Morgunblaðið - 01.04.1976, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1976
37
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 14—1 5. frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Af hverju fáum
við ekki sælgæti?
Sykursjúk kona hringdi til
Velvakanda og vildi bera fram
spurningu: Af hverju er sælgæti
handa sykursjúkum svo miklu
hærra tollað en sælgæti handa
öðru fólki, að kaupmönnum þykir
ekki borga sig að hafa það á boð-
stólum?
Sykursjúkt fólk er rétt eins og
annað fólk og þykir sælgæti gott,
ekkert siður en öðrum sagði hún.
Slíkt sælgæti er framleitt og er á
boðstólum I öllum öðrum löndum.
Hún kvaðst sjálf hafa keypt sér
fyrir 2 pund sælgæti sem entist
allt árið, þegar hún fór til Skot-
lands. Og vinir og kunningjar
færa henni oft slíkt frá útlöndum.
En þegar þetta fæst hér er það
svo margfalt dýrara en annað sæl-
gæti, að þvi er henni er sagt af því
að á þvi er miklu hærri tollur en
af öðru sælgæti. Nú hefur þetta
ekki fengist lengi, og hún segist
fá þá skýringu að það stafi af því
hve tollurinn er miklu hærri og
þess vegna sé það ekki flutt inn.
Þessi kona kvaðst vera búin að
hafa sinn sjúkdóm í 30—40 ár og
það saki sig ekki svo mikið, en
henni hafði verulega sárnað,
þegar afgreiðslustúlka í verzlun
sagði henni að i sömu vikunni
hefðu komið hjón inn i búðina
með þrjú börn til að kaupa sæl-
gæti. Tvö þeirra gátu fengið sæl-
gæti við sitt hæfi, en þriðja
barnið, sem er sykursjúkt, get
ekki fengið neitt. Það væri nógu
slæmt fyrir börn að þurfa að lifa
með sinn sjúkdóm og gæta sin
ævilangt, þó ekki væri lagður
svona steinn í götu þeirra.
Raunar gilti þetta ekki aðeins
um sælgæti. Erlendis væru til
niðursoðnir ávextir fyrir sykur-
sjúka, rauðkál og annar matur, og
hún kvaðst oft láta kaupa fyrir sig
slíkar dósir erlendis. En auðvitað
ætti að vera hægt að kaupa hann
hér sem annars staðar. Þetta er
fæða handa þessu fólki, engu
síður en önnur innflutt fæða
handa öðrum. Og ef sérstaklega
er lagður steinn i götu sykur-
sjúkra með því að hafa toll á
vörum handa þeim hærri en á
öðru, þá sé það auðvitað hinn
mesti svíðingsskapur. Væri fróð-
legt að vita á hverju þetta byggist,
ef rétt er?
0 Ávísana-
viðskipti
úr sögunni?
Nýlega hækkaði áfengi í
verzlunum; sumum likar það vel
óhentugum tima. Hefur eitthvað
gerst?
— M. Bonifaee er dáinn. Hún
talaði geðshræringalausri röddu
eins og ekkert va-ri eðlilegra en
David sá að hún átti fullt i fangi
með að hafa stjórn á sér.
— Hann beið bana I slysi núna
rétt áðan. Fyrir hálfri klukku-
stund eða svo.
Hún veik til hliðar.
— Kannski þér viljið samt
koma inn.
Hann sté inn I flfsalagða for-
stofuna. Við enda gangsins voru
dyr inn f eldhúsið Til hægri sá
hann inn f vinnustofu húsbónd-
ans þar sem bækur þöktu alla
veggi frá gólfi til lofts.
Konan stóð eins og á báðum
áttum cins og hún væri að reyna
að hrísta af sér áfallið. Kf öðru
vfsi hefði staðið á hefði David
ekki hugsað sig uni tvisvar að
fara sína leið. En nú reyndi liann
að stynja upp einhverjum sam-
úðarorðum þar til ráðskonan sem
kvaðst heita Mme Lambert áttaði
sig og spurði hvort hún mætti
bjóða honum upp á kaffisopa.
David þáði boðið og gekk á eftir
henni í eldhúsið. Þar bar allt
merki um undirbúning máltfðar-
öðrum illa, eins og gengur, og það
ætlar Velvakandi ekki að hætta
sér út í að ræða. En rikið selur
áfengi, sem það hefur nú hækkað
og þeir kaupa það sem vilja, eins
og lög gera ráð fyrir. I þeim við-
skiptum gildir annað en i við-
skiptum almennt. Áfengis-
verzlunin tekur ekki við ávfsun-
um af neinum. Skýringin er sú, að
svo margar ávísanir séu innstæðu-
lausar. Og þar sem afgreiðslu-
mönnum er gert að borga sjálfir
ávisanirnar, sem ekki er til fyrir i
bönkum, er ekki von að þeir taki
persónulega slíka áhættu.
En þá kemur að böndkunum og
viðskiptavinum þeirra. Geta
bankar haldið áfram að geyma fé
á ávísanareikningum fyrir fólk og
meira að segja hvetja það til
slikra viðskipta, ef ávisanirnar
eru svo óöruggur gjaldmiðill að
ekki einu sinni ríkisfyrirtæki þor-
ir að taka við þeim? Ég sé ekki
betur en að þeir viðskiptahættir
séu þar með úr sögunni. Ef maður
verður fyrst að fara með ávísun í
banka og skipta henni áður en
maður getur farið i verzlunina, þá
er það bæði aukafyrirhöfn og
aukakostnaður (hvert blað kostar
pening). Og ef rikisfyrirtæki ekki
treysta sér til að leysa máiið og
taka ávísanir af þeim, sem geta
með nafnskirteini eða ein-
hverjum öðrum skilríkjum gert
grein fyrir sér, þá verður bæði
ríkið og einkafyrirtæki að hætta
að greiða laun inn á ávísana-
reikninga, eins og nú færist i
vöxt. Þá er ávisanakerfið ónýtt og
verður að fara aftur að nota bein-
harða peninga í öllum viðskiptum
og kaupgreiðslum.
0 Valáútibúum
Og þá kem ég að einu enn.
Bankarnir semja við fyrirtæki um
ávisanaviðskipti fyrir starfsmenn
þess, þannig að þau greiða kaupið
á reikning hvers um sig og hann
fær sér þar ávísanahefti til
notkunar. Þetta virðist hag-
kvæmt. Ef ekki væri sá hængur á,
að samningurinn er gerður við
ákveðið útibú og starfsmenn
verða að sækja heftin sín þangað,
en ekki i næsta útibú viðkomandi
banka. Ef maður vinnur t.d. i mið-
bænum og býr vestur i bæ, getur
hann orðið að sækja hvert
ávísanahefti i bankaútibúið inn
undir Hlemmi. Þetta er ákaflega
slæm þjónusta fyrir þann, sem
fyrir verður. Að vísu getur hann
látið færa upphæðina á annan
ávisanareikning í næsta útibúi
við sig eða vinnustaðinn, en það
tekur tima og kostar peninga.
Hvers vegna getur viðskiptavin-
urinn ekki fengið að ákveða i
hvað útibúi sama banka hann
hefur reikning og greiðslan frá
vinnuveitandanum farið beint
þangað? Þetta fyrirkomulag er
a.m.k. ekki gert með hag við-
skiptavinarins í huga. Heyrst
hefur að útibúin þurfi að vera
svona mörg, svo viðskiptavinir
geti farið í banka í því hverfi sem
þeir eru.
HOGNI HREKKVÍSI
9-H 1975
McNaught
Syndicatp, Inr.
„HÖGNI! HÖGNI hrekkvísi!“
Lambaframhryggur 61 6 kr. kg.
Lambalærissneiðar 61 6 kr. kg.
Lambakótelettur 560 kr. kg.
Lamba hangikjötslæri 677 kr. kg.
Lamba hangikjötsframpartar 525 kr. kg.
1/1 dilkar 424 kr. kg.
Lambasúpukjöt 455 kr. kg.
Lambasaltkjöt 525 kr. kg.
Nautahakk 590 kr. kg.
1 0 kg í kassa 530 kr. kg.
Kindahakk495 kr. kg.
Saltkjötshakk 495 kr. kg.
Kálfahakk460 kr. kg.
Nautahamborgari 50 kr. stk.
Ali kjúklingar 850 kr. kg.
10 stk. í kassa 750 kr. kg.