Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 15 Undirbjuggu Kúbu- menn morð á Ford og Ronald Reagan? Chicago 19. marz. Reuter — NTB. BANDARISKA alríkislögreglan, FBI, hefur fengið upplýsingar sem hníga í þá átt, að kúbanskur njósnari sé flæktur inn i samsæri um að mvrða Gerald Ford, forseta Bandarík janna, og Ronald Reagan. Stórblaðið Chicago Tri- bune skýrði frá þessu í morgun væri samsæri um að drepa þá Ford og Reagan þegar flokksþing repúblikana verður haldið í Kansas City í ágústmánuði, að sögn blaðsins. Blaðið segir ennfremur að Þjóð- verji nokkur sem ekki er nafn- greindur hafi skýrt FBÞmönnum frá þessu og nafngreindi Kúbu- manninn sem Andres Gomez. og sagði þar, að Kúbumaðurinn Benti Þjóðverjinn á Gomez væri ráðunautur hjá arabískum skæruliðahópi er starfaði í San Fransisco. Fyrr í vikunni mun FBI hafa komizt að þvi að í undirbúningi myndasafni yfir Kúbumenn, sem FBI hefur fylgzt með vegna grun- semda um að þeir séu viðriðnir einhvers konar myrkraverka- starfsemi víða í Bandarikjunum. Ford skipar ambassa- dor í Kína Washington, 19. marz., AP. Reuter. GERALD Ford, forseti Bandaríkj- anna, greindi frá því persónulega i dag að hann hefði skipað Thomas S. Gates sem eitt sinn var varnarmálaráðherra, aðalfulltrúa Bandarikjanna i Kína og myndi hann fá ambassadorstign. Útnefningin á Gates sem var varnarmálaráðherra síðustu mánuði Eisenhowerstjórnar- innar, þarf áð hljóta staðfestingu öldungadeildarinnar, þar sem hann fær ambassadorstign. Gates tekur við af George Bush, sem nú er yfirmaður CIA, en hann hafði ekki ambassadorstitil. Patty Hearst-málið: Kviðdómur er tekúin til starfa San Franeisco, 19. marz. Reuter. KVIÐDOMUR í máli Patriciu Hearst tók til starfa í dag, en í gær fluttu sækjandi og verjandi lokaræður sínar í málinu. Lee Bailev, verjandi hennar, sagði í ræðu sinni að þetta mál snerist ekki um bankarán, heldur snerist málið um hvort hún hefði átt að lifa af eða verða drepin. „Um þetta og ekki annað snýst málið I’atricia Campell Hearst,“ sagði hann við kviðdómendurna, sem eru sjö konur og fimm karlar. Bailey þvertók fyrir að Patricia Hearst hefði gengið í lið með SLA-samtökunum, heldur hefði hún ekki átt annarra kosta völ en þeirra sem hún kaus, vegna þess að annars hefði hún verið drepin. Bailey talaði í fjörutíu og fimm mínútur og tók siðan sækjandinn James Browning til máls. Hann lagði megin áherzlu á það í ræðu sinni að Patricia Hearst hefði Carlos Hugo prins vísað frá Spáni Madrid 18. marz Reuter. TALSMAÐUR Carlistaflokksins á Spáni fordæmdi 1 kvöld harðlega spænsku stjórnina og sagði að hún væri ekki annað en ótfnd fasistastjórn eftir að lögregla hafcTi meinað „leiðtoga" Carlista- flokksins, Carlos Ilugo prins, að koma inn I landið. Prinsinn, sem er fjarskyldur Spánarkonungi og hefur gert til- kall til spænsku krúnunnar, býr í útlegð i París en ætlaði að koma til Spánar. Eftir að honum var neitað um leyfi sneri hann aftur Framhald á bls. 18 sýnt öll merki þess að hneigjast til fylgis við stefnu samtakanna, enda hefði hún verið hjá þeim í nitján mánuði og iðulega haft tök á því að korqast á braut, að minnsta kosti eftir fyrstu mánuð- ina. Browning sagði við kviðdóm, að kæmist hann að þeirri niður- stöðu að Patricia Hearst hefði sjálfviljug gengið í lið með SLA og tekið þátt í hinu fræga banka- ráni, væri ekki um annað að ræða en dæma hana seka. Browr.ing talaði í rösklega tvær klukku- stundir. I dag fékk síðan kviðdómurinn upplýsingar hjá Oliver Carter, dómara i málinu, um ýmsar laga- legar hliðar sem koma inn í málið og síðan hefjast fundahöld kvið- dómenda. Verður unnið frá þvi snemma á morgnana og til klukkan 17.00 síðdegis þar til náðst hefur niðurstaða. Orrustan við Hastings 1066 V í gvöllurinn við Hastings til sölu # VÍGVÖLLURINN viö Hastings á Englandi þar sem Vilhjálmur bastarður, hertogi af Normandí, sigraði Harald Englandskonung 1066, verður seldur hæstbjóðanda í júní Vígvöllurinn er hluti af landareign, sem verður seld á uppboði í Mayfair-hóteli i London 24. júní nema kaupandi fáist fyrir þann tíma, þar sem eigendurnir hafa ekki efni á að halda henni við og greiða skatta af eigninni. Að sögn talsmanna brezka umhverfismálaráðunéytisins er svo mikið af sögufrægum bygg- ingum í Englandi að vígvöllur nýtur ekki verndar sem „sögu- legt minnismerki". I orrustunni við Hastings biðu Englendingar í síðasta skipti ósigur fyrir erlendu inn- rásarliði og Vilhjálmur varði konungur Englands. Hann reisti klaustur á víg- vellinum í þakklætisskyni. Það er í rústum, en varðkofi er enn uppistandandi. Kvennaskóli er til húsa í pitjándu aldar byggingu skammt frá og á landareigninni, sem verður boðin upp, eru einnig bær, níu kofar, sautjándu aldar hús, 93 ekrur skóglendis, stöðuvatn og fjórtándu aldar bygging sem er notuð undir veitingahús- rekstur. Tekjur af leigum á landar- eigninni nema um 8.200 pund- um á ári (um 2.7 milljónum ísl. kr.) A eigninni eru auk þess tvö bilastæði sem þúsundir ferðamanna nota á hverju ári og hver þeirra greiðir um 100 ísl. kr. fyrir að skoða klaustrið og nágrenni þess á suðurströnd Englands í Sussex. Skráðir eigendur eru frú Evelyn Webster og fjölskylda hennar. F’orfeður hennar keyptu eignina 1719. Fulltrúi fyrirtækisins sem býður upp eignina, G.R. Judd ofursti frá Strutt and Parker, vill ekkert um það segja hvað hann telur að boðið verði í eign- ina. Hann vill ekki útiloka þann möguleika að útlendingar geri tilboð og segir að Frakkar hafi mikinn áhuga á eigninni. ERLENT Stað- inn að verki Southampton, 19. marz. Reuter LÖGREGLAN náði í gær óráð- vöndum þrjóti, sem hefur sér- hæft sig í því að stela nærfatnaði kvenna af þvottasnúrum. Að því er lögreglan upplýsti hafði hún staðið brúnbröndóttan kött, sem kallaður er Penny, að verki þar sem hann var í þann veginn að krækja sér í brjósta- höld af snúru. Ansjósuveiðarnar byrjaðar aftur Lima 19. marz. Reuter. TlU ÞÚSUND sjómenn á ansjósu- flotanum í Perú hafa nú aflýst þriggja daga verkfalli sínu og hafið veiðar á ný, eftir að stjórn landsins hafði lýst yfir neyóar- ástandi í ansjósuiðnaðinum. Talsmaður sambands fiski- mannanna sagði að verkfallinu hefði verið aflýst vegna þess að stjórnin hefði ákvcðið að heimila ríkisfvrirtækjunum Pesca Peru að segja upp mönnum, ef þeir byrjuðu ekki þegar vinnu á ný. Perúmenn hættu ansjósu- veiðum i maí í fyrra, þar sem stofninn hafði minnkað mjög vegna ofveiði. Þar meó hefur verið skortur á fiskimjöli, sem hefur verið helzta útflutnings- vara Perúmanna. Vísindamenn hafa lýst yfir fyrir nokkru að veiðar mætti hefja á ný þar sem stofninum hefði vaxið ásmegin og skipaði stjórn landsins flotanum að sigla úr höfn á mánudag. Fiskimenn- irnir neituðu því vegna þess að samkvæmt áætlunum stjórn- arinnar átti aðeins að gera út 400 af þeim 600 bátum, sem stundað hafa ansjósuveiðarnar og við það missti fjöldi manns atvinnuna. 75% Breta van- treysta Sovétum London 19. marz. Reuter. TVEIR af hverjum þremur Bretum trevsta ekki Sovétum, að því er kemur fram í niður- stöðu skoðanakönnunar sem birt var i dag. 1 athugun Gallup segir að 75% þeirra sem spurðir hafi verið hafi sagt að þeir grunuðu Sovétríkin um græsku og teldu stafa frá þeim hernaðarlega ógnun við Vestur- lönd. I niðurstöðunum, sem eru birtar í The Dailv Telegraph, segir einnig að 67% spurðra hafi talið hvggilegt að hafa á fvllstu gát í öllum samskiptum við Sovétríkin og 55% sögðu að Bretar ættu ekki að blanda sér í það ef Ródesía eða Suður- Afrika vrðu fvrir árás her- sveita er nytu stuðnings komm- únista. Ef aftur á móti slik ógnun vofði vfir Kanada eða Ástraliu vildu 50% spurðra að komið vrði til liðs, einn þriðji vildi stvðja Bandarikin ef á þau vrði ráðizt og 28% vildu að viðlika stuðningur yrði veittur Vestur- Þjóðverjum ef slík staða kæmi upp. Evrópskir kommúnistar streitast gegn Sovét Austur Berlín, 19. marz. AP. EVRÖPSKIR kommúnistar virð- ast enn einu sinni hafa hafnað tillögu Sovétríkjanna um alls- herjar fund evrópskra kommún- ista að þvf er kemur fram í frétt frá ADN-fréttastofunni. Rúmenia og Júgóslavía hafa slegist í lið með ýmsum kommúnistaflokkum í Vestur- Evrópu um að spyrna á móti því að veita samþykki fyrir hverju þvi sem gæti Veitt Sovétríkjunum verulegt vald yfif kommúnista- flokkunum i Evrópu utan Sovét- ríkjanna. Fulltrúar 27 flokka, allir nema átta frá Vestur-Evrópu, hafa verið á fundum þrjá síðustu daga i Austur-Berlín og andrúmsloftið verið hið ágætasta eins og segir i ADN-tilkynningu. Þar er gefið i skyn að ekki hafi náðst samstaða sem gæti verið upphaf á alls- herjar fundi evrópskra kommún- istaflokka. Karpov vann Skopje, 19. marz. Reuter. ANATOLI Karpov, héims- meistarinn í skák, bar sigur úr býtum á alþjóðaskákmótinu sem lauk i Skopje i Júgóslaviu í gær- kvöldi. I síðustu umferð vann hann stórmeistarann Uhlmann frá Austur-Þýzkalandi, en þeir höfðu verið sigurstranglegastir keppenda. Endanleg úrslit í mót- inu urðu þau, að Karpov hlaút 12'/$ vinning, Uhlmann 11, Timman 10!4, Kuajica og Tadrdjan 9 vinninga, Velimirovic 8H, Ador Matanovic Sofrevski Reshevsky Georgijevski Jancev með 3 vinninga. an 8, Ivkov og 7>/j, Vaganyan 7, og Niceveski 6. og Ivanovic 5'/! , i 3'/i og lestina rak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.