggir að mestu upp á sterk- um einstaklingum Hjördisi, Hansinu og Önnu Lind, en Vikingsliðið er hins vegar mjög jafnt og má segja að þar skeri sig engin ein stúlka úr Á sama hátt og segja má að það sé galli KR-liðsins hversu mjög það byggir á einstaklingsframtakinu, þá sé það einnig galli Víkingsliðsins að hafa ekki innan sinna vébanda stúlkur sem geta tekið af skarið þegar það á við Beztan leik ? KR-liðinu í fyrrakvöld áttu þær Hjördís Sigurjónsdóttir og Anna Lind Sigurðsson, en Hansína var einnig vel virk í spilinu og var ógnandi Framhald á bls. 18 En eins og Guðjón Jónsson sagði, þá var vörnin aðall Framliðsins í leikn- um, en hún var frábærlega vel útfærð og spiluð — svo vel að langt er síðan maður hefur séð slikt til íslenzks kvennaliðs, ef þá nokkurn timann Sig- rún Guðmundsdóttir var tekin úr um- ferð í leiknum, svo vel að hún náði varla að hreyfa sig, og Framstúlkurnar voru stöðugt á ferðinni og gáfu Vals- stúlkunum aldrei minnsta tækifæri til athafna Markvarzla liðsins hjá Kol- brúnu Jóhannsdóttur var einnig með miklum ágætum Það að Valsstúlkurn- ar skyldu ekki skora nema fimm mörk Valsliðið lét mótlætið í leiknum fara ? taugarnar á sér og náði ekki að sýna sitt bezta Um of var reynt að ná Sigrúnu Guðmundsdóttur lausri, og virtust Valsstúlkurnar tæpast trúa því að mörk yrðu skoruð án þess að hún gerði það Beztan leik í Valsliðinu áttu þær Björg Guðmundsdóttir og Elín Kristinsdóttir Mörk Fram skoruðu: Guðríður Guð- jónsdóttir 5, Arnþrúður Karlsdóttir 3, Guðrún Sverrisdóttir 2, Jóhanna Hauksdóttir 2 og Helga Magnúsdóttir 1. Mörk Vals Björg Guðmundsdóttir 3 (2v), Ragnheiður Blöndal 1 og Sigrún Guðmundsdóttir 1(1v). Dómarar voru Óli Olsen og Kristján Örn Ingibergsson og dæmdu þeir ágætlega Armannsstóknrnar gerðn út nm leikinn í upptiafi ÁRMANNSSTÚLKURNAR sigruðu FH stúlkurnar með 15 mörkum gegn 10 i leik liðanna i 1. deildar keppni íslandsmótsins í handknattleik sem fram fór í Laugardalshöllinni f fyrrakvöld. Með þessum sigri ná Ármannsstúlkurnar sennilega i það minnsta silfurverðlaunum i mótinu þar sem teljast verður mjög líklegt að þær sigri Viking i siðasta leik sinum. Ármannsstúlkurnar eru vel komnar að þeim verðlaunum þar sem þær hafa nú ágætu liði að skipa og hafa framfarir þess verið umtalsverðar nú að undanförnu. Leikurmn í fyrrakvöld mótaðist mjög um sérflokki islenzkra handknattleiks- af þv? að á fyrstu 20 mínútum hans náði Ármann 6 marka forystu Var staðan eftir þessar mínútur 6 — 0 fyrir Ármann og hafði liðið leikið ágætan handknattleik Þegar svo loks FH- stúlkurnar náðu að skora sitt fyrsta mark úr vítakasti jafnaðist leikurinn, en forysta Ármanns var þegar orðin það mikil að henni varð ekki ógnað Þá jafnaðist leikurmn einmg verulega við það að FH-stúlkurnar hættu að taka bæði Guðrúnu Sigurþórsdóttur og Erlu Sverrisdóttur úr umferð en þær höfðu notað tækifærið meðan á því gekk til þess að teygja vel á FH-vörninni og skapa þannig stöllum sinum meiri möguleika til þess að brjótast í gegn á miðjunni Naut Þórunn Hafstein sín vel á meðan á þessu gekk og skoraði þrjú mörk i röð á skömmum tíma í fyrrihálf- leiknum Vörn Ármanns og markvarzla Magneu Magnúsdóttur í þessum leik var einnig mikils hróss verð Beztan leik í Ármannsliðinu áttu Erla Sverrisdóttir, sem virðist vera í nokkr- kvenna um þessar mundir með að skjóta á markið, Magnea Magnúsdóttir markvörður og Auður Rafnsdóttir sem barðist mjög vel í vörninni og var emnig virk og dugleg í sóknarleiknum Þá átti Þórunn Hafstein einnig ágætan leik, sérstaklega þegar Guðrún og Erla voru eltar í FH-liðinu var Sylvía Hallsteinsdóttir sú sem sýndi mest af sér i leiknum, en það sem öðru fremur varð FH að falli ? leiknum var skortur á yfirVegun í sókn- arleiknum Gyða Úlfarsdóttir mark- vörður varði allvel og einnig stóð Kristjana Aradóttir vel fyrir sínu Mörk Ármanns: Erla Sverrisdóttir 8 (3v), Þórunn Hafstein 3, Guðrún Sig- urþórsdóttir 2, Anna Gunnarsdóttir 1, Auður Rafnsdóttir 1 Mörk FH: Sylvía Hallsteindóttir 3 (1v), Svanhvít Magnúsdóttir 2 (1v), Kristjana Aradóttir 2, Sigrún Sigurðar- dóttir 2, Katrin Danivalsdóttir 1 Leikurinn var vel dæmdur af Geir Thorsteinssyni og Hauki Hallssyni möguleikarnir eru miklir — sagði Guðjón Jónsson, þjálfari Framstúlknanna johanna Halldórsdóttir hefur brotizt framhjá Björgu GuSmundsdóttur og Inga á ekki möguleika á að verja. (Ljósm. RAX). Þetta er ekki búið en Leikur með dönsku liði HÖRÐUR Jón Árnason sem aö undanförnu hef- ur leikið með ÍR-liðinu í handknattleik dvelur í vetur við nám í íþrótta- skóla í Danmörku. Hefur hann nýlega byrjað að leika meó 2. deildar lið- inu Vidar og hefur vakið mikla athygli meó frammistöðu sinni. í þeim tveimur leikjum sem Höröur Jón hefur leikið með liðinu hefur hann skorað samtals 15 mörk og fengið mikiö hrós fyrir frammistöðu sína. BJÖRN Jónsson heitir 14 ára gamall Borgnesingur sem leik- ur með 4. fl. liði LMFS. Björn sem hyrjaði í körfubolta 10 ára gamall er einn þeirra fjöl- mörgu efnilegu Borgnesinga sem vakið hafa athvgli í vngri flokksliðum UMFS f vetur, og framtíð félagsins með allan þennan efnivið er vissulega björt. „Okkur hefur gengið illa í Islandsmótinu f vetur“ sagði Björn. „Það hefur háð okkur talsvert að við höfum ekki haft neinn þjálfara með okkur i leikina nema einstaka sinnum og eins hafa verið forföll í lið- inu. Og ekki hvað síst mætti kenna æfingaaðstöðunni um en hún er afar léleg. Svo þegar við komum í þessa stóru sali sem keppt er í þá kunnum við ekki almennilega á hlutina". Við inntum Björn eftir því hvort mikill áhugi væri á körfubolta í Borgarnesi. Tœir efntiegir úr 4. fi Björn „Já það er óhætt að segja að hann sé gevsimikill. A veturna er körfuboltinn langvinsælasta íþróttin og það eru flestir sem revna að vera með“. Og að þeim orðum Björns loknum þökkum við honurn fvrir spjallið og óskum honum og félögum hans velfarnaðar á körfuboltavellinum. 4. fl. IR hefur staðið sig vel f mótum vetrarins, þeir unnu Rvk.-mótið og hafa staðið sig vel í Islandsmótinu. Þar eru margir efnilegir piltar, en varla mun á neinn hallað þótt sagt sé að Guðjón Þorsteinsson sé þar fremstur í flokki, enda taiinn mesta efni félagsins f yngri flokkum í dag. „Ég bvrjaði í Minni-bolta í Guðjón Val þegar ég var 10 ára og var þar f tvö ár. Síðan hætti ég alveg í eitt ár en gekk sfðan í IR f haust.“ Hvað með æfingaaðstöðu? „Við höfum 3 æfingar á viku og þar af eru tvær í Langholts- skóla. Það er varla nógu gott að æfa þar, salurinn er Iftill og þröng á þingi þegar upp undir 20 mæta á æfingar. Æfinga- sókn hefur verið mjög góð eða nærri 100%. Æfingarnar eru fjölbrcvttar og skemmtilegar sem leiðir til þess að maður fær ekki leiða á þessu". Þegar hér var komið sögu slepptum við Guðjóni, enda var hann að fara í úrslitaleik í sfn- um riðli gegn Fram. Liðin sem leika til úrslita í 4. fl. um næstu helgi eru Tinda- stóll sem sigraði í 4. fl. í fyrra, Haukar frá Hafnarfirði og annað hvort IR eða Fram úr Suðurlandsriðlinum. gk —.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.