Morgunblaðið - 01.04.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGURsl. APRIJL 1976
Kúbanskir
hermenn
í
Angóla
SÍÐAN sex mánaða borgarastríði í Angola lauk með
sigri marxistahreyfingarinnar MPLA hefur landið orðið
mikilvægt peð á skákborði Rússa. En áður en landið
getur komið Rússum að notum þarf að ljúka miklu
viðreisnarstarfi, sem getur tekið langan tíma, og and-
stæðingar MPLA hafa lýst yfir áframhaldandi baráttu.
„Við ætlum að haida áfram baráttunni,“ sagði Jonas
Savimbi, foringi hreyfingarinnar Unita eftir ósigurinn.
„Við getum ekki sætt okkur við minnihlutastjórn, sem
er þröngvað upp á þjóð okkar með kúbönsku herliði og
rússneskum skriðdrekum.“ Foringjar FNLA hafa tekið í
sama streng og skorað á stuðningsmenn sína að heyja
skæruhernað gegn nýju stjórninni. Því getur liðið á
löngu áður en raunverulegur friður kemst á. Það fer að
vísu eftir þeim stuðningi, sem andstæðingar MPLA fá
erlendis frá og óvíst er um slíkan stuðning.
Jafnframt hefur hvert landið á fætur öðru viðurkennt
nýju stjórnina. Þeir sem riðu á vaðið voru Frakkar og
önnur vestræn ríki fóru að dæmi þeirra. Jafnvel banda-
ríska stjórnin hefur látiö á sér skilja, að breyting geti
orðið á þeirri afstöðu hennar að viðurkenna ekki nýju
stjórnina í Luanda. Boeing-flugvélaverksmiðjurnar og
Gulf-olíufélagið hættu starfsemi sinni í Angola á dögum
borgarastríðsins, en nú eru starfsmenn Boeing aftur
komnir til Luanda og hafa tekið við flugumferðarstjórn
þar og allt bendir til þess að Gulf-félagið hefji aftur
olíuframkvæmdir í Cabinda.
WB
Rússar líta að sjálfsögðu svo á,
að sigurinn í Angóla hafi ekki
síður verið þeim að þakka en
MPLA og eru sigri hrósandi.
Hernaðaraðstoð þeirra við MPLA
nam 300 milljónum punda og þeir
sáu um að senda að minnsta kosti
12.000 velþjálfaða hermenn frá
Kúbu til landsins. Stuðnings-
menn Rússa sigruðu liðsafla, sem
naut stuðnings Bandarikjamanna
og annarra vestrænna þjóða, og
þar með biðu Bandaríkjamenn að
minnsta kosti óbeinan ósigur í
Angola. Nærvera kúbönsku
hermannanna hefur vakið ugg
um ný hernaðarátök í sunnan-
verðri Afríku og sigur MPLA
fylgir í kjölfar aukinna áhrifa
Rússa í fleiri Afríkuríkjum eins
og Sómaliu og Aisír. Þannig hafá
Rússar tryggt sér traustar bæki-
stöðvar í svörtu álfunni.
I Washington hafa Ford forseti
og Kissinger utanríkisráðherra
íarðlega gagnrýnt Þjóðþingið
f'yrir að neita að samþykkja nauð-
synlegar fjárveitingar til stuðn-
ings FNLA og Unita i Angola. Þar
með telja þeir að þingið hafi
dregið úr tiltrú ríkisstjórna um
allan heim á Bandaríkjunum.
Efasemdir um styrk og festu
Bandaríkjamanna hafi aukizt.
Sigur MPLA hefur vakið
mestar áhyggjur í Suður-Afríku,
þar sem óttazt er að Angola verði
sovézkt leppríki og nýju vald-
hafarnir kunni að freistast til að
grípa til íhlutunar í krafti efna-
hagslegrar og hernaðarlegrar
aðstoðar Rússa. Enn alvarlegri er
sú aðstaða sem stjórn Rhódesíu
hefur komist í. Stjórnin i Zambíu
hefur miklar áhyggjur af undir-
róðursstarfsemi MPLA í landinu.
Á svipaðan hátt óttast nágranna-
ríki Sómaliu, skjólstæðings
Rússa, baráttustjórnarinnar þar
fyrir stofnun „Stór-Sómalíu".
Það eru ekki aðeins vestræn
ríki sem hafa áhyggjur af því að
Rússar virðast hafa náð undir-
tökunum í stóru, auðugu og
hernaðarlega mikilvægu landi í'
vestanverðri Afríku, rétt hjá sigl-
ingaleiðinni við Góðrarvonar-
höfða. Kínverjar hafa fordæmt
það sem þeir kalla „útþenslu-
stefnu nýja zaranna" í Angola og
varað við því að Rússar muni
halda áfram íhlutun sinni I
Afríku. Fréttaskýrendur þeirra
leggja áherzlu á að þeir hafi beitt
þeirri „nýju aðferð" að láta herlið
frá leppríki sínu axla höfuðbyrð-
ina í stríðinu og leggja aðeins
fram peninga, vopn og hernaðar-
ráðunauta.
Kínverjar gættu þess að taka
ekki afstöðu í borgarastríðinu.
Fréttaskýrendur þeirra lögðu
áherzlu á það þegar stríðið stóð
sem hæst, að deiluaðilar ættu að
geta gert út um ágreining sinn og
sökuðu Rússa um að splundra
frelsishreyfingunum til að auka
áhrif sfn. Enginn vafi er á því, að
stefna Kínverja í Afríku hefur
orðið fyrir miklu áfalli, ekki sizt
þegar þar við bætist að Julius
Nyerere, forseti Tanzaníu, sem
hefur fengið meiri aðstoð frá
þeim en nokkur annar afriskur
þjóðarleiðtogi, hefur opinberlega
lýst yfir stuðningi við aðgerðir
Rússa í Angola.
SÁR STRÍÐSINS
Þar sem FNLA og Unita hafa
lýst því yfir að skæruhernaði
verði haldið uppi gegn stjórn
MPLA getur verið að henni reyn-
ist erfitt að senda kúbönsku
hermennina og sovézku ráðunaut-
ana heim, þó að slík ákvörðun sé
kannski fyrst og fremst í höndum
Rússa. Mikið að kröftum hénnar
getur farið í að halda fram yfir-
ráðum sínum svo að venjuleg
stjórnsýsla sitji á hakanum.
Sárin eftir stríðið verða líklega
lengi að gróa Ef til vill hafa allt
að 50.000 manns, aðallega óbreytt-
ir borgarar, beðið bana og 1
milljón landsmanna, sem eru alls
5.5 milljónir, hafa misst heimili
sín. Að visu var stríðið fyrst og
fremst háð með léttum vopnum
og stórskotaliði og eldflaugum að-
eins stöku sinnum beitt þannig að
lítið tjón hefur orðið á borgum og
bæjum landsins. Ekkert tjón varð
til dæmis á mannvirkjum Gulf-
félagsins, svo að ekkert er því til
fyrirstöðu að það hefji aftur starf-
semi sína, sem gaf af sér rúmlega
500 milljón dollara áður en striðið
hófst. Tjón hefur heldur ekkert
orðið á mikilvægum demant-
námum norður af bænum
Henrique de Carvalho, en þrír af
hverjum fjórum starfsmönnum
þeirra og helmingur hvítra yfir-
manna þeirra flúðu í stríðinu.
Verðmæti framleiðslunnar var
100 milljón dollarar á ári áður en
stríðið hófst.
Hins vegar eyðilögðust kaffi-
plantekrur í norðurhluta landsins
að miklu leyti í stríðinu og ekki er
víst að kaffiframleiðslan færist
aftur í eðlilegt horf fyrr en eftir