Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 3 Friðunin tilkynnt í öllum fjölmiðlum — segir sjávarútvegsráðuneytið Ur Pétri og Rúnu í flutningi Grlmnis í Stykkishólmi. Ljósm. Bæringur. Stðr dagur hjá Grímni í Stykkishðlmi 4 af hverjum 10 í leikhúsið SUNNUDAGINN 4. apríl var mikið um að vera hjá leik- félaginu Grimni i Stykkishólmi. Kl. 2. frumsýndi félagið barna- leikritið „Drekinn Hási“ eftir Benny Andersen. Kl. 5 var önn- ur sýning á sama leikriti og var uppselt á báðar sýningarnar. Leikstjóri er Signý Pálsdó'ttir. Með hlutverk fara: Hrafnkell Alexandersson, Friðrik Kristinsson, Ölafur Þorvalds- son, Rannveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Skúli Ingvarsson, Gísli Björg- vin Konráðsson, Hannes Stígs- son og Þór Sigurðsson. Kl. 9 (21) sama dag var sýning á Pétri og Rúnu og var það jafn- framt fyrsta leiksýningin i Nýja félagsheimilinu í Stykkis- hólmi. Næstu sýningar hjá félaginu verða sem hér segir: laugardaginn 10. april verður farið með bæði leikritin í leik- ferð og verður farið að Loga- landi, Reykholtsdal. Borgar- firði. Þar verður barnaleikritið sýnt kl. 4, en Pétur og Rúna kl. 9. Þá verður barnaleikritið sýnt i Samkomuhúsinu í Grundar- firði, sunnudag 11. apríl. Þess má geta að sunnudaginn 4. apríl sáu 4 af hverjum 10 Stykkishólmsbúum leiksýningu hjá leikfélaginu. Sýningunum var vel tekið og var leikendum vel fagnað i lokin. Börkur og Sigurður fara til Nýfundnalands: Óvíst um veiðar 1 Norðursjó í sumar „ÞAÐ þýðir ekkert fyrir skip- stjórna að afsaka sig með þvi að þeir hafi ekki vitað um friðun svæðisins á Selvogsbanka," sagði Þórður Asgeirsson skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðunevtissins 1 samtali við Morgunblaðið i gær, en einn skipstjórinn á netabátun- um, sem teknir voru með net sfn í sjó á svæðinu, sagði við blaðið I gær að skipstjórarnir hefðu ekki vitað um friðunina og hennar væri ekki getið f sjómannaal- manakinu. Þessi friðun var að sögn Þórðar ákveðin 19. janúar s.l. og gilti hún frá 1. febrúar. „Fréttatilkynning um þessa friðun var send til allra Sýningu Jönasar að Ijúka Málverkasýningu Jónasar Guðmundssonar í Hamragörð- um, Hávallagötu 24, Rvk, lýkur á sunnudagskvöld. Sýningin hefur nú verið opin í eina viku og hafa all- mörg verkanna selzt og sýning- in hefur verið fjölsótt. Jónas heldur nú senn til Þýzkalands, þar sem sýning verður opnuð á verkum hans i Ntirnberg i V-þýzkalandi en þar mun hann sýna rúmlega 20 myndir. Sýningin er i sam- bandi við sérstaka Islandsviku, sem haldin verður i NUrnberg. fjölmiðla á sínum tíma og birtist hún i öllum blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Auk þess birtist kort, sem sýndi hvar friðaða svæðið var og var sérstaklega tekið fram að breyting hefði orðið á því og það fært til austurs," sagði Þórður. Og hann vildi sérstakiega taka fram, að miðað við þau mótmæli, sem bárust víða að vegna þessarar friðunar, væri ólíklegt annað en hver einasti skipstjóri hefði vitað um hana. Myntuppboð í dag GUÐMUNDUR Axelsson i Klaust- urhólum heldur myntuppboð i Tjarnarbúð í dag kl. 14. 179 núm- er eru þar á uppboðsskrá. Meðal peninga á uppboðinu er mynt frá Alþingishátíðarárinu 1930, 5 kr., 10 kr. og sett með 2 kr., 5 kr. og 10 kr. Þá er einnig Ásmundarskjöld- ur frá 1930, bronspeningur. Einn- ig er nokkuð af þjóðhátíðarmynt 1974 auk fjölda mynteintaka úr ýmsum áttum. Góður afli neta- báta á Eskifirði Eskifirði 9. apríl AFLI hefur verið góður hjá netabátum s.l. viku og eru þrfr að landa f dag um 140 lestum, Sæberg er með 65 lestir, Haf- alda með 45, en aflinn sem hún er með er aðgerður og fsaðar f kassa, en óaðgert hjá hinum bátunum. Votaberg er með 36 lestir. Alls róa 8 bátar með net frá Eskifirði um þessar mundir og hefur afli minni báta einnig verið ágætur. Einn 14 lesta bát- ur, Guðmundur Þór, kom með 11 lestir og annar, Bliki, með 6 lestir úr lögn í gær. Togararnir lönduðu um síó- ustu helgi, Hólmanes 110 lest- um og Hólmatindur 118 lestum. Koma þeir aftur inn eftir helgi. Ekki hafa enn verið talin at- kvæði sjómanna um samning- ana, en atkvæðagreiðsla hefur verið undanfarna daga um þá. Sjómenn segja að fiskurinn, sem fæst í Reyðarfirði, sé full- ur af loðnu og er það óvanalegt á þessum tíma við Austfirði. MARGIR útgerðarmenn hafa áhuga á að senda skip sín til loðnuveiða á Ný- fundnalandsmiðum í vor og þegar er ákveðið að Sig- urður og Börkur fari á þær slóðir í byrjun maí. Eiga skipin að landa í bræðslu- skipið Norglobal. Sigurður var við veiðar á þessum slóðum í 6 vikur á s.l. ári og fékk þá um 16 þúsund lest- ir. Þeir aðilar, sem sendu skip sin til Máritaníumiða í fyrrahaust, munu hafa fengið loforð frá útgerð Norglobals um að hafa for- gang að löndun í skipið við Nýfundnaland í vor. Sig- urður og Börkur voru þar sem kunnugt er og enn- fremur Reykjaborg, Ás- berg og Óskar Halldórsson. Að sögn Jónasar Haraldssonar hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna er enn óákveðið hvort einhver islenzk skip haldi til veiða i Norðursjó i sumar. Is- lendingar mega veiða 5000 lestir af síld í Norðursjó i vor, en svo getur farið að þessi kvóti verði enn minnkaður á fundi Norðaust- ur-Atlantshafsnefndarinnar í Kaupmannahöfn á næstunni, en fundurinn hefst eftir páska og á að ljúka 21. apríl n.k. Fiski- fræðingar telja ástand sildar- stofnsins í Norðursjó mjög alvar- legt og jafnvel hættu á að stofnin- um verði útrýmt verði ekki gripið í taumana. Jónas sagði, að af þessum sök- um væri hreint óvist um útgerð stórs hluta nótaveiðiflotans í sumar. Ekki væri hægt um vik, þar sem friða þyrfti þorskstofn- inn eins og hægt væri. Einstaka menn hefðu imprað á því að fara á linu, en erfitt væri að fá menn til starfa á útilegubátum. Helzt væri að menn settu línuvélar um borð í bátana eins og Bergþór er með og söltuðu síðan fiskinn um borð, en allt væru þetta vanga- veltur. Enn frest- ast Alfsnes- uppboðið ENN hefur orðið frestur á því að uppboð á Alfsnesi i Kjósar- sýslu, eign Sigurbjarnar Eirikssonar veitingamanns, geti farið fram til lúkningar söluskattsskuldum, sem Sigur- björn stofnaði til við rekstur Klúbbsins. Eins og fram hefur komið í Mbl. óskaði lögmaður Siguc- bjarnar eftir því við sýslu- mann Kjósarsýslu, að uppboðs- skilmálum yrði breytt. Þessu hafnaði Einar Ingimundarson sýslumaður. Nú hefur lög- maður Sigurbjarnar áfrýjað þessum úrskurði sýslumanns til Hæstaréttar, og sagði Einar Ingimundarson sýslumaður við Mbl. i gær, að þetta þýddi að enn yrði frestun á því að uppboðið gæti farið fram. Björn flýgur þyrlunni þvert yfir Bandaríkin BJÖRN Jónsson þyrluflugmað- ur Landhelgisgæzlunnar er nú farinn til Bandarikjanna til að taka við Hughes-þyrlunni, sem gæzlan hefur fest kaup á. Björn mun veita þyrlunni við- töku eftir nokkra daga, og síð- an á hann að fljúga henni þvert yfir Bandarikin frá verk- smiðjunum, sem eru á vestur- ströndinni, til austurstrandar- innar, þar sem þyrlan verður sett i skip, sem flytur hana til Islands. Sú ráðstöfun að láta Björn fljúga þyrlunni þvert yf- ir Bandaríkin þykir mjög heppileg, það sparar flutninga- gjöld og auk þess fær Björn mjög góða æfingu á þessu flugi. Rólegt á miðunum I GÆR var talið að 31 brezkur togari væri að veiðum við land- ið og voru einir 24 komnir á veiðar djúpt úti af Vestfjörð- um. Þeim til varnar voru þrir dráttarbátar, tvær freigátur og aðstoðarskipið Miranda. Á Hvalbakssvæðinu voru nokkrir togarar að veiðum, en þeim fer ört fækkandi á þeim slóðum, hafa sumir haldið í söluferð til Englands, en aðrir farið á Vestfjarðamið. Islenzku togararnir hafa ekkert verið á Vestfjarðamið- um að undanförnu, en í fyrri- nótt munu einhverjir hafa komið á þau mið aftur og voru í gær á veiðum á Kópagrunni. Freyja á að heita Hjörleifur ÁKVEÐIÐ er að skuttogarinn Freyja, sem Bæjarútgerð Reykjavíkur keypti nýlega aá Gunnari I. Hafsteinssyni,'skuli framvegis heita Hjörleifur RE- 211. Hjörleifur er nú i slipp og verið að mála skipið í litum B.Ú.R. — Ævar Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, keypti fyrstu „Rauðu fjöðrina" er forvígismenn Lionshreyf- ingarinnar heimsóttu hann, en sala á „Rauðu fjöðrinni" til styrktar vangefnum hófst f gærmorgun um allt land. Við þetta tækifæri gat forseti tslands, Kristján Eldjárn, þess, að þetta verkefni Lionshreyfingarinnar, f járöflun fyrir vangefna, væri sérlega þarft og lét hann f Ijós þá von að vel mætti til takast með sölu á „rauðu f jöðrinni". Á myndinni eru auk forseta Islands fulltrúar Lionshreyfingarinnar, þeir Jóhann Briem, Jósep Þorgeirsson, Gunnar Þormar og Þorvaldur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.