Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 7 Niðurgreiðslur og útflutnings- bætur á land- búnaðarafurðir Nokkrar umræður hafa orðið á Alþingi um niður- greiðslur og útflutnings- uppbætur á landbúnaðar- afurðir. Gylfi Þ. Gfslason hefur flutt tillögu til þingsályktunar um endur- skoðun gildandi kerfis I þessu efni. Hann heldur þvf m.a. fram, að sá neyt- endastyrkur, sem niður- greiðslur á landbúnaðaraf- urðir eru, væri betur kom- inn I beinum peningastyrk til neytenda, sem þá hefðu frjálst val um ráð- stöfun hans, f stað þess að hann verði áfram skil- yrðisbundinn um kaup á tilteknum landbúnaðaraf- urðum, mjólkurvörum og kjöti. Tók Gylfi sem dæmi náttúrulækningamenn, sem ekki neyttu kjöts, og byggju þvl við verri kjör I þessu efni, þar eð þeir færu á mis við umræddan neytendastyrk. Niður- greiðslur landbúnaðaraf- urða væru nú um 4.600 milljónir króna eða sem svaraði 28.000 krónum á hvern fullorðinn karlmann I landinu. Þá mótmælti Gylfi út- flutningsbótum á kinda- kjöti, en nú væri flutt út um 20% kindakjötsfram- leiðslu f landinu og það kjöt greitt niður af skatt- þegum um 49%. Draga þyrfti þvf verulega úr sauðfjárbúskap f landinu. Hráefni til iðnaðar og hagstjórnartæki Andmælendur Gylfa, sem einkum voru úr röð- um bændaþingmanna, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. lögðu áherzlu á eftirfar- andi röksemdir: 0 Mjólkur- og kjötvörur væru meðal helztu neyzlu- vara allra heimila f land- inu. Þvf stærri sem fjöl- skyldurnar væru þvf meira keyptu þær af þessari vöru. Niðurgreiðslurnar. sem neytendastyrkir, væru þvf nokkurs konar tekjujöfnuður, sem auk þess beindu viðskiptum landsmanna frekar að inn- lendri framleiðslu en inn- fluttri. 0 Niðurgreiðslurnar væru hagstjórnartæki hins opinbera til að halda niðri framfærslukostnaði heimilanna, hamla gegn verðbólgu og vfsitölu- hækkunum, sem leiða myndi til verulegrar kaup- gjaldshækkunar, sem koma myndi illa við allan atvinnurekstur f landinu, sem ekki hefði of trausta rekstrarstöðu. 0 Ullar- og skinnavara væri vaxandi hluti f út- flutningi iðnaðarvara og hráefni frá landbúnaði gengdi æ vaxandi hlut- verki í iðnaði lands- manna. Um leið og þessi landbúnaðarhráefni væru verulegur liður f iðnaði okkar sköpuðu þau út- flutningsverðmæti, sem hefðu verulega þýðingu fyrir gjaldeyrisstöðu þjóð- arbúsins. 0 Ekki væri hægt að gera hvorttveggja I senn að auka ullar- og skinna- iðnað, eins og nú væri mjög á dagskrá, og draga úr kjötframleiðslu. Þvf væri nú einu sinni þann veg farið, að skinnin og ullin á kindinni væru f órjúfandi samhengi við aðra hluti viðkomandi bú- pemngs! 0 Árferði réði verulega um, hvern veg sauðkindin gengi fram, og ekki væri óeðlilegt að mæta fram- leiðslusveiflum með nokkrum útflutnings- bótum, þó hófs cg að- halds þyrfti með f þeim efnum. 0 Auk hráefna til iðn- aðar, sem væri verulegur þáttur f atvinnusköpun ýmissa þéttbýlisstaða. kallaði landbúnaðurinn á margháttaða iðnaðar- og verzlunarþjónustu. sem þéttbýlið nyti góðs af. Þannig væri tilvist land- búnaðar ein af forsendum atvinnu- og afkomu- öryggis tugþúsunda, er byggju I þéttbýli. Reyndar byggðu ýmsir þéttbýlis- staðir, eins og Selfoss, Blönduós og Egilsstaðir, tilvist sfna alfarið á land- búnaði, og aðrir, eins og Akureyri, Húsavfk og raunar Reykjavfk að veru- legu leyti. 0 Þrátt fyrir framan- greint og þá staðreynd, að beinn hagnaður hefði orð- ið af útflutningi landbún- aðarafurða á sl. ári fyri. þjóðarbúið. þegar alls væri gætt. þyrftu þessi mál að vera f stöðugri endurskoðun. Eðlilegt væri að fhuga nýjar leiðir en ekki ráðlegt að flana að neinu, sem haft gæti ófyrirséðar afleiðingar til ills. D0MKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Föstumessa kl. 2 síöd. Litanian sungin. Séra Þór- ir Stephensen. — Barnasam- koma kl! 10.30 í Vesturbæjar- skólanum við Öldugötu Séra Þórir Stephensen. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Messa kl. 2 síðd. Altarisganga. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Kvöldguð- þjónusta kl. 8 síðd. Séra Frank M. Halldórsson. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Þorgrimur Sig- urðsson fyrrv. prófastur að Staðarstað prédikar. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svavarsson. HALLGRIMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Fjölskyldumessa kl. 2 Séra Ragnar Fjalar Lárússon. Kvöldbænir mánudag og þriðjudag kl. 6. HJALPRÆÐISHERINN Klukkan 11 árd. helgunarsam- koma, Sunnudagaskóli kl. 2 siðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Kapt. Daniel Óskars- son. FÆREYSKA sjómanna- heimilið. Fyrsta samkoma á þessum vetri verður kl. 5 síðd. Jóhann Olsen. BUSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Séra Ólafur Skúla- son. FRlKIRKJAN Reykjavík. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Árelíus Níelsson. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Oskastund barnanna kl. 4 siðd. Sig. Haukur. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJA KRISTS konungs. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 siðd. HÁTEIGSKIRKJA Barna- guðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Þorvarðsson. Sið- degisguðþjónusta kl. 5 Séra Arnérímur Jónsson. ÁSPRESTAKALL Messa að Norðurbrún 1 kl. 2 síðd. Séra Árelius Nielsson. AÐVENTKIRKJAN Reykjavík. Guðþjónusta kl. 5 síðd. Sig- urður Bjarnason prédikar. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma I Fellaskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Sunnudagaskóli kl. 9.30 árd i Breiðholtsskóla. Guðþjónusta á sama stað kl. 2 sid. Séra Lárus Halldórsson. Arbæjarprestakall Barnasamkoma í ÁrbæjarSkóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. FRlLADELFIUKIRKJAN Safnaðarguðþjónusta kl 2 siðd. Ræðumaður Guðmundur Markússon. Almenn guðþjón- usta kl. 8 siðd. Ræðumenn Daniel Glad og Einar J. Gisla- son. ELLIHEIMILIÐ Grund. Messa kl. 10 árd. Séra Magnús Guðmundsson fyrrv. prófastur messar. GRENSÁSKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guðspjall 3. sunnudags í föstu er hjá Lúk.: 11. 14—28: Jesús rak út illan anda. Fjólublár, sem er litur iðr- unar og yfirbótar, er ein- kennislitur föstunnar. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Biblíu- lestur verður n.k. þriðjudags- kvöld kl. 8.30 Séra Halldór S. Gröndal. KARSNESPRESTAKALL Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Messa í Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Litanian. Séra Árni Pálsson. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma I Víghólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Þorbergur Kristjáns- son GARÐAKIRKJA Barnasam- koma í skólasalnum kl. 11 árd. Guðþjonusta kl. 2 siðd. Séra Bragði Friðriksson. FRlKIRKJAN 1 Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Gruðþjónusta kl. 2 siðd. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Safnaðar- prestur. KEFLAVÍKURKIRKJA Sunnudagaskóli kl 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Kynning á starfi Gideon- félagsins. Gísli Sigurðsson prédikar. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur.' UTSKÁLAKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðþjónusta kl. 2 siðd. Sóknarprestur. BERGÞORSHVOLSPRESTA- KALL Messa á Krosskirkju kl. 2 síðd. Barnaspurningar eftir messu. Séra Páll Pálsson. Þegar maðurinn deyr nefnist erindi SIGURÐAR BJARNASONAR . i AÐVENT- KIRKJUNNI Reykjavik SUNNU- DAGINN 21. MARS kl. 5. HULDA JENSDÓTTIR talar einn- ig á samkomunni. Verið velkomin. OPIÐ TIL HÁDEGIS SÆNSKIR GLERLAMPAR Á GAMLA VERÐINU SENDUMí PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LIÓS & ORKA Suðurl<in(isbrautl2 simi S4488 ALLT MEÐ 1 i I 1 I I i 1 1 1 i 1 1 I i 1 I i i I I i I 1 EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Urriðafoss, 22. mars, Grundarfoss 29. mars Úðafoss, 5. april Urriðafoss, 1 2. april ROTTERDAM: Urriðafoss, 23. mars Grundarfoss, 30. mars Úðafoss, 6. april Urriðafoss, 1 3. april FELIXSTOWE: Mánafoss, 23. mars Dettifoss, 30. mars Mánafoss, 6. april Dettifoss, 1 3. april. HAMBORG: Dettifoss, 19. mars Mánafoss 25. mars Dettifoss 1. april Mánafoss 8. april Dettifoss 1 5. apríl PORTSMOUTH/ NORFOLK: Goðafoss, 26. mars Brúarfoss, 7. april Bakkafoss, 13. april Selfoss, 22. aprit WESTON POINT: Askja, 22. mars Askja, 6. april Askja 20. april KAUPMANNAHÖFN: Múlafoss, 23. mars írafoss, 25. mars Hofsjökull 30. mars Múlafoss, 6. april (rafoss, 1 3. april GAUTABORG: írafoss, 24. mars Hofsjökull, 31. mars Múlafoss, 7. apríl írafoss, 14. apríl HELSINGBORG: Hofsjökull, 29. mars „Sklp", 9. apríl KRISTIANSAND: Hofsjökull, 26. mars „Skip", 10. april ÞRÁNDHEIMUR. „Skip", 30. mars GDYNIA/GDANSK: Múlafoss, 18. mars Skeiðsfoss, 7. apríl VALKOM: Reykjafoss, 25. mars Skeiðsfoss, 5. april VENTSPILS: Reykjafoss, 26. mars Skeiðsfoss, 6. april Reglubundnar | | vikulegar hraðferðir frá: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM l ------------' — GEYMÍé auglýsinguna ALLT MEÐ mmms& ÍMMMMMMMMMi EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.