Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 29 VELX/AKAIMOS Velvakandi svarar i síma 10*100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Brenglað mál Stefán skrifar: Enn hafa islenzkir kaupmenn afbjagað íslenzkt mál, en flestir munu kannast við Kjör-Val-Verin, Mömmusálina, Buxnaklaufina ógeðfelldu, Kyss Kyss- hörmungina og svona mætti lengi telja. Nú koma þessir menn með ein- dæma afbökun þ.e. þessi sífelldu „tilboð“ Tilboð dagsins er þetta og hitt. Vita islenzkir kaupmenn ekki hvað tilboð er? Þeir ættu að fletta upp i dönskubókinni sinni, sem þeir lærðu i skóla. Þeir ættu að fara til Danmerkur og þá munu þeir sjá víða „Dagens tilbud" osfrv. Það ætti að hafa eftirlit með þessum mönnum, það ætti að banna þeim að brengla og böglast með móðurmálið ef þeir geta ekki betur gert en dæmin sýna. Enginn vafi er á þvi, að áður en langt um liður verður sett á stofn verzlun hér sem ber heitið Pabba- rass og svo t.d. Gotraufin, Puss Puss, Flatlúsin og Eistað. Íslenzkir kaupmenn eru ekki frjóir í nafngiftum og ekki eru þeir smekklegir, þvi fer viðsf jarri. Stefán 0 Þakkir til leikfélagsins Ungur maður Kristinn Guðmundsson kom að máli við blaðið og bað um innilegar þakkir til Leikfélags Reykjavíkur fyrir boð þess til fötluðu barnanna I Hliðaskóla i Reykjavík á barna- sýninguna Kolrassa á kústskaft- inu. Sáu börnin sýninguna s.l. sunnudag og höfðu hina beztu skemmtun af. 0 Svar inn- heimtumanns ríkissjóðs í Rangár- vallasýslu Velvakanda nefur borizt bréf frá Birni. Fr. Björnssyni, sýslumanni vegna bréfs sem birtist hér í dálkunum. Segir hann að svarið sé nokkuð seint á ferð, en eftir efni máls ætti það ekki að saka verulega. Svarið frá innheimtu- manni rlkissjóðs I Rangárvalla- sýslu er svohljóðandi: „Skattgreiðandi I Rangárvalla- sýslu sem ekki hefur látið nafns síns getið, hefur í Velvakanda- þætti sent frá sér 4 fyrirspurnir til innheimtumanns ríkissjóðs I sýslunni undir yfirskriftinni „Hvers vegna er innheimt svona?“. Þar sem nokkur timi er liðinn frá birtingu fyrirspurnanna þykir rétt að taka upp efni þeirra ásamt með svari. 1. Spurt er hvers vegna skyldu- sparnaðargreiðsla sé talin með við innheimtu fyrirframgeiðslu skatta.— Álagning fyrirframgreiðslufjár- hæðar er reiknuð af heildarþing- gjaldi að frádregnum barnabót- um. Regla þessi, sem tíðkuð er vfðast hvar í umdæmum, er til hægri verka og hún ekki verið átalin, svo kunnugt sé. Um það hvort rangt sé að beita reglunni má að sjálfsögðu leita úrskurðar. 2. Þá er spurt hvernig á því standi, að aðeins sé fyrirfram- greiðsla skatta innheimt hjá „sumum" þeirra sem taka laun hjá launadeild fjármálaráðu- neytisins. — Hingað hefur verið send skrá frá launadeild yfir þá sem taka laun á vegum hennar Eftir þessari skrá er farið við inn- heimtuna. Einar tvær undan- tekningar eru í þetta sinn. Annar gjaldþeginn var sjúklingur til lengri tima, en hinn óskar að greiða sjálfur eftir settum reglum og stendurvið greiðslur. 3. Spurt er hvort rétt sé að þeir vinnuveitendur sem halda eftir af launum starfsmanna sinna vegna skatta hafi vilyrði innheimtu- manns 'fyrir því að þurfa ekki að skila skatti fyrr en i lok greiðslu- tímabils. — I fyrra, þegar hér var fyrst komið á fyrirframgreiðslu skatta hjá fyrirtækjum innan héraðs, var í bréfi til þeirra m.a. tekið fram, að þeim gæfist kostur á að hagræða fyrirframgreiðslu á gjalddagana í samráði við starfs- mennina en heildarskatti skyldi skila i siðasta lagi fyrir 15. júni. Má hver og einn túlka þetta frávik sem honum sýnist, en vissulega var gert ráð fyrir og því treyst að fyrirtækin misnotuðu ekki þessa tilhögun, en slíkt hefur ekki komið i ljós. 4. Loks er spurt hverju sæti að ofgreiddir skattar fáist ekki endurgreiddir fvrr en eftir marg- ítrekaða eftirgangsmuni. — Endurgreiðsla ofálagðra skatta fer daglega fram í skrifstofu inn- heimtumanns á venjulegum vinnutíma gegn kvittun við- komandi skattgreiðanda eða um- boðsmanns hans. Hafi fyrirspyrjandi orðið persónulega fyrir meintri mis- gjörð af hálfu innheimtumanns þá er ofur auðvelt fyrir hann að gefa sig fram, svo að koma megi við leiðréttingu, hafi honum á annað borð verið rangt gjört, sem enn er óvíst." færðu sig frá þegar David hóstaði kurteisiega. — Afsakið. £g bið afsökunar. Eg bið inniiega afsökunar. Þessi ofboðslega kurteisi hefði dugað til að þau vissu að fólkið var enskl þó ekki hefði annað komið til. Það er svo afskapiega enskt að þakka meira að segja slmsvaranum og ef einhver rekst ft Englending ft götu, biður sft slðarnefndi að sjftlfsögðu afsök- unar, þótt sökin hafi öll verið hins. Maðurinn var um fhnmtugt með breitt andlit, grámvglulegur nokkuð eins og sól hefði hann ekkí séð um langa hrfð. Eigin- kona hans var litlaus og skftta- stúlkuleg og brosti út að eyrum með glampandi gervitönnum. Hún hló vandræðalega sem hún skipti frft töskunni sinni svo að Helen og David gætu komist að. Helen sagðist ætla að fara og þvo sér og hvarf inn eftir gangin- um og gaf það til kynna að hún væri tiður gestur hér & hótelinu. David fór til herbergis sfns að þvo sér og hafa sig til. Þegar hann leit út um gluggann vakti það áhuga hans að sjft að enska parið hafði HOGNI HREKKVISI „Hann kemur bráðum! — Hann er að þvo dallinn sinn.“ Jarðeigendur Ahugasamt fólk um búskap vantar jörð til leigu eða kaups. Má hafa verið í eyði í 1 —2 ár. Sama hvar er á landinu. Tilboð sendist Mbl. f. 1 5. apríl merkt: Bújörð -— 2304 Jörð til sölu Jörðin Hvalnes, Skefilsstaðahreppi fæst til kaups og eða ábúðar í vor. Á jörðinni er 23 hektara tún. Nýlegt steinhús. Silungsveiði í vötnum. Reki og grásleppuveiði. Vélar og bú- stofn getur fylgt. Nánari uppl. gefur Búi Vil- hjálmsson, Hvalnesi, sími um Skefilsstaði og Egil Bjarnason, Sauðárkróki, símar 5181 — 5224. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kjarvalsstaðir Um helgina Laugardagur 20. marz Sýning á verkum Ásgríms Jónssonar i báðum sölum og göngum. Opin 14—22. “ Björn Th. Björnsson listfræðingur verður sýningargestum til leiðsögu milli 1 5 — ^ 1 7 Sunnudagur 21. marz Asgrímssýning opin frá 14—22. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verð- ur sýningargestum til leiðsögu milli 1 7 — 19. Dagskrá með Ijóðum og tónlist í Aust- ursal kl. 22. Aðgangur 300 krónur. Fram koma: Hrafn Gunnlaugsson, Jóhann Hjálmarsson, Nina Björk Árna- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þorvarður Helgason, ásamt bresku Ijóðskáldunum Keith Armstrong, Peter Mortimer og David McDuff, hljóm- sveitinni Diabolis in Musica og öðrum tónlistarmönnum. Kynnir: Aðalsteinn Ingólfsson. Veitingar á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.