Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1976 5 Hafnarstr, Jakka Kinverk^gr blussur . s Vatteruð vesti og jakkar Elle bolir 35 litir lika rö Heilar peysur Rúllukragapeysur Hnepptar peysur? Ferminga hettukápur Skokkar og Kjólar úr Baby flauel maður Læknaráðs Borgarspítala), borgarlæknir, borgarverkf ræðingur og hjúkrunarstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Hefur nefnd þessi unnið síðan að undirbún- ingi framkvæmda. Byggingarnefndin sendi I byrjun júnl stjórn sjúkrastofn- ana bréf og óskaði eftir umsögn um æskilegt fyrirkomulag innréttinga og rekstursfyrirkomulag. Þvi svaraði stjórnin að höfðu samráði við Læknaráð Borgarspítala. Þótt ekki hafi fyrirfram verið leitað samþykkis lækna Borgarspítalans áður en ákvörðun um Hafnarbúðir var tekin, er þó Ijóst, að rétt kjörnir fulltrúar lækna Borgarspítalans hafa fylgzt með málinu og verið til samráðs um einstaka þætti þess. Mótmæli yfir- læknanna nú, þegar verkið er í full- um gangi, verða þvi að teljast heldur siðbúin. Varðandi avhugasemd yfirlækn anna um starfslið er á það fallizt, að skortur er á sérmenntuðu starfsfólki og Ijóst, að það þarf atorku og góðan vilja til að manna slíka deild. Það er hins vegar ekkert einsdæmi með Hafnarbúðir og sama myndi væntan- Bráðabirgðalausn vegna neyðarástands Greinargerð borgarstjóra um sjúkradeild í Hafnar- búðum vegna opins bréfs yfirlækna Borgarspítalans UNDANFARIN ár hafa vandamál langlegusjúklinga, bæði aldraðra og annarra, mjög verið á dagskrá. Enginn vafi er á þvi, að mikill skortur hefur verið á rúmum fyrir slíka sjúkl- inga, enda oft verið rækilega á það bent, m.a. af læknum Borgar- spítalans Kjörnir borgarfulltrúar þekkja þetta vandamál einnig, þvi að algengt er, að borgarfulltrúar séu beðnir ásjár af fjölskyldum, sem hafa langlegusjúklingá innan sinna vé- banda og geta hvergi fengið þeim vistun. í borgarstjórn hefur það þvi verið einróma álit borgarfulltrúa, að eitt brýnasta verkefni á sviði félags- og heilbrigðismála i borginni væri að fjölga rúmum fyrir hjúkrunar- og langlegusjúklinga, jafnframt þvi að byggja ætti dvalarheimili fyrir aldrað fólk, sem ekki þyrfti eins mikillar umönnunar við. Fyrir rúmu ári stóð þannig á, að Hafnarbúðir voru lausar til afnota. Borgarstjórn samþykkti þá skv. til- lögu heilbrigðismálaráðs að afhenda Borgarspítalanum húsið til að reka þar endurhæf ingar og hjúkrunar- deild. Ráðstöfun þessi var hugsuð til bráðabirgða, eða þar til varanlegri lausn hefði fengizt á þessu vanda- máli. Leyfi fékkst hjá heilbrigðis- ráðuneytinu, en borgin hugðist leggja húsið fram með nauðsynleg- um endurbótum, án þess að gera kröfu um hlutdeild í stofnkostnaði frá ríkissjóði. Lögð er áherzla á, að ákvörðun þessi var tekin til að ráða til bráðabirgða nokkra bót á ástandi, sem sumir hafa lýst sem algjöru neyðarástandi. Hafizt var handa um undirbúning endurbóta og hafa framkvæmdir nú staðið í nokkurn tíma. Áætlaður kostnaður við breytingu hússins og nauðsynlegar viðgerðir er um 37 millj. króna. Þar af höfðu um mánaðamótin febrúar/ marz verið greiddar 7.9 millj. kr., en allmikið hefur verið unnið f húsinu sfðan. Útboð hefur þegar farið fram á ýms- um búnaði, en reiknað er með, að hann verði um 16 millj. króna, en að sjálfsögðu væri unnt að nota hann á öðrum stöðum. Ein meginforsenda i bréfi yfir- lækna Borgarspftalans er sú að flýta eigi byggingu B-álmu og stefna að þvi, að hún komist í notkun sem fyrst. Auðvitað væri það æskilegasta lausnin á þessu vandamáli, en til þess skortir fé. Samkvæmt lögum á ríkissjóður að fjármagna þá fram- kvæmd 85% og borgarsjóður 15%. Fyrsta fjárveiting ríkisins er nú á fjárlögum fyrir árið 1976 og er 10 millj. kr. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir teikningum. Borgin hefur að vísu látið í Ijós vilja sinn til þess að leggja örar út fé og fá síðan endurgreitt frá rfkinu. Hefur borgarsjóður boðizt til að leggja út 50 millj. kr. á þessu ári, en algjör forsenda þess er að sjálf- sögðu, að samningar hafi tekizt við rfkið um fjármögnun þessarar bygg ingar f heild. Er nú verið að ganga frá tillögum til heilbrigðisráðuneytisins um það efni, en framkvæmdir eru algjörlega háðar því, hvort slíkir samningar takast. Heildarkostnaður byggingarinnar var í júní 1975 áætlaður tæplega 600 millj. króna, þar af f hluta rfkissjóðs 510 millj. króna. Byggingarnefnd Borgar spítalans hefur sýnt fram á, að með þvf að hefjast handa á þessu vori mætti taka f notkun árið 1978 60 rúm, en Ijóst er að enn vantar afl þeirra hluta, sem gera skal, þ.e. fjár- magnið. Til þess, að sú áætlun stæð- ist þyrfti á tfmabilinu að vera til ráðstöfunar 324.7 millj. kr. Af framansögðu er því Ijóst, að eins og nú standa sakir er ekki Ifklegt, að sú áætlun reynist raunhæf. í fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir 1976 er ekki ætlað annað fjármagn til viðgerða og endurbóta f Hafnar- búðum en af þeim lið, sem fjallar um stofnanir f þágu aldraðra. Fram- kvæmdir eru þegar það langt á veg komnar, að Ijóst er, að það fjármagn verður ekki notað á báðum stöðum, þ.e. f Borgarspftala og Hafnar búðum. Tillagan um að veita þær 47 millj. kr., sem í Hafnarbúðir fara, úr sjóði aldraðra til B-álmu Borgar spftala er því ekki raunhæf. Þá leggja yfirlæknarnir til, að Hafnar búðir verði seldar og andvirðinu varið til B-álmu Borgarspftalans. Þegar ákvörðun var tekin um hjúkrunardeild f Hafnarbúðum lágu fyrir ýmsar tillögur um notkun húss- ins. Ýmsar borgarstofnanir vantar húsnæði til sinnar starfsemi og eru f dýru leiguhúsnæði, m.a. í mið- bænum. Rætt var um að koma einhverjum þeim stofnunum fyrir f Hafnarbúðum. Þá kom og til greina að reka þar heimili fyrir sjómenn og verkamenn, eins og húsið var upp- haflega ætlað til. Neyðarástandið f málefnum hjúkrunarsjúklinga varð til þess, að borgarfulltrúar sameinuð- ust í ákvörðun um hjúkrunardeild. Annað voru borgarfulltrúar einnig sammála um, þ.e. að Hafnarbúðir eru ekki til sölu. Húsið er á einum bezta og verðmætasta stað f borg- inni og getur nýtzt Reykjavfkurborg á margvfslegan hátt, þegar bráða- birgðanotkun þess sem hjúkrunar- heimilis lýkur. Tillagan um sölu hússins og notkun söluandvirðisins er þvf heldur ekki raunhæf. í bréfi yfirlæknanna kemur fram, að ekki hafi verið leitað álits stjórnar sjúkrastofnana Reykjavfkurborgar, læknaráðs Borgarspftalans eða um- sagna yfirlækna spftalans. Er hug- myndin um breytingu Hafnarbúða f hjúkrunar- eða langlegudeild kom fram, var haft samráð við borgar- lækni, yfirlækni endurhæfingardeild ar, framkvæmdastjóra Borgarspftal- ans og forstöðukonu. Það var skoð- un þeirra, að slfkri starfsemi mætti koma fyrir í húsnæðinu með nauð- synlegum breytingum, en bent var á, að um óhagkvæman rekstur yrði væntanlega að ræða. Heilbrigðis- málaráð Reykjavfkur samþykkti sfðan tillögu um málið og í kjölfar þess borgarstjórn þann 2. febrúar 1975. Heilbrigðisráðuneytið veitti heimild til rekstursins þann 25. apríl 1975 og segir svo í bréfi ráðuneytis- ins. „Ráðuneytið hefur fengið um- lega gilda um „öldrunardeild" Borgarspftala, sem yfirlæknarnir gera að umtalsefni. Með samrekstri og hreyfingu starfsfólks á milli deilda mætti e.t.v. auðvelda lausn þessa máls. Niðurstöður þessarar greinargerð ar eru sem hér segir: 1. Neyðarástand rfkir f málum hjúkrunar- og langlegusjúklinga, þannig að bráðabirgðaaðgerðir til að létta vandann eru fullkomlega rétt- lætanlegar. 2. í Hafnarbúðum fæst hvert rúm á 2 millj. króna, en f B-álmu Borgar spítala yrði hvert rúm á um 3 millj. króna, skv. áætlun frá í júní, sem vafalaust hefur hækkað allnokkuð. 3. Engin bráðabirgðalausn er f aug- sýn og fjármagn er ekki tryggt til að koma f notkun B-álmu, hvorki að hluta né að öllu leyti. Hafnarbúðir eru ekki til sölu og verða ekki. 4. Það hlýtur að vera til bóta að fá í gagnið 25 rúm á þessu ári, þegar haft er í huga, að næsti valkostur er að bíða f óákveðinn tfma eftir B- álmu. Framhald á bls. 22 sagnir sérfróðra aðila um málið og verið bent á ýmsa augljósa ókosti við rekstur slíkra stofnunar á þessum stað. Þrátt fyrir þetta telur ráðuneyt- ið rétt að veita umbeðið leyfi og tekur þá fyrst og fremst mið af vanda, sem fyrir hendi er vegna vist- unar hjúkrunarsjúklinga á Reykja- vfkursvæðinu." Þann 2. maf 1975 var á fundi heilbrigðismálaráðs sam- þykkt að skipa byggingarnefnd, er f áttu sæti forstöðukona Borgarspftal- ans, fulltrúi stjórnar sjúkrastofnana Reykjavfkurborgar (þáverandi for- STOR-BINGO"^ veröur haldiö í kvöld 1 .apríl íSigtúni. Glæsilegt úrval vinninga Ma: 3 sólarlandaferðir með ferðaskrifstofunni Úrval — Húsgögn frá HP húsgöqn Urmull heimilistækja frá Rowenta og Philips o.fl. o.fl. Spilaðar verða 18 umferðir. Stjórnandi Ragnar Bjarnason. Skemmtiatriði: Jörundur. Húsið opnað kl. 7.30. Heildarverðmæti vinninga hálf milljón króna. Bingóið hefst kl. 20.30 Knattspyrnudeild Fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.