Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1976
17
hefði Stefán Jónsson (K) æst til
rangrar afstöðu, og fyrirbyggt
farsæla lausn á raforkuvanda i
kjördæminu. Hann vitnaði til
greinar eftir Bjartmar Guð-
mundsson þess efnis, að um 80%
manna í Aðaldal hefði verið fylgj-
andi stærri stiflu, og svipuð væri
afstaða fólks i Reykjadal.
Bragi taldi að fara hefði átt
hægar í Kröfluvirkjun og sízt að
hunza vísindalegar niðurstöður
færustu sérfræðinga okkar, sem
nú lægju ljósar fyrir. Kanna hefði
átt allar aðstæður betur, bæði á
virkjunarsvæðinu, í ljósi atburða
þar, markaðsþörf, i ljósi breyttra
viðhorfa (hugsanleg hitaveita á
Akureyri), nýjungar i orkunotk-
un (ylrækt), og leggja til grund-
vallar framkvæmda markaðsþörf-
ina og væntanlega arðsemi virkj-
unarinnar. 1 þess stað hefði verið
unnið af kappi án forsjáar.
RAGNARSVARAR
VILBORGU
Ragnar Arndals (K) sagði títt,
að deilt væri á hægagang og sleif-
arlag i opinberum framkvæmd-
um. Gagnrýni á dugnaó og fram-
kvæmdasemi og framkvæmdir í
samræmi við áætlanir væri hins
vegar nýlunda. Hann minntist á
að i erindisbréfi Kröflunefndar
væri lögð sérstök áherzla á, að
hraða bæri framkvæmdum, eftir
því sem kostur væri.
Ragnar sagði að i þessum um-
Fresta mætti Hrauneyjafossvirkj-
un um nokkur ár, 6) Frestun á
virkjun Kröflu nú sparaði hins
vegar enga fjármuni, væri hins
vegar sóun á þeim.
yV.- *
/
ræðum væri gjarnan vitnað til
sérfræðinga. Sjálfsagt væri að
taka fullt tillit til þeirra, enda
hefói Kröflunefnd ekki tekið eina
einustu ákvörðun, án samráðs við
sérfræðinga. Á hennar vegum
störfuðu bæði innlendir og er-
lendir ráðgjafasérfræðingar. Hins
vegar væri ljóst að sérfræðinga
greindi á um ýmislegt. varðandi
Kröflumál. Þeir væru þó mun
fleiri sérfræðingarnir sem héldu
því fram, að á þessu stigi verksins
væri sá einn kostur fyrir hendi að
halda verkinu áfram samkvæmt
áætlun.
Þá sneri Ragnar máli sínu að
Vilborgu Harðardóttur og sagði
efnislega: l)Stöðvarhús Kröflu-
virkjunar er sérstaklega hannað
með tilliti til jarðskjálfta og þak
þess til að þola verulegt öskufall;
2) Rangt væri að vatnsafisstöðvar
þyrfti að byggja í einum áfanga,
sbr. fyrri áætlun um Sigöldu í
þremur áföngum. Rétt væri hins
vegar að af hagkvæmnisástæðum
þætti oftar hyggilegast og ódýrast
og byggja í einum áfanga. Þar um
gilti hið sama lögmál um Kröflu
og Sigöldu, 3) Orkuspá, sem Vil-
borg hefði lesið, væri ekki í sam-
ræmi við þær upplýsingar, sem
nýjastar væru á þessu sviði; 4)
Byggðalina væri hönnuð til að
flytja rafmagn í gagnstæðar áttir
og gæti því eins flutt umframorku
að norðan og suður eins öfugt; 5)
SKJALFTAVIRKNI1
ALÞVÐUFLOKKNUM
Gunnar Thoroddsen, orkuráð-
herra, sagði að svo virtist, að eftir
því sem drægi úr jarðskjálftum á
Kröflusvæði, ykist skjálftavirkn-
in I Alþýðuflokknum. Þetta hefði
a.m.k. komið fram í ræðum Sig-
hvats Björgvinssonar, bæði fyrr í
vikunni og nú, sem og i hinni
fyrri ræðu Braga Sigurjónssonar
þó svo virtist í dag, að sá siðar-
nefndi „hefði tæmzt af gufu“.
Rangt væri að gengið hefði ver-
ið á svig við álit sérfræðinga. Sér-
fræðileg forkönnun og rannsókn
Kröflusvæðis hefði verið á vegum
Orkustofnunar, sem hefði á að
skipa færustu sérfræðingum á öll-
um sviðum þessa máls. Kröflu-
nefnd hefði og ráðið sér til ráðu-
neytis tvö ráðgjafafyrirtæki, er-
lent og innlent, og enga ákvörðun
tekið nema að þeirra ábending-
um. Orkustofnun hefði valið
virkjunarstað og ráðið staðsetn-
ingu stöðvarhúss.
I bréfi jarðfræðinga til Iðnaðar-
ráðuneytis, sem oft væri vitnað
til, til rökstuðnings frestun á
Kröfluvirkjun, væri að vísu sagt,
upp úr áramótum er jarðskjálfta-
hrinan var ekki um garð gengin,
„að óráðlegt væri að halda áfram
framkvæmdum, öðrum en þeim,
sem stuðluðu að þvl að vernda
þau mannvirki, sem þegar hefði
verið fjárfest í“ (efnislega eftir
haft). Þetta hefði einmitt verið
það, sem gert hefði verió, meðan á
hrinunni stóð, annað ekki. Leitað
hefði verið til Þorleifs Einarsson-
ar, jarðfræðings, um umsögn hans
nú, eins og mál stæðu í dag, en
ekki fengizt enn sem komið væri.
Þegar sérfræðinga greinir á,
sagði ráðherra, verða þeir, sem til
þess eru kjörnir og ábyrgðina
bera að taka ákvarðanir. Það
getur á stundum verið erfitt, en
verður að gerast. Ekki er rétt-
lætanlegt að sitja með hendur í
skauti um nýtingu innlendra
orkjugjafa, þótt fara þurfi með
hyggindum í framkvæmdir.
Ráðherra vék og að því að því
miður væri vísindaleg þekking
ekki komin það langt, að hægt
væri að segja óyggjandi fyrir um
eldgos eða náttúrufyrirbrigði,
sem áhrif gætu haft á fram-
kvæmdir sem hér um ræðir. Það
breytti þó engu um nauðsyn sam-
ráðs við sérfræðinga, vísindaiegra
kannana og niðurstaðna. Þorleif-
ur Einarsson væri einn hæfasti
jarðfræðingur okkar og taka bæri
tillit til hans sem slíks. Hins vegar
væri hann lakari umsagnaraðili
um vélaverkfræði en prófessor
Valdimar Jónsson, og því væri
umsögn hins síðarnefnda mark-
tækari um vélakaup til Kröflu-
virkjunar. Fyrri samstæðan, sem
sett yrði niður, væri 30 mw og því
innan lagarammans um 55 mw.
Sjálfsagt væri að skoða nánar,
hvort nýja lagaheimild þyrfti til,
áður en síðari samstæðan yrði
niður sett, þótt þarna væri mjótt á
munum um stærð (55 eða 60 mw).
Þegar rekstrarleg staða fyrir-
tækis væri metin þyrfti ekki sízt
að taka tillit til tvenns: Lánsfjár-
kostnaðar og markaðarins. Breyta
þyrfti núverandi og skammtíma
lánum í lengri lán, er um hægðist
á erlendum lánamarkaði, enda
væru hliðstæður i lánsfjármálum
hjá Sigölduvirkjun, og lánsfjár-
mögnun Kröfluvirkjunar engin
nýjung,-
Um markaðsmálin væri þetta að
segja: Sérstök nefnd, skipuð til að
gera orkuspá, sem skipuð væri
fulltrúum frá Orkustofnun,
Landsvirkjun, Láxárvirkjun,
RARIK og Samb. ísl. rafveitna,
hefði skilað nýjum bráðabirgða-
tölum, sem sýndi eftirfarandi:
0 1. Fyrri vélasamstæða Kröflu
yrði fullnýtt haustið 1978.
0 2. Sfðari vélasamstæðan yrði
fullnýtt á árunum 1980—1982,
aflið 1980, orkan 1982.
0 3. 1 þessari spá væri reiknað
með lfnuiögn til Austurlands en
hins vegar ekki reiknað með raf-
orku til húshitunar.
Máttu ekki sækja
sendiherra í DC9
Moskvu, 9. apríl. AP. Reuter
RÚSSAR neituðu bandarfskri herflugvél af gerðinni DC9 um leyfi til
að lenda í Moskvu f dag til að sækja bandarfska sendiherrann í
Moskvu, Walter J. Stoessel.
Hingað til hafa DC6-skrúfuþotur verið notaðar til að sækja banda-
rfska sendiherrann þegar hann hefur þurft að fara til Vesturlanda
Rússar sögðust ekki geta fallizt á að flugvél af annarri gerð sækti
hann.
Þota tefet með
3 flugræningja
Bankok, 9. april. AP.
FARÞEGAÞOTA, sem þrfr mú-
hameðstrúarmenn frá Filippseyj-
u'm rændu og revna að komast
með til Benghazi f I.íbýu, tafðist
vegna vélarbilunar f Bangkok f
dag. Tilraunir voru gerðar til að
fá þá til að sleppa 12 starfsmönn-
um flugfélags Filippseyja sem
þeir halda f gfslingu.
Sendiherra Filippseyja, utan-
ríkisráðherra Thailands, Chat-
ichai Choonhavan, og sendiherra
Arabaríkis reyna að semja við
flugræningjana. Flugvél frá
Filippseyjum var væntanleg í
kvöld með varahluti en líkur voru
á að farþegaþotan yrði i Bangkok
i nótt.
Flugstjórinn fékk að verzla
ásamt tveimur flugfreyjum í flug-
stöðvarbyggingunni og sagði að
gíslunum liði vel, flugræningjarn-
ir væru kurteisir og hefðu lofað
að sleppa gíslunum þegar þotan
kæmi til Líbýu. Starfsmaður flug-
félagsins sem er um borð er tal-
inn hafa meðferðis 300.000 doll-
ara lausnargjald.
Frá Bangkok er gert ráð fyrir
að þotan fljúgi til Kalkútta, Kar-
achi, Bahrain og Benghazi en
óvist er hvort hún fái að fljúga
yfir Burma. Mikill viðbúnaður er
á flugvellinum í Beirút en umferð
tim hann hefur verið eðlileg.
Flugvélinni var rænt á miðviku-
dag þegar hún var i innanlands-
flugi í suðurhluta Filippseyja og
áhöfnin var neydd til að fljúga
henni til Manila, Kota Kinabalu,
Kuala Lumpur og Bangkok. I
Manila slepptu flugræningjarnir
72 farþegum þotunnar en héldu
eftir áhöfninni og flugfélags-
starfsmönnum.
Ræningjarnir segjast vera fé-
lagar í Moro-frelsisfylkingunni
sem hefur barizt gegn yfirráðum
Manila-stjórnarinnar á eyjunum i
suðurhluta Filippseyja. Fylkingin
hefur skrifstofu í Libýu sem hef-
ur verið griðastaður flugvélaræn-
ingja og hryðjuverkamanna.
Hins vegar sagði starfsmaður
fylkingarinnar í yfirlýsingu i
Kairó að samtökin bæru ekki
ábyrgð á flugráninu.
Gundelach eftir-
maður Lardinois?
Brússel, 9. april.
AP. NTB. Reuter
Hollendingurinn Pierre Lardi-
nois tilkynnti óvænt í dag að hann
mundi láta af starfi landbúnaðar-
og sjávarútvegsmálafulltrúa f
stjórnarnefnd Efnahagsbanda-
lagsins um næstu áramót. Eftir-
maður hans verður samkvæmt
góðum heimildum fulltrúi Dana i
stjórnarnefndinni, Finn Gunde-
lach.
Ný 13 manna framkvæmda-
stjórn EBE verður skipuð í jan-
úar og talið er að brezki innanrík-
isráðherrann, Roy Jenkins, taki
við forsæti hennar af Frakkanum
Francois-Xavier Ortoli. Líkurnar
a þessu hafa aukist við það að
Jenkins var ekki skipaður í nýtt
ráðherraembætti þegar breyting-
ar voru gerðar á brezku stjórninni
í gær.
Lardinois tekur við stöðu
bankastjóra Rabo-banka í Hol-
landi en kvaðst hafa sagt af sér
vegna vonbrigða með erfiðleika
sem landbúnaðarstefna EBE
hefói komizt í. Hann nefndi sér-
staklega líkur á því að „þak“ yrði
sett á útgjöld til aó halda verði á
landbúnaðarafurðum óbreyttu en
varði landbúnaðarstefnuna sem
hefur sætt harðri gagnrýni, bæði
innan og utan EBE.
Framhald á bls. 35
Stoessel þarf að fara til Rum-
stein í Vestur-Þýzkalandi í
embættiserindum. Hann sagði að
hann mundi fara með járn-
brautarlest til Helsinki á mánu-
dag og fljúga þaðan.
Jafnframt krafðist flokksmál-
gagnið Pravda þess að ráðstafanir
"/rðu gerðar til að binda enda á
árásir á sovézkar stofnanir i New
York. Bandarískir diplómatar eru
ekki vissir um hvort árás blaðsins
stendur í sambandi við neitunina
um lendingarleyfið
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins kvaðst harma að sovézk
yfirvöld hefðu sýnt skort á sam-
starfsvilja. Hann kvað of snemmt
að spá um hvort neitunin stæði i
sambandi við herferð sem hefur
verið gerð til að gera starfsmönn-
um bandariska sendiráðsins lifið
leitt.
Sendiráðsmennirnir hafa orðið
fyrir hótunum i síma, meðal
annars sprengjuhótunum, og oft
sætt áreitni á götu úti. Því er
haldið fram að Bandaríkjastjórn
hafi ekki staðið við gefin loforð
um að tryggja öryggi sovézkra
sendiráðsmanna i New York.
Callaghan
hvetur til
hófsemdar
Cardiff, Wales
9. apr. Reuter.
JAMES Callaghan, forsætisráð-
herra Breta, flutti ræðu i kjör-
dæmi sfnu f dag, hina fvrstu eftir
hann tók við sinu nýja starfi og
hvatti þar verkamenn til að sætta
sig við að kauphækkun yrði
minni á þessu ári en á sl. ári, eða
3 prósent miðað við 10%.
Leiðtogar námamanna létu í
ljós litla hrifningu á tillögum
rikisstjórnarinnar. Joe Gormley
formaður samtakanna sagði að
hugmyndir rikisstjórnarinnar
væru ekki hæfar. Sagðist hann
taka þvi fjarri að hann gæti fallizt
á slíkt fyrir hönd samtaka sinna.
Fyrstu viðbrögð námamanna
voru birt eftir að fulltrúar
stjórnarir.nar og verkalýðssam-
takanna höfðu lokið könnunarvið-
ræðum um tillögur stjórnarinnar.
Staða sterlingspundsins var
með allra veikasta móti í dag og
var á bilinu 1.8350 og 1.8375
dollarar þegar markaðir lokuðu.
Var látið berast að sá þrýstingur
sem væri á sterlingspundinu ætti
ekki efnahagslega rétt á sér, þar
sem verðbólgan i landinu hefði
minnkað upp á síðkastið.
Líklega kosið í
júní hjá ítölum
1 DAG jukust enn Ifkurnar á þvf að kosningar yrðu látnar fara fram á
Italfu í júnfmánuði næstkomandi, eftir að leiðtogi Sósfalistaflokksins,
Francesco de Martino, hafði gert þá skoðun sfna he.vrumkunna að
engin önnur lausn væri í sjónmáli til að leysa hin miklu pólitfsku og
efnahagslegu vandamál sem við væri að glfma. Fulltrúar Sósfalista-
flokksins og Kommúnistaflokksins hvöttu f dag minnihlutastjórn
Kristilegra demókrata til að fallast á samvinnu millum allra flokk-
anna til að glfma við vandann.
Eftir að Kristilegir demókratar
höfnuðu áskorun þeirri telja
sósíalistar að vandinn verði ekki
leystur og kostir séu ekki aðrir en
láta fara fram kosningar og það
hið fyrsta.
Að öllu óbreyttu hefðu kosning-
ar á Italíu ekki átt að fara fram
fyrr en að ári.
1 Reutersfréttum segir að sam-
tímis þvi að stjórnmálaleiðtogar
hafi hallazt æ meira að þvi að
nauðsynlegt væri að kosningar
yrðu haldnar, hafi líran fallið um
meira en eitt prósent á alþjóða-
gjaldeyrismarkaðinum i Mílanó.
Stjórnmálafréttaritarar hafa
sagt að svo geti farið að Kommún-
istaflokkurinn verði stærstur
flokka á ltalíu í kosningum nú.
Flokkurinn hefur tilkynnt að
haldinn verði mikill útifundur á
hans vegum í höfuðborginni ann-
að kvöld og mun fotmaður flokks-
ins, Enrico Berlinguer, verða
ræðumaður kviildsins.
Enda þótt búizt sé við þvi að
kommúnistar auki mjög fylgi sitt
i kosningum hafa þeir lagzt gegn
kosningum, ásamt kristilegum
demókrötum, þar sent landið y rði
þá án stjórnar þegar öhemju eftta-
hagsörðuleikar steðja að se'm
enga bið þola að verða leystir.