Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 H1T0iWl*M»Í!> Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Callaghan og Crosland f* rá því Harold Wilson tilkynnti að hann mundi íáta af embætti forsætisráð- herra Bretlands, hefur verið Ijóst, að það gæti skipt nokkru máli fyrir framvindu landhelgis- deilu okkar og Breta, hver yrði eftirmaður Wilsons. Niðurstaðan hefur orðið sú að James Callag- han, sem verið hefur utanríkis- ráðherra, tekur nú við forsætis- ráðherraembætti og utanríkisráð- herra verður Anthony Crosland, sem átti sæti í stjórn Wilsons og er þingmaður fyrir Grimsby. Verri gat niðurstaða þessara mannaskipta í brezku ríkisstjórn- inni tæpast orðið frá sjónarmiði okkar íslendinga. í viðræðum þeim, sem fram hafa farið milli Islenzkra og brezkra stjórnvalda á undanförnum mánuðum, hefur það smátt og smátt komið í Ijós, að Callaghan er mjög harðsnúinn í afstöðu sinni til landhelgisdeil- unnar og mun ósveigjanlegri gagnvart okkar sjónarmiðum heldur en t.d. Wilson mun hafa verið. Þetta þýðir, að afsögn Wil- sons og val Callaghans í forsætis- ráðherraembætti á Bretlandi veldur þvi, að til æðstu valda þar í landi er nú kominn maður, sem hefur verið okkur býsna erfiður, svoaðekki sémeirasagt. Þótt það hafi legið Ijóst fyrir um nokkurt skeið, aðmestar líkur væru á því, að Callaghan tæki við forsætisráðherraembætti, gerðu menn sér vonir um, að í stað hans mundi koma í embætti utanríkís- ráðherra maður, sem hefði meiri skilning á sjónarmiðum okkar ís- lendinga og væri fúsari til samn- inga en Callaghan hefur reynzt vera. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að í embætti utan- ríkisráðherra, hefur Callaghan valið Anthony Crosland, sem er þingmaður fyrir Grimsby og er þvi fulltrúi kjósenda, sem eiga beinna hagsmuna að gæta í sam- bandi við landhelgiufeiluna. Það hefur lengi verið mat manna, að Crosland haf i beitt sér mjög á bak við tjöldin og stuðlað að hinni hörðu afstöðu Breta í samninga- viðræðum við okkur og þess er skemmst að minnast, að tíu dögum áður en útfærslan í 200 milur tók gildi eða hinn 5. október 1975, flutti Crosland ræðu í kjördæmi sínu í Grimsby, þar sem hann lýsti því yfir, að brezkir sjómenn ættu „skýlausan rétt á að veiða upp að 12 mílum við íslandsstrendur", ef samning- ar tækjustekki um veiðiheimildir innan 200 mílna lögsögunnar og hann tók jafnframt fram, að Bret- ar „yrðu og mundu veiða fyrir innan 50 mílur" og bætti þvi við, að fiskimiðin við ísland væru á svæðum „sem hefðu verið hefð- bundin mið Breta í 500 ár" og að brezka stjórnin væri „ákveðin í að tryggJa brezkum sjómönnum þann rétt". Segja má, aðallt fram- ferðí Breta hafi farið eftir því, sem Crosland lýsti yfir i rasðunni í Grimsby í byrjun október 1975. Af þessu má Ijóst vera, að þær breytingar, sem orðið hafa í brezkum stjórnmálum á síðustu dögum hafa f remur orðið til þess að efla áhrif þeirra manna, sem hafa viljað taka sem harðasta af- stöðu til landhelgismála okkar ís- lendinga og alveg sérstaklega hlýtur það að vera áhyggjuefni, að nú er utanrikisráðherra Bret- lands maður, sem á beinna hags- muna að gæta vegna kjósenda sinna í Grimsby. Nú má kannski segja sem svo, að ekki sé ástæða til að hafa áhy99Íur afþessum mannabreyt ingum, þar sem stjórnmálasam- bandi hafi verið slitið milli land- anna og engar líkur séu á sam- komulagi við Breta í bráðog ekki þarf að taka fram, að auðvitað koma engar viðræður við Breta til greina meðan floti þeirra er á íslenzku yfirráðasvæði og meðan þeir sýna ekki meiri skilning á okkar málstað, en þeir hafa gert hingað til. En jafnf ramt er fyllsta ástæða til að undirstrika þá stað- reynd, að við íslendingar höfum alltaf viljað friðsamlega lausn landhelgisdeilunnar við Breta. ' Við höf um jaf nan verið reiðubún- ir til þess að veita Bretum nokkwrn umþóttunartíma og ein- hverjar veiðiheimildir innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu okkar, einungis að því tilskildu, að slíkar veiðiheimildir tækju mið af þeim alvarlegu viðhorfum, sem nú eru komin upp í sambandi við fiskstofnana á íslandsmiðum. Þaðhefur þvi ekki veriðskortur á samkomulagsvilja af okkar hálfu, sem hef ur komið i veg fyrir samn- inga, heldur hitt, að Bretar hafa krafizt of mikils í sinn hlut. Um leið og í Ijós kemur, að Bretar eru tilbúnir til þess að draga úr kröfum sínum um afla- magn á íslandsmiðum, eigum við að uppfylltum ofangreindum skil- yrðum, að sjálfsögðu að vera til- búnir til þess að ganga til samn- inga. Út f rá þessum sjónarmiðum hlýtur það að valda okkur áhyggj- um, að mestu áhrifamenn í brezku ríkisstjórninni eru nú menn, sem við þekkjum af svo óbilgjarnri afstöðu til landhelgis- mála okkar, sem þá Callaghan og Crosland. Sýning Ásgrímss HIN viðamikla sýning á verkum Asgrims Jónssonar, er hann ánafnaði íslenzka rikinu sam- kvæmt sérstöku gjafabréti, hef- ur nú staðið yfir i Myndlistarhús- inu við Miklatún í nær mánuð við mikla aðsókn áhugasamra og hrif- inna skoðenda. Ekki komust þó öll verkin fyrir í salarkynnum Myndlistarhússins, þannig reynd- ist ekki rými fyrir um 100 mynd- ir, sem fara varð með til baka í Asgrimssafn að Bergstaðastræti. Þá ber hér einnig að geta fjöida mynda í rissbökum Asgríms, sem eru óinnrammaðar, og eru ófáar þeirra engu síðri margri teikn- ingu á sýningunni. (Um þann þátt í list Ásgrims mun ég rita sérstak- lega i Lesbók blaðsins um páska- helgina). A þessari sýningu er flestu tjaldað af tæknilegum vinnu- brögðum Asgrims, en myndirnar eru alls 274 og skiptast í olíumál verk og vatnslitamyndir ásamt blýants- penna og kolteikningum. Sýningin mun þó ekki hugsuð sem yfirlitssýning á úrvali lífs- verks Ásgríms heldur öðru frem- ur til að kynna almenningi þver- skurð af hinni miklu gjöf lista- mannsins til íslenzku þjóðarinn- ar, en auk myndverkanna fylgdu gjöfinni allir fjármunir hans, hús og innanstokksmunir. Það væri líka rangt að greina þessa sýningu sem yfirlitssýningu, vegna þess hve margt vantar hér af aðalverk- um Asgríms svo sem ágæt verk i eigu Listasafns tslands, Reykja- víkurborgar og fjölmargra einstaklinga. Þessi verk þurfa að koma fram hið fyrsta á sérstakri sýningu, þvi að annars er hætt við að ýmsir fái ekki metið að verð- leikum listsköpun þessa braut- ryðjanda, og þá einkum yngri kynslóðin. Bfður þar Listasafns Islands verðugt verkefni. Skylt er hér að víkja að nokkru að gjöf þessari vegna hins mikla umfangs hennar, því hér mun um að ræða tæplega 500 fullgerðar olíu- og vatnslitamyndir auk mörg hundruð teikninga. Eg hygg að fáir geri sér ljósa grein fyrir þvi í dag, hve höfðing- leg gjöf þessi er og hve islenzka þjóðin stendur í mikilli þakkar- skuld við listamanninn Asgrím Jónsson, ekki einungis vegna hinnar veglegu gjafar heldur og vegna brautryðjendastarfs þessa leiðandi manns sem jafnan var boðinn og búinn að styðja hverja þá viðleitni er horfði til þroskun- ar fslenzkrar listmenningar. Væri gjöf listamannsins metin til fjár í dag, laust sem naglafast, er sennilegt að verðmæti hennar reyndist vart minni en sjálfs skál- ans er sýninguna hýsir, og hafa má það í huga að myndirnar eiga eftir er fram líður, að vaxa hraðar að verðgildi en nokkur naglaföst fasteign. Og vikið skal hér að húsi As- gríms, sem verið hefur safnhús um langt skeið og borið nafn hans. Þó að eigi sé langt umliðið frá andláti listamannsins hafa þessi húsakynni þegar öðlast mik- ið gildi sakir þess andrúms er þar rikir, þannig að hin unga kynslóð kynnist þar lífsháttum sem eru henni algjörlega framandi og vek- ur til innlifunar í horfna tíð. Hef- ur það komið fram að unga fólkið kann vel að meta þetta lágreista og dulúðuga hús, sem geymir svo mikla og forvitnilega sögu. Ég hef áður bent á nauðsyn þess að allt húsið (báðar álmur þess) yrði virkjað til minningar um þá er þar réðu húsum, og helzt að byggður yrði við það hentugur skáli úti í garði hússins til aukins sýningarrýmis, og að húsið yrði í umsjá Listasafns Islands sem ein deild þess, og vil ég árétta þá ábendingu hér. Eg tel að stefna beri að því, að þau hús sem byggð hafa verið sérstaklega að þörfum myndlistarmanna verði virkjuð áfram sem slfk er þeir falla frá. Ásgrfmur Jónsson „Sýning í tilefni aldar- afmælis r Asgríms Jóns- sonar" Þekki ég ýmis dæmi um slíkt er- lendis og eru þá listamenn er fá inni í slíkum húsum, bundnir ákvæði um að viðhalda þeirri hefð. Hús Asgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Scheving ber að varðveita til minnis um merka brautryðjend- ur, og þá einnig sem heimild um hina fábrotnu bústaði þeirra. Ferill Asgríms Jónssonar sem sjálfstæðs listamanns hófst með sýningu hans í Melstedshúsi við Lækjartorg, þar sem Utvegsbanki Islands stendur nú, og á árunum 1904—12 á hann sjö sinnum myndir á vorsýningum á Charlott- enborg. A þeim árum dvelur hann ytra á vetrum en heima á sumr- um, að vetrinum 1906—7 undan- skildum. Þar sem hann telst hafa komið alkominn heim sumarið 1909 er einsýnt að hann hefur sent myndir á vorsýningarnar fyrstu árin eftir heimkomuna, en hætttþvi svo, a.m.k. finn ég hvergi í heimildum að hann hafi tekið þátt i fleiri Charlottenborgarsýn- ingum, en slikt er þó vel hugsan- legt. Næstu sýningar Ásgrims í Reykjavík voru haustið 4905 og í júlí 1907 og þá í Góðtemplarahús- inu, en hann hafði þann háttinn á þessi árin að viða að sér mynd- efni hér heima á sumrum en full- gera svo frumdrættina í K-höfn á veturna. Frá upphafi sótti Asgrimur myndefni undantekningarlítið i islenzka náttúru og þjóðsögur, og gerðist þar slíkur brautryðjandi og áhrifavaldur að landslagið bar ægishjálm yfir annað myndefni í íslenzkri myndlist næstu hálfa öldina og er enn í dag það megin- atriði hérlendis er fólk almennt tengir fyrst við málaralist. Asgrímur er fæddur og uppal- inn þar sem víðast sér til fjalla á þessu tandi, og þegar þess er gætt að hann lifir mikla þjóðfélagslega vakningu fyrstu þroska- og mann- dómsár sín er einkar skiljanlegt að hið ósnortna land, sem bauð upp á svo miklar myndrænar and- stæður yrðu honum öðru framar að myndefni. Ahrif þau er hann varð fyrir af impressjónistum hljóta einnig að hafa ýtt mjög undir og örvað samkennd hans með landslaginu. Hið breytilega veðurfar gaf auk þess mikla möguleika við gerð margvíslegra mynda af sama mótívinu vegna síbreytilegra litbrigða í lofti og Sjálfsmyndir gróanda. Sumir vilja jafnvel halda því fram að Asgrímur hafi haft engu minni áhuga á að festa Ijós- og veðrabrigðin hverju sinni á léreftin og vatnslitapappírinn en landslagið. Hann mun líka eins og allir góðir listamenn, hafa skil- ið nauðsyn þess að forma og um- breyta vegna hinna sérstöku lög- mála myndflatarins og ófullkom- leika mannlegs auga, en vera trúr þvf að festa heildarskynjun sína á viðfangsefninu á léreftið. Hann var þannig enginn natúralisti í eðli sínu, frekar en aðrir braut- ryðjendur okkar I málaralistinni, enginn kortagerðarmaður lands- lagsins, en opnaði landsmönnum nýja sýn á landið. Og það er ís- lenzkri myndlist þýðingarmikill ávinningur hve brautryðjendurn- ir litu landið ólíkum augum, og það verður sem betur fer aldrei löggilt hvað landslag er í eðli sinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.