Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
19
Eining, stærsta
verkalýðsfélagið
utan Reykjavíkur
1 FRÉTTATILKYNNINGU frá verkalýösfélaginu Ein-
ing við Eyjafjörð segir að félagið sé nú langstærsta
verkalýðsfélagið utan Reykjavíkur og næststærsta fé-
lagið innan Verkamannasambands Islands. I félaginu
eru konur í allmiklum meirihluta og hefur hlutfallstala
þeirra farið vaxandi um langan tfma.
A aðalfundi félagsins sem hald- fjöldi félagsmanna kominn yfir
inn var fyrir skömmu var aðeins
einn listi í kjöri og var hann því-
sjálfkjörinn. Er nú aðalstjórn fé-
lagsins þannig skipuð: Jón Helga-
son formaður, Þorsteinn Jóna-
tansson varaformaður, Olöf
Jónasdóttir ritari, Jakobina
Magnúsdóttir gjaldkeri, Þórarinn
Þorbjarnarson, Unnur Björns-
dóttir og Gunnar J. Gunnarsson
meðstjórnendur.
F"élagssvæði Einingar tekur nú
yfir alla byggð við Eyjafjörð, en
félagið hefur deildaskiptingu að
nokkru og eru deildir starfandi i
Olafsfirði, Dalvík, Hrísey og
Grenivík en verkalýðsfélag
Grýtubakkahrepps gerðist deild í
félaginu í byrjun þessa árs. Þá
stendur til að Launþegadeild Bil-
stjórafélags Akureyrar gerist
deild innan Einingar og verður þá
2.300 manns en var 1860 fyrir ári
síðan.
Rekstrarafgangur hjá sjóðum
félagsins varð á s.l. ári 6.9 millj.
kr. og bókfærðar eignir í árslok
voru 35.3 milljónir. Dagpeningar
og aðrar bætur frá sjúkrasjóði
námu á árinu 4.6 millj. kr. A
árinu keypti félagið hlutabréf i
Utgerðarfélagi Akureyringa hf.
fyrir hálfa milljón króna og jók
hlutafjáreign sína i Alþýðubank-
anum um 150 þúsund.
I lok fréttatilkynningarinnar
segir að formaður félagsins hafi
lagt á það áherzlu að ekki hafi
tekist að vinna upp neitt af því
sem tapazt hefði á síðustu tveim-
ur árum í kjarabaráttunni undan-
farna mánuði og yrði því fljótlega
að taka upp baráttuna að nýju þó
að vopnahlé væri í bili.
Gjafir til styrkt-
arfélags lamaðra
og fatlaðra
1 fréttatilkynningu frá Stvrktar-
félagi lamaðra og fatlaðra segir
að félaginu hafi horizt veglegar
gjafir. Eru þessar gjafir ýmist frá
félögum, nafngreindum eða
ónafngreindum einstaklingum.
Fyrir skömmu barst félaginu
gjöf frá börnum og fósturbörnum
Hólmfríðar Sigurgeirsdóttur
Geirdals og Steinólfs Geirdals
barnakennara i Grimsey til minn-
ingar um foreldra sína. Kærðu
þau félaginu 100 þúsund krónur.
Fleiri veglegar gjafir hafa fé-
laginu borizt frá ónafngreindum
aðilum og færir stjórn félagsins
þessu fólki alúðarþakkir, segir i
fréttinni.
María Ölafsdóttir við eitt verka sinna á svningunni.
María Ólafsdóttir sýn-
ir í Norræna Húsinu
Mvndin er tekin í framkalli á svningu þeirri, sem Simon Vaughan söng
nautahanann í á dögunum, meðal þeirra sem sjást á mvndinni eru
Kristinn Hallsson, Sigríður E. Magnúsdóttir og Magnús Jónsson.
Carmen vinsælust
í Þjóðleikhúsinu
A sunnudagskvöldið verður 40.
sýning á óperunni CARMEN í
Þjóðleikhúsinu og hefur engin
ópera sem Þjóðleikhúsið hefur
sýnt, náð slíkum vinsældum.
Rúmlega 21 þúsund manns hafa
nú séð óperuna. Sú öpera sem
áður hafði oftast verið sýnd, var
Rakarinn í Sevilla (1958), sem
var sýnd í 31 skipti fyrir 17.685
áhorfendur en flestir sýningar-
gestir höfðu áður orðið á
Rigoletto (1951): 18.605 gestir á
29 sýningum.
A sýningunni á sunnudags-
kvöld syngur brezki söngvarinn
Simon Vaughan hlutverk nauta-
banans í stað Jóns Sigurbjörns-
sonar. Simon Vaughan dvelst hér
á landi um þessar mundir og söng
hlutverk Escamillos á einni
sýningu fyrir nokkru. Mun hann
syngja í a.m.k. þremur næstu
sýningum. Sigríður Ella Magnús-
dóttir syngur Carmen, Magnús
Jónsson Don José aðrir helztu
söngvarar eru: Ingveldur Hjalte-
sted, Elín Sigurvinsdóttir, Svala
Nielsen, Kristinn Hallsson,
Garðar Cortes, Hjálmar Kjartans-
son og Halldór Vilhelmsson.
Hljómsveitarstjóri er Ragnar
Björnsson.
Mikil aðsókn er ennþá að
CARMEN en búast má við, að
sýningum taki þó senn að fækka.
Sýningar Þjóðleikhússins hafa
verið vel sóttar að undanförnu.
Um síðustu helgi komu um 3300
manns á þær 7 sýningar, sem
sýndar voru um helgina á Nátt-
bólinu, Carmen, Karlinum á
þakinu, Inúk og gestaleik Ebbe
Rode.
MARlA Olafsdóttir listmálari
opnar í dag málverkasýningu í
Norra'na húsinu. Sýningin verður
opin daglega fram til sunnudags-
ins 28. marz að sunnudeginum
meðtöldum. A sýningunni eru 33
verk, svartlist og pastelmyndir og
er höfuðviðfangsefni sýningar-
innar myndaflokkur um Reykja-
vík.
María Olafsdóttir er fædd 6.
mai 1921 i Tálknafirði. Hún
stundaði nám í listadeild Hand-
iðaskólans i Reykjavík á árunum
1941—’43 og einnig við Konung-
legu listaakademiuna i Kaup-
mannahöfn 1946—’52. Náms-
ferðir til Hollands og Parisar
1947—'48.
Hún hefur fengið heiðursstyrk
úr þessum sjóðum: Ekersberg-
Thorvaldsensfond, Statens Kunst-
fond, Anne E. Munch, Dansk-
Islandsk fond og einnig frá
Menntamálaráði.
María hefur tekið þátt í
samsýningu á Islandi, í Þýska-
landi, hjá Carlsberg kunst-
forening, Tuborg kunstforening
og viðar. Hún hefur í 28 ár tekið
þátt í árlegri sýningu á Char-
lottenborg í Kaupmannahöfn með
hópnum ,,SE“ 1973 einkasýning í
Norræna húsinu, 1976 Nikolaj
Kirke.
Hún hefur selt verk sín til
Listasafns Islands, Statens Kunst-
fond, Undervisningsministeriet
og í einkasöfn og hefur enn-
fremur gefið út bækur: Verkefni
fyrir handavinnu 1944 og Villi fer
til Kaupmannahafnar 1971 (tré-
skurðarmyndir og texti).
Sjómanna-
heimilið
opnað á ný
F/EREYSKA sjómannaheimilið
við Skúlagötu hefur nú verið opn-
að og mun að vanda starfa fram
yfir vertíðarlok. Enn sem fyrr er
það Jóhann Olsen og kona hans
sem veita því forstöðu. Þó byrjað
sé að reisa nýtt færevskt sjó-
mannaheimili munum við enn
um skeið halda áfram starfsem-
inni hér i gamla húsinu, sagði
Jóhann og með sama hætti og
áður þ.e.a.s. kristilegum samkom-
um á sunnudögum og kvöldvök-
um fyrir Færevinga og Færevja-
vini á tveggja vikna fresti.Verður
fvrsta Færeyingakvöldið n.k.
fimmtudagskvöld, en fvrsta
kristilega samkoman er á morgun
kl. 5.
Jóhann sagði að í Færeyjum
þar sem það eru einkum sjó-
mannskonur sem hafa safnað
peningum til hins gamla og hins
nýja sjómannaheimilis, hefðu á
síðasta ári safnazt um 200.000
færeyskar krónur í byggingasjóð-
Sjómannaheimilisins.
Hér hefðu færeyskar konur
einnig safnað allverulegu fé til
byggingasjóðsins — nú síðast um
daginn með basar. Þá erum við að
fara af stað með bílhappdrætti
með tveimur aukavinningum,
Færeyjaferðum með Smyrli fyrir
tvo og bíl.
AUtíLYSINGASIMINN ER:
22480
JWorotmblobib
Yffir landy gegnum bæi
Vörubílar af geröinni
Astro 95
Byggðir til að vera fljótir í ferðum,
fara langt og skila góðum afrakstri.
Hannaðir til að hlífa vegum og veita
bílstjóranum fyllstu þægindi.
Með hliðsjón af strangri áætlun og
miklum þungaflutningi.
Úrval af þrautprófuðum diselmótorum
og vagntengslum.
Ávallt fyrirliggjandi
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík, Sími 38900
*