Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 GIsli Torfason fagnar I leik gegn IA; spurningin er hvort hann fær tækifæri til þess I dag. Meistaraslagur í Keflavíkinni ANNAR leikur Meistarakeppn- innar I knattspyrnu verður I dag í Keflavfk og mætast þar Bikar- meistarar ÍBK og íslands meistarar ÍA Hefst leikurinn klukkan 14.00 og er seinni heimaleikur Keflvfkinga f meistarakeppninni. Um sfðustu helgi léku Keflvfkingar við Fram og lauk þeirri viðureign með 1:1 jafntefli. Síðast er ÍBK og ÍA mættust var það í úrslitaleik bikarkeppninnar sfðastliðið haust. Þá vann ÍBK 1:0. Víðavangs- hlanpínn fresíað VÍÐAVANGSHLAUP íslands átti að fara fram nú um helgina og var meiningin að hlaupa um Vatnsmýrina Vegna veðurs undanfarna daga hefur nú verið ákveðið að fresta keppninni um viku og fer hlaupið fram annan sunnudag, hefst við Háskólavöll- inn, hlaupaleið og tfmasetningar verða eins og áður hafði verið ákveðið. 99 Gamlingjarnir” bvrja að blaka AÐEINS einn leikur verður leik inn f 1. deild íslandsmótsins f blaki um helgina og er sá undir veðrinu kominn, því það eru stúdentar sem fara norður og leika gegn ÍMA. Sá leikur hefst kl. 16:00 og verður leikið í Skemmunni. Það má segja að stúdentar séu að halda á heima slóðir, þvf flestir ef ekki allir leik menn liðsins voru fóstraðir í blak- inu fyrir norðan, svo þeir ættu að kannast við sig. Á morgun verður hins vegar meira um að vera. í fþróttahúsi KHÍ verða þrir leikir. Kl. 16:30 hefst leikur Þróttar og USK í 2. deild og á eftir honum um kl. 17:30 hefst leikur HK og Stíg anda, einnig i 2. deild Kl. 19 00 hefst svo leikur Vfkings og Breiðabliks f íslandsmóti kvenna, en Vikingsstúlkur hafa þegar tryggt sér rétt til þátttöku i úr- slitakeppni íslandsmótsins sem fram fer á Húsavfk um næstu helgi Á sunnudagskvöld hefst ,,öld- ungamót" i blaki. Þátttaka i mót- inu er mjög góð, alls þrettán lið. Þetta er fyrsta íslandsmót i öld ungaflokki hérlendis, ef öldunga skyldi kalla, 30 ára og eldri. Leikið verður f þremur riðlum, f A-riðli eru fimm lið — Ármann, Vikingur, Þróttur, Stjarnan og Keflavfk. í B-riðli eru einnig fimm lið — Breiðablik, Reynir, ísa- fjörður, HK og íslendingur. C- riðillinn er fyrir norðan og eru þijú lið í honum, — Skautafélag Akureyrar, Siglufjörður og Óðinn, Akureyri. Fyrsti leikurinn í mótinu verður á milli Þróttar og Keflavfkur og hefst hann kl. 19:00, síðan verða fjórir leikir og er leikið upp á tvær unnar hrinur. Leikið verður í íþróttahúsi Hagaskólans. Dregið í undanúrslitum Evrópumótanna þriggja í gœr: Ekkert lið öruggt um að komast í úrslit UNDANÚKSHTALEIKIRNIR í Evrópumótunum í knattspyrnu ættu aó geta orðið æsispennandi og ekkert liðanna sem eftir eru í keppninni er öruggt að komast í úrslit. I gær var dregið um það í Zurich hvaða lið leika saman í næstu umferð og eru þau sem hér segir: IMcislar ukcppnin: St. Kticnne— PSV Kindhoven Reai Madrid — Bayern Munchen Bikarmeislarar: Kintracht Kra'nkf'urt — West Ham United Sachsenrtnp Zwickau — Anderlecht l'KKA-keppnin: Barcelnna — Liverpool IIaniJ)or{> SV — Bruj>Ke UppKjör Real Madrid ö« Bayern Munchen er af morpum álitinn úrslitaleikurinn í meistarakeppn- ínni oe vist er art þessi tvö lid eru nú mjÖK sterk. l>á hel'ur leikur Barcelona og Liverpool ekki á sér minni elæsibran pótt hann sé i UKKA-keppninni. Vióstaddir dráttinn í «ær voru forystumenn flestra lióanna, sem eftir eru í keppninni o>> höfðu þeir þetta um leikina aó segja: Walter Kemback, framkvæmda- stjóri Bayern: — Vió heföum frekar óskart okkur aö leika St. Ktíenne, þaö veröur erfitt að leika keftn Real Madrid, en það kemur okkur til nóöa aö við eig- um seínni leikinn á okkar heima- velli. Hierre Gronnaire, St. Ktienne: — Viö þekkjunt liö Kindhoven og höfum fylgid náiö meö þeim að undanförnu. Þeir verða okkur erfiöir andstæðinf>ar. Fulltrúi Real Madrid: — St. Etienne var ofar á óskalistanum hjá okkur en Byern. Við fengum erfiðasta andstæðinginn, sem við gátum fengið. Ioan Granodas, framkvæmda- stjóri Bareelona: — Við þekkjum Liverpool, við hefðum ekki valið það lið ef við hefðum sjálfir fengið að ráða hverjir yrðu and- stæðingar okkar. Eg er ekki sér- lega bjartsýnn fyrir okkar hönd. Leikirnir í undanúrslitunum eiga að fara fram 14. og 31. apríl. Kapparnir á ntyndunum verða allir meðal keppenda í I.andsflokkaglímunui sem fram fer í dag. Sexmenningarnir slóðu sig he/l í hikarglímu tslands, sem fram fór á llúsavík fvrir nokkru síðan. Frá vinslri; Þorsleinn Sigurjónsson Víkverja. Guðmundur Olafsson Armanni, Ingi Ingvason IISÞ, Jón Magnússon KR. Iljörleifur Sigurðsson IISÞog Kyþór Pélurson HSÞ. Landsflokkaglíman í dag ALLS eru 29 þátttakendur skráöir til keppni í Landsflokkaglímunni, sem fram fer í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst klukkan 14.00 í dag. Meðal keppenda veröa flestir heztu glímumenn landsins og veröur keppt í þremur þyngdarflokkum fulloröinna og í þremur flokkum unglinga. Keppendur í glímunni-að þessu sinni eru frá Keykjavíkurfélögunum, HSÞ og UÍA. 5 Keyðfirðingar halda uppi nafni Austfjarðanna í þjóðaríþróttinni að þessu stnni. Verða Ármenningar meist- arar ífgrsta skipti í dag? TEKST Armenningum að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt leik í fyrsta skipti í dag? Þetta er stóra spurningin varðandi leiki helgarinnar í 1. deild, en heil umferð verður leikin í dag og á morgun. Armennmgar sem eru ósigraðir í íslandsmótmu leika gegn íslands- meisturum ÍR í dag á Seltjarnarnesi kl. 14, og nægir sigur í þeim leik til að tryggja sér sigurinn í 1 deild Takist þeim það ekki, þá eiga þeir eftir einn leik, gegn KR um næstu helgi og fá þá annað tækifæri til að handsama íslandsmeistarabikarinn En fari svo að þeir tapi báðum þessum leikjum og ÍR sigri Njarðvik um næstu helgi þá þarf aukaleik milli Ármanns og ÍR um titilinn Af þessu má sjá að staða Ármanns er góð, þó ekki sé hinn langþráði titill tryggður Um leiki þessara liða þarf vart að fjölyrða hér, þeir eru ávallt jafnir og fjörugir en svarið við spurningunn! sem varpað var fram í upphafi greinar- innar fæst á Seltjarnarnesi í dag. Framhald á bls. 18 Sex stiga sigur Njarðvíkinga UMFN sigraði Val með 80 stigum gegn 74 í síðari leik liðanna í 1. deildinni í körfuknattleik sem leikinn var i Njarðvík i fyrrakvöld. Þetta var siðasti leikur Vals i mótinu, en UMFN sem stefnir nú hraðbyri að 4. sæti i mótinu á tvo leiki eftir Leikurinn í fyrrakvöld var mjög jafn allan fyrri hálfleikinn, og Valur hafði oftast forustu Staðan í hálfleik var 35 32 fyrir Val. en strax í upphafi síðari hálfleiks náði UMFN góðum kafla sem gaf 1 2 stig i Töð án svars, og réð þessi kafli úrslitum leiksins Valsmenn með Þóri Magnússon meiddan á hendi (e.t v brotmn rétt einu sinni) náðu ekki að brúa þetta bil, en minnkuðu muninn samt niður í 6 stig fyrir leikslok Jónas Jóhannesson var besti maður UMFN í leiknum. sérstaklega í síðari hálfleik Aðrir voru jafnir Hja Val bar Þröstur Guðmundsson af og lék sinn besta leik með Val til þessa Torfi átti góða kafla og sömuleiðis Ríkharður Hrafnkelsson Stefán Bjarkason var stighæstur í liði Njarðvíkinga með 21 stig, Brynjar Sig- mundsson skoraði 18, Gunnar Þor- varðsson 1 7 Þröstur Guðmundsson var langstig- hæstur Valsmanna með 30 stig gk—. Brenndi skóna ÞAÐ er oft talað um það, að þessi eða hinn íþróttamaðurinn sé að hugsa um að leggja skóna á hilluna", og er þá að sjálfsögðu átt við að viðkomandi sé að hætta íþróttaiðkunum. En að menn haldi brennu að því tilefni er öllu fátíðara. Þetta ferðist þó I Njarðvík í fyrrakvöld eftir leik UMFN og Vals. Guðmundur Þorsteinsson þjálfari Vals hellti bensíni yfir íþróttaskó sína að leik loknum og kveikti síðan í öllu saman. „Þetta var eina leiðin" sagði Guðmundur við undirritaðan. „Ég hef ætlað mér i 5 — 6 ár að hætta afskiptum af körfubolta, en það er erfitt að slíta sig frá þessu. Það var því ekki um neitt að ræða annað en gera þetta á þennan hátt, og vera svo harður á því i haust að kaupa sér ekki nýja skó."!! Guðmundur Þorsteinsson hóf feril sinn hjá ÍR og var aðalmiðherji félags- ins, auk þess sem hann var fastur miðherji i landsliðinu á meðan hann keppti sjálfur. Siðan hefur hann fengist mikið við þjálfun, og m.a. þjálfað landsliðið auk þriggja liða i 1. deild. gk—. Með sigri gegn KR verða Oddný og stollur hennar í Fram íslands- meistarar. Verða Fram- stúlkurnar meistarar? TALSVERT verður um að vera I handknattleiknum um helgina. Þannig lýkur keppninni I 1. deild kvenna á morgun og I 2. deild verður aðeins ein umferð eftir að helginni lokinni. Þá verður einnig keppt i bikarkeppni HSÍ um helg- ina. HANDKNATTLEIKURINN UM HELGINA VERÐUR SEM HÉR SEGIR: 1. DEILD KVENNA, SUNNU DAGUR21 MARZ Njarðvik kl. 14.35: IBK — Valur Garðahreppur kl. 17.35: UBK — FH Laugardalur kl. 20.30: Fram — KR Laugardalur kl. 21.55: Vfkingur — Armann 2. DEILD KARLA: LAUGARDALSHOLL, LAUGARDAG kl. 16.05 KR — KA 18.05 Fylkir— Þór LAUGARDALSj-ftÍLL SUNNUDAG: kl. 14.20 ÍR — Þór FH áfram FH SLÓ hið sterka kvennalið Vals út úr bikarkeppninni í fyrrakvöld er Hafnarfjarðarliðið vann 11:10 eftir spennandi leik. í leikhléi leiddi FH 4:3, en Valur komst yfir og leiddi 9:7 er aðeins fáar mínútur voru eftir. Endasprettinn átti FH-liðið og halda þær því áfram f keppninni ásamt Vikingi, Fram og Ármanni, sem vann Njarðvík auðveldlega i fyrra- kvöld. Júdémeistaramótið MEISTARAMÓTIÐ í júdó fer fram nú um helgina. Karlarnir keppa i iþróttahúsi Hagaskólans i dag og hefst keppni þeirra klukkan 14.00. Á sama tima á morgun byrja konurnar, en þær glíma í sal JFR að Brautarholti 18. Bikarkeppni í Njarðvík SÍÐASTI leikurinn i 8 liða úrslit- um Bikarkeppni K.K.Í. verður leikinn í Njarðvík kl. 14 f dag. Þá kemur lið Snæfells í heimsókn til Njarðvíkur og leikur gegn UMFN. Þrjú lið hafa þegar tryggt sér rétt I 4 liða úrslit, það eru lið Ármanns, ÍS og Fram, og fjórða liðið kemur siðan úr leik UMFN og Snæfells. Undanúrslitaleikirn- ir verða leiknir í Hagaskólahúsinu á þriðjudag GK—.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.