Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
3
Hæstiréttur:
Niðurstaða
ekki fyrr en
eftir helgi
AÐ SÖGN Björns Helgasonar
hæstaréttarritara er ekki að
vænta fvrr en eftir helgi niður-
stöðu Hæstaréttar á kæru
mannanna þriggja á gæzlu-
varðhaldsúrskurði vegna Geir-
finnsmálsins. Sakadómur
Revkjavíkur hefur fvrir
nokkrum dögum lagt fram
gögn í málinu. Sömuleiðis
hefur lögmaður eins af mönn-
unum lagt fram sfna greinap
gerð en greinargerðir frá Lög-
mönnum hinna tveggja eru
ókomnar. Getur rétturinn ekki
tekið ákvörðun í málinu fvrr
en þær liggja fvrir.
Stýrinu stolið og
því komst bátur-
inn ekki áveiðar
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
í Hafnarfirði var í gær kvödd í
bátinn Blika, þar scm hann lá í
Hafnarfjarðarhöfn. Ástæðan
var sú, að þegar átti að leggja
af stað á veiðar, uppgötvaðist
að búið var að stela stýrishjóli
bátsins, svo ekkert varð áf
veiðiferðinni í það skiptið.
Bliki hefur að undanförnu
legið i slipp hjá Dröfn. Stýris-
hjól þessi eru bæði dýr og
vandfengin, kosta 70—80 þús-
und krónur. Eru það tilmæli
lögreglunnar, að þeir sem telja
sig geta veitt upplýsingar um
þennan þjófnað hafi samband
við sig.
Kartöflulausir
sýni þolinmæði
EINS og fram kom í baksíðu-
frétt í gær er landið nú nær
kartöflulaust. Er helsta
ástæðan sú, að dráttur hefur
orðið á afgreiðslu kartaflna í
Póllandi vegna mikilla frosta
þar í landi. I Póllandi er
bannað að flvtja kartöflur í
skip ef frost er undir 0°C'
vegna hættu á frostskemmd-
um. Er því ekki nokkur leið að
koma kartöflunum á lslands-
skip, því frostið er nú daglega
10—12 stig. Morgunblaðinu
barst í gær fréttabréf frá
Upplvsingaþjónustu land-
búnaðarins um mál þetta.
Segir þar að kartöflur þessar
geti í fvrsta lagi verið komnar
til landsins um næstu mánaða-
mót. Síðan kemur eftirfarandi
ráðlegging til nevtenda:
„Fram að þeim tíma verða
nevtendur sem lítið eða ekkert
eiga af kartöflum að sýna
þolinmæði."
W
Frestun á Alfs-
nesuppboðinu
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um uppboð á jörðinni
Álfsnesi, eign Sigurbjörns
Eiríkssonar veitingamanns, en
eins og kom fram í fréttum á
dögunum, var uppboðinu þá
frestað. Einar Ingimundarson
sýslumaður í Kjósarsýslu sagði
við Mbl. að beiðni hefði borizt
frá lögmanni Sigurbjarnar um
mun lengri greiðslufrest en
getið er um í uppboðsskilmál-
um. Sagði Einar að hann þyrfti
að kveða upp úrskurð um
beiðnina áður en haegt væri að
ákveða og auglýsa uppboðið.
Stórtíðindi ef gott veð-
ur er á loðnumiðunum
,JÞAÐ fer að teljast til stórtíðinda
ef gott verður er á loðnumiðum.
Það eru margir veiðidagarnir
búir að fara forgörðum núna upp
á siðkastið vegna veðurs og að
líkindum fer að stvttast í loðnu-
vertíðinni," sagði Andrés Finn-
bogason, starfsmaður Loðnulönd-
unarnefndar, í samtali við
Morgunblaðið i gær.
Þrátt fyrir að óveður hafi eyði-
lagt veiðimöguleika loðnuskip-
anna að mestu s.l. viku, fengu þau
góðan afla aðfararnótt
fimmtudags og á fimmtudag. A
tveimur sólarhringum tilkynntu
50 skip um 15.235 lesta afla og
sum skipin fengu tvisvar sinnum
veiði. Skipin voru einkum á
veiðum um 27 milur suður af
Hellnanesi.
Að sögn Hjálmars Vilhjálms-
sonar fiskifræðings hefur Arni
Friðriksson leitað loðnu á
svæðinu frá Alviðruhömrum að
Þorlákshöfn. A þessu svæði var
loðnu mjög víöa að finna en hún
virtist öll vera búin að hrygna.
Rétt austan við Þjórsárósa
fundum við nokkrar torfur, en
allar af minni gerðinni, en það er
ekki mjög langt siðan þessi loðna
hefur hrygnt. Eitthvað af henni
er reyndar farið að drepast, en
ekki mikið sagði Hjálmar.
Eftirtalin skip hafatilkynnt um
afla til Loðnunefndar s.l. tvo
daga: Huginn 400. Helga 270,
Harpa 250, Jón Finnsson 440, Eld-
borg 480, Hringur 100, Magnús
150, Arni Sigurður 310, Rauðsey
50, Keflvíkingur 180, Helga 2.
200, Flosi 280, Alftafell 240,
Arnarnes 180, Isleifur 260, Hrafn
Sveinbjarnarson 260, Faxi 200,
Gullberg 380, Reykjaborg 470,
Kristbjörg 240, Asgeir 350, Hrafn
380, Víðir 220, Fífill 530, Oskar
Magnússon 500, Sigurður 700, Sæ-
björg 280, Bjarni Olafsson 470,
Hilmir 400. Vonin 50, Arsæll Sig-
urðsson 60, Náttfari 100,
Hrafn Sveinbjarnarson 150,
Þórður Jónasson 380, Skógey 230,
Asberg 340, Helga 270, Loftur
Baldvinsson 470, Gísli Arni 470,
Vonin 160, Hringur 140, Sveinn
Sveinbjörnsson 190, Arni Sig-
urður 250, Keflvíkingur 160,
Grindvíkingur 400, Örn 160, Ar-
sæll 100, Harpa 150, Fiosi 110,
Lárus Sveinsson 160, Skírnir 210,
Börkur 70, Dagfari 160, Pétur
Jonsson, Snæfugl 70, Oskar
Halldórsson 100, Svanur 70, Eld-
borg200, Sæberg 15, Gullberg 130
og Rauðsey 50 lestir.
Utanríkismálanefnd:
Stuðningur
við fiskveiði-
viðræður
Utanrikismálanefnd Alþingis
hélt fund í gær þar sem m.a.
voru ræddar samningavið-
ræður um fiskveiðiheimild til
handa Færeyingum og Norð-
mönnum innan 200 mílna
landhelginnar.
Þórarinn Þórarinsson for-
maður utanríkismálanefndar
tjáði Morgunblaðinu í samtaii
í gær að í umræðum innan
utanríkismálanefndar hefði
komið fram stuðningur við
þær viðræður, sem verið hafa
að undanförnu við umrædda
aðila.
LISTMUNA-
UPPBOÐ NR. 13
mniuERK
Brynjólfur Þórðarson, mynd nr. 49, uppstilling með vasa og eplum, olía á striga — 69x59,5 cm. Merkt
LISTMUNAUPPBOÐ GUÐMUNDAR AXELSSONAR (MALVERK) FER FRAM
AÐ HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL, SUNNUDAGINN 21. MARZ NK. KL. 3 E.H.
83 þekkt málverk verða boðin upp.
Myndirnar verða
til sýnis í Klausturhólum,
Lækjargötu 2,
í dag kl. 9—6
LISTMUNAUPPBOÐ
Guðmundur Axelsson,
Klausturhólar,
Lœkjargötu 2, sími 19250