Morgunblaðið - 01.04.1976, Side 19

Morgunblaðið - 01.04.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976 19 Aðalfundur Verzlunarbankans: vonazt var til, sölutregða var á ýmsum afurðum og verðfall. Versnandi gjaldeyrisstaða hefur því verið bætt með er- lendum lántökum, og er nú svo komið, að lengra verður varla komizt á þeirri braut. Þrátt fyrir mikinn samdrátt á flest- um eða nær öllum sviðum efna- hagslífsins hefur teljandi at- vinnuleysi ekki gert vart við sig hér- á landi, gagnstætt því, sem víðast hefur orðið í nálægum löndum. Með minnkandi eftir- spurn vinnuafls styttist dag- legur vinnutími. Til mótvægis þessu hefur ríkissjóður fjármagnað ýmsar framkvæmdir með auknum greiðsluhalla. Slík stefna er í ósamræmi við þá meginstefnu stjórnvalda að draga úr verð- bólgu og koma á jafnvægi við útlönd. Hins vegar hefur þetta 62,7% útlána fara til verzlunar Aðalfundur Verzlunarbank- ans var haldinn í Kristalsal hótels Loftleiða laugardaginn 27. þ.m. Fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Hjartarson, forstjóri, en fundarritarar þeir Gunn- laugur J. Briem, verzlunar- maður, og Jón I. Bjarnason, rit- stjóri. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, formaður bankaráðs, gerði grein fyrir starfsemi bankans á árinu og f jallaði ftar- lega um þróun og framvindu efnahagsmála og sagði svo um þau atriði I ræðu hans m.a.: „Eðlilegt er að fara nokkrum orðum um ytri aðstæður og að- draganda þeirra, er móta á ýms- an hátt starfsemi bankans. Eftir mjög öra og samfellda" efnahagsþenslu og framleiðslu- aukningu í heiminum á ár- unum 1972—1973, samfara meiri og viðtækari verðbólgu en dæmi voru til áður, snerist þessi þróun við á árinu 1974. Stjórendur efnahagsmála víða um heim töldu verðbólguþróun geigvænlega og stefna í voða efnahagskerfinu. Víðast hvar var verðbólgan þó mun minni en sú, sem við tslendingar höfum lengst af búið við síð- ustu áratugi. í kjölfar aðgerða til að draga úr eftirspurn og hemja verð- bólgu, þannig að koma mætti á æskilegu jafnvægi, fylgdi hin minnisstæða olíuverðshækkun, sem bætti mjög við samdráttar- áhrif aðgerðanna. Samdráttur efnahagslífsins varð allt annar, meiri, víðtækari og erfiðari við- fangs en til var ætlazt. Veru- lega dró úr neyzlu og fjárfest- ingu og atvinnuleysi varð vlða geigvænlegt. Jafn háðir og is- lendingar eru utanríkisvið- skiptum varð ekki komizt hjá að flytja inn ýmsa þætti þessa vanda. Allt frá árinu 1969 fóru viðskiptakjör tslendinga mjög batnandi fram á árið 1973. Jafnhliða þessum hagstæðu ytri aðstæðum var framleiðslu- aukning þjóðarbúsins yfirleitt mjög ör þannig að á fjögurra ára tímabili, sem endaði 1973 varð þriðjungs aukning raun- tekna á mann. Draga tók úr þessari hagstæðu þróun seint á árinu 1973 og á árinu 1974 snerist hagsældin i andstreymi, þ.e. verulega tók að draga úr aukningu þjóðarframleiðslu og viðskiptakjör fóru versnandi, verð útflutningsvara fór lækk- andi en innfluttar vörur hækk- uðu stöðugt I verði. Á s.l. ári náði meðalverðhækkun vöru og þjónustu um 50%. Eftir að farið var að spyrna við fótum hefur meginstefna stjórnvalda I efnahagsmálum verið að draga úr greiðsluhalla við út- lönd, tryggja útflutningsat- vinnuvegunum þolanlega af- komu og koma I veg fyrir at- vinnuleysi. Ætla má að gengis- breyting I febrúar 1975 svo og tíð gengissig á árinu hafi bætt hag útflutningsatvinnuvega. Hækkandi verð, aðallega á inn- fluttum vörum án sjálfvirkrar hækkunar kaupgjalds hefur leitt til verulega minnkandi kaupmáttar á liðnu ári og því um leið minnkandi eftirspurn- ar gjaldeyris. Engu að siður var halli þjóðarbúsins gagnvart útlönd- um mikill, framleiðsla útflutn- ingsatvinnuvega varð minni en VERZLUNARLANASJÓÐUR Ur stofnlánadeild bankans voru á árinu veitt lán að upp- hæð 112.1 millj. kr. og nam upp- hæð útistandandi lána I árslok 276.0 millj. kr. Lán stofnlána- deildar eru að mestum hluta endurlánað fé og var á árinu gengið frá lántökum hjá Líf- eyrissjóði verzlunarmanna að upphæð 80 millj. kr. og Fram- kvæpidasjóði að upphæð 25 millj. kr. Sú breyting varð á útlánakjörum að við stofnlána- deild var bætt nýjum flokki verðtryggðra lána og er viðmið- un verðtryggingar sú breyting sem verða kann á byggingar- visitölu á lánstímanum. STAÐANGAGNVART SEÐLABANKA Innstæður bankans I Seðla- bankanum námu I árslok 507.1 millj. kr. og höfðu aukist á ár- inu um 88.5 millj. kr. Lán bank- ans hjá Seðlabankanum i árslok voru 88.9 millj. kr, þar af 38.9 millj. kr. endurseld lán. mönnum láti eftir sér bíða enn um stund. Ekki dyljast mönn- um, sem við rekstur fást, hin óheillavænlegu áhrif slíkrar óðaverðbólgu, sem hér hefur verið. Veltufjármunir rýrna ör- ar en orð fá lýst. Afkomu fyrir- tækja er stefnt i hreinan voða. Stöðugt hækkandi ■ rekstrar- gjöld án tilsvarandi tekjuaukn- ingar vegna minnkandi kaup- máttar, úreltra verðlagsákvæða og takmarkaðri lánamöguleika gera nú kaupsýslustörf miður eftirsóknarverð. Fjárhagsbygg- ing stöðugt fleiri fyrirtækja breytist þannig að innlánsstofn- anir sjá sér ekki fært að fjár- magna frekari rekstur, afkom- an og eiginfjárstaðan réttlætir slíkt ekki. Við þessar aðstæður leita stjórnendur fyrirtækja mjög ákveðið eftir lánsfjár- magni hjá innlánsstofnunum til reksturs. Innlánsstofnanir hafa takmarkað fé til útlána. Til þess hafa þær fyrst og fremst Fjölmenni var á aðalfundi Verzlunarbankans sín áhrif á atvinnulíf og að hluta það verð sem greiða þarf fyrir fulla atvinnu við þessar aðstæður. Lengri tíma tekur að jafna metin við útlönd. A síðari hluta s.l. árs tók verulega að draga úr verðbólgu hér á landi, og gætti þar efna- hagsaðgerða stjórnvalda en eijtnig dró verulega úr er- lendum verðbólguáhrifum vegna jafnvægis, sem víðast hvar var stefnt að. Ösagt skal látið hér hver framvinda þessarar þróunar verður. Þróun viðskiptakjara skiptir okkur höfuðmáli svo og stefna í kaupgjaldsmálum. Óvarlegt er talið að reikna með nokkrum umtalsverðum bata þar á fyrst um sinn. Sá bati, sem kann að verða, hlýtur óhjá- kvæmilega að ganga að veru- legu leyti til þess að bæta stöðu þjóðarbúsins út á við. Gera má því ráð fyrir, að raunhæfar kjarabætur til handa lands- innstæður viðskiptavina sinna, með ákveðnum takmörkunum, en aukning þeirra hefur ekki haldið í við verðbólguna undan- farið, og að auki lánast eigið fé þeirra, sem eins og annað fé rýrnar á verðbólgubálinu. Vísa ber til föðurhúsanna fullyrð- ingum um að rekstur hagnist á verðbólgu." Á árinu opnaði bankinn úti- bú að Arnarbakka 2 í Breiðholti og útibú bankans í Keflavík var flutt í eigið húsnæði að Vatns- nesvegi 14. Þá var unnið að undirbúningi við Hús verzlunarinnar í fyrirhugðum nýjum miðbæ Reykjavikur, en bankinn er aðili að þvi. Er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist á þessu ári. Verzlunarbank- inn rekur í dag 3 útibú, í Kefla- vík, að Laugavegi 172 og Arnar- bakka 2, auk afgreiðslu í Um- ferðarmiðstöðinni. Hér á eftir verða rakin helztu atriði úr reikningum bankans, en þeir voru lagðir fram af Höskuldi Ölafssyni, bankastjóra. millj. kr. eða 18.1%. Veltiinn- lán námu 542.9 millj. kr. og höfðu á árinu hækkað um 156.6 millj. kr. eða 40.5%. Innláns- aukning ársins varð hlutfalls- lega betri en árið á undan en þá varð hún 19.5%. Spariinnlán bankans eru 78% heildarinn- lána, en veltiinnlán 22%. ÚTLAN: Útistandandi lán námu í árs- lok 2065.2 millj. kr. og höfðu á árinu aukizt um 358.7 millj. kr. eða 21%. Meginhluti lána bank- ans eru vixillán eða 63.2%, yfir- dráttarlán eru 19.9% og skulda- bréfalán 16.9%. Utlánaskipting bankans eftir atvinnuvegum og starfsgrein- um er þannig, að til verzlunar fara 62.7% af lánum bankans, iðnaðar 6.1%, þjónustustarf- semi 5.3% opinberra aðila HAGUR BANKANS Til varasjóðs bankans var varið 26 millj. kr. og er hann í árslok 112 millj. kr. en óráðstaf- að af tekjuafgangi ársins voru 7.0 millj. kr. Innborgað hlutafé nam í lok síðasta árs 55.4 millj. kr. og hafði á árinu hækkað um 12.7 millj. kr. Eigið fé bankans var alls 174.4 millj. kr. og hafði á árinu aukizt um 40.4 millj. kr. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 13% arð af innborguðu hlutafé. STJÓRNARKJÖR Úr bankaráði áttu að ganga að þessu sinni þeir Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, Pétur Ö. Nikulásson, stórkaupmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður, og voru þeir allir endurkjörnir. Fyrir áttu sæti i bankaráðinu þeir Leifur ísleifsson, kaupmaður og Guð- mundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur. Formaður bankaráðs er Þor- valdur Guðmundsson, forstjóri, en varaformaður Pétur Ó. Nikulásson, stórkaupmaður. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, gerir grein fyrir reikningum bankans. Frá v. Kristján Oddsson, bankastjóri, Hjörtur Hjartarson, fundarstjóri, Þorvaldur Guðmundsson. formaður bankaráðs, Pétur Ó. Nikulásson, varaformaður bankaráðs, og bankaráðsmenn, Leifur lsleifsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. INNLAN: Heildarinnlán bankans námu i árslok 2465,7 millj. kr. og höfðu á árinu aukizt um 452,2 millj. kr. eða 22.4%. Spariinn- lán námu 1922.8 millj. kr. og höfðu á árinu aukizt um 295.5 7.3%, einstaklinga 16.3% og til ýmissa annarra greina 2.3%. Samkomulag var gert milli Seðlabankans og viðskipta- bankanna um útlánastefnu og tókst I megindráttum að fylgja þeim markmiðum sem sett voru. Innlánsaukn- ing nam 22,4%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.