Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 1976 15 Aldarafmæli Are Waerlands Hinn 10. april 1976 eru liðin 100 ár frá fæðingu Are Waerlands, en hann var kunn- asti brautryðjandi náttúru- lækningastefnunnar á Norður- löndum, og til Islands kom hann á vegum Náttúru- lækningafél. Islands sumarið 1947, fór um mestallt landið í fylgd með Jónas Kristjánssyni lækni og nokkrum samstarfs- mönnum hans, flutti 25 fyrir- lestra á íslensku og erindi í útvarp. Félagið hefir gefið út margar bóka hans, þar á meðal I Sannleikann um hvlta svkur- inn og Matur og megin, sem | seldist upp í þremur útgáfum. Waerland las heimspeki við háskólann í Uppsölum en missti heiisuna og tók að brjóta heilann um heilbrigði og or- sakir sjúkdóma. Hann lagði leið sína til Englands og lagði stund á læknisfræði og heilsufræði, m.a. við háskóla í London, Skot- landi og Paris. Hann gerði tilraunir á sjálfum sér og öðrum með mismunandi matar- æði og byggði smámsaman upp mataræðis- og heilsuræktar- kerfi, sem hann byrjaði þó ekki að kynna opinberlega fyrr en hann hafði prófað það á sjálfum sér i ein 10 ár. Hann fór þá að skrifa bækur og flytja Are Waerland fyrirlestra um öll Norðurlönd- in, í Englandi og siðustu árin aðallega í Þýskalandi. 1 Sviþjóð stofnaði hann félag og hóf út- gáfu tímarits, og nú hafa aðrir Framhald á bls. 22 Vandamál um- hverfismengunar Fyrirlestur þekkts vísindamanns Roger Henri Charlier, prófessor í haffræði við Northeastern Illi- nois háskóla i Chicago, heldur fyr- irlestur mánudaginn 12. april, kl. 20.30 i bókasafni Menningarstofn- unar Bandaríkjanna, Neshaga 16. Fyrirlestur próf. Charliers fjall- ar um vandamál umhverfismeng- unar, skaða, sem þegar er orðinn, vöxt og „þróun" annars vegar og vernd umhverfis og eigin framtíð- arviðhorf hins vegar. Próf. Charlier kemur hér við á heimleið frá Bordeaux i Frakk- landi, en þar var hann sendikenn- ari. Hann var hér síðast 1972 á ráðstefnunni „Hafið og nýting auðlinda þess“. Hann hefur ritað margar vísindagreinar um auð- lindir hafsins og umhverfismál, og einnig hefur hann tekið þátt i visindaráðstefnum í Bandaríkjun- um, Japan og Evrópu. Próf. Char- lier átti sæti á tveimur „Pacem in Maribus" viðræðum, og hefur ver- ið heiðraður í Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgfu. Einnig er hann ráðgjafi i ferðamálasamtök- um SÞ og framkvæmdastjóri í Rannsóknastofnun þróunar í ám og vötnum. Stykkishólms- búar í leikhúsi Stykkishólmi, 6. aprfl. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkishólmi hefir undanfarið sýnt leikritið Pétur og Rúnu eftir Birgi Sigurðsson í Stykkishólmi og viðar. Fimmta og seinasta sýning þess i Stykkishólmi var i Nýja félagsheimilinu s.l. sunnu- dagskvöld. Þann sama dag frumsýndi leik- félagið barnaleikritið DREKANN HÁSA, eftir Benny Andersen. Leikstjórn annaðist Signý Páls- dóttir. Voru tvær sýningar á leik- ritinu á sunnudag, báðar fyrir fullu húsi og við ágætar viðtökur. Lætur nærri að 40% bæjarbúa hafi sótt leikhús þennan dag. Farið verður i leikför með bæði leikritin á næstunni og verður sýning á laugardag, 10. april að Logalandi í Reykholtsdal. Barna- ieikritið kl. 4 en hitt kl. 9. A sunnudag verður svo sýning á barnaleikritinu i Grundarfirði. bingó Glæsilegt páskabingó í Sigtúni klukkan 3, á sunnudag Meðal vinninga eru utanlandsferðir, glæsilegar matarkörfur, vönduð dömu og herraúr, heimilistæki og fleira. Styrktarfélag Í.A. Reykjavík. Námskeið i hestamennsku um páskana UM páskahelgina hefur Reió- skólinn i Vestra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi starfsemi sina á þessu ári. Eins og kunn- ugt er hafa hjónin Rosemarie Þorleifsdóttir og Sigfús Guð- mundsson á undanförnum ᣠum rekið reiðskóla á heimili sínu, Vestra-Geldingaholti, og hefur aðsókn að skólanum jafnan verið góð. Um páskana verða þau hjón- in með vikunámskeið og hefst það n.k. þriðjudag, 13. apríl. Sumarnámskeið skólans hefj- ast síðan 26. mai n.k. og eru þau tvískipt annars vegar eru byrjendanámskeið, sem standa í 12 daga, og framhaldsnám- skeið, sem standa i 7 daga. Námskeið þessi eru bæði fyr- ir fullorðna og börn en lág- marksaldur er 12 ár. A það skal bent, að þeir unglingar, sem eiga hesta og vilja hafa þá með sér, geta fengið að koma með þá á sumarnámskeiðin. Það er ferðaskrifstofan Urval i Reykjavik, sem annast bókanir fyrir reiðskólann og veitir hún einnig allar nánari upplýs- ingar. Diskótek Kynnt verður hljómsveitin GULLKORN HVOLL Sætaferðir frá B.S.f Selfossi. Þorlákshöfn og Hveragerði AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH«r0unfiIatiih Figaró-ný rakara- stofa í Reykjavík Fyrir skömmu var opnuð í Reykjavík ný rakarastofa i Iðnað- Hvöt með kökubasar A sunnudag kl. 2 efnir sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt til kökubasars á Hallveigarstöðum. Hafa félagskonur bakað mikið af góðum kökum, sem seldar verða til ágóða fyrir starfsemina. armannahúsinu við Ingólfsstræti. Heitir hún rakarastofan Figaró og er eigandi hennar Gunnar Guð- jónsson en hann átti áður að hálfu rakarastofuna á Klapparstíg. Þá var Gunnar einn fimm fulltrúa Islands sem fóru á Norðurlanda- mót til Noregs sl. haust og kepptu i hárskurði. Á þessari nýju rakarastofu eru þrír stólar og jafnt klippt hár kvenna og karla. A meðfylgjandi mynd eru t.f.v. Diana Þórðardóttir, eiginkona Gunnars, Gunnar Guðjónsson, eigandi rakarastofunnar, Dóró- thea Magnúsdóttir og Guðjón Þór Guðjónsson, starfsfólk á stofunni. Söngskemmtun í Stykkishólmi Stykkishólmi 6. apríl Karlakór Stykkishólms heldur söngskemmtun í Félagsheimilinu í Stykkis- hólmi, sunnudaginn 11. apríl n.k. kl. 17. Á söng- skránni eru lög eftir bæði innlenda og erlenda höf- unda. Einsöngvarar verða Bjarni Lárentsínusson og séra Hjalti Guðmundsson, sem einnig er stjórnandi kórssin. Kórinn hefir æft vel í vetur og hefir á að skipa áhugasömum félög- um og eru þeir nú 24, Opiö til 2. Gaukar leika í kvöld. Allar veitingar Fjörið verður á hótelinu í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.