Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 23 Þorgrímur Guðlaugsson kaupmaður — Minning Minning: Jón Sigurðsson Nesjavöllum Fæddur 27. september 1921 Dáinn 12. marz 1976 I dag er til moldar borinn í Vik i Mýrdal Þorgrímur Guðlaugsson, kaupmaður, Laugavegi 81 hér í borg. sem lézt 12. þ.m. eftir erfitt sjúkdómsstríð. Þorgrímur fæddist i Vest- mannaeyjum, sonur hjónanna Sigríðar Skaftadóttur og Guð- laugs Br. Jónssonar, sem bæði voru ættuð úr Mýrdal. Faðir hans fékkst við verzlun í. Vestmannaeyjum og stofnaði siðan innflutningsverzlun hér í Reykjavík eftir að fjölskyldan fluttist hingað. Móður sina missti Þorgrímur á unglingsárum og bjuggu þeir feðgar saman, þar til Guðlaugur lézt árið 1966. A yngri árum stundaði Þor- grímur ýmsa vinnu bæði á landi og sjó, en sjómannastéttina dáði 1 hann og mar, öðrum stéttum meir. Frá árinu 1955 vann Þor- grimur við fyrirtæki föður síns, GUÐLAUGUR BR. JONSSON, heildverzlun tók við rekstrinum eftir hans dag or rak það af eld- legum áhuga og dugnaöi, svo lengi sem-kraftar hans leyfðu. Eftir að hafa starfað með Þor- grimi Guðlaugssyni, verður mér hann mjög minnisstæður maður fyrir margra hluta sakir. Hann var margfróður og minnugur, ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós á mönnum og málefnum, hvar og hvenær sem var og flutti mál sitt af mikilli rökfestu og sann- færingarkrafti. Hann var stór- lundaður, óvæginn í garð þeirra sem ekki voru honum að skapi, en góður vinur vina sinna og vildi hlúa að þeim sem einhverra hluta vegna áttu um sárt að binda. Munu margir minnast gestrisni hans og konu hans á heimili þeirra að Laugavegi 81. Þó mun Þorgrimur verða mönn- um hvað minnisstæðastur sem Fæddur30. október 1911. Dáinn 14. mars 1976. Oli Guðnýjar, verður jarósung- inn í dag laugardag 20. mars og fer útför hans fram f Keflavíkur- kirkju kl. 2 e.h. Þegar ég, sem ritaþessar fátæk- legu línur sat með tengdaföður, eiginkonu minni, á heimili Hall- dórs og yngstu dóttur Olafs, að kveldi 14. mars s.l., og drakk kaffi og ræddi dagleg mál, þá datt engum í hug að þetta yrói síðasti sopinn, sem við myndum drekka með Ola Guðnýjar, en svo var hann nefndur af þeim sem hann þekktu og þeir voru margir. Oli Guðnýjar fæddist 30. október 1911 í Keflavík, foreldrar hans voru Olafur Bergsteinn Olafsson og Guðrún Einarsdóttir. Ölafur sá aldrei föður sinn þvi hann fórst i sjóskaða sama ár og Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. frábær kaupsýslumaður. Þegar ég fór að starfa við fyrirtæki hans var mér tjáð, að umfram allt ætti að standa við allar skuldbinding- ar, hvernig sem á stæði. Heiðar- leiki hans f viðskiptum ávann honum traust viðskiptavina sinna. Margoft ferðaðist hann til Austurlanda fjær, og tókst í þeim ferðum að ná hagkvæmum við- skiptum, enda taldi hann það skyldu hvers innflytjanda að gera viðskipti þar sem varan væri bæði ódýr og góð, þótt það kostaði mikla vinnu. Hann kallaði sig þjóðernissinna og bar hag þjóðar sinnar mjög fyrir brjósti. Er ég sannfærð um, að ef kaupsýslu- hæfileikar hans hefðu fengið að njóta sín á f-leiri sviðum, hefði hann orðið þjóð sinni að enn meira gagni. Þorgrfmur var kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, mikilli mann- kostakonu og var það hin mesta gæfa hans i lífinu, er fundum þeirra bar saman. Sigríður hjúkraði manni sinum af slikri alúð og kærleika í veik- indum hans, að lærdómsrikt var hverjum þeim, sem því kynntist. Ég þakka Þorgrími Guðlaugs- syni vináttu hans við mig og fjöl- skyldu mína og votta Sigríði og börnum hennar innilega samúð mlna- Ölöf Kinarsdóttir. Vist vissum við að hverju stefndi með Þorgrim, en það var svo ótrúlegt og því er það svo sárt þegar staðryndin blasir við. Þor- grímur var sérstakur á margan hátt. Skoðanir hans voru fast- skorðaðar og þeim var hreint ekki svo létt að breyta, en það var þess vegna sem gaman var að rökræða við hann og tilsvör hans voru lær- dómur fyrir marga. hann fæddist eða I nóvember 1911, móóur sína missti hann líka á unga aldri og ólst hann því upp hjá ömmu sinni Guðnýju og Guð- jóni móðurbróður, en frá ömm- unni kemur nafnið Öli Guðnýjar. Snemma beygðist hugur Olafs til sjávar og stundaði hann sjó- sókn strax á' unga aldri. Lauk hann prófi úr stýrimannaskóla og tók, þá við skipstjórn 23 ára og hélt óslitið áfram til ársins 1965, hjá hinum ýmsu stærri útvegs- körlum og svo einnig á sínum eigin bát „Nonna" sem hann átti með bróður sinum Einari og frænda Guðbergi. 1965 hóf hann svo vinnu i landi, þ. á m. við fiskmat, en siðan lá leiðin upp í „Heiði'* til starfa hjá Loftleiðum og var hann þá kominn í tölu „flugvallapeyj- anna“ eins og hann kallaði mig og fleiri, sem unnu ekki við sjóinn. Arið 1931 giftist hann Guðlaugu Einarsdóttur og hófu þau búskap fyrir alvöru að Hafnargötu 50 Keflavík, sem þau höfðu fest kaup á. Guðlaug var fædd 20. apríl 1905 og dó 2. maí 1965. Eignuðust þau sex börn; eitt, Bergþóra Hulda, lést á unga aldri. Eftirlifandi börn eru: Guðrún Ölafía Guðný, gift Inga Gunnars- syni, aðstoðarstöðvarstjóra hjá Flugleiðum; Lúlla Maria, gift Ingólfi Bárðarsyni, kjötvinnslu- manni hjá Kaupfélaginu á Sel- fossi; Jóna Þuríður, gift Sigurði Erlendssyni, bónda Vatnsleysu 3 Biskupstungum; Ölafur Berg- steinn, giftur Elínu Júliusdóttur; Bergþóra Hulda, gift Halldóri Þijrðarsyni skipstjóra. Astriki var mikið á milli þeirra hjóna og man ég ávallt eftir því að mér þótti hún stjana mikið við Ola sinn. Þegar hann kom úr sjó- sókn, þá tók hún á móti honum sem hann væri eitt af sínum börnum, klæddi úr blautum fötum og þvoði af ástúð. Með dugnaði dreif hann fyrir- tæki sitt, en viðskipti og við- skiptamálefni voru hans líf. Þor- grimur var á mörgum sviðum á undan sinni samtíð. Það sem mönnum fannst hrein fjarstæða fyrir nokkrum árum, þegar hann var að tala um hlutina, ja, það eru staðreyndir í dag. Vinur var Þorgrímur vina sinna, en hann hafði svo fádæma gott hjarta. Ekkert var of gott eða of vel gert fyrir vinina og að koma heim til mömmu og Þorgríms var hrein unun. Alltaf,var það sjálf- sagður hlutur að dvelja hjá þeim, þegar ég og fjölskylda mín kom-! um í heimsókn hingað til Islands og móttökunum þarf ég ekki að lýsa, þær munu ylja okkur alla tíð. Okkur systkinunum reyndist Þorgrímur sannur og hugulsemi hans í okkar garð var alveg sér- stök. Börn okkar systkinanna hændust mikið að honum, enda eru börn næm fyrir því hvaðan ylur kemur. Oft voru augu barn- anna orðin stór, þegar hann var að segja þeim sögurnar. Já, margs er að minnast. Eg kveð nú Þorgrím og þakka honum fyrir allt og allt. Hann var alveg sérstakur. Klín Kgilson. Arið 1965 missti hann konu sina og beið hann þess aldrei bætur, dulinn söknuður hvíldi alltaf á honum, kom það alltaf fram er Ölafur var við skál að honum fannst missir sinn mikill. Engan veginn var ætlunin með þessum fátæklegu línum að rekja æviferil Olafs, aðeins að sýna þakklæti mitt fyrir þær samveru stundir, sem við höfum átt saman. Eg veit að ég tala fyrir hönd allra vinnufélaga, að Ölafur átti hug þeirra allra þvi ósérhlífinn var hann með afbrigðum. Þegar hann á nýársdag s.l. kenndi sér þess meins, sem siðan dró hann til hinstu köllunar, þá datt engum i hug að það yrði sá þröskuldur, sem af varð og myndi leiða til þessarar kveðjustundar, en ég veit að þegar kallið kom var Olafur þakklátur fyrir það, að það skyldi koma snöggt og ekki sist að það skyldi koma á heimili yngstu dótturinnar, þvi þar dvaldi hann öllum stundum. Að lokum þakka ég Olafi enn einu sinni fyrir samverustund- irnar og sendi öllum ættingjum og vinum mínar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir umhyggjuna bæði i bliðu og striðu. Ingi. Fa*ddur 26. 7. 1909 Dáinn 5. 4. 1975. Nú, þegar Jón Sigurðsson á Nesjavöllum er fallinn frá, ætla ég að minnast hans nokkrum fá- tæklegum orðum. Maður staldrar við, þegar dauðann ber að, margt kemur í hugann, og megum við á nágrannabæjunum í Þingvalla- sveitinni minnast Jóns og hans heimilis með þakklæti, vegna vin- áttu og hjálpsemi á liðnum árum. Efst er mér í huga. hve oft við höfum komið að Nesjavöllum okk- ur til mikillar ánægju, og nutu krakkarnir okkar þess ekki siður. Man ég sérstaklega eftir þvi, þeg- ar strákarnir okkar voru á ungl- ingsárunum og voru nú ekki mik- ið fyrir að stanza á ókunnugum bæjum, að á Nesjavöllum mátti gjarnan stanza lengi. Og síðar, þegar sonarsynir okkar voru hjá afa og ömmu i sveit á sumrin, gerðist það sama. Það var vel þeg- ið hjá þeim að fara í bíltúr með frænda sínum og koma við á Nesjavöllum og gerði þá ekkert til þó stanzað væri drjúgan. Fleirum hefur farið eins og okkur á þess- um bæ. Það var mjög mikill gesta- gangur hjá Jóni og Guðbjörgu og það svo að hvergi hef ég vitað hann meiri. Hlýjan og alúðin var svo fölskvalaus og greiðviknin, ef einhvers þurfti með. Þetta viljum við þakka þeim hjónunum og syst- kinunum. Það er einhvern veginn þannig í mínum huga, að Hengiil- inn, vellirnir og bærinn orka svo þægilega á mig, ásamt hlýjunni, sem mætir manni, og geymi ég það allt i huga. Eg vil minnast á litlu systkinin á Nesjavöllum, Jón Matthías og Hönnu Björk, sem voru sólargeisl- arnir hans afa síns; ég óska þeirn alls hins bezta i framtíðinni. Að endingu biðjum við Jöni guðs blessunar í hans nýju heimkynn- um. Regína Sveinbjarnardóttir. Ur ýmsum áttum Efni þessa þáttar má með sanni kallast úr ýmsum áttum. Fyrst er að víkja að innlenda vettvangnum, en þaðan eru þau tíðindi merkust, að nú er nýlok- ið keppni i A—flokki í skák- keppni stofnana. Þar sigraði sveit Skákprents, hlaut 21 v. af 28 mögulegum. Sveitina skip- uðu þeir Helgi Olafsson, Jónas Þorvaldsson, Jóhann Þ. Jóns- son og Birgir Sigurðsson. Frammistaða þeirra allra var með ágætum, en glæsilegast stóð þó Jónas sig, Hann fékk 7 v. úr 7 skákum. I 2 sæti varð sveit Útvegsbankans með 21 v. og í 3 sæti sveit Stjórnarráðsins með 17,5 v. Þegar þetta er ritað er keppni ólokið í B—flokki. Nýlega birtist nýr listi um Elo — stig skákmanna og er hann að ýmsu leyti fróðlegur. Margir ungir meistarar hafa hækkað mikið á stigum, en aðr- ir lækkað eins og gengur. Tutt- ugu efstu sætin skipa eftirtald- ir; 1: A. Karpov (Sovétr.) 2695 stig, 2. V. Kortsnoj (Sovétr.) 2670, 3. — 4. T. Petrosjan og L. Polugajevsky (Sovétr.) 2635, 5. B. Spassky (Sovétr.) 2630, 6. —- 7. B. Larsen (Danm.) og L. Portisch (Ungv.l.) 2625, 8. — 10. E. Geller (Sovétr.), L. Lju- bojevic (Júgósl.) og H. Meck- ing (Brasilia) 2620, 11. — 12. J. Smejkal (Tékkósl.) og M. Tal (Sovétr.) 2615, 13. V. Hort (Tékkósl.) 2600, 14 — 16. U. Andersson (Svíþjóð), W. Brown (U.S.A.) og R. Hubner (V-Þýzkal.) 2585, 17. — 19. E. Vasjukov, P. Keres og V. Smys- lov (Sovétr.)‘2580, 20. — 21. S. Gligoric (Júgósl.) og Z. Ribli (Ungv.l.) 2575. Friðrik Ölafsson er í 28. — 32. sæti með 2550. Jafn honum er m.a. hollenzki stórmeistar- inn J. Timman. Þess skal þó getið, að stigin munu og hafa verið reiknuð út fyrir áramót og er því líklegt að Friðrik sé nú eitthvað hærri. Guðmundur Sigurjónsson er i 45. — 51. sæti með 2530 og m.a., sem jafnir honum eru mánefna Unziker. Oft heyrist talað um tækni stórmeistara. Eínn þeirra stór- meistara, sem býr yfir mjög mikilli tækni er V. Smyslov, fyrrverandi heimsmeistari. Skákin, sem hér fer á eftir, er gott dæmi um þetta. Með skemmtilegri taktískri brellu í byrjuninni tekst honum að vinna peð og eftir það förlast honum hvergi úrvinnslan. eftir JÓN Þ. ÞÓR Ilann gefur peðið til baka til þess að tryggja sér betri enda- tafl og vinnur svo örugglega. Skákin var tefld í Moskvu árið 1939. Hvítt: V. Smvslov Svart: A. Konstantinopolskv Spænskur leikur. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. d3 — d6, 6. c3 — Be7, 7. Rbd2 —0—0, 8. Rfl — b5, 9. Bc2 — d5, 10. De2 — He8, 11. Rg3 — h6, 12. 0—0 — Be6, 13. d4! —dxe4, 14. Rxe5 — Bd5, 15. Rxe4 — Bd6, 16. f4 — Rxe4, 17. Bxe4 — Bf8, 18. Bxd5 — I)xd5, 19. Df3 — Dxf3. 20. Hxf3 — Re7, 21. f5 — f6, 22. Rd3 — Rd5, 23. Rf4 — Rxf4, 24. Bxf4 — Bd6, 25. Bxd6 — cxd6, 26. Kf2 — b4!,27. Hcl — Hab8, C4! — He4, 29. Hd3 — Hf4+, 30. Ke2 — Hxf5, 31. c5 — dxc5, 32. dxc5 — He5+, 33. He3 — Hxe3 +, 34. Kxe3 — Kf7, 35. Kd4 — Ke6, 36. Hel+ — Kd7, 37. Kd5 — Hb5, 38, He4! — g6, 39. h4 — f5, 40. Hf4 — h5, 41. Hd4 — Kc7, 42. b3 — Hb8, 43. Kc4 — He8, 44. Hd6 — He4+, 45. Kd5 — Hxh4, 46. Hxg6, — Hg4, 47. Hxa6 — Hxg2, 48. Ha7+ — Kb8, 49. Hh7 — IIxa2, 50. Hxh5 — Hc2, 51. Kc6! — Ka7, 52. Kb5 — He2, 53. Hh7 + — Kb8, 54. Kb6 — He8, 55. c6 — f4, 56. Ilb7 + ! — Kc8,57. Ha7 og svartur gaf. Bergsteinn Ólafsson skipstjóri — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.