Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 Barnageðdeild Hringsins hefur starfað í fimm ár Siðferðileg krafa að geta veitt sjúklingi það sem hann þarfnast — VIÐ leggjum mikla áherzlu á fjölskyldumeðferð samhliða meðan barn er hér ( meðferð. Við leggjum okkur fram um að hjálpa foreldrum barns og breyta afstöðu þeirra, þvi að oft þarf ekki síður að byggja foreldrana upp en börnin, þegar fram- haldstíðin er höfð ! huga. Þetta sögðu læknar og starfsfólk á Barnageðdeild Hringsins við Dalbraut á blaðamannafundi, en til hans var boðað m.a. vegna þess að fimm ár eru nú síðan starfsemin við Dalbraut hófst og svo og til að benda á þá geigvænlegu þörf, sem við blasti, þar sem væru með- höndlun unglinga er eiga við geðræn vandamál að stríða Starfsfólki bar saman um að samvinna við foreldra væri góð og hefði aukizt, enda væri lagt mikið kapp á að efla hana ekki hvað sízt hefði komið skemmtilega á óvart, hversu vel hefði gengið að fá feður barnanna til liðs, þar sem enn væri alltof algengt að feður gegndu ekki nógu raunhæfu hlutverki í uppeldi barna sinna Blaðamönnum var sýnd stofnunin sem skiptist í göngudeild, dagdeild og legudeild. Var samdóma álit að göngudeild væri lang- heppilegast form, þar eð þá þyrfti ekki að slíta börnin upp úr umhverfi sínu. En á stund- um nægði slík meðferð ekki og kæmi þá til dagdeildar- meðferð og síðast legudeíld Börn af Dalbrautarheimilinu geta þó sum sótt almenna skóla að minnsta kosti að nokkrum tíma liðnum og luku starfsmenn geðdeildar- innar lofsorði á viðmót fólks i hverfinu, svo og þeirra skóla sem börnin sækja til. — Hins vegar er um- hverfið á stofnuninni í eðli sínu óeðlilegt barni og því verður það aldrei spegilmynd af heimili. Þess vegna þarf að leggja kapp á að koma barninu aftur út í lífið aftur. Það getur verið barni erfitt skref, þar sem það er hrætt við sína eigin getu eða van- getu.^en það er okkar verk- efni einnig að gera þetta sem auðveldast barninu, sagði Sverrír Bjarnason deildar- læknir. Páll Ásgeirsson yfirlæknir sagði að margir foreldrar hikuðu alltof lengi við að koma með börnin til með- ferðar, þar sem þau teldu þau of heilbrigð til að leita til geðdeildar með þau En batalíkur væru að sjálf- sögðu þvi meiri sem fyrr væri komið með barnið og fleiri heilbrigðir þætt- ir fyrirfyndust í því. Það gæti skipt sköpum um alla framtíð hvort komið væri árinu fyrr eða siðar. Fram á síðustu ár hefðu ýms- ir talið að sjúklingar með þessa geðrænu kvilla væru vangefnir eða á annan hátt mjög afbrigðilegir, en lang- mestur hluti þessara sjúkl- inga væri ekki þekkjanlegur frá öðrum börnum. Á þessum fimm árum sem barnadeildin hefur starfað, hefur verið sinnt um eitt þús- und fjölskyldum. Þó er litið svo á að þetta sé ekki nema brot af þeim sem þörf hafa fyrir aðstoð, þar sem kannan- ir hafi sýnt að tæplega 20%, Helga Hannesdóttir læknir skýrir mynd sem niu ára psykotisk stúlka hefur gert. Psykotisk börn hafa ekki tengsl við raunveru leikann og lifa algerlega i sinum hugarheimi. Þau eiga erfitt með að ná tilfinningalegu sambandi við annað fólk og forðast enda samneyti við aðra. Oft verða þessir sjúklingar fyrir þvi að fá ofskynjanir og ofheyrnir. Þessum sjúkdómi má þó halda i skefjum," og vona að sú tið komi að lækning finnist við honum," eins og Helga orðaði það. barna hafi þörf fyrir aðstoð að þessu leyti í einhverri mynd. Eins og áður er sagt er göngudeildin þungamiðja starfsins sem unnið er á Dal- brautarheimilinu. Þangað koma til rannsóknar og með- ferðar hvers konar geðræn vandamál barna á öllu land- ínu. Biðtimi er eins skammur og unnt er, svo að fólk kemst fljótlega að og gat Guðrún Th Sigurðardóttir sálfræð- ingur þess að oft gerðist það, að foreldrar væru þá jafnvel farnir að vinna að málinu á þeim biðtíma og vandamálið hefði stór minnkað í sumum tilvikum á þeim vikum, svo að alls ekki alltaf þyrfti að koma til meðferð Á dagdeildinni eru börnin í meðferð dag hvern venjulega i sex til tólf mánuði, frá kl. 9—3. Á legudeild dvelja börnin svo allan sólar- hringinn. Húsakynnin á Dalbraut eru öll hin vistlegustu og' reynt að koma við sem beztri nýt- ingu og hagræðingu. Hinu er ekkí að leyna að húsakynnin eru í þrengra lagi, enda tók starfsfólk mjög undir þá skoðun. Þá kom fram á fundinum að verulegar áhyggjur eru hjá þeim sem um þessi mál fjalla á deildinni hversu tak- markaðir möguleikar eru til meðferðar á unglingum með geðræn vandamál. Elztu börn sem komið hafa til með- ferðar eru 16 ára, en málið verður verúlega erfitt þegar sjúkleiki er á svo háu stigi að innlagning væri eina raun- hæfa lausnin. Páll Ásgeirs- son sagði að ekki væri vafi á því að líf margra unglinga kæmist oft svo úr skorðum vegna þess að ekki væri hægt að sinna þeim, þegar þessi vandi kemur upp, að þau biðu þess vart bætur. Oft væri hægt að leysa þetta með stuttri vistun, en aðstaða fyrir meðferð á ungl- ingum væri ekki fyrir hendi. Annað vandamál hefur einnig reynzt örðugt, en það er aðstöðuvöntun fyrir alvar- lega geðveik börn (psykotisk börn), en þau munu vera um 30 talsins á landinu. Börn með þann sjúkdóm hafá oft verið talin vangefin og vistuð á fávitahælum, þrátt fyrir að þessi börn geta oft haft eðli- lega og stundum mjög mikla greind. Nokkur slík börn hafa verið til meðferðar á dagdeild og legudeild, en þurfa lang- tímameðferð og leiðir það af sér að langur biðtími verður fyrir mörg þeirra. „Það er í rauninni siðferðileg krafa að geta veitt sjúklingi það sem hann þarf," sagði Sverrir Bjarnason læknir. Starfstólk ðsamt nokkrum börnum sam eru til meðferðar á legudeild Úr smiðastofunni • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.