Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976
3
Stjórn Stúdentafélags íslands:
V oru kosningarnar 1 Stúd-
entafélaginu ólögmætar?
BOpið bréf til stúdentaB
Ágætu samstúdentar.
Eins og kunnugt er orðið af
blaðafréttum urðu nokkur átök
á aðalfundi Stúdentafélagsins á
þriðjudaginn var. Garðar
Mýrdal og fyrrverandi stjórn
hans hafa gefið út ýmsar yfir-
lýsingar vegna þessa máls, nú
síðast kom út aukablað af
Stúdentablaðinu þar sem mjög
er hallað réttu máli í frásögn af
fundinum. Stjórn SFHI vill því
I þessu bréfi reyna að skýra
hvað raunverulega gerðist.
Rök Garðars Mýrdal
I fréttatilkynningu frá GM
24. þ.m. eru talin fjögur aðal-
atriði sem að hans dómi varða
ólögmæti fundarins og því
boðar hann til nýs aðalfundar.
Næsta dag 25. marz í nýrri
fréttatilkynningu GM er boðað
til framhaldsaðalfundar og nú
hefur aðfinnsluatriðunum
fækkað I eitt. Verða rök GM nú
talin upp. Hann segir:
1. að málaröðun á dagskrá
aðalfundar sé lögbundin og
henni sé alls ekki hægt að
bre.vta með dagskrártillögu.
2. að órökstuddum dagskrár-
tillögum hafi ekki verið vísað
frá
3. að kröfu um skriflega at-
kvæðagreiðslu hafi verið
hafnað
4. að ekki hafi verið kannað
hvort allir fundarmenn hafi
haft atkvæðisrétt.
Rökum Garðars Mýrdal
svarað
Um 1.
Um breytingu á dagskrá
fundarins með dagskrártillögu
er þetta að segja. í lögunum er
ákveðið að um tiltekin mál
skuli fjallað á aðalfundum eða
framhalds- og aukaaðalfund-
um. Þessi mál eru talin upp í 6.
gr. laga SFHI í alls 6 liðum. Það
er ljóst að engan þessara liða er
unnt að fella burt með dag-
skráartillögu. En það er jafn-
ljóst að aðalfundurinn sem er
óumdeilanlega æðsta vald í
málefnum félagsins getur
breytt röð þessara liða ná-
kvæmlega eins og fundar-
mönnum sýnist og þarf engar
lagabreytingar til þess.
Upptalningin á liðunum er i
raun aðeins tillga að röðun
mála á dagskrá, sem unnt er að
breyta með dagskrártillögu,
komi hún fram. Annað væri
Iíka óeðlileg niðurstaða bæði
með tilliti til eðlis aðalfundar-
ins og eins þess að ekki væri
heldur, ef skilningur GM væri
lagður til grundvallar, hugsan-
legt að breyta 1., 2. eða 3. lið
dagskrárinnar (lagabreytingar
eru 3. liður) og það stangast á
við þann viðurkennda skilning
að aðalfundir eru æðsta vald
félags í öllum málefnum þeirra
Rök GM eru því fallin um sjálf
sig enda ekki einkennilegt þvi í
upphafi fundarins bar Garðar
Mýrdal sjálfur fram dagskrár-
tillögu um að röð liða vrði
breytt og tveim liðum frestað.
Hinar nýju lögskýringar hans
eru því búnar til eftir á, þegar
hann hefur beðið ósigur.
Um 2.
Um órökstuddu dagskrártil-
lögurnar er ekki margt að
segja. Allur gangur er á því á
fundum hversu rækilega dag-
skrártillögur eru rökstuddar.
Þær fjalla oftast um einföld
framkvæmdaatriði á fundinum
eins og t.d. röð dagskrárliða og
er oft ekki nein þörf á að rök-
styðja þær í löngu máli.
Fundarstjóri sem kjörinn var
eftir að fýrri fundarstjóri hafði
verið settur af með vantrausti
taldi ekki að þær dagskrártil-
lögur sem fram komu væru.
þess eðlis að sérstakan rök-
stuðning þyrfti og átti það jafnt
við um tillögur frá andstæðing-
um hans um vantraust á hann,
sem fellt var, sem og aðrar til-
lögur varðandi framkvæmd
fundarins.
Um 3.
Vegna kröfu um skriflega at-
kvæðagreiðslu er rétt að fram
komi, að ákvarðanir um hana
eru í hendi fundarstjóra og
ekki kom fram dagskrártillaga
um skriflega atkvæðagreiðslu
fyrr en atkvæðagreiðslum var
að ljúka, og ekki var þess
heldur óskað að beiðni um
skriflega atkvæðagreiðslu yrði
borin undir fundinn. Fundar-
stjóri var þvi í fullum rétti er
hann ákvað. að atkvæða-
greiðslur um lagabreytingar
yrðu með handauppréttingu
enda naut hann trausts fundar-
manna, hafði verið kosinn með
Iófataki og vantraust á hann
fellt með yfirgnæfandi fjölda
atkvæða.
Um 4.
Það er rétt að fundarstjóri lét
ekki, fremur en fundarstjóri
skipaður af GM, kanna
stúdentaskírteini. Fundarstjóri
taldi það allsendis óþarft og
ekki var bent á neinn sem væri
ólöglega á fundinum né heldur
það verið gert siðar. Fundar-
stjóri sá hins vegar eitt eða tvö
börn á örmum foreldra sinna á
fundinum en taldi ekki ástæðu
til að vísa þeim út.
I heild má segja að þessi svör
sýni rækilega fram á að öll rök
GM eru fundin upp eftir á f
áróðurssk.vni.
„BolIumáIið“
Garðar Mýrdal og félagar
hafa haldið því fram að at-
burðirnir á aðalfundinum
standi í sambandi við rannsókn
svokallaðs „Bollumáls“ og ætli
nýja stjórnin að stöðva rann-
sókn þess. Þetta er firra.
Stjórnin hefur í fyrsta lagi
ákveðið óskað þess við Sak-
sóknara, að þessi rannsókn
verði sem nákvæmust og ítar-
legust og í öðru lagi gæti hún
alls ekki stöðvað rannsókn
sakamáls sem hafin er. Það er
í raun stórkostleg móðgun við
stúdenta að Garðar Mýrdal
skuli voga sér að ætla almenna
þekkingu stúdenta slíka að þeir
leggi trúnað á fullyrðingar af
þessu tagi.
Vaka og SFHÍ
Garðar og skoðanabræður
hans halda því fram, að Vaka
hafi staðið fyrir þessum
aðgerðum. Slíkar fullyrðingar
eru úr lausu lofti gripnar. Að
þessu stóðu stúdentar sem ótt-
uðust að leggja ætti félagið
niður. Þeir voru andvigir því að
leggja félagið niður og
óánægðir með algert starfsleysi
félagsins og fjölmenntu því á
aðalfundinn. I þeim hóp voru
menn af margvislegum póli-
tískum „litarhætti".
Berin eru súr
Af viðbrögðum Garðars
Mýrdal, fráfarandi stjórnar og
samstarfsmanna hennar er
ljóst aó þeir þola með engu
móti að verða undir í lýðræðis-
legum kosningum. Þær
aðgerðir þeirra að boða til ólög-
legs framhaldsaðalfundar sýna
það mæta vel. Sömu sögu segir
framkoma þeirra á fundinum
þar sem þeir stóðu fyrir slíkum
ólátum að fundarstjóri
neyddist til að fresta fundinum.
Og unnt er að nafngreina menn
sem stóðu fyrir hrindingum og
gerðu sig líklega til að láta
hendur skipta. þeear atkvæðin
nægðu ekki.
Slík framkoma er ekki sam-
boðin siðúðum mönnum.
Að dómi núverandi stjórnar
Stúdentafélagsins væri það
stúdentum og Háskólanum til
mikillar hneisu og vansæmdar
ef ekki reynist unnt aó greiða
úr þessu máli innan veggja
hans þannig að nauðsynlegt
verði að leita út fyrir skólann
og þá hugsanlega til hinna
almennu dómstóla til að fá
þetta mál útkljáð. Vonandi þarf
ekki til þess að koma, vonandi
sýnir Garðar Mýrdal þann lýð-
ræðis- og félagsþroska að viður-
kenna ósigur sinn og láta af
rangfærslum sínum og hættir
að misnota nafn Stúdentafélags
Háskóla Islands.
Revkjavik, 27. marz 1976.
StjórnSFHI
Kjartan Gunnarsson
Sigurður Helgason
GeirWaage
Trvggvi Agnarsson
Anna K. Jónsdóttir.
Mimið Útsýnarkvöldið að Hótel Sögu í kvöld — Siá bts. 35
—I-------------------T----------------------------S
Utsynarferdír ■ serflokki
Vegna geysilegrar eftirspurnar, vekjum við athygli á
að ÚTSÝNARFERÐIR 1976 verða senn uppseldar
Costa
del
sol:
14. aprll Páskaferð — Biðlisti
2. mal — fáein sæti laus.
23. maí — nokkur sæti laus.
6. jún. — nokkur sæti laus.
20. jún. — nokkur sæti laus
4. júl — nokkur sæti laus
18. júl — nokkur sæti laus.
25. júl —nokkur sæti laus.
1. ág. — nokkur sæti laus
8. ág. — nokkur sæti laus
15. ág. —UPPSELT
22. ág. — UPPSELT.
29. ág. — örfá sæti laus
5. sept — örfá sæti laus
12. sept — fáein sæti laus
19. sept — laus sæti
26. sept — laus sæti
10. okt — laus sæti
J------
Costa
Brava:
13. mal —
28. ma! —
18. jún —
2. júl —
16. júl —
30. júl —
13. ág —
20 ág. —
27. ág. —
3. sept. —
10. sept. —
laus sæti
beztu ferðakjörin.
örfá sæti laus.
laus sæti
laus sæti
laus sæti
laus sæti
fáein sæti laus
fáein sæti laus
fáein sæti laus
fáein sæti laus
laus sæti
s-------
Lignano:
1. mal
23. jún.
7. júl.
21. júl.
4. ág.
11. ág.
18. ág.
25. ág.
1. sept
8. sept
— Stóra ÍtalIuferSin
List og saga.
— laus sæti
— BIÐLISTI
— örfá sæti laus
— nokkur sæti laus
— örfá sæti laus.
— örfá sæti laus
— UPPSELT
— örfá sæti laus
— örfá sæti laus
— laus sæti
— laus sæti i
PANTIÐ RÉTFU FERÐINA TÍMANLEGA
AUSTURSTRÆTI 1 7 SÍMI 26611