Morgunblaðið - 01.04.1976, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1976
33
fclk f
fréttum
Víti til
varnaðar
+ Að undanförnu hafa fjöl-
miðlar gert sér mikinn mat úr
hjónabandsmálum þeirra
Snowdons lávarðar og Margrét-
ar prinsessu og loks skilnaði
þeirra að borði og sæng.
Snowdon lávarður hefur f
þessum þrengingum sfnum þó
ekki alveg farið á mis við hugg-
unarrfk orð og samúð, þvf að nú
hefur Idi Amin, Ugandaforseti,
sent honum bréf þar sem hann
kemst svo að orði, að þetta
„ætti að kenna öllum mönnum
að ganga ekki að ciga hofróður
af háum stigum".
Bréf forsetans var lesið upp f
útvarpinu f Uganda og þar sagt
að forsetinn hafi verið djúpt
hrærður þegar hann frétti um
skilnaðinn. Segir hann enn-
fremur að f slfkum hjónabönd-
um hafi konurnar gjarnan yfir-
höndina og geti sigað eigin-
mönnunum eins og hundum f
allar átti. Amin segist harma
ákaflega alla þá erfiðleika sem
Snowdon verði að ganga f gegn-
um og biður honum allra heilla
og guðs blessunar f framtfð-
inni.
+ Björn Borg, sænska tennis-
stjarnan og kvennagullið ætlar
nú að gerast söngvari. Upptök-
ur með söng hans cru þegar
hafnar og eru plöturnar
væntanlegar á markað eftir
páska.
Idi Amin og fjórða brúðurin — Sara
+ Tom Jones lét lyfta á sér
andlitinu fyrir nokkru eins og
getið hefur verið um. Nú hafa
nokkur frönsk blöð gert það að
tillögu sinni, að hann dragi það
ekkí lengur að láta Iyfta á sér
maganum Ifka.
+ Forstjóri dýragarðsins í
Frankfurt, Karsten Scmidt, á
sér góðan kunningja meðal
fbúa garðsins. Það er sæljónið
„Konungur" scm sést hér
faðnia að sér vin sinn með öll-
um sfnum 2000 kflóum.
Konungur er mjög hændur
að Schmidt og eftirlátur honum
og ekki hvað sfzt þegar hann á
von á einhverju góðgæti. Sum-
um kann að finnast að sæljón
séu ekki ýkja fagrar skepnur
en minna má á að það er ekki
útlitið sem skiptir öllu máli.
+ HEINZ Wilhelm heitir mað-
ur og hefur það að atvinnu að
vaska upp á gistihúsum f Vest-
ur-Þýzkalandi. Ilann hefur nú
verið lagður inn á sjúkrahús f
Oberstdorf eftir að hafa slegið
öll met f skfðastökki — án
skfða. Þessi hálfsextugi uglu-
spegill tók þátt f heilmikilli
drykkjuveizlu þar sem veit-
ingarnar voru ekki skornar við
nögl. Að þvf búnu klifraði hann
upp á 145 metra háan skfða-
stökkpall og klæddur leðurbux-
um einum fata lét hann sig
húrra fram af. Stökkið tókst vel
— sléttir fimmtfu metrar.
Heinz Wilhelm mun sleppa
við allt uppvask um óákveðinn
tfma.
BO BB& BO
ERTU AÐ 6RAW J
TFÍR WÍ QÖ&&0
J-JA-OÐRUVISI ER EKKI MÆSTAÐ )
LOSA SÍG VÍÐ pAÐ 'AN ÞESS AÐ '
'rrí MÍSSA VlNANOANN MEÐ BÓi
JGMÖAID m
a
— taskan
er bezti
ferðafélagirm
HANZKABOÐIN SKÖLAVÖRÐUSTlG 7 —
^Tava/et
SlMI 15814
ak
Vasamyndavélin
frá Kodak
hefir farið sigurför um heiminn.
Þetta er skemmtileg og
nytsöm gjöf, sem heldur áfram
að gleðja — aftur og aftur
margar geröir fyrirliggjandi
einhver þeirra hlýtur að henta yður.
— ávallt feti framar.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ