Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 Dr. Gunnar Thoroddsen á ársþingi iðnrekenda: ÞROUN FRAMLEIÐSLU Efnahagsmálin eru sá megin- vandi, sem við er að glima. Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur á árinu 1975 hafa orðið talsvert minni en ráð var fyrir gert í upphafi ársins. Þjóðar- framleiðslan er áætluð 2—3% minm að magni til á árinu 1975 en árið 1974, og vegna rýrnunar við- skiptakjara, þ.e. hlutfalls milli verðlags á innflutningi og útflutn- ingi, er áætlað, að þjóðartekjur hafi dregist enn meira saman eða um 7—8%. Hvað aðalframleiðsluatvinnu- vegina snertir, er áætlað, að fram- leiðsla sjávarútvegs og fisk- iðnaðar hafi aukist um 3—4% frá fyrra ári, að um nokkurn sam- drátt landbúnaðarframleiðslu hafi verið að ræða, sem einkum er talinn stafa af minni mjólkur- framleiðslu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er áætlað, að fram- leiðsla iðnaðaríns í heild, þ.e. vörugreina og þjónustugreina, hafi aukist um 4%. Ef litið er á vörugreinarnar sórstaklega, virð- ist framleiðsla þeirra hafa í heild staðið nokkurn veginn i stað. Ef framleiðsla áls er undanskilin, en þar dróst framleiðsla saman um tæplega 14% á s.l. ári, kemur hins vegar í ljós, að heildarframleiðsla annarra vörugreina hefur aukist um rúm 2% á síðasta ári. Breytingar i framleiðslu hinna ýmsu iðngreina hafa orðið nokkuð mismunandi. Þannig hefur verið um nokkra fram- leiðsluaukningu að ræða i vefjar- og fataiðnaði, í húsgagna- og innréttingasmíði, i skipasmíði og efnaiðnaði, að kísilgúrframleiðslu undanskilinni. Um nokkurn sam- drátt hefur verið að ræða m.a. i matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, framleiðslu veiðarfæra, skinna- framleiðslu og pappírsvörufram- leiðslu. Heildarútflutningur iðnaðar- vara árið 1975 nam um 8.500 milljónum króna miðað við rúm- lega 7.000 milljónir króna árið 1974. Hlutdeild útfluttra iðnaðarvara í heildarútflutningi nam tæplega 19% miðað við 21% árið 1974. Þessi lækkun í hlutdeild heildar- útflutnings stafaði fyrst og fremst af minnkun i útflutningsverð- mæti áls. Hlutdeild annarra iðnaðarvara jókst hins vegar nokkuð eða úr 6.8% árið 1974 í 7.3% árið 1975. Innan þess vöru- flokks varð verðmætisaukningin mest í útflutningi ullarvara, sem jókst um tæp 20%, reiknað á sam- bærilegu verðlagi hvors árs. Að frumkvæði Utflutningsmið- stöðvar iðnaðarins hefur verið til athugunar, hvernig stórauka megi útflutning ullar- og skinna- vara með samræmdum aðgerðum ýmissa aðila. Má i því sambandi minna á stefnubreytingu i verð- lagningu ullar, sem væntanlega mun auka verulega framboð á magni ullar og gæðum. Hin aukna erlenda eftirspurn hefur haft það i för með sér, að afkastageta þessarar framleiðslu- greinar hefur verið fullnýtt og verður svo fyrirsjáanlega á næstu mánuðum. IÐNÞRÓUN OG EFTA-AÐILD Eftir viðræður milli rfkis- stjórnarinnar og stjórnar Félags íslenskra iðnrekenda í lok ársins 1974 var ákveðið að fela Þjóðhags- stofnun og Iðnþróunarstofnun Is- lands að framkvæma úttekt á því, hver áhrif þátttaka okkar í markaðssamstarfi Evrópu hafi haft á þróun iðnaðarins, og var svo til ætlast, að því yrði lokið haustið 1975. Þætti Iðnþróunar- stofnunar Islands er þegar lokið. Athugun Þjóðhagsstofnunar er hinsvegar ekki lokið, en vonir standa til þess, að heildarniður- stöður liggi fyrir i lok þessa mánaðar. Ég hef farið þess á leit við Þjóðhagsstofnun, að hún léti í té bráðabirgðayfirlit um athugun hennar, til þess að unnt væri að gera grein fyrir þeim hér. Fara hér á eftir helstu atriði þessa yfir- lits. FRAMLEIÐSLA OG AFKOMAIÐNAÐAR 1969—1975 Eftir nokkurn samdrátt í iðnaðarframleiðslu eftir miðjan siðasta áratug, hófst með árinu 1969 mikið vaxtarskeið i iðnað- inum, sem stóð allt til ársins 1974. Annars vegar var hér um að ræða mikla aukningu almennrar fram- leiðslu fyrir innlendan markað til að mæta ört vaxandi eftirspurn og hins vegar mikinn vöxt útflutn- áfram að minnka á næstu árum, en hversu mikið það verður fer eftir þvi, hvernig þeim tollum, sem enn eru á ýmsum hráefnum verður breytt. 1 sælgætisgerð hefur tollverndin minnkað um 30—40% á sama tímabili. Við mat á tollvernd er nauðsyn- legt að taka einnig tillit til gengis- breytinga, þar sem áhrif þeirra eru um margt lík áhrifum toll- breytinga. A árunum 1969 til 1972 voru litlar breytingar á gengi ísiensku krónunnar og var gengis- vernd því nær óbreytt á þvi tima- bili. 1 árslok 1972 og ársbyrjun 1973 lækkaði gengi krónunnar en hækkað síðan aftur á seinni hluta ársins. A árinu 1974 lækkaði gengi krónunnar á ný og þó eink- um á siðari hluta ársins og í árs- byrjun 1975 og á því ári hafði orðið gjörbreyting frá því sem var Mikið vaxtarskeið í iðnaði 1969—1974 2—3% aukning iðnaðar- framleiðslu sl. ár þrátt fyrir 2—3% samdrátt í þjóðarframleiðslu ingsframleiðslu, einkum vegna tilkomu álframleiðslunnar auk þess sem önnur útflutningsfram- leiðsla jókst verulega á þessum tima. Sé litið til s.I. sex ára, 1970— 1975, hefur meðalaukning allrar iðnaðarframleiðslu verið mun meiri en aukning þjóðar- framleiðslunnar í heild. Heildar- framleiðsla í iðnaði er þannig talin hafa aukist um 10V4% að meðaltali á ári 1970—1975 saman- borið við 4H% meðalvöxt þjóðar- framleiðslunnar. Aukningin umfram þjóðarframleiðslu hefur á þessum tíma verið misjöfn og langmest þau tvö árin, sem ál- framleiðslan jókst mest, 1970 og 1973. Þróun iðnaðarframleiðslu fyrir heimamarkað hefur hins vegar einkum ráðist af innlendri eftirspurn og sýnt nokkuð stöð- uga aukningu umfram þjóðar- framleiðslu. Á þetta einnig við um tvö s.l. ár, þótt þá hafi dregið verulega úr aukningu iðnaðar- framleiðslunnar á s.l. ári var um 2—3% aukningu iðnaðarfram- leiðslunnar að ræða, þ.e. vöru- greina, meðan þjóðarframleiðslan dróst saman um 2—3%. Þau umskipti, sem fylgdu almennri efnahagsþróun i land- inu, komu fram í allri atvinnu- starfsemi og samdráttur í eftir- spurn heima fyrir kom einnig niður á iðnaðinum, þótt sennilega hafi það verið í minna mæli en í ýmsum öðrum greinum. Jafn- framt þessu minnkaði eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði mjög, en útflutningur annarrar iðnaðar- framleiðslu varð meiri en nokkru sinni áður. Afkoma iðnaðarins á vaxtar- skeiðinu s.l. 6—7 ár hefur í heild reynst allstöðug, samkvæmt niðurstöðum iðnaðarreikninga Þjóðhagsstofnunar. Fyrir iðnað- inn í heild hefur vergur hagnaður fyrir beina skatta verið á bilinu 6.0—6.9% af brúttótekjum árin 1969—1975, en þetta tiltölulega stöðuga hlutfall getur þó leynt mun og sveiflum i afkomu einstakra greina. Sé litið til meginflokka iðnaðarins kemur fram, að afkoma vöruframleiðslu- greina heimamarkaðsins hefur nú siðustu fimm árin, en sundurgreindar tölur ná ekki lengra aftur en til 1971, verið betri en afkoma viðgerðargreina og útflutningsgreina. Sé rekstur álversins skilinn frá annarri út- flutningsframleiðslu hefur hagnaðarhlutfall útflutnings- greina verið um 5—6% árin 1971— 1973, en s.l. tvö ár hefur afkoma þessara greina batnað og er hagnaðarhlutfallið talið hafa verið um 7'/í% 1974 og um og yfir 10% á s.I. ári. Að álframleiðsl- unni meðtalinni verður þetta hlutfall hins vegar mun breyti- legra og yfirleitt lakara. Loks má nefna, að afkoma viðgerðargreina hefur yfirleitt verið slakari á hlutfallslegan mælikvarða en afkoma annarra heimamarkaðs- greina. Af þessu er ljóst, að það er einkum tvennt sem vekur athygli við skoðun á afkomuþróun iðnaðarins, annars vegar hve afkoma heimagreina hefur hald- ist stöðug og það jafnvel þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir á undanförnum árum og talsverðan samdrátt almennrar eftirspurnar innanlands á s.I. ári og hins vegar hin mikli bati í afkomu útflutn- ingsgreina, sem án efa má að miklu leyti rekja til gengisbreyt- inga s.l. tveggja ára, er verið hafa hagstæðar þessum greinum. SAMKEPPNI VIÐ INNFLUTNING Þótt segja megi, að þegar á heildina er litið, hafi iðnaðinum almennt vegnað vel á undanförn- um árum hvað snertir framleiðslu og afkomu, þá er ástæða til að líta sérstaklega á nokkrar mikilvægar greinar, þar sem búast mátti við aukinni samkeppni frá innflutn- ingi í kjölfar EFTA-aðildar og við- skiptasamnings við Efnahags- bandalagið, m.a. húsgagna- og innréttingasmíði, fatagerð, sæl- gætisgerð. eða þar sem sam- keppni var veruleg frá fyrri tíð, svo sem í veiðarfæragerð. Ekki liggja enn fyrir endanlegar niður- stöður athugana á þessum greinum, en í aðalatriðum virðist þó það sama að segja um þær og iðnaðinn almennt, að vöxtur þeirra og viðgangur hafi fyrst og þótt framleiðsluaukning i þessum greinum hafi ekki verið eins ör og í húsgagnasmíði og framleiðslu sælgætis hefur lítillega dregizt saman sfðustu tvö árin, og í fata- gerð var framleiðslan 1975 senni- lega óbreytt frá fyrra ári. Ekki liggja enn fyrir tölur um markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu fyrir hinar ýmsu iðn-l greinar, en þó má telja sennilegt að innlend framleiðsla hafi yfir- leitt haldið sínum hlut að svo miklu leyti sem framleiðslugeta leyfði. Þegar hins vegar aukning eftirspurnar er jafn ör og á árunum 1970 til 1974, má búast við að þurfi að mæta hluta hennar með innflutningi. Nokkrar fram- leiðslugreinar hafa til skamms tíma búið við magntakmarkanir innflutnings, t.d. húsgagnagerð og búa enn eins og sælgætisgerð, og þar hefur því enn ekki reynt til fulls á samkeppnishæfni þessara greina gagnvart innflutningi. Afkoma þeirra greina, sem nefndar voru hér að framan, virð- ist hafa verið svipuð eða farið batnandi árin 1970 til 1973, en á síðustu tveimur árum hefur ' afkoman sennilega versnað tals- vert, fyrst og fremst vegna mik- illar hækkunar hráefnisverðs og launakostnaðar á árinu 1974. Þegar meta skal verndarstig innlends iðnaðar og samkeppnis- stöðu hans gagnvart innflutningi er nauðsynlegt að líta til margra atriða, sem áhrif geta haft hér á, auk tollverndarinnar sjálfrar, sem etflilega ber hæst i umræð- unni um EFTA-aðild. Hvað toll- verndina snertir er ekki aðeins nauðsynlegt að taka tillit til tolla á fuliunnum inníiuttum hrácfn- um, sem hafa verið lækkaðir i tengslum við tollalækkanir sam- kvæmt EFTA- og EBE- samningum. Sé tekið dæmi af húsgagna- og innréttingasmíði j lætur nærri, að tollvernd hafi' minnkað um 45—50% frá 1969 til ársins 1975 og mun hún halda á árunum 1970 til 1974. Má telja að gengisverndin sé nú u.þ.b. tvö- falt meiri en að meðaltali á tima- bilinu 1970—1974, þótt nokkuö sé það misjafnt eftir greinum, þ.e. eftir því hve innflutt aðföng eru stór hluti framleiðsluverðmætis. Þótt gengisbreytingar á síðustu tveimur árum hafi þannig mjög bætt samkeppnisstöðu innlends iðnaðar gagnvart innflutningi, verður að hafa i huga, að miklar innlendar kostnaðarhækkanir, einkum árin 1973 og 1974, höfðu veikt stöðu innlendrar fram- leiðslu gagnvart erlendum fram- leiðendum, þótt það kæmi ekki að marki fram í afkomu allra greina á þessum árum vegna mikillar eftirspurnar. Önnur atriði, sem áhrif hafa á samkeppnisstöðu islensks iðnaðar eru m.a. skattamál og vaxtamál, og verður þeim gerð nokkur skil í athuguninni. Verður þar sérstak- lega litið til beinna skatta, reglna um afskriftir svo og til sérstakra rekstrarskatta eftir því sem unnt er. Verður reynt að bera saman sköttun íslenskra fyrirtækja nú og á árunum 1967/68 og einnig að rekja þróun þessara mála í öðrum löndum. Inn í þessa athugun flétt- ast einnig umræður um aukna söluskattsbyrði vegna söluskatts á ýmsum aðföngum innlendrar framleiðslu og að hvað miklu leyti megi koma í veg fyrir slikt, annað hvort með upptöku virðisauka- skatts eða með breytingum á nú- verandi söluskatti. Þá er loks rétt að geta í þessu sambandi, að á vegum fjármála- ráðuneytisins er nú unnið atf til- lögugerð að framtiðarstefnu um öflun tekna i rikissjóð með aðflutningsgjöldum. Verður þar einnig sérstaklega höfð i huga lækkun aðflutningsgjalda á hrá- efnum, hjálparefnum og vélum til iðnaðarins. Hefur þess nú verið farið á leit við félag ykkar, að ábendingum og tillögum í þeim efnum verði komið á framfæri við þá aðila, er að þessari endur- skoðun vinna. Mun frumvarp um nýja tollskrá verða lagt fyrir næsta þing og við það miðað, að hún taki gildi um næstu áramót. ATHUGANIR INÞRÓUNAR- STOFNUNAR Sú athugun, sem gerð hefur verið á vegum Iðnþróunarstofn- unar Islands, snýr einkum að að- gerðum fyrirtækja og opinberra aðila til endurbóta tækni- og stjórnunarþátta i rekstri fyrir- fremst ráðist af því efnahags- ástandi, sem ríkt hefur hér á undanförnum árum. Húsgagna- og innréttingasmiði er stærst hinna vernduðu greina, bæði að því er tekur til mannafla og veltu. I þessari grein hefur orðið stöðug framleiðsluaukning frá árinu 1969 og er talið, að fram til ársins 1975 hafi framieiðslu- magnið i þessari grein aukizt um nálægt 80%, og jafnvel á siðasta ári var um framleiðsluaukningu í þessari grein að ræða, þrátt fyrir samdrátt þjóðarframleiðsli^ og tekna. StarfsmÖnnum hefur einnig fjölgað í þessari grein en þó mun minna en nemur aukn- ingu framleiðslu og því hefur oðið talsverð framleiðsluaukning í greininni. Sama er einnig að segja 1 um greinar eins og fatagerð, sæl- gætisgerð og veiðarfæraiðnað,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.