Morgunblaðið - 10.04.1976, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1976
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 1976
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ární Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6. sími 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Callaghan
og Crosland
’ rá þvi Harold Wilson
tilkynnti að hann mundi
iáta af embætti forsætisráð-
herra Bretlands, hefur verið
Ijóst, að það gæti skipt nokkru
máli fyrir framvindu landhelgis-
deilu okkar og Breta, hver yrði
eftirmaður Wilsons. Niðurstaðan
hefur orðið sú að James Callag-
han, sem verið hefur utanríkis-
ráðherra, tekur nú við forsætis-
ráðherraembætti og utanríkisráð-
herra verður Anthony Crosland,
sem átti sæti í stjórn Wilsons og
er þingmaður fyrir Grimsby
Verri gat niðurstaða þessara
mannaskipta í brezku ríkisstjórn-
iuni tæpast orðið frá sjónarmiði
okkar íslendinga í viðræðum
þeim, sem fram hafa farið milli
Islenzkra og brezkra stjórnvalda á
undanförnum mánuðum, hefur
það smátt og smátt komið! Ijós, að
Callaghan er mjög harðsnúinn i
afstöðu sinni til landhelgisdeil-
unnar og mun ósveigjanlegri
gagnvart okkar sjónarmiðum
heldur en t.d. Wilson mun hafa
verið. Þetta þýðir^að afsögn Wil-
sons og val Callaghans I forsætis-
ráðherraembætti á Bretlandi
veldur því, að til æðstu valda þar I
landi er nú kominn maður, sem
hefur verið okkur býsna erfiður,
svoaðekki sémeirasagt.
Þótt það hafi legið Ijóst fyrir
um nokkurt skeið, aðmestar líkur
væru á því, að Callaghan tæki við
forsætisráðherraembætti, gerðu
menn sér vonir um, að í stað hans
mundi koma i embætti utanríkis-
ráðherra maður, sem hefði meiri
skilning á sjónarmiðum okkar ís-
lendinga og væri fúsari til samn-
inga en Callaghan hefur reynzt
vera. Niðurstaðan hefur hins
vegar orðiðsú, að I embætti utan-
ríkisráðherra, hefur Callaghan
valið Anthony Crosland, sem er
þingmaður fyrir Grimsby og er
því fulltrúi kjósenda, sem eiga
beinna hagsmuna að gæta í sam-
bandi við landhelgíofeiluna. Það
hefur lengi verið mat manna, að
Crosland hafi beitt sér mjög á bak
við tjöldin og stuðlað að hinni
hörðu afstöðu Breta I samninga-
viðræðum við okkur og þess er
skemmst að minnast, að tiu
dögum áður en útfærslan I 200
mílur tók gildi eða hinn 5.
október 1975, flutti Crosland
ræðu I kjördæmi sínu I Grimsby,
þar sem hann lýsti þvt yfir, að
brezkir sjómenn ættu „skýlausan
rétt á að veiða upp að 12 mílum
við íslandsstrendur", ef samning-
ar tækjustekki um veiðiheimildir
innan 200 mílna lögsögunnar og
hann tók jafnframt fram, að Bret-
ar „yrðu og mundu veiða fyrir
innan 50 mílur" og bætti þvi við,
að fiskimiðin víð ísland væru á
svæðum „sem hefðu verið hefð-
bundin mið Breta í 500 ár" og að
brezka stjórnin væri „ákveðin í að
tryggja brezkum sjómönnum
þann rétt". Segja má, aðallt fram-
ferði Breta hafi farið eftir því,
sem Crosland lýsti yfir i ræðunni
í Grimsby í byrjun október 1975.
Af þessu má Ijóst vera, að þær
breytingar, sem orðið hafa i
brezkum stjórnmálum á siðustu
dögum hafa fremur orðið til þess
að efla áhrif þeirra manna, sem
hafa viljað taka sem harðasta af-
stöðu til landhelgismála okkar ís-
lendinga og alveg sérstaklega
hlýtur það að vera áhyggjuefni,
að nú er utanríkisráðherra Bret-
lands maður, sem á beinna hags-
muna að gæta vegna kjósenda
sinna í Grimsby.
Nú má kannski segja sem svo,
að ekki sé ástæða til að hafa
áhyggjur afþessum mannabreyt
ingum, þar sem stjórnmálasam-
bandi hafi verið slitið milli land-
anna og engar líkur séu á sam-
komulagi víð Breta í bráðog ekki
þarf að taka fram, að auðvitað
koma engar viðræður við Breta til
greina meðan floti þeirra er á
íslenzku yfirráðasvasði og meðan
þeir sýna ekki meiri skilning á
okkar málstað, en þeir hafa gert
hingað til. En jafnframt er fyllsta
ástæða til að undirstrika þá stað-
reynd, að við íslendingar höfum
alltaf viljað friðsamlega lausn
landhelgisdeilunnar við Breta.
Við höfum jafnan verið reiðubún-
ir til þess að veita Bretum
nokkurn umþóttunartíma og ein-
hverjar veiðiheimíldir innan
hinnar nýju fiskveiðilögsögu
okkar, einungis að því tilskildu,
að slíkar veiðiheimildir tækju
mið af þeim alvarlegu viðhorfum,
sem nú eru komin upp í sambandi
við fiskstofnana á íslandsmiðum.
Það hefur þvi ekki veriðskortur á
samkomulagsvilja af okkar hálfu,
sem hefur komið i veg fyrir samn-
inga, heldur hitt, að Bretar hafa
krafizt of mikils í sinn hlut.
Um leið og i Ijós kemur, að
Bretar eru tilbúnir til þess að
draga úr kröfum sínum um afla-
magn á íslandsmiðum, eigum við
að uppfylltum ofangreindum skil-
yrðum, að sjálfsogðu að vera til-
búnir til þess að ganga til samn-
inga. Út f rá þessum sjónarmiðum
hlýtur það að valda okkur áhyggj-
um, að mestu áhrifamenn í
brezku ríkisstjórninni eru nú
menn, sem við þekkjum af svo
óbilgjarnri afstöðu til landhelgis-
mála okkar, sem þá Callaghan og
Crosland.
Sýning Ásgrímssafns
HIN viðamikla sýning á verkum
Asgrims Jónssonar, er hann
ánafnaói islenzka ríkinu sam-
kvæmt sérstöku gjafabréu, hef-
ur nú staðið yfir i Myndlistarhús-
inu við Miklatún í nær mánuð við
mikla aðsókn áhugasamra og hrif-
inna skoðenda. Ekki komust þó
öll verkin fyrir í salarkynnum
Myndlistarhússins, þannig reynd-
ist ekki rými fyrir um 100 mynd-
ir, sem fara varð með til baka í
Ásgrimssafn að Bergstaðastræti.
Þá ber hér einnig aó geta fjöida
mynda í rissbökum Ásgrims, sem
eru óinnrammaðar, og eru ófáar
þeirra engu síðri margri teikn-
ingu á sýningunni. (Um þann þátt
í list Ásgrims mun ég rita sérstak-
lega i Lesbók blaðsins um páska-
helgina).
Á þessari sýningu er flestu
tjaldað af tæknilegum vinnu-
brögðum Asgrims, en myndirnar
eru alls 274 og skiptast i olíumál
verk og vatnslitamyndir ásamt
blýants- penna og kolteikningum.
Sýningin mun þó ekki hugsuð
sem yfirlitssýning á úrvali lífs-
verks Ásgríms heldur öðru frem-
ur til að kynna almenningi þver-
skurð af hinni miklu gjöf iista-
mannsins til íslenzku þjóðarinn-
ar, en auk myndverkanna fylgdu
gjöfinni allir fjármunir hans, hús
og innanstokksmunir. Það væri
lika rangt að greina þessa sýningu
sem yfirlitssýningu, vegna þess
hve margt vantar hér af aðalverk-
um Ásgríms svo sem ágæt verk í
eigu Listasafns Islands, Reykja-
víkurborgar og fjölmargra
einstaklinga. Þessi verk þurfa að
koma fram hið fyrsta á sérstakri
sýningu, því að annars er hætt við
að ýmsir fái ekki metið að verð-
leikum listsköpun þessa braut-
ryðjanda, og þá einkum yngri
kynslóðin. Biður þar Listasafns
lslands verðugt verkefni.
Skylt er hér að víkja að nokkru
að gjöf þessari vegna hins mikla
umfangs hennar, því hér mun um
að ræða tæplega 500 fullgerðar
olíu- og vatnslitamyndir auk mörg
hundruð teikninga.
Ég hygg að fáir geri sér ljósa
grein fyrir þvi í dag, hve höfðing-
leg gjöf þessi er og hve íslenzka
þjóðin stendur í mikilli þakkar-
skuld við listamanninn Asgrim
Jónsson, ekki einungis vegna
hinnar veglegu gjafar heldur og
vegna brautryðjendastarfs þessa
leiðandi manns sem jafnan var
boðinn og búinn að styðja hverja
þá viðleitni er horfði til þroskun-
ar fslenzkrar listmenningar.
Væri gjöf listamannsins metin
til fjár í dag, laust sem naglafast,
er sennilegt að verðmæti hennar
reyndist vart minni en sjálfs skál-
ans er sýninguna hýsir, og hafa
má það í huga að myndirnar eiga
eftir er fram líður, að vaxa hraðar
að verðgildi en nokkur naglaföst
fasteign.
Og vikið skal hér að húsi Ás-
gríms, sem verið hefur safnhús
um langt skeið og borið nafn
hans. Þó að eigi sé langt umliðið
frá andláti listamannsins hafa
þessi húsakynni þegar öðlast mik-
ið gildi sakir þess andrúms er þar
ríkir, þannig að hin unga kynslóð
kynnist þar lífsháttum sem eru
henni algjörlega framandi og vek-
ur til innlifunar í horfna tíð. Hef-
ur það komið fram að unga fólkið
kann vel að meta þetta lágreista
og dulúðuga hús, sem geymir svo
mikla og forvitnilega sögu.
Ég hef áður bent á nauðsyn
þess að allt húsið (báðar álmur
þess) yrði virkjað til minningar
um þá er þar réðu húsum, og helzt
að byggður yrði við það hentugur
skáli úti I garði hússins til aukins
sýningarrýmis, og að húsið yrði I
umsjá Listasafns Islands sem ein
deild þess, og vil ég árétta þá
ábendingu hér. Ég tel að stefna
beri að því, að þau hús sem byggð
hafa verið sérstaklega að þörfum
myndlistarmanna verði virkjuð
áfram sem slík er þeir falla frá.
Þekki ég ýmis dæmi um slíkt er-
lendis og eru þá listamenn er fá
inni I slíkum húsum, bundnir
ákvæði um að viðhalda þeirri
hefð.
Hús Asgríms Jónssonar, Jóns
Stefánssonar og Gunnlaugs
Scheving ber að varðveita til
minnis um merka brautryðjend-
ur, og þá einnig sem heimild um
hina fábrotnu bústaði þeirra.
Ferill Ásgríms Jónssonar sem
sjálfstæðs listamanns hófst með
sýningu hans I Melstedshúsi við
Lækjartorg, þar sem Utvegsbanki
Islands stendur nú, og á árunum
1904—12 á hann sjö sinnum
myndir á vorsýningum á Charlott-
enborg. A þeim árum dvelur hann
ytra á vetrum en heima á sumr-
um, að vetrinum 1906—7 undan-
skildum. Þar sem hann telst hafa
komið alkominn heim sumarið
1909 er einsýnt að hann hefur
sent myndir á vorsýningarnar
fyrstu árin eftir heimkomuna, en
hætt»þvi svo, a.m.k. finn ég hvergi
I heimildum að hann hafi tekið
þátt I fleiri Charlottenborgarsýn-
ingum, en slíkt er þó vel hugsan-
legt. Næstu sýningar Ásgrims I
Reykjavík voru haustið 4905 og I
júlí 1907 og þá I Góðtemplarahús-
inu, en hann hafði þann háttinn á
þessi árin að viða að sér mynd-
efni hér heima á sumrum en full-
gera svo frumdrættina i K-höfn á
veturna.
Frá upphafi sótti Ásgrimur
myndefni undantekningarlitið í
islenzka náttúru og þjóðsögur, og
gerðist þar slikur brautryðjandi
og áhrifavaldur að landslagið bar
ægishjálm yfir annað myndefni í
íslenzkri myndlist næstu hálfa
öldina og er enn í dag það megin-
atriði hérlendis er fólk almennt
tengir fyrst við málaralist.
Asgrímur er fæddur og uppal-
inn þar sem víðast sér til fjalla á
þessu landi, og þegar þess er gætt
aó hann lifir mikla þjóðfélagslega
vakningu fyrstu þroska- og mann-
dómsár sín er einkar skiljanlegt
að hið ósnortna land, sem bauð
upp á svo miklar myndrænar and-
stæður yrðu honum öðru framar
að myndefni. Ahrif þau er hann
varð fyrir af impressjónistum
hljóta einnig að hafa ýtt mjög
undir og örvað samkennd hans
með landslaginu. Hið breytilega
veðurfar gaf auk þess mikla
möguleika við gerð margvíslegra
mynda af sama mótívinu vegna
sibreytilegra litbrigða í lofti og
né hvernig það skuli meðtekið af
hverjum einstökum. Sólin er hér
guðdómurinn, og manneskjan af-
kvæmi sólarinnar í allri sinni fjöl
breytni, mismunandi hugsunar-
hætti og litarafti.
Frá heimkomu sinni og fram til
1916 bjó Ásgrímur í húsinu Vina-
minni við Mjóstræti, í rúmgóðum
salarkynnum þar sem hann þurfti
engar áhyggjur að hafa vegna
stærðar málverka sinna. Hér
málar hann m.a. hina miklu
Heklumynd sína er hann lauk við
árið 1909, og fyrst mun sú mynd
hafa verið sýnd á fyrstu íslenzku
myndlistarsýningunni í
Sjálfsmynd Ásgríms frá um 1940
Flugumýrarbrenna (1918)
Sjálfsmyndir gerðar á heilsuhæli Reichenhall Efra Bæheimi 1939
gróanda. Sumir vilja jafnvel
halda því fram að Ásgrímur hafi
haft engu minni áhuga á að festa
ljós- og veðrabrigðin hverju sinni
á léreftin og vatnslitapappírinn
en landslagið. Hann mun lika eins
og allir góðir listamenn, hafa skil-
ið nauðsyn þess að forma og um-
breyta vegna hinna sérstöku lög-
mála myndflatarins og ófullkom-
leika mannlegs auga, en vera trúr
því að festa heildarskynjun sína á
viðfangsefninu á léreftið. Hann
var þannig enginn natúralisti i
eðli sínu, frekar en aðrir braut-
ryðjendur okkar I málaralistinni,
enginn kortagerðarmaður lands-
lagsins, en opnaði landsmönnum
nýja sýn á landið. Og það er is-
lenzkri myndlist þýðingarmikill
ávinningur hve brautryðjendurn-
ir litu landið ólíkum augum, og
það verður sem betur fer aldrei
löggilt hvað landslag er í eðli sinu
Kristianíu (Osló) árið 1910, sem
Bjarni frá Vogi stóð að og haldin
var í sýningarsölum Blomqist þar
i borg.
Hinn nafntogaði norski málari
og áhrifavaldur Cristian Krogh,
fór miklum viðurkenningarorð-
um um myndina, „taldi Ásgrím
hafa náð slikum mikilleika og víð-
áttu inn í myndina, að menn fyndi
til smæðar sinnar andspænis
henni. Hann þykist hins vegar
mega ráða það af myndum As-
grims, að vatnslitir muni henta
túlkun hans betur en olíulitir, þvi
að það sé hin tæra áferð og ljósa
teikning sem hann stefndi auð-
sjáanlega að“..Hér mælir sá er
vissi hvað hann sagði og var
óhræddur að styðja við bak þeirra
yngri, m.a. varð hann fyrstur
norskra gagnrýnenda ásamt Jens
Thiis til að taka upp hanskann
fyrir Edward Munch á þeirri tíð,
er til uppsláttar þótti að rakka
hann niður.
Það er merkilegt og vert til um-
hugsunar, að tveir umdeildustu
og frægustu gagnrýnendur Dana
og Norðmanna á þessum timum,
skyldu skri’fa öllum öðrum réttar
og vinsamlegar um list þessa
brautryðjanda okkar — (i Dan-
mörku var það Emil Hannover).
Eg fæ ekki betur séð en að
Krogh hafi hér skygghst djúpt því
aó frábærari vatnslitamynda-
málara en Asgrim Jónsson hafa
Islendingar naumast eignast, og
það voru einmitt slíkar myndir er
Ásgrímur gerði á fyrstu áratugum
aldarinnar, sem trúlega mun
lengst geyma nafn hans. Það var
einnig Cristian Krogh sem var
höfundur hins nafntogaða orða-
leiks. — „Öll þjóðleg list er léleg.
— Öll góð list er þjóðleg. („All
nasjonal kunst er dárlig. All god
kunst er nasjonal"). Setningin á
einnig mjög vel við Ásgrím og
íslenzka brautryðjendur, með því
að list þeirra er öðru fremur ís-
lenzkt landslag byggt upp á
evrópskri málarahefð og persónu-
legri skynjun.
Hin létt- og þunntmálaða mynd
sem ber nafnið „Frá Hornafirði.
— Bærinn Stóra Lág“ máluð
1912, sem mér þykir ein fegursta
mynd sýningarinnar, hefur yfir
sér blæ vatnslitamyndatækni. Af
vatnslitamyndunum vil ég hér
nefna hinar tvær myndir af Strút
og Húsafellsskógur“, málaðar
1915 og 1918, og af mikilli
artistiskri kennd. Þá vil ég einn-
ig benda á myndina „Flugumýrar-
brenna" (Ur Sturlungu), sem er
máluð 1918, og gæti verið máluð
af einum hinna yngri málara I
dag, og ég tel að þessi mynd hafi
haft mikil áhrif á aðra listamenn.
Margt mynda í kaffisal hafa yfir
sér hina tæru birtu vatnslita-
myndanna og lífga upp þetta
annars nöturlega svið hússins.
Hinar litsterku myndir frá
Húsafellsskógi bera augað ofur-
liði við fyrstu sýn, en skýrast
smám saman og myndu njóta sín
öllu betur hefðu þær hlotið meira
veggrými og verið færri. Af
myndunum „Flótti undan eld-
gosi“ (1945—50) þykir mér mynd
nr. 42 bera af oliumyndunum, og
hinar tvær vatnslitamyndir eru
báðar gullfallegar. Annars veit ég
að myndir mjög sterkra lita mild-
ast og dýpka með árunum og það
munu hinar litsterku olíumyndir
Ásgrims vafalaust eiga eftir að
gera.
Upptalning mynda á jafn viða-
mikilli sýningu þjónar tak-
mörkuðum tilgangi, en ég vil að
fram komi að þetta er að mínum
dómi bæði mikil og fögur sýning,
sem fólk má ekki fara á mis við,
og helst skoða oftar en einu sinni
þar sem bið verður á að jafn yfir-
gripsmikið safn mynda eftir As-
grim verði til sýnis.
Eigi má fyrnast sú menningar-
vakning sem fylgdi sýningum Ás-
grims Jónssonar í eina tið, né sú
virðing er hann naut meðal
borgarbúa sem fögnuðu hinum
árvissu páskasýningum hans. As-
grímur hlaut snemma verðskuld-
aða viðurkenhingu. Þjóðin mat og
virti þennan son sinn frá fyrstu
tíð og minnist hans nú með þökk
og virðingu.
Ber að þakka öllum þeim er
lögðu hönd að þessari Asgríms-
sýningu og þá fyrst og fremst frú
Bjarnveigu Bjarnadóttur frænd-
konu listamannsins, svo og
Borgarstjórn Reykjavíkur, sem
stóð hér virðulega að málum.
Bragi Ásgeirsson.
Asgrfmur Jónsson
„Sýning
í tilefni
aldar-
afmælis
r
Asgríms
Jóns-
sonar”
SÁLUMESSAN
□ Háskólabfó 8. aprfl
□ Flytjendur: Söngsveitin
FfIharmónía, Sinfónfu-
hljómsveit tslands.
□ Söngstjóri:
Jón Asgeirsson
□ Stjórnandi:
Karsten Andersen
Q Einsöngvarar: Frödis
Klausbergir, Rut L.
Magnússon,
Magnús Jónsson,
Guðmundur Jónsson.
□ Efnisskrá:
Giuseppe Verdi.Requiem
Það telst jafnan til meiri-
háttar tónlistarviðburða þegar
söngsveitin *Fílharmónía
kemur fram, en á fimmtudags-
kvöldið flutti hún,' ásamt sin-
fóníuhljómsveitinni '• og ein-
söngvurum, sálumessu Verdis.
Lætur Söngsveitin skammt
stórra högga á milli, því fyrr i
vetur flutti sveitin Carmina
Burana eftir Carl Orff. Ber það
vott um mikla ígrósku og
dugnað að flytja tvö svo viða-
mikil verk sama misserið.
Raunar er sálumessan gamall
kunningi, því Söngsveitin flutti
þetta verk fyrir »réttum átta
árum á eftirminnilegan hátt.
Vekur það nokkra undrun, að
þetta verk skuli » valið til
flutnings nú, þegar svo mörg
önnur liggja óhreyfð, sem
aldrei hafa hljómað hérlendis.
En hvað sem um það má segja,
stendur sú staðreynd eftir, að
sálumessa Verids er stórfallegt
verk, sem fengur er í að heyra.
Þegar verkið var fyrst flutt hér
á sínum tíma, voru þvi gerð
greinargóð skil i þessu blaði ef
ég man rétt, og skal það ekki
endurtekið. Á það skal aðeins
minnst að Verdi 'samdi sálu-
messuna til minningar um þjóð-
skáld ítala, „Alessandro
Manzoni, og var frumflutí árið
1874,—
Framtak Fílharmóníukórsins
er lofsvert og frammistaða hans
var góð á fimmtudagskvöldið.
Hins vegar virðist liggja í loft-
inu að mun meiru ,'mætti ná út
úr svo stórum og góðum kór. Sú
skoðun hefur áður komið fram
á þessum vetvangi og skal
ítrekuð nú, að ekki virðist væn-
legast til árangurs fyrir kórinn
að ráða sérstakan æfingastjóra,
en síðan taki aðalstjórnandi
sinfóníuhljómsveitarinnar við
viku fyrir konsert. Hér er ekki
við æfingastjórann Jón As-
geirsson að sakast, — þvert á
móti hefur hann unnið mjög
gott starf. Kórinn kunni hlut-
verk sitt með ágætum. Hins
vegar virðist Karsten Andersen
ekki megna að vera sú kveikja,
sem til þarf til að þetta mikla
apparat — hljómsveitin og
kórinn — virki rétt, hvorki nú
né áður. Það verður að segjast
eins og er, að þetta tónleikaár
hefur ekki verið Andersen hag-
stætt hvað listrænan árangur
snertir þegar á heildina er litið
— langt því frá. Nú hefur
spurst að búið sé að ráða hann
TÓREISfi
eftir EGIL
FRIÐLEIFSSON
Karsten Andersen
sem aðalstjórnanda sin-
fóníunnar fyrir næsta ár
einnig. Undirritaður er á móti
þeirri endurráðningu og þykist
eiga sér marga skoðanabræður.
Það er engri hljómsveit hollt að
sitja of lengi uppi með sama
stjórnandann. Slíkt býður
aðeins upp á stöðnun og aftur-
för. Þetta er ekki sagt Karsten
Andersen til lasts. Hér er ekki
verið að draga í efa þekkingu
hans eða kasta rýrð á dýrmæta
reynslu hans. Áreiðanlega er
hann á margan hátt mikilhæfur
tónlistarmaður sem mörgu
jákvæðu hefur til leiðar komið,
og skal það ekki vanþakkað, þó
í bili sé hann ekki á réttri hillu.
Jafn vel nú, þegar hann fær i
hendurnar fílefldan fullæfðan
góðan kór er árangurinn engan
veginn eins og vonir stóðu til.
Flutningur sálumessunnar var
í heild áferðarsnotur og
hnökralitill en vantaði alla
snerpu og tjáningargíeði af
hálfu stjórnandans. Hann
stýrði liði sínu af öryggi og
kunnáttu en að öðru leyti hlut-
laust og þreytulega. Því miöur
setti það nokkuð mark sitt
á heildarblæinn. Einsöngv-
ararnir allir gerðu hlut-
verkum sinum hin ágætustu
skil. Með sópranhlutverkið fór
norska söngkonan Fröydis
Klausberger. Rödd hennar er
falleg og vel öguð, og hún söng
af smekkvísi. En okkar ágætu
landar gáfu henni ekkert eftir.
Þau Rut L. Magnússon, Magnús
Jónsson og Guðmundur Jóns-
son sungu af sinu alkunna
öryggi og listræna þokka.
Leikur hljómsveitarinnar var
fremur daufur og þreytulegur.
Þó brá víða við laglega gerðum
hlutum. Þannig eiga t.d.
blásararnir hrós skilið fyrir
ágæta frammistöðu i „Tuba
Mirum“-þættinum.
Inúk til Siiður- og Mið-Ameríku
ÞJÓÐLEIKHUSIÐ hefur þegið
boð um leikför með Inúk til nokk-
urra landa i Mið- og Suður-
Ameriku, og heldur hópurinn í
þess ferð 19. april n.k. Stendur
ferðin í um það bil mánaðartima.
Fyrst sýnir hópurinn á alþjóð-
legri leiklistarhátíð i Caracas í
Venezuela, 6 — 8 sýningar, en
hátið þessi er haldin á vegum
Alþjóðaleikhúsmálastofnunarinn-
ar i tengslum við þing hennar, þar
sem fjalla á um leiklist og vanda-
mál þriðja heimsins.
Inúk verður einnig sýndur i
nokkrum öðrum borgum
Venezuela, en síðan verða sýning-
Framhald á bls. 22