Morgunblaðið - 01.04.1976, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976
8 skip með 2200 lestir
Norglobal farinn heim
ATTA bátar tilkynntu um afla til Loðnunefndar f fyrradag, alls 2200
lestir, en aflann fengu bátarnir vestur af Malarrifi.
„Vita ekkert”
um Bacchante
Iscargo byrjar
reglubundið vöru-
flutningaflug til
Hollands í dag
VÖRUFLUTNINGAFLUGFÉ-
LAGIÐ Iscargo byrjar í dag
reglubundið vöruflutningaflug
milli Islands og Hollands. Sótti
félagið um leyfi til slíks flugs og
hefur leyfið nú verið veitt.
I frétt frá Iscargo segir, að
starfsemi félagsins hafi byrjað
fyrir 4 árum og hafi hún farið
stöðugt vaxandi. I fyrstu flutti
félagið íslenzkar afurðir á markað
í Evrópu og tók einstaka vöru-
farma baka til Islands. Sé nú svo
komið, að grundvöllur sé talinn
fyrir reglubundið vöruflutninga-
flug milli Reykjavíkur og Rotter-
dam í Hollandi. Verður ein ferð í
viku til að byrja með, en verður
fjölgað eftir því sem flutningar
aukast. Flogið er frá Rotterdam á
fimmtudögum.
Atvinnuástand-
ið á Þórshöfn
rætt á ríkis-
stjórnarfundi
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra og spurði
hann hvort ríkisstjórnin hefði
tekið til meðferðar hið slæma
atvinnuástand, sem nú ríkir á
Þórshöfn, og skvrt var frá í
blaðinu í gær. Hafa framá-
menn á Þórshöfn ritað for-
sætisráðherra bréf um málið.
Geir Hallgrímsson sagði, að
hann hefði lagt þetta mál fyrir
ríkisstjórnina og væri nú verið
að athuga leiðir til úrbóta.
Vandamálið væri fyrst og
fremst hráefnisskortur og
þyrfti að koma til hráefnis-
miðlun milli staða, sem ekki
væri auðleyst mál. Sagði for-
sætisráðherra að hann von-
aðist að sem fyrst væri hægt að
fínna lausn á þessum vanda,
sem nú steðjar að Þórshafnar-
búum.
Kópasker:
Tjónamat bíður
til vorsins
AÐ SÖGN Asgeirs Ölafssonar for-
stjóra Brunabótafélags Islands og
Viðlagatryggingar Islands liggja
ekki fyrir neinar tölur um tjóna-
mat á Kópaskeri vegna jarð-
skjálftans mikla í janúar s.l. Sagði
Asgeir að ekki væri talið rétt að
meta tjón á fasteignum fyrr en
frost væri farið úr jörðu.
SAMNINGANEFNDIR ríkisins
og Bandalags starfsmanna rikis
og bæja héldu áfram samninga-
umleitunum í gærdag og eftir að
samningsréftarmálið er komið I
höfn, hefur nú verið tekið til við
að ræða nýja kjarasamninga, að
því er Kristján Thorlacius, for-
maður BSRB, tjáði Morgunblað-
inu í gærkvöidi.
Kristján kvað fundi hafa byrjað
upp úr hádegi, og átti hann von á
því að fundum yrði haldið áfram
fram eftir kvöldi i gær og jafnvel
fram á nótt, enda skammur tími
til stefnu, ef leysa á þetta atriði
samningsmála opinberra starfs-
manna áður en fresturinn gagn-
vart kjaradómi rennur út á mið-
nætti í kvöld.
Kristján kvað erfitt að segja
neitt til um ganginn í þessum
Að sögn Andrésar Finnboga-
sonar hjá Loðnunefnd heldur
loðnan sig alveg við botninn, og
eru skipin að kasta allann daginn.
Yfirleitt fæst mjög lítið út úr
köstunum, en siðustu tvo daga
hafa skipin kastað 10—12 sinnum
á dag. Loðnan sem þarna fæst, er
öll hrygnd.
Bræðsluskipið Norglobal, sem
verið hefur hér við land í tvo
mánuði, hélt áleiðis til Noregs í
gærmorgun. Skipið var þá búið að
bræða yfir 60 þúsund lestir, sem
er um 20% heildarloðnuaflans.
Magnús Magnússon fulltrúi Alþýðu-
flokksins lýsti þvi yfir að fulltr. Al-
þýðufl tækju ekki til greina afsögn
sjálfstæðismannanna tveggja og sama
sögðu fulltrúar Framsóknar og Alþýðu-
bandalags Tveir aðrir fulltrúar sjálf-
stæðismanna lýstu þv! þá yfir að þeir
teldu það hverjum bæjarfulltrúa !
sjálfsvald sett hvort hann vildi starfa i
bæjarstjórn eða ekki, en eftir ræðu
Magnúsar lýstu þeir Einar Haukur og
Sigurður þvi yfir, að þeir myndu hlita
úrskurði meirihluta bæjarstjórnar (i
þessu tilviki atkvæðum þriggja Alþýðu-
kjarasamningaviðræðum enn sem
komið væri þar eð viðræðurnar
væru fremúr þungar í vöfum,
aðilar skiptust á orðsendingum
sem síðan þyrfti að taka til athug-
unar og þar fram eftir götum. Af
hálfu BSRB taka um 50 manns
þátt f þessum viðræðum, að því er
Kristján sagði.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
í fulltrúa samninganefndar ríkis-
ins í þessum víðræðum. Einnig
hafði Morgunblaðið samband við
dr. Jónas Bjarnason, formann
Bandalags háskólamanna, og
spurði hann hvernig samnings-
mál háskólamanna horfðu við
eftir samkomulagið milli ríkis og
BSRB um samningsréttarmálið,
en hann kvað að vænta sameigin-
legrar yfirlýsingar frá ríkinu og
BHM í dag.
Andrés sagði, að enn myndu
vera eftir 10—15 skip á veiðutn,
en þeim hefur farið dagfækkapdi
að undanförnu og nú eru ekki
eftir nema nótaskipin.
Eftirtalin skip tílkynntu um afla
til Loðnunefndar s.l. sólarhring:
Óskar Magnússon AK 80 lestir,
Fifill GK 50 lestir, Loftur Bald-
vinsson 500 lestir, Guðmundur
RE 400 lestir, Reykjaborg RE 100
lestir, Gísli Árni RE 450 lestir,
Ásberg RE 340 lestir og Rauðsey
AK 210 lestir.
flokksmanna, eins framsóknarmanns
og eins Alþýðubandalagsmanns) og
sitja áfram i bæjarstjórn, en áður höfðu
þeir svarað algjörlega neitandi beiðni
fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins um að
endurskoða hug sinn og sitja áfram í
bæjarstjórn
Morgunblaðið ræddi við alla fjóra
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa
Framsóknarflokksins um þetta mál og
fer frásögn af því hér á eftir:
XXX
Jóhann Friðfinnsson bæjarfulltrúi og
varaformaður fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Vestmannaeyjum og tals-
maður í fjarveru Björns Guðmundsson-
ar formanns, kvað upphaf þessa máls
hafa verið ágreining sem kom upp á
fulltrúaráðsfundi um vinnubrögð í
nafni sjálfstæðismanna Sagði Jóhann
að fulltrúaráðið hefði ekki getað mælt
með þvi er upp komst að þeir Sigurður
og Einar Haukur hefðu verið að vinna
að ákveðnum málum á bak við aðra
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og einnig
samstarfsflokkinn, Framsóknarflokk-
inn, sem hefði reynzt mjög heill !
samstarfinu „Þessir félagar okkar,"
sagði Jóhann, „voru gagnstætt eigin
yfirlýsingum að vinna með minnihlut-
anum á bak við tjöldin og bak við
samstarfsflokk okkar og með slíku
mælír Sjálfstæðisflokkurinn ekki Það
er ekki hægt að vera bæði i meirihluta
og minnihluta eins og þessir menn
hafa gert, þvi með þvi verður engum
málum fram komið þar sem ágreín-
ingur er á annað borð u.m framvindu
mála Nú hafa þessir tveir fulltrúar hins
vegar verið endurvaktir sem bæjarfull-
trúar gagnstætt eigin vilja og það er að
segja um framhaldið eins og útsynn-
inginn, hann getur rokið snögglega
upp Þegar svona viðrar vil ég þvi sem
minnstu spá fyrir framtiðina."
XXX
Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi sagði
þegar Morgunblaðið spurði um stöðu
„VIÐ höfum séö fréttina
frá Islandi og það er allt og
sumt,“ sagði talsmaður
brezka landvarnaráðu-
neytisins í gær þegar Mbl.
spurðist fyrir um hvað
brezka freigátan Bacc-
hante F-69 hefði verið að
gera innan þriggja míln-
anna fyrir austan land.
,,Ég hef engar upplýsingar um
þetta frá minni hlið og get ekki
staðfest þetta,“ sagði talsmaður-
inn. „Við getum ekkert látið hafa
eftir okkur um þetta mál.“
„Við höfum engar upplýsingar
um nákvæma staðsetningu skips-
ins. Við vitum ekki til þess að
skipið hafi verið þar sem þið
haldið fram og jafnvel íslenzkir
fallbyssubátar. Við höfum enga
vitneskju um þetta,“ sagði tals-
maðurinn.
Norski sendiherrann í London
hefur fyrir Islands hönd afhent
Bretum harðorð mótmæli vegna
siglingar Bacchante og ásiglinga
og ögrana brezkra freigátna gegn
varðskipinu Baldri á laugardag-
inn. Þá hefur utanríkisráðuneytið
tekið saman greinargerð um sið-
ustu aðgerðir Breta á Islands-
sjálfstæðismanna
málsins: ,,Það liggur fyrir að á næsta
bæjarstjórnarfundi verða 7 fulltrúar af
9 sem munu styðja Pál Zóphaníasson
sem bæjarstjóra út kjörtímabilið, en
um annað áframhald er ekkert að vita.
Þessi meirihluti sem hefur verið er
sprunginn sem slikur og það er því
enginn meirihluti i dag og við höfum
ekki staðið að myndun nýs rrieirihluta
þótt það hljóti að myndast nýr meiri-
hluti um þann mann sem verður ráðinn
bæjarstjóri. Á annað i þessum efnum
mun vart reyna fyrr en i júní er kosið
verður i nefndir bæjarins "
„Við munum starfa utan flokka,"
sagði Sigurður, „og teljum okkur ekkí
lengur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og
því óbundna af honum, en þótt ég hafi
sagt mig úr fulltrúaráði flokksins mun
ég starfa áfram innan raða ungra sjálf-
Framhald á bls. 22
„VIÐ teljum aó þaö mat, sem gert
var á vélunum, samtals 60 millj-
ónir króna, sé óraunhæft og erum
þess fullviss að með því að kaupa
allar þrjár vélarnar á 120 milljón-
ir króna höfum við gert beztu
kaup, sem hægt var að gera,“
sagði Arngrímur Jóhannsson hjá
Arnarflugi hf er Morgunblaðið
ræddi við hann í gær.
Arngrímur sagði að athuganir
erlendis hefðu leitt í ljós, að vélar
eins og Arnarflug hefur nú eign-
azt, af gerðinni Boeing 720,
gengju á allt að 120 milljónir
króna stykkið, ef þær væru í góðu
lagi eins og nýjasta vél Arnar-
flugs. „Og ef við kaupum vélar
erlendis fylgja þeim erlend lán,
sem geta stórhækkað vegna geng-
isbreytinga," sagði Arngrfmur.
miðum og verður henni dreift til
fulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna og til fulltrúa hjá
Atlantshafsbandalaginu. Enn-
fremur verður greinargerðinni
komið til íslenzkra sendiráða er-
lendis, sem koma henni á fram-
færi við önnur sendiráð og frétta-
menn.
Tóbaki stolið
fyrir rúmlega
100 þúsund kr.
INNBROT var framið i söluskál-
ann Fitjanesti í Njarðvík í fyrri-
nótt og þaðan stolið 50—60 lengj-
um af sígarettum. Verðmæti
þeirra er á annað hundrað þús-
und krónur.
Atvinnulaus-
um fækkar
A FUNDI atvinnumálanefndar
Reykjavíkur 17. marz voru lagðar
fram tölur um atvinnulausa i
borginni. Voru þeir 238 á skrá, og
hafði fækkað um 23 frá því 9.
marz. Þá var skráður 261.
Piltarnir
á batavegi
PILTARNIR tveir, sem slösuð-
ust lífshættulega i bifreiða-
slysi ofarlega á Laugavegi ekki
alls fyrir löngu, eru báðir á
batavegi og var annar þeirra
fluttur af gjörgæzludeild
Borgarspítalans í gær.
Úrskurður
ókominn
HÆSTIRETTUR hefur ekki enn
kveðið upp úrskurð í kæru þeirri,
sem fjórði maðurinn i Geirfinns-
málinu vísaði til dómsins vegna
framlengingar á gæzluvarðhalds-
úrskurði. Er beðið eftir gögnum
frá réttargæzlumanni viðkomandi
manns.
Benti hann á að með kaupum á
vélunum þremur fengist íslenzkt
lán og vélarnar fengjust á mjög
hagstæðum kjörum. 20% kaup-
verðsins er greitt út en afgangur-
inn lánaður til 5 ára með 13%
vöxtum. Næsta afbörgun af vélun-
um er eftir 2 ár. Mikið af vara-
hlutum fylgir með.
Aðspurður sagði Arngrímur, að
seljendur vélanna þriggja, Oliufé-
lagið og Samvinnubankinn, hefðu
ekki verið til viðræðu um að selja
vélarnar undir því verði sem fyr-
irtækin greiddu fyrir þær hjá
þrotabúi Air Vikings, 120 milljón-
ir króna.
Arngrímur sagði að lokum, að
undirbúningur að starfsemi Arn-
arflugs væri í fullum gangi og
gengi vel.
Ríkið og BSRB:
Tekið til við
kjarasamninga
Óljós staða í bæjarstjórn Vestmannaeyja:
„Fólk hér orðið langþreytt
á þessum skrípaleik...”
— segir Sigurbjörg Axelsdóttir bæjarfulltrúi
EINS OG sagt hefur verið frá í fréttum óskuðu tveir af fjórum bæjarfulltrúum
sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum eftir lausn frá bæjarstjórnarstörfum nú í
vikunni og jafnframt sögðu þeir af sér í fulltrúaráði flokksins vegna
skoðanaágreinings sem kom þar upp. Afsagnarbeiðni bæjarfulltrúanna var
tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudagskvöld, en fulltrúarnir tveir
höfðu þá óskað eftir þvi að varamenn þeirra tækju sæti þeirra í bæjarstjórn.
, JVlatið á flugvélun-
um var óraunhæft”
— segir Arngrímur hjá Arnarflugi