Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.04.1976, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976 A hættu- slóðum í Ísraelli'íK5r' Sigurður Gunnarsson þýddi á ný og vissum ekkert, hvaðan á okkur stóð veðrið. Ég held ég hafi aldrei fyrr orðið jafn hræddur. Einmana konuvesalingur, sem kom og fór. — Við vildum ekki veita henni eftirför, — og við höfðum ekki hugmynd um, hvað hún var að reyna aö segja okkur. Það hafði miklu verri áhrif á mig en þegar hleypt er af skoti. Viö félagarnir vöktum og töluðum saman um þessa heimsókn, þangað til birti af degi. Ef til vili kom konukindin til þess að vara okkur við. Já, við höfðum svo sem heyrt því fleygt, að Arabar heföu íllt í hyggju. Þeim geðjast ekki að framræsluframkvæmdum ykkar Gyðinga við Djúpavatn. Ef til vill hefur hún vitað um árás, sem var í undirbúningi, og viljað láta okkur fylgjast með henni. Já, hver veit...? Petterson var orðinn alvarlegur á ný. Risinn með efrivararskeggið stóra og röddina háværu, var nú allt í einu orðinn gjörbreyttur maður, — mjög alvarlegur og með ríka ábyrgðarkennd. Hann leit á Míron, því næst á Jesemel og loks á stúlkurnar tvær. „Ég skil ykkur vel,“ sagði hann, ,,og fylgi ykkur að málum við það verk, sem þið nú vinnið: að breyta eyðimörk og óræktarmýrum í akurlönd. En ég óttast launin, sem þið munuð fá frá þeim, er geðjast ekki að þessu verki ykkar.“ Þau sátu í skugga tjaldsins, og nú kom allt í einu maður út í tjalddyrnar. Hann var á allan hátt mjög ólíkur Petterson. Þetta hlaut að vera McLean. Hann var fjarska lítill og lágvaxinn, alveg skegg- laus og með unglingslegt bros á vörum. Annars var hann áberandi beinn í baki, hefur líklega vanið sig á að ganga þannig, vegna þess, hve lágur hann var. Piltur- inn sagði mjög ákafur: „Þið drekkið upp allar birgðirnar, sem við eigum af kóka kóla?“ Því næst settist hann við hliðina á Maríu og spurói, hvort hann mætti ekki drekka úr flöskunni með henni. Og auðvitað leyföi Maríaþað. Hann var í eldrauðum náttfötum. Óskar hafði oft hugsaó um, að hinir hraustu hermenn Sameinuðu þjóðanna, sem störfuöu hér um slóðir, væru sér- stæðir á margan hátt og búnir furðu- legustu tækjum. En aldrei hafði honum dottið í hug, að hann mundi mæta einum þeirra í eldrauðum náttfötum. Petterson ávítaði McLean fyrir það að hafa íarið úr rúminu án leyfis. En McLean sagði, að hann hefði einni rönd fleira á einkennisbúningi sínum, svo að það væri vissara fyrir Petterson aó gera sér grein fyrir, að hann ætti að hlýða sér. En Petterson svaraði þannig, aö hann hefði ennþá fleiri rendur í náttfötum sínum, og þess vegna væri líka McLean undir eftirliti. Þau sátu um það bil klukkustund í skugga tjaldsins og spjölluðu saman. Flest þeirra kunnu ensku, en sum töluðu þó á Norðurlandamálum. Allt í einu tóku þau eftir því, að McLean fór að tala óráð. . . Hann tók að segja þeim furðulega sögu um regnhlíf sem hann gekk eitt sinn með kaff/nu w r* Ja‘ja, Siggi, íg hef engar gleðifréttir að segja þér núna: Eg ætla bara að kaupa mér nýjan bfl!! Hann vinnur á Veðurstofunni. Maður nokkur kom inn í eitt af kunnustu brauðgerðarhús- um í New York og bað um að hökuðyrði fyrir hann afmælis- kringla, en hún yrði að vera eins og „s“ I laginu. Hann bað um að hún yrði fallega skreytt, og sagði hvaða dag hún yrði að vera lilbúin. Daginn fyrir hinn tiltekna dag kom maðurinn í brauðgerðarhúsið til þess að fregna, hvort allt væri ekki f lagi með kökuna. Ilonum var sagt að þegar væri búið að baka kökuna I laginu eins og stúrt „S“ en ég vil að hún sé eins og lítið „s“. Það verður að laga þetta, og kakan verður að vera tilbúin á morgun. Bakarameistarinn sá, að maðurinn var svo æstur, að tilgangslaust va>ri að malda neitt í móinn. Ilann sagði því, að þetta væru mistök sem reynt yrði að bæta eftir mætti. Daginn eftir kom svo maðurinn enn. Var þá búið að breyta kökunni og gera úr henni lítið „s“. — Þetta er ágætt, hrópaði hann. Þetta er einmitt hin rétta lögun. Sfðan dró hann upp veskið og borgaði kökuna. — Herra, sagði hakara- meistarinn, hvert á svo að senda kökuna, eða ætlið þér að taka hana með yður? — Ó, það er allt í lagi með það, sagði maðurinn og band- aði frá sér með hendinni, ég borða hana bara hérna. Arfurinn 1 Frokklondi r:rrrr:;r:,sr" 33 — Allt f fagi, sagði hann aftur. — Við skulum ekki tala um þetta meira. Hann nam staðar til að taka bensfn skammt frá þorpinu sem Boniface bjó f. Nicole fór inn á snyrtiherbergið og þegar hún k'om aftur veitti David því athygli að hún hafði endurbætt snyrting- una og greitt hárið og virtist nú öll hressari f bragði. — Gettu hverja ég sá þarna inni, sagði hún. — Enska drekann frá hótelinu. Mér drauðbrá að sjá hana sitja þarna sallarólega. — Þau eru að skoða gamlar rústir, sagði David. — Það hljóta að vera einhverjar slfkar hér í grenndinni. — Kg hef aldrei heyrt um það, sagði hún, — En þá er þess að geta að ég hef aldrei spurt vegna þess ég hef engan áhuga á slfku. Þarna fara þau! BfUinn geystist framhjá. Hann hafði verið f hvarfi handan við aðra bifreið. Miles Lazenby sat við stýrið, með sólgleraugu og stráhatt eins og sæmir túristum. Anya veifaði þeim glaðlega. —Eru allar enskar konur svona, spurði Nicole. — Var sfmi inni f sjoppunni? spurði Ilavid. — Já. Þarftu að hringja. • — Nei, ég íorðast sfma f Frakk- landi eins og heitan eldinn. Eg skil aldrei hvernig fólk fer að þvf að ná sambandi. Eg hef aldrei vitað neinn eins snjallan og Jacques Gautier. Hann virðist ekki þurfa annað en lyfta tólinu þá nær hann sambandi. — Fyrst þú ætlar ekki að hringja hvers vegna varstu þá að spyrja mig hvort hefði verið sfmi þarna? — Ég var að velta fyrir mér við hvern þú hefðir verið að tala, fyrst þú hefur hresstst svona mikið. „Hafðu engar áhyggjur“ hefur þú sagt, „hann veit ekkert", og röddin svaraði: „Gott hjá þér. Stattu þig nú vel“ — Ég skil þig ekki, sagði hún önuglega. — Vertu ekki svona fýluleg f hádegismatnum, sem okkur verður hoðið uppá, sagði David. — Ég þarf að tala við Boniface undir fjögur augu og þú getur verið eins og þú vilt á meðan, en reyndu að vera aðeins glaðlegri þegar við göngum til boðs. Én svo fór að hann talaði aldrei við Boniface, hvorki undir fjögur augu eða við aðrar aðstæður. David var sannfærður um að þegar hann sá fólkið við hliðið að þetta væri húsið, jafnviss var hann f sinni sök þegar hann sá sjúkrabflinn bruna framhjá þeim á miklum hraða. Hann stöðvaði bflinn. Hann vissi hvað hafði gerzt og það fór hrollur um hann allan. Guð minn góður hugsaði hann gefðu að ég beri ckki ábyrgð á þessu Ifka. Ilugsaði hann. — Hvað er að? spurði Nicole. Erum við komin. — Ég er að bfða eftir að mann- söfnuðurinn fjarlægi sig. — Ég skil ekki. Hvaða fólk? — Gestirnir, sagði hann þreytu- lega. — Þú sérð þá þarna fyrir handan. — 0... Hann skynjaði fremur en sá hversu henni hnykkti við. Loks sagði hún: — Þú heldur að eitthvað hafi komið fyrir M. Boniface? Hann sneri sér að henni. — Heldur þú það ekki Ifka. Hún svaraði ekki. Þau sátu þegjandi meðan fólið dreifðist smám saman. Allir voru alvöru- gefnir á svip og hristu höfuðið meðan þeir skiptust á orðum. Loks ók sjúkrahfllinn af stað á ný. — Jæja þá sagði David. — Nú skulum við koma heim að húsinu. Þau óku inn heimkeyrsluna og garðurinn stóð f blóma. Augljóst var að einhver hafði hlúð að honum af mikilli umhyggju og smekkvfsi. David ályktaði sem svo að Boniface hefði haft gaman af þvf eftir að hann hætti störf- um, að vinna í garðinum. Og húsið var reyndar eins og Dvaid hafði dreymt um að hinn franski arfur hans væri, snyrtilegt og hlý- legt og virtist fagna gestum sfnum og gangandi. — Það er bezt að þú sért kyrr f hflnum, þangað til ég hef gengið úr skugga um hvað hefur komið fyrir, sagði hann við Nicole. Dyrnar voru opnaðar áður en hann hafði barið. Kona gægðist út. — Mme Bonifaee? spurði hann. Konan var þéttholda, miðaldra kona. Hún virtist sérlega vinaleg og gcislaði af góðmennsku og mannkærleika. En nú hvfldi skuggi yfir björtu andliti hennar. Hún kreppti hnefana undir svunt- unni þcgar hún talaði. — Ég cr ráðskonan. Það er engin Mme Boniface. Eruð þér frá lögreglunni? — Ég hciti David Ilurst. Ég hafði fengið tfma há M. Boniface f dag. En ég virðist hafa komið á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.