Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1976
7
arsjóði til Bæjarútgerðar
Reykjavíkur á árinu, segir
og sína sögu um rekstrar-
stöðu atvinnufyrirtækja,
auk á sviði útgerðar og
fiskvinnslu.
sinna og laða þau til sín
með ýmsum hætti.
Reykjavíkur-
höfn og breytt-
ar aðstæður
Minnihlutinn í
iborgarstjórn
Það hefur vakiS verð-
skuldaða athygli Reykvik
inga, að borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna, Al-
þýðubandalags, Alþýðu
flokks og Framsóknar-
flokks, fluttu ekki eina
einustu breytingartillögu
við fjárhagsáætlanir borg-
arsjóðs og borgarstofnana
fyrir árið 1976. Þeir sátu
og hjá við allar atkvæða-
greiðslur um einstaka liði
þeirra Þeir léðu ekki einu
sinni atkvæði sin fjárveit-
ingum til ýmissa félags-
mála, sem í raun eru hafin
yfir flokkslegan ágreining,
svo sem á sviði fræðslu-
mála, heilbrigðismála,
lista, íþrótta, barnaheim-
ila. vistheimila, bygging-
arsjóðs Reykjavíkurborgar
o.sv.fv. Hjásetan var
þeirra eina framlag til
hagsmunamála borgarinn-
ar og nokkurs konar af-
sökunarbókun eini llfs-
votturinn um tilvist þeirra
I borgarstjórninni.
Staða atvinnu-
rekstrar í
borginni
Borgarfulltrúar minni-
hlutaf lokkanna létu við
það sitja að flytja nokkrar
ályktunartillögur í málefn-
um borgarinnar og gera
sérstaka bókun þess efn-
is, að þar sem meirihlut-
inn væri andvígur tekju
öflununarhugmyndum
minnihlutans sæti hann
hjá við atkvæðagreiðslur
um fjárhagsáætlanir borg-
arinnar. Tekjuöflunarhug-
myndir minnihlutans fól-
ust I verulega hærri
skattheimtu á allan at-
vinnurekstur i borginni
einkum í formi fasteigna-
gjalda og aðstöðugjalda.
Rekstrarstaða atvinnu-
skapandi fyrirtækja í
borginni er, eins og fyrir-
tækja almennt á þreng-
ingartímum í efnahagslífi
þjóðarinnar, veikari en
skyldi. Atvinnulegur sam-
dráttur, sem nokkuð hefur
sagt til sin, verkar og síð-
ur en svo hvetjandi til
frekari skattheimtu á at-
vinnureksturinn en nú er.
Það gæti stuðlað að enn
frekari atvinnusamdrætti.
Sú staðreynd, að gert er
ráð fyrir um 130 m.kr.
rekstrarframlagi úr borg-
Að laða til sín
atvinnurekstur
Sveitarfélög m.a. í ná- |
grenni Reykjavikur, hafa
lagt sig fram um að laða
til sin atvinnurekstur,
bæði til atvinnusköpunar
og tekjuöflunar fyrir
sveitasjóði. Á undanförn-
um árum hefur verið
nokkur vottur fyrirtækja
flótta frá Reykjavik til ná-
grannasveitarfélaga.
Óábyrg afstaða minni-
hlutaflokkanna myndi, ef
hún réði ferðinni, rýra enn
frekar vaxtarmöguleika
atvinnugefandi fyrirtækja
í borginni og ýta æ undir
fyrirtækjaflótta. Hún
myndi þvi hvorki þjóna
hagsmunum borgarsamfé-
lagsins né tryggja at-
vinnuöryggi Reykvikinga.
Þvert á móti var tillögu-
flutningur þeirra vindur i
samdráttarseglin.
Atvinnu- og afkomuör-
yggi borgaranna byggist
ekki sizt á því, að atvinnu-
fyrirtæki hafi skilyrði til
vaxtar og bolmagn til að
risa undir sómasamlegum
vinnulaunum. Sú er meg-
inforsenda þeirrar við-
leitni hinna einstöku
sveitarfélaga að skapa at-
vinnufycirtækjum vaxtar-
skilyrði innan marka
Reykjavikurhöfn er lang
stærsta umskipunarhöfn
landsins. Hún er og um-
talsverð fiskihöfn og
stærri á þeim vett-
vangi en flestir hyggja
Til skamms tíma var
fjárhagur hennar góð-
ur, en svo er nú komið, að
skertur fjárhagur stendur
nauðsynlegum fram-
kvæmdum fyrir þrifum.
Þessu veldur hvort
tveggja: að gjaldskrármál
hafnarinnar hafa ekki þró-
azt í samræmi við örar
verðbreytingar í landinu
— og að Reykjavikurhöfn
hefur verið olnbogabarn
löggjafarvaldsins að þvi er
framkvæmdir varðar. Á
sama tima og rikið greiðir
allt upp í 75% af stofn-
kostnaði við hafnarfram-
kvæmdir utan Reykjavík
ur hefur Reykjavíkurhöfn
þurft að standa ein og
óstudd undir sinum hafn-
arframkvæmdum. Þetta
kann að hafa verið rétt-
lætanlegt áður fyrr — en
forsendur þessarar mis-
mununar eru ekki lengur
fyrir hendi. Hér þarf því
að gera skjóta bragarbót
og leiðrétta afstöðu rikis-
valdsins til Reykjavíkur-
hafnar, til samræmis við
breyttar aðstæður og
stöðu mála á liðandi
stund. Þvi fyrr sem það
verður gert, því betra.
Til leigu
Nálægt Hlemmtorgi er 70 — 80 fm. iðnaðar-
húsnæði til leigu. Húsnæðið er á III hæð með
aðgangi að vörulyftu. Mjög hentugt fyrir léttan
iðnað. Upplýsingar í síma 25838 milli kl.
10—12 f .h. næstu daga.
Ödýr föt á börnin
smekkbuxur verð 1 060 — fallegar peysur 860
— drengjaföt, kjólar, síðir og hálfsíðir.
Rúllukragabolir í mörgum litum, barna —
unglinga — og fullorðinsstærðir.
Póstsendum.
Bella,
Laugavegi 99, simi 2601 5
Gengið inn frá Snorrabraut.
SÉRVERSLUN
MED
SVÍNAKJÖT
j
Heildsala — Smásala I;
SÍLD & FISKUR
Bergstaóastræti 37 sími 24447
Páskaferd til
Húsavíkur
Brottför 14. april
— 5 dagar
Ferðlr fyrir a/la
fjölskylduna
til emhvers
fegursta staðar
þessa /ands.
Verð frá kr. 15.200-
með ferðum og gistingu
á Hótel Húsavik,
m/morgunmat.
K.
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
AUSTURSTRÆTI 17
SIMAR 26611
og20100