Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 9 tækja. Ljóst er, að fyrirtæki hafa mjög beitt sér fyrir framleiðni- aukandi aðgerðum til þess að efla samkeppnisaðstöðu sína. Hafa mörg fyrirtæki náð mjög góðum árangri i þeim efnum. Er álitið, að frumkvæði og stuðningur Iðn- þróunarsjóðs, er hóf starfsemi sína í upphafi EFTA-aðildar hafi gegnt þýðingarmiklu hlutverki á þessu sviði. Athugun Iðnþróunarstofnunar þykir einnig benda til þess, að kerfisbundin starfsemi á sviði vöruþróunar sé af skornum skammti og möguleikar til fjár- mögnunar í sambandi við vöru- þróun takmarkaðir. Bent er á, að aukin framleiðni, bætt skipulag framleiðslu, aukin sölustarfsemi ásamt kerfisbund- inni vöruþróun, séu þeir þættir, sem í dag sé eðlilegast að beita innan fyrirtækjanna til þess að standa sem best að vígi í sam- keppninni, þegar nálgast tekur lok aðlögunartímabilsins. Þessir þættir verða að fylgjast að og að líkindum sé vænlegast til árangurs fyrir þau fyrirtæki, sem beitt hafa fyrst og fremst fram- leiðniaukandi aðgerðum á fyrri hluta aðlögunartimans, að leggja mun meiri áherslu á vöruþróun á síðari hluta aðlögunartímabilsins, jafnframt þvi sem framleiðniauk- andi aðgerðum sé fylgt eftir. NÝ VIÐHORF Enginn þarf að efast lengur um mikilvægi iðnaðarins í þjóðarbú- skap okkar. Hann hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir allt og sér fyrir þörfum þjóðarinnar á hinum fjöl- breyttustu sviðum. Einnig er það ljóst, að á undanförnum árum hefur hann í vaxandi mæli tekið að deila þvi mikilvæga hlutverki með sjávarútvegi og fiskvinnslu að vera undirstaða efnahagslegs vaxtar í atvinnulífi okkar. Hér ber þó hins vegar að hafa í huga og leggja áherslu á, að það er nú flestum ljóst, að sjávarút- vegur getur ekki staðið undir batnandi lifskjörum í bráð og jafnvel þarf að draga úr sókn. Þegar svo horfir við, er nauðsyn- legt, að beina auknu fjármagni til eflingar iðnaði í frekari sókn til bættra lifskjara. Sú efling hlýtur að eiga sér stað með tvennu móti: 1 fyrsta lagi eflingu þess iðnaðar sem fyrir er, en einnig með því að örva til nýjunga i iðnaði og leita að nýjum iðnaðartækifærum. I þessu sambandi vil ég nefna eitt atriði, sem máli skiptir og örvað getur til hraðari framvindu og virkjað fleiri krafta til átaka i þessum efnum. Hér er um að ræða aukinn og skipuiagðan stuðning við vöru- þróun. Þróun nýrrar framleiðslu er bæði fjármagnsfrek og henni fylgir auk þess oftast veruleg áhætta. Það er því oft erfitt fyrir einstaklinga og litil fyrirtæki að leggja út í þróunarverkefni af verulegri stærðargráðu hvað fjár- magn snertir, vegna þess, að mis- takist verkefnið, getur það jafn- vel sett fjárhag fyrirtækisins úr skorðum. Til þess að örva fyrirtækið til að leggja út á slíkar brautir, hafa víða erlendis verið settir á stofn sérstakir sjóðir, sem veita áhættu- lán til slíkra verkefna og er þeim ætlað að fjármagna hluta þró- unarkostnaðarins. Eg hef rætt við formann framkvæmdastjórnar Iðnþróunarsjóðs og formann Iðn- rekstrarsjóðs um möguleika þess- ara sjóða til að sinna slíkum verk- efnum meira en hingað til. Undir- tektir hafa verið jákvæðar og vænti ég þess, að aukin áhersla verði lögð á þennan þátt í starf- semi sjóða þessara. Þá verður einnig athugað með hvaða hætti ríkisvaldið getur sinnt þessum málum á breiðari grundvelli en hingað til. Breyttar markaðsaðstæður valda þvi, að sumar greinar iðn- aðarins standa nú á tímamótum, sem kalla á markvissar aðlögunar- aógerðir. Mikið og árangursrikt starf hefur verið unnið á þessu sviði af mörgum aðilum á þeim tima aðlögunartimans, sem liðinn er. Nefni ég þar sem dæmi marg- háttaða aðstoð við húsgagna- og innréttingaiðnað, vefjar- og fata- iðnað og málm- og skipasmíðaiðn- aðinn. Þessa starfsemi þarf að auka enn frekar. Geri ég mér vonir um að þess verði ekki langt að biða og að frumvarp, sem miðar að stóraukinni tækni- og leiðbeiningarþjónustu fyrir iðn-’ aðinn, frumvarp um Tæknistofn- un Islands, sem er nú tilbúið I iðnaðarráðuneytinu, nái fram að ganga. Þýðingarmikill þáttur í eflingu iðnaðarins og aðlögunaraðgerð- um, er greiðari aðgangur fram- leiðsluiðnaðarins að rekstrarfé. Vegna aukins tilkostnaðar hafa framleiðslufyrirtæki í iðnaði átt í miklum erfiðleikum með að halda uppi sama framleiðslumagni og áður nema til kæmi aukið rekstrarfé. I þeirri athugun Þjóð- hagsstofnunar, sem ég ræddi um hér áður, mun verða farið inn á lánakjör iónaðarins og saman- burður gerður á þeim og lánakjör- um annarra framleiðsluatvinnu- vega. Það er jafnframt nauðsyn- legt að athuga frekar möguleika á rýmkun gildandi reglna um endurkaup framleiðslu- og rekstr- arlána iðnaðarins m.a. með þeim hætti að meir en hingað til verði tekið tillit til þeirra framleiðslu- greina, sem eiga í og munu lenda i enn harðnandi samkeppni af völdum tollalækkana. Er ákveðið að skipa nefnd næstu daga til að taka mál þessi til gaumgæfilegrar athugunar og skila tillögum um úrbætur. Þegar höfð eru í huga þau miklu verkefni, sem okkar bíða á sviði iðnaðar, þá verður ekki framhjá því litið, að sá starfs- kraftur, sem að þessum málum vinnur er mjög dreifður um kerfi ríkisvaldsins. Af þessu tilefni er ákveðið að kveðja til ráðgefandi nefnd, er starfi á vegum iðnaðar- ráðuneytisins og hafi m.a. eftir- farandi verkefni: Fylgist með og kanni þróunarmöguleika í hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Geri tillögur um aðgerðir, er stuðli að framþróun innan einstakra greina iðnaðarins. Kanni ný tæki- færi i iðnaði, meti arðsemi og geri tillögur um forgangsröðun könnunar á nýliðaverkefnum. Lögð skal jafnframt sérstök áhersla á að kanna þróunarmögu- leika iðnaðar úti á landsbyggðinni og staðarval iðnfyrirtækja þar. LOKAORÐ Eftir að síðasta gengisbreyting var gerð tók iðnaðarráðuneytið upp viðræður við Landssamband iðnaðarmanna og Félag ísl. iðn- rekenda um það, á hvern hátt mætti efla sölu á íslenskum iðnaðarvörum og glæða almennan skilning á mikilvægi iðnaðarins, þeirri miklu atvinnu, sem hann veitir, gjaldeyrisöflun og þeim mikla gjaldeyrissparnaði, sem hann hefur í för með sér. Nú þegar hafa verió lögð nokkur drög að áætlun þessarar kynningar og fræðslustarfsemi. A fjárlögum fyrir árið 1976 er veitt nokkur fjárhæð til iðnkynn- ingar. Það er ekki nóg, að stjórn- völd í landinu láti i ljós í verki áhuga sinn á eflingu iðnaðarins og iðnrekendur og iðnaðarmenn sýni áhuga, heldur fer framtið iðnaðarins eftir möguleikum á mörkuðum erlendis og ekki hvað sist eftir jákvæðum viðtökum þjóðarinnar sjálfrar. Með því að kaupa íslenskt efla menn þjóðar- hag. Það er vert að þjóðin íhugi mikilvægi iðnþróunar á Islandi og með því að landsmenn auki kaup á islenskum iðnaðarvörum, stuðla þeir að aukinni atvinnu, atvinnu- öryggi og velmegun. SÍMIMER 24300 Til sölu og sýnis 5—6 herb. íbúð sem er efri hæð og rishæð í steinhúsi nálægt Landspitaian- um. íbúðin er i góðu ástandi. Möguleg skipti á einbýlishúsi i borginni, má vera gamalt hús, sem væri 5—6 herb. ibúð og vinnupláss. HÚSEIGNIR af ýmsum stærðum og 4ra. 5 og 8 herb. séríbúðir o.m.fl. Sjja fasteignasalan Laugaveg 1 2 Simi 24300 utan skrifstofutíma 18546 OPIÐ 1—4 laugardaga og sunnudaga Jón Gunnar Zoéga hdl. Jón Ingólfsson hdl. Sölustjóri: Karl Jóhann Ottósson Heimasími 17874 Fasteigna toiiiF GRÓFINN11 $ími:27444 LAUFAS' FASTEIGNASALA L/EKJARGATA 6B JS:15610 &25556, fasteign er framtIð 2-88-88 í smíðum fokhelt Raðhús við Seljabraut 2 íbúðarhæðir og kjallari. Verð 6.8 millj. Beðið eftir veðdeildar- láni. Raðhús í Mosfellssveit 2 hæðir og kjallari. Innbyggður bilskúr. Góð kjör. Iðnaðar- húsnæði Iðnvogar 115 fm iðnaðarhúsnæði með yfirbyggingarrétti. Góðar inn- keyrsludyr. í sama húsi er einnig falt 150 fm rými með sérinn- keyrslu. Góð staðsetning. AÐALFASTEIGNASALAN VESTURGÖTU 17, SÍMI 28888 kvöld- og helgarsimi 82219. Birgir Ásgeirsson, Hafsteinn Vilhjálmsson. sölum. Hjarðarhagi 3ja herb. ibúð 80 fm. á 4. haeð, með bílskúr. ÚTBORGUN 5 MILLJ. Fálkagata 3ja herb. jarðhæð 95 fm. ÚTBORGUN 5.3 MILLJ. Frakkastígur 2ja herb. jarðhæð 60 fm. Eignarlóð ÚTBORGUN 3.8 míllj. Grettisgata 2ja herb. kjallaraibúð 60 fm. VERÐ 3 MILLJ. ÚTBORGUN 1,8 MILLJ. Baldursgata 3ja herb. ibúð 79 fm. Eignarlóð. ÚTBORGUN 5 MILU. Fornhagi 4ra herb. risibúð 108 fm. ÚTBORGUN 5—5,5 MILU. Miklabraut 3ja herb. kjallaraibúð 80 fm með sérinngangi. ÚTBORGUN 3,5—4 MILLJ. Meistaravellir 4ra herb. íbúð 112 fm. ÚT- BORGUN 7,2 MILLJ. Hraunbær 4ra herb. ibúð 1 10 fm á 2. hæð. ÚTBORGUN 6 MILLJ. Sólvallagata Parhús á 2 hæðum ásamt kjallara. Grunnflötur 80 fm. Bilskúr ÚTBORGUN 10—11 MILLJ. Opið í dag til kl. 7.00. Húseignin fasteignasala, Laugavegi 24, 4. hæð Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur Símar 28040 og 28370 Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Vortónleikar skólans fara fram í skólanum, Strandgötu 32 í dag, laugardag kl. 2. e.h. Velunnarar skólans velkomnir. Skólast/óri. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 28644 Vantar yður afdrep? Jörðin Svarfhóll í Miðdalahreppi, Dalasýslu, er laus til ábúðar frá n.k. fardögum. Æskilegt er að umsækjandi sé fjölskyldumaður og geti tekið að sér tamningar. Upplýsingar gefnar hjá Jóni Hallssyni í sima 95-2146 og Marteini Valdimars- syni i sima 95-2180, Búðardal. MICRC3 fónar hljóðlaus gangur 6 gerðir af hinum fallegu og geysivönduðu Mlcro plötuspilurum. HAFNARSTRÆTI 17 SIMI 20080 Við höfum til sölu m.a. Miðvangur 2ja herb. íbúð i sérfiokki á 7. hæð i háhýsi i Hafnarfirði norðurbæ. Frábært útsýni af suðursvölum. Harðviðar- klæðning, teppalagt. Hitaveita, malbikuð bilastæði. Verð 5,2 millj. Útborgun 4 millj. BLIKAHÓLAR 3ja herb. 93 fm ibúð á 5. hæð í háhýsi. Fallegt útsýni af sérsvöl- um. Verð 7.0 millj. Útborgun 4,5 —5,0 millj. Njálsgata 3ja herb. 80 fm ibúð á 3. hæð Verð 5,8 millj. Útborgun 3,8 millj. Vesturberg 4ra—5 herb. 1 08 fm ibúð á 1. hæð. Teppalagt, sérgeymsla. Sameign frágengin., bilastæði malbikuð. Verð 7,8 millj. Út- borgun 5.8 millj. Álfhólsvegur 3ja herb. 76 fm ibúð i fjórbýlis- húsi, ásamt rúmlega 50 fm 3ja herb. fokheldum kjallara. Gefur mikla möguleika. Bílskúrsréttur. Verð 8,5 millj. Útborgun sam- komulag. Seljendur Höfum kaupanda að ca. 200 fm. einbýlishúsi, ásamt bilskúr, helst í austurborginni. Einnig höfum við kaupendur að flestum stærðum ibúða. Skiptamögu- leikar. Opið í dag frá kl. 9—5 og á morgun sunnudag kl. 1 —5. ÁFMtP sf Faiteiqnaiala Lauqaveqi Ö3 iimi 2Ö644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.