Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 18

Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976 Rannsókn á notagildi jarð- efna til iðnaðarframleiðslu — basalts, vikurs, leirs, perlusteins, títaníumríks sands, gjalls, steinullarefna, grastegunda til plötugerðar o.fl. INGÖLFUR Jónsson (S) hefur flutt tillögu til þingsályktunar um rannsókn á notagildi inn- lendra jarðefna til iðnaðarfram- leiðslu. Jafnframt liggur fyrir þinginu þingsályktunartillaga frá honum um endurvinnsluiðnað, þ.e. endurvinnslu ýmislegs úr- gangs, sem ýmist er fluttur út til endurvinnslu cða er hreinlega hent, þótt nýta mætti á margvfs- legan hátt. Grcinargerð Ingólfs fyrir hinni sfðari tillögu fer hér á eftir: „I kennslubókum er frá því sagt, að á Islandi séu ekki verð- mæt efni í jörðu, sem geti borgað sig að vinna. Það er rétt, að hér hafa ekki fundist kol eða málmar að verulegu marki. En jarðefni eru eigi að síður mörg hér á landi, sem líklegt er að séu mjög verð- Tilraunir eru hafnar á vinnslu perlusteins. Gefa þær tilraunir góðar vonir um jákvæðan árangur. Ur gjalli og vikri gæti orðið um ýmiss konar iðnað að ræða, svo sem síuefni, slípisteina, margs konar fyllingarefni og ýmsa hluta til bygginga. Framleiðsla á steinull er iönað- ur, sem talið er að gæti orðið arðvænlegur til útflutnings. Verksmiðjurekstur I þeirri grein hefur reynst arðbær, þar sem aðstæður eru góðar. Leir og títaníumríkur sandur hafa einnig reynst nauðsynleg og góð efni til margs konar iðnaðar- framleiðslu, sem þekkt er f ýms- um Evrópulöndum og víðar. Vitað er að unnt er að framleiða þilplötur úr ýmsum grastegund- um og vikri, sem gæti sparað innflutning á timbri og öðru -skyldu efni. Það, sem hér hefur verið nefnt, þarfnast ýtarlegrar rannsóknar áður en ráðist er í framkvæmdir. Stofnkostnaður i hvers konar iðnaði er mikill, og verður að gera sér að fullu ljóst hversu mikill stofnkostnaður er í hverri grein. Reynsla verður einnig að fást fyrir gæðum framleiðslunnar og kostnaði á hverri framleiðsluein- ingu. Nauðsynlegt er að tryggt sé að framleiðslan seljist fyrir kostnaðarverði, áður en ráðist er í framkvæmdir. Það er mikið verk og vandasamt að rannsaka til hlítar það sem hér hefur verið nefnt. En það þolir ekki bið, að úr því fáist skorið hvort arðvænlegt er að efna til Ingólfur Jónsson iðnaðarframleiðslu úr íslenskum jarðefnum. Líkurnar eru miklar fyrir þvt, að jarðefnin séu mikill auður, sem þjóðin geti notfært sér á næstu árum og um langa framtíð. Athuga ber, að hve miklu leyti er unnt að hafa not af langri reynslu og þekkingu annarra þjóða I vinnslu margs konar jarð- efna I fjölbreytilegum iðnaði. Flestum mun vera ljóst, að iðnað- urinn verður á næstu árum að taka við fjölda ungmenna, sem koma á vinnumarkað. Er þvi þörf á að nýta þá möguleika, sem kunna að vera fyrir hendi til þess að koma upp nýjum iðngreinum. Það er mikilsvert, ef hráefnið er innlent og orkan er heimafengin. Hliðstæð jarðefni og þau, sem hér hafa verið nefnd, eru mjög verðmæt iðnaðarhráefni víða erlendis. Mikilsverður iðnaður hefur byggst á þvi að vinna úr þeim á undanförnum áratugum. En nú eru þessi jarðefni víða til þurrðar gengin. Þess vegna er lík- legt, að erlendir markaðir geti opnast fyrir íslenskar iðnaðarvör- ur úr innlendum jarðefnum i þeim löndum, sem ekki hafa lengur hráefni til framleiðsl- unnar. í landinu eru stofnanir og sér- fræðingar, sem i meginatriðum geta rannsakað það sem tillagan gerir ráð fyrir. Er ætlast til, að rikisstjórnin notfæri sér þá þekk- ingu, sem íslenskir vísindamenn hafa nú þegar og gætú aflað sér erlendis í þessum greinum.“ mæt, ef þau verða notuö á réttan hátt. Má meðal annars nefna basalt, vikur, leir, perlustein, títaniumríkan sand, gjall, stein- ullarefni. Sérstakar grastegundir vaxa hér, sem henta vel til plötu- gerðar o.fl. Þau efní, sem hér eru talin, munu iill finnast á Suðvestur- landi í mjög ríkum mæli og mörg þeirra einnig í öðrum landshlut- um. Líklegt má telja, að markaður fengist erlendis fyrir hráefnið óunnið, en athuga ber hvort vinnsla gæti orðið arðbær áður en að því ráði yrðí horfið að flytja út óunnið efni. Víða erlendis, svo sem í Frakk- landi, Þýskalandi og Tékkó- slóvakíu, hefur basalt verið notað til sérstakrar og umfangs- mikillar iðnaðarframleiðslu í nokkra áratugi. Nauðsynlegt er að rannsaka hvort hagstætt gæti talíst að vinna úr basalti hér á landi fyrir innlendan markað og til útflutnings. Reynslan hefur sýnt, að margt er hægt að vinna úr basalti og hefur sú vinnsla orðið að stóriðnaði í fyrr- greindum löndum. AIMnGI Liður í fiskverndunaraðgerðum: Upptaka ólöglegs sjávarafia Matthías Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra, mælti nýlega á Alþingi fyrir stjórnarfrum- varpi um upptöku ólöglegs sjávarafla, sem er liður í fisk- verndaraðgerðum og stjórnun fiskveiða. Ráðherranum fórust svo orð: — NÝMÆLIN, SEM NAUÐ- SYN BER AÐ FESTA 1 LÖG- UM. Lagafrumvarp þetta hefur að geyma nýmæli, sem stjórnun veiða á undanförnum árum þykir sýna að fullkomlega tíma- bært eða öllu frekar bráðnauð- synlegt sé að setja i lög. Að vísu er að finna ákvæði um upptöku afla í botnvörpulögunum frá 1973 og samkvæmt þeim er hægt að beita upptöku afla vegna brota á veiðireglum, sem settar eru með stoð í þeim lög- um. Þetta á þó aðeins við ef um itrekað brot er að ræða og það verður að teljast alveg ófull- nægjandi. i því tilfelli til dæmis, að báti sé settur ákveð- inn hámarkskvóti, þá getur það hæglega komið fyrir, að bátur- inn fari i veiðiferð, eigandí eftir að veiða aðeins nokkur eða nokkra tugi tonna af kvóta sínum. Siðan kemur báturinn inn með fullfermi og fer þar með langt fram úr kvóta sínum. Hér er aðeins um eitt hrot að ræða og því ekki hægt að beita upptöku afla um það sem um- fram kvótanum nemur. Hagnaðurinn, sem viðkomandi hefur af þessum umframafla getur hins vegar farið langt fram úr þeirri sektargreiðslu, sem hægt yrði að dæma hann I. Eins og fyrr greinir á þetta við um veiðireglur, sem settar eru samkvæmt botnvörpulögunum. Brot á veiðireglum eða veiði- leyfum, sem eiga sér stoð I öðrum lögum eins og t.d. land- grunnslögunum frá 1948, geta alls ekki varðað upptöku afla samkvæmt gildandi lögum. Þetta þykir alveg óviðunandi og vísast um slík brot til þess er segir í athugasemdum með frumvarpinu um brot síldveiði- bátanna s.l. haust. Þær upptökuheimildir, sem felast í frumvarpi þessu eru sem sagt nýmæli, sem þykja nauðsynleg. — BROT Á VEIÐIREGLUM OG VIÐURLÖG Þau nýmæli, sem felast í 2.—4. gr. frumvarpsins þykja einnig nauðsynleg og gefa jafn- framt tilefni til sérstakra skýr- Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra. inga því hér er farið inn á alveg nýjar brautir hvað snertir að- ferðina við að beita upptöku afla. Samkvæmt gildandi lögum eru slíkar aðgerðir vegna brota á veiðireglum eingöngu í hönd- um dómstóla, en hér er lagt til að framkvæmdavaldinu eða nánar tiltekið ráðherra verði fengið slikt vald í hendur. Þetta er því nýmæli, enda þótt fram- kvæmdavaldið hafi á sumum öðrum sviðum vald til ákvarðana, sem telja má svipaðs eðlis. Það er skýrt tekið fram i at- hugasemdunum með frumvarp- inu, að með því að fela ráðherra vald til upptöku ólöglegs sjávarafla, þá er ekki með þvi verið að taka slik mál undan forræði dómstóla enda gerir frumvarp:ð ráð fyrir því, að öll- um slíkum ákvörðunum ráð- herra megi visa til meðferðar sakadóms. Það sem telja verður að vinnist með þvi að heimila ráðherra upptöku ólöglegs sjávarafla er fyrst og fremst það að þetta ætti að gera slík mál mun þjálli og einfaldari í meðförum og þar með flýta af- greiðslu þeirra auk þess sem með þessu væri væntanlega létt af dómstólum mörgum málum, sem enginn ágreiningur væri um og ætti þess vegna að vera óþarfi að láta ganga þá leið aðeins formsins vegna. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að gert er ráð fyrir því að ólöglegur sjávarafli verði gerður upptækur óháð fyrir því hvort um refsiverðan verknað er að ræða og mælir það auðvitað frekar með því að ráðherra geti annast eða látið annast framkvæmdina. Til frekari útskýringar í þessu má t.d. nefna, að erfitt getur verið að sanna að um sök sé að ræða hjá skipstjóra, sem farið hefur aðeins fram úr kvóta sínum eða landar fiski, sem er aðeins und- ir gildandi reglum um lág- marksstærðir. í slikum tilfell- um eru e.t.v ekki efni til að Framhald á bls. 22 Stjómarframvörp um leiklist- arstarfsemi ogÞjóðleikhús Þjóðleikhúsið flytji óperur og sýni listdans, auk leik- ^ ritaflutnings, sem áfram verður höfuðverkefnið Æ\ VILHJÁLMUR Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir tveimur stjórnarfrumvörpum í gær: frumvarpi til leiklistarlaga og frumvarpi til laga um Þjóðleik- hús. LEIKLISTARLÖG k'rumvarpið kveður á um að menntamálaráðuneytið fari með yfirstjórn leiklistarmála. Ríkið skal reka og kosta Þjóðleikhús og Leiklistarskóla Íslands, eftir þvi sem fyrir er mælt í lögum um þessar stofnanir og i fjárlögum. Árlega skal veita fé í fjárlögum til eftirfarandi aðila: 1) Leikfélags Reykjavikur, 2) Leikfélags Akur- eyrar, 3) Bandalags íslenzkra ieikfélaga, 4) til almennrar leik- starfsemi og 5) til leiklistarráðs. Hlutverk leiklistarráðs skal vera: 1) að vera vettvangur skoðanaskipta, umræðna og stefnumótunar um leiklistarmál, 2) að vera ráðgefandi fyrir ráðu- neytið, sveitarfélög og leiklistar- stofnanir, 3) að stuðla að ritun og útgáfu leikrita og 5) að sinna öðrum leiklistarverkefnum í sam- ráði við ráðuneytið. — Ráðið skal skipað eftir tilnefningu ýmissa aðila á leiklistarvettvangi. LÖG UM ÞJÖÐLEIKHÚS k'rumvarp til laga um þjóðleik- hús hefur verið flutt þrisvar áður, án þess að fá fullnaðarafgreiðslu Alþingis. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir ráðningu ýmissa nýrra starfskrafta -aö Þjóðleikhúsinu, þ.á m. leiklistarráðunauts, tön- listarráðunauts, listdansstjóra, skipulags- eða framkvæmdastjóra og heimild er til að ráða rithöf- und, tímabundið, tíl leikritunar. Þjóðleikhúsráð skal skipað 5 mönnum, völdum á sama hátt og í gildandi lögum, og skal það, ásamt Þjóðleikhússtjóra, fara með stjórn Þjóðleikhússins og rekstrar þess. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að Þjóðleikhúsið skuli, auk leiklistarstarfsemi, standa fyrir óperustarfsemi, og ráðning list- dansstjóra, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hlýtur og að fela í sér aukna starfsemi á sviði listdans. Í frumvarpinu er og gert ráð fyrir þjónus.tu af þess hálfu í þágu „landsbyggðarinnar" í leik- Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra listarefnum, m.a. leikferðum um landið. Þá er gert ráð fyrir að blandað- ur kór starfi við leikhúsið. Þjóðleikhússtjóra skal ráða til fjögurra ára í senn og má eingöngu endurráða sama mann einu sinni, þannig að enginn getur gegnt starfinu lengur en átta ár. Þjóðleikhúsi og sjónvarpi er ætlað að koma saman á fót leik- munasafni, er Leikfélag Reykja- víkur og önnur leikfélög geti gerzt aðilar að, en safnið leigi búninga, leiktjöld og sviðsbúnað. KOSTNAÐUR IKJÖLFARIÐ Geir Gunnarsson (K) benti á, i umræðu um frumvarpið, að veru- lega aukin starfsemi þess, m.a. á sviði óperuflutnings og listdans, sem og ráðning nokkurra við- bótarstarfskrafta, hlyti að hafa verulegan kostnað í för með sér. Óhjákvæmilegt væri að þingmenn fengju í hendur upplýsingar um fjárhagshlið þessa frumvarps, ekki sízt eins og staða rikisfjár- málanna væri í dag. — Mennta- málaráðherra sagði i svari til Geirs, að verið væri að endur- semja fyrri kostnaðaráætlanir hér um, og myndu þær lagðar fyrir þá þingnefnd, sem fengi frumvarpið til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.