Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976
— Oryggisráðið
Framhald af bls. 1
múhammeðstrúarmanna hafa lýst
daginn í dag A1 Aqsa-daginn, og
var efnt til sérstakra bænahalda
í dag vegna bænastaða
múhammeðstrúarmanna í Jerú-
salern.
Þór Gunnlaugsson, starfsmaður
í gæzlusveitum Sameinuðu þjóð-
anna í Jerúsalem. tjáði Morgun-
blaðinu í símtali í gær, að
ástandið í horginni væri mjög
ótryggt og mætti engu muna til að
upp úr syði. Kvað hann nokkur
þúsund manns. hæði Israelsmenn ,
og Araha, hafa tekið sér stöðu í
elzta hiuta borgarinnar, en öflug-
ur lögregluvörður væri þar að
gæzlustörfum, vopnaður kylfum
og táragasi. Sagði hann borgar-
yfirvöld vera á handi araba, og
hefði borgarstjórinn hótað að
segja af sér, tæki dómsúrskurður-
inn um jafnan rétt borgarbúa til
bænahalds í Al Aqsa gildi. Þór
kvað starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna reyna að halda sér frá mið-
borginni. Hefðu tvær bifreiðar
gæzlusveitanna verið eyðilagðar,
en sveitírnar fengju enga þjón-
ustu þessa stundina, þar sem út-
göngubann væri í gildi í Jerú-
salem og nágrannabyggðum.
Sagði hann, að starfsmenn gæzlu-
sveitanna kæmust ekki til starfa
sinna af þessum sökunt, en þeir
væru flestir arabar.
Þór Gunnlaugsson sagði, að
undanfarið hefði kylfum og tára-
gasi verið beitt á hverjum degi til
að sundra andstæðum fylkingum.
Taldi hann hættu á nýjum átök-
unt með kvöldinu, þegar sabbat-
hátíð Gyðinga gengi í garð, og
þeir ntundu freista inngöngu í
bæ'nahúsið.
I fregn Reuters segir, að leiðum
til bæja á vesturbakka Jördan
væri nú lokaö með vegatálm-
unum, i því skyni að koma í veg
fyrir frekari uppþot I kjölfar
átakanna. sem verið hafa undan-
gengnar sex vikur. Leitað er í
öllum bífreíðum, sem koma til
bæqanna á vesturbakkanum. I
Nablus og Ilebron eru hermenn á
ferð í farþegabifreiðum, sem ekki
eru merktar hernum. Leita þeir
fyrirvaralaust á vegfarendum,
sem valdir eru af handahófi.
Þannig var SO ntanns raðað upp
við húsvegg í Nablus í dag, meðan
leitað var á þeim.
Meiriháttar árekstur varð fyrir
utan helzta bænahús mú-
hammeöstrúarmanna í Hebron í
dag. Þar andæfðu ungir ntú-
hammeðstrúarmenn að lokinni
bænastund og grýttu þeir her-
menn, sem yfirbuguðu þá fljót-
lega.
I nótt væru víða fest upp vegg-
spjöld i elzta hluta Jerúsalem, þar
sem Arabar á vesturbakka Jórdan
voru hvattir til að taka ekki þátt í
kosningum, sem fram eiga að fara
í næsta mánuði.
Simon Feres varnarmálaráð-
herra Israels sagði í dag, að hann
teldi ástandið í Jerúsaiem vera að
færast til betri vegar. Kvaðst
hann þeirrar skoðunar að Arabar
á vesturbakkanum vildu stuðla að
friðsamlegri sambúð við Israels-
menn. Kyrr i vikunni varaði hann
leiðtoga múhammeöstrúarmanna
við afleiðingum áframhaldandi
götuóeirðum ungmenna.
— Sáttasemjari
Framhald af bls. 32
anna á Austfjörðum enn þrátt
fvrir það hafa félögin þar eystra
lagt út í verkfallsaðgerðir.
Kristján Ragnarsson, formaður .
LIU. sagði i gær að engar viðræð-
ur hefðu átt sér stað eystra. llann
sagði að þetta væri einstakt verk-
fall — þar sem um væri að ræöa
einn og sama kjarasamningtnn,
sem allir va-ru aðilar að. Siðan
kvað hann boðuð verkföll á alla
aðila, en undanþágur veittar éins
og t.d. á Kskifirði til 7 báta, þannr-
ig að aðpins sföðvast þar tveir
skuttogarai Kristján sagði að það
orkaði mjög tvímælís, hvort þetta
gæti talizt. löglegt. A Hornafirði
kvað hann boöaö verkfall á 15
skip, en síðan veitt undanþága
fyrir alla neina eitt.
Meðal þeirra, sem boðaðir eru á
fund sáttasemjara í dag er Sig-
finnur Karlsson, forseti Alþýðu-
sambands Austfjarða, en hann
undirritaði m.a. samkomulagið
frá 1. marz, sem hvergi hefur
verið borið undir atkvæði á Aust-
fjörðum. Mun það ætlun sátta-
nefndarinnar að spyrja að því,
hvernig á þessu standi.
Sjómenn á Höfn í Hornafirði
hafa nú aflýst verkfallinu, sem
boðað var hinn 23. marz næstkom-
andi og hafa þeir ákveðið að
greiða atkvæði um samkomulagið
frá 1. marz nú eftir helgina. Ker
það eftir niðurstöðu þeirrar
atkvæðagreiðslu, hvort verkfall
verður þá aftur boðað eða ekki.
Þorsteinn Þorsteinsson hjá
Verkalýðsfélaginu Jökli á
Hornarfirði bað Mbl. i gær fyrir
eftirfarandi athugasemd vegna
ummæla, sem birtust eftir tals-
rrianni LIU fyrir nokkrum dög-
um:
„Samkvæmt bréfi eða frétt í
Morgunblaðinu og Tímanum
síðastliðinn miðvikudag er það
haft eftir formælanda LIU, að
hoðað verkfall sjómannadeildar
Verkalýðsfélagsins Jökuls sé
ölöglegt, þar sem það nái aðeins
til eins skips, skuttogarans á
staðnum.
Við hér lítum nú svo á, að ólög-
mæti slíkrar boðunar sé ekki eins
afdráttarlaus eins og formælandi
LIU vill meina. Það hafa lögfróðir
menn sagt okkur. Þess eru dæmi,
að boðuö hafi verið vinnustöðvun
á ákveðna grein vinnu á
afmörkuöum stööum út af kjör-
um, sem varða hlutaöeigandi
verkafólk. Þannig er það líka í
þessu tilviki. Hér er um ákveðna
vinnu að ræða á ákveöinni gerð
skipa, þar sem kjör eru eins fyrir
þessi skip.
Þessi kjör, fyrst og fremst
skiptahlutfallið á minni skuttog-
urunum, eru nú almennt i sviðs-
Ijósinu. Sjómenn á þessum skip-
um eru óánægðir með sinn hlut —
svo óánægðir, að þeir hér austan-
lands hafa neyözt til þess að fara í
verkfall.
Við hér vonum að LIU beri gæfa
til að leysa þá deilu farsællega
sem fyrst. Hins vegar hafa
sjómenn á Hornafiröi ákveðið að
greiöa atkvæði um rammasamn-
ínginn fljötlega eftir helgina og
hafa því afturkallaö verkfalls-
boðun að þessu sinni."
— íþróttir
Framhald af bls. .‘50
Að þessum leik loknum, eða um kl
15 30 leika síðan ÍS og Fram Vals-
menn halda til Njarðvíkur í dag og
leika þar við heimamenn kl 14, og á
morgun heldur ..Trukkur” Carter til
Akraness ásamt ..sveinum sínum'' og
þeir leika gegn Snæfelli kl 13 Þar
gefst Akurnesingum í fyrsta skipti
kostur á að sjá bandarískan blökku-
mann leika körfuknattleik
gk —.
— Tilkynnt
um skilnað
Framhald af bls. 1
lýsingunni var einnig sagt að á
þessum „tímamótum væru hug-
ir manna sérstaklega hjá börn-
um hjönanna, þeim Linley sem
er 14 ára og Söru sem er 11 ára.
Blaðafulltrúi Margrétar
Bretaprinsessu sagöi: „Skiln-
aður að borði og sæng var bezta
lausnin sem hægt var að finna
miðað við þær aðstæður sem
eru, og með hag barnanna í
huga. Skilnaður hefur verið til
umræðu um nokkurn tíma og
jafnskjótt og ákvörðun var tek-
ín þötti rétt að tilkynna hana.
Snowdon lávarður sem er
staddur í Sídney í Astraiíu neit-
aði enn að ræða fréttína við
komuna þangað og endurtók að
hann myndi ekki frekar nú en
endranær ræða sín einkamál
opinberlega. Kréttamenn gerðu
harða spurningahríð að lávarð-
inum, en hann vék sér fimlega
undan og tók þó öllu af stakri
kurteisi segir í fréttum. Þegar
hann var spurður, hvort hann
myndi láta einhver orð falla
kæmi fórmleg tilkynning um
málið frá Buckinghamhöll
sagði hann:
,,Kf eitthvað í þá veru kefnur
upp í náinni framtíð er ég sann-
færður um að þið vitið miklu
meira um það sem fram fer í
London en ég.“ Hann lagði við
hlustirnar með athygli, þegar
honum var sagt að erkibiskup-
inn af Kantaraborg hefði látið
þau orð falla — að hann kysi
fremur að þau hjónin skildu að
borði og sæng en lögskilnaður
yrði úrskurðaður milli þeirra
hjóna. Þakkaði hann blaða-
mönnum fyrir upplýsingarnar
með mestu virktum. Hann sagði
aðspurður að hann væri ekki
agnarögn bitur út af því sem
blöð hefðu skrifað um málið.
Lávarðurinn er kominn til
Sidney vegna ljósmyndasýn-
íngar sem hann heldur þar og
hefst þann 29. marz.
— Seltirningar
Framhald af bls. 5
Leikstjóri er Helgi Skúlason,
en leikmynd gerði Steinþór
Sigurðsson. Leiktjaldasmíði og
allan annan undirbúning hafa
félagsmenn unnið sjálfir, en
nokkur fyrirtæki hafa lánað
leikmuni og búninga.
Leikendur í þessu verki eru:
Jóhann Steinsson, Hilmar
Oddsson, Jón Jónsson, Jórunn
Karlsdöttir, Þórunn Halldórs-
dóttir, Guðrún Brynja Vil-
hjálmsdóttir og Guðjón Jóna-
tansson.
Leikfélagið hefur mikinn
hug á að fara með leikinn til
nærliggjandi byggðarlaga, og
vill hafa samvinnu um það við
leikfélög staðanna.
— Eru alvarlegir
Framhald af bls. 2
verið um þó í nokkuð öðru formi
en verkfallsréttur hefur almennt
verið notaður hérlendis.
Þá barst Morgunblaðinu einnig
ályktun aðalfundar Kélags flug-
málastarfsmanna ríkisins, sem
haldinn var 16. marz, þar sem
fundurínn lýsir furðu sinni á af-
stöðu stjórnvalda til samnings-
réttar opinberra starfsmanna. I
ályktuninni segir m.a.:
„Það er alkunna að starfsmenn
ríkisins hafa lakari rétt til
samninga um laun sín en aðrir
þegnar þjóðfélagsins og hafa oft
orðið að sætta sig við gerðardóm
sem lokastig í kjaradeilum.
Kundurinn skorar á ríkisstjórn að
taka þegar í stað upp viðræðurvið
heildarsamtök opinberra starfs-
rnanna í fullri alvöru og beita sér,
þegar á yfirstandandí Alþingi,
fyrir lagasetningu sem tryggja
muni opinberum starfsmönnum
sömu aðstöðu við gerð kjara-
samninga og öðrum þegnum þjóð-
félagsins. Kundurinn lýsir því yf-
ir að félagsmenn Kélags flugmála-
starfsmanna ríkisins muni einskis
láta ófreistað til þess að ná þessu
marki."
— Astand
Framhald af bls. 25
umbúnaður engan veginn verj-
andi. Þess má að lokum geta að
birgðageymirinn stendur á svæði,
sem áður var bæjarstæði, en sá
bær eyðilagðist í snjóflóði 1919.
Þessi dæmi eru tekin af þremur
geymum á Seyðisfirði, stærstu
olíuhöfninni og þeirri sem fyrst
er tekin fyrir í skýrslunni, en
ákaflega svipað er að finna á
flestum öðrum stöðunum.
I lok formála segir Hjálmar R.
Bárðarson siglingamálastjóri:
Það er von Siglingamálastofn-
unar rikisins að þessi skýrsla sé
spor i rétta átt til að hindra sem
mest má verða olíumengun ís-
lenskra stranda frá landstöðvum
og þess er vænzt að hlutaðeigandi
aðilar taki þessari viðleitni vel,
þannig að næsta skref megi færa
okkur enn nær því marki að
hindra sem frekast er unnt alla
olíumengun frá ströndum Is-
lands.
— Engu betra
Framhald af bls. 32
fiskurinn þveginn og settur í
kassa um leið og hann kemur um
boró og verður því 1. flokks
hráefni.
Þá teljum við ekki æskilegt að
láta netaflotann eða einhver
önnur skip liggja í stofninum á
meðan hann er að hrygna, því ef
þorskurinn fær ekki að hrygna
sínum hrognum, þá kemur enginn
nýr fiskur til að „byggja stofninn
upp" Sagði Hermann aðlokum.
„Það er smám saman verið að
útiloka togarana frá öllum veiði-
svæðum og við verðum sífellt að
vera að leita að nýjum miðum.
Þetta endar með því að togurum
verður bannað að setja veiðarfæri
í sjó," sagði Asgeir Guðbjartsson.
Eg ber ekki á móti því að í
Reykjafjarðarálnum var þriggja
til fjögurra ára fiskur, en það er
alltaf erfitt að komast framhjá
honum og t.d. á 50 faðma dýpi á
þessum slóðum fðkkst góður fisk-
ur.“
„Mér finnst mjög einkennilegt
að bátar með netadruslur, sem
skila 10 sinnum verra hráefni en
trollið, fái friðuð svæði fyrir sig.
Það líður ekki sá dagur að ein-
hver bátanna komi ekki með
morkinn fisk að landi. Fisk sem
annars hefði átt að hrygna og það
á að friða hrygningarsvæðin, þá
fyrst fer einhver árangur að sjást
i fiskverndunarmálum.
Núna þegar ráðuneytið lokar
Reykjafjarðarálnum er allur fisk-
ur búinn. Togararnir eru nú á
veiðum á Halamiðum eða á Sléttu-
grunni."
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
í Olaf Karvel Fálsson fiskifræð-
ing, en hann skoðaði fisk úr
Reykjafjarðarál fyrír nokkrum
dögum á rannsóknaskipinu Haf-
þóri.
— Loðnan
Framhald af bls. 32
upplýsingum, sem blaðið hefur
aflað sér munu frystihús innan
SH vera búin að £rysta rösklega
3000 lestir.
Þær fréttir bárust frá Noregi í
gær, að þar í landi væri búið að
frysta 5000 lestir af loðnu og
reikna Norðmenn með að heildar-
frystingin þar í landi nemi ekki
meira en 7000 lestum á vertíðinni.
— Karami
Framhald af bls. 1
og þar með hefur enn oröiö töf á
tilraunum Sýrlendinga til aö
binda enda á borgarastriðið I Lf-
hanon.
Karami og Saeb Salam, fyrrver-
andi forsætisráðherra, voru inni í
flugvélinni þegar árásin var gerð
á hana þar sem hún stóð tilbúin
til flugtaks á flugvellinum, en þá
sakaði ekki. Kamel Asaad þing-
forseti var ókominn til flugvallar-
ins og þess vegna seinkaði brott-
för flugvélarinnar.
Eldur kom upp í flugvélinni en
Karami forðaði sér út um aðal-
dyrnar og Salam, sem er 71 árs
gamall, stökk út um neyðarút-
gang. „Ég var um borð í þotunni
og var að heilsa Karami þegar ég
heyrði sprenginguna," sagði Sa-
lam. „Svartur reykur kom frá aft-
ur hluta flugvélarinnar þar sem
hún varð fyrir skoti."
Líbanskar öryggissveitir og
skæruliðasamtökin Saiqa, sem
Sýrlendingar styðja, hafa hafið
rannsókn á máiinu, en ólíklegt er
að hún beri skjótan árangur
vegna öngþveitisins í Líbanon.
Að sögn öryggissveitanna kom
skothríðin frá svæði norðaustan
við flugvöllinn þar sem nokkrir
óaldarflokkar, sveitir liðhlaupa
úr líbanska hernum og hópar
palestínskra skæruliða hafast við.
Þótt ekki sé vitað hver stóð að
árásinni er almennt litið svo á að
henni hafi ekki fyrst og fremst
verið beint gegn líbönskum
stjórnmálamönnum heldur til-
raunum Hafez Assads Sýrlands-
forseta til að binda enda á borg-
arastríðið.
Vmsir hópar vinstrisinnaðra
Múhameðstrúarmanna sem taka
þátt í borgarastríðinu eru mót-
fallnir sáttatilraunum Sýrlend-
inga sem hafa ekki viljað taka
undir kröfur um að Suleiman
Franjieh forseti segi af sér þótt
sáttatilraunirnar kunni að miða
að því að fá hann til að segja af
sér með góðu.
Sýrlendingar óttast vaxandi
áhrif herskárra vinstrisinna sem
þeir hafa ekki taumhald á og það
virðist ástæðan til þess að þeir
hafa gert bandalag við hægrisinn-
aða Kalangista þótt þeir eigi að
heita bandamenn líbanskra
vinstrimanna.
Aziz Al-Ahdab hershöfðingi, yf-
irmaður setuliðsins í Beirút, og sá
sem kom síðustu erfiðleikunqm
af stað þegar hann krafðist þess
fyrir einni viku að Franjieh segði
af sér, hefur ítrekað kröfu sfna.
Hins vegar lauk hann miklu lofs-
orði á sáttatilraunir Sýrlendinga
og það þykir sýna að hann hafi
lítil sem engin áhrif lengur á þró-
un mála.
— Carlos Hugo
Framhald af bls. 15
til Parísar með sömu vél fjörutiu
mínútum síðar.
Carlos Hugo er hálffimmtugur
að aldri og kona hans er Irena,
næstelzta dóttir Júlíönu Hollands-
drottningar og Bernharðs prins.
Eftir að hann var útlægur ger frá
Spáni hefur hann lengstum búið í
París, en ferðazt víða, meðal
annars til Kína og Kúbu.
— Spánn
Framhald af bls. 1
Giron sagði að stefna Carlos
Arias Navarro forsætisráðherra
væri mótsagnakennd og Spánn
væri kominn út f meiri ringulreið
en nokkru sinni fyrr. Þá gagn-
rýndi hann ráðherra stjórnarinn-
ar fyrir að hafa betlað viðurkenn-
ingu hjá vestur-evrópskum ríkj-
um. Hann nafngreindi ráðherr-
ana ekki, en talið er að hann hafi
átt við helztu umbótasinna stjórn-
arinnar, —Jose Maria de Areilza
utanríkisráðherra og Manuel
Fraga innanríkisráðherra. „Er-
lendis eru fulltrúar okkar sífellt
að biðja Evrópulönd afsökunar og
lofa því að við munum koma á
umbótum,“sagði Giron.
Umbótaáform stjórnarinnar
hafa ekki aðeins mætt gagnrýni
frá hægri öflunum. Vinstri sinnar
hafa lýst tortryggni í garð þeirra,
en samkvæmt þeim fá t.d. sósíal-
istar og kristilegir demókratar að
halda fundi og dreifa áróðri án
þess að eiga yfir höfði sér þung
viðurlög sem giltu á Franeotíman-
um. Sérstaklega gagnrýna vinstri
menn ákvæði í hinni endurskoð-
uðu refsilöggjöf sem bannar verk-
fallsvörzlu og segja það bera
merki kúgunarstjórnar. Stjórnin
segir að verkfallsvörðum, ^em
„reyna að koma í veg fyrir að
menn geti neytt réttar síns til
vinnu" verði refsað.
Yfirlýsingin um þessar umbæt-
ur stjórnarinnar er talin hafa ver-
ið gefin út nú til að friða stjórnar-
andstæðinga eftir hina miklu ólgu
sem verið hefur meðal verkalýðs-
ins undanfarið og vegna efna-
hagsvandamála landsins, en sjö
manns biðu bana í átökum á
Spáni á tveimur vikum. Klofning-
ur stjórnarinnar og stjórnar-
kreppa var yfirvofandí vegna
ástandsins.
— Nýja
flugfélagið
Framhaid af bls. 2
um þessar mundir. Önnur vélin
þarf hins vegar að fara í svo-
kallaða d-skoðun eða allsherjar-
skoðun áður en hún getur flogið
að nýju, en forráðamenn hins
nýja flugfélags töldu sjálfsagt að
reyna að festa kaup á henni
einnig, enda þótt ekki geti orðið
að skoðuninni fyrr en síðar, en
skoðun af þessu tagi er mjög
kostnaðarsöm. Þriðja vélin mun
að öllum líkindum aldrei fljúga
meir en unnt á að vera að nýta
hana að einhverju leyti í vara-
hluti.
Það kom fram á fundinum, að
forráðamenn þessara tveggja
hópa hyggjast haga flug-
rekstrinum með svipuðum hætti
og var hjá Air Viking, og bjóða i
ferðir á innanlandsmarkaði á
samkeppnisgrundvelli við önnur
félög sem hér starfa. Einnig
myndi leitað eftir samningum um
ferðir erlendis eftir þvi sem til
félli, en töluvert var um slíkt hjá
Air Viking og fóru vélar félagsins
viða um heim.
Gert er ráð fyrir að stjórn sú
sem nú situr sé til bráðabirgða og
er henni ætlað að vinna að fram-
gangi málsins þar til framhalds-
aðalfundur Víkings verður
haldinn eftir um mánaðar tíma en
þá verður aðalstjórn hins nýja
félags kjörin.