Morgunblaðið - 14.04.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976
15
Hans G. Andersen á hafréttarráðstefnu:
Landlukt og landfræði-
lega afskipt ríki setja
fram öfeakenndar kröfur
HANS G. Andersen,
sendiherra, flutti eftir-
farandi ræðu í 2. nefnd á
Hafréttarráðstefnunni í
fyrrakvöld:
Herra formaður,
Sendinefnd íslands mundi
heldur hafa kosið að nota
þagnarregluna í umræðunum
um 57.—59. grein og láta
þannig í ljós að við styðjum þær
greinar eins og þær nú eru i
frumvarpinu. En vegna þeirra
ummæla, sem fram hafa komið
hér i nefndinni og vegna þess,
hversu sumar þær tillögur, sem
fram hafa komið, eru fjarri
iagi, telur sendinefndin nauð-
synlegt að skýra afstöðu sína
nánar. Ég vil þess vegna leggja
áherzlu á nokkur grundvallar-
atriði.
Grundvallarsjónarmið ís-
lenzku nefndarinnar er, að
sjálft hugtakið efnahagslögsaga
feli i sér, að strandrikið hafi
fullveldisrétt yfir auðlindunum
á svæðinu, svo sem fram kemur
i 45. grein. Að því er varðar
lifrænar auðlindir mundu önn-
ur ríki hafa aðgang að þvi, sem
umfram kynni að vera — og í
mörgum tilvikum mundi þar
vera um mikið magn að ræða —
samkvæmt tvihliða samn-
ingum, sem gerðir yrðu í þvi
skyni og gegn leyfisgjöldum og
öðrum ákvæðum. Heildarkerfið
er byggt á þessum sjónarmið-
um.
Nú er hér fjallað um sérstak-
ar kröfur landluktra og land-
fræðilega afskiptra ríkja. Sam-
kvæmt núverandi orðalagi 57.
greinar erú þessi sérstöku rétt-
indi að meginstefnu til miðuð
við aðgang að efnahagslögsögu-
svæði aðliggjandi ríkja fyrir
landlukt ríki, sem eru þróunar-
lönd, og að því er varðar þróuð
riki þá nálæg svæði þróaðra
ríkja. Og samkvæmt 58. grein
eru sérstök réttindi miðuð við
þróunarriki á nálægum svæð-
um. Svo sem ég hef þegar tekið
fram er sendinefnd íslands
sammála þessum ákvæðum. Við
teljum, að þau séu sanngjörn og
réttlát.
En nú hafa landlukt og land-
fræðilega afskipt ríki sett fram
þær öfgakenndu kröfur, sem
lagðar voru fram hér i nefnd-
inni sl. föstudag. Þessar kröfur
eru ekki takmarkaðar við þró-
unarríki eða kröfur þróaðra
landluktra ríkja á nálægum
svæðum né eru þær heldur tak-
markaðar við það magn, sem
umfram kann að verða. Nú taka
kröfurnar einnig til þróaðra
ríkja, sem fara fram á aðgang
að auðlindum strandrikisins á
svæðagrundvelli, þannig að um
jafnrétti sé að ræða við þegna
strandrikisins eða að um sann-
gjörn réttindi sé að ræða.
Sendinefnd íslands telur það
litt skiljanlegt, hvers vegna
Hans G. Andersen
þróunarrikin álita það nauðsyn-
legt eða jafnvel æskilegt að
leggja til jafns hinar mjög svo
sanngjörnu kröfur, sem þau
hafa og ósanngjarnar kröfur
þróaðra ríkja, sem eru allt
annars eðlis. Skoðun islenzku
sendinefndarinnar er sú, að
þessi málsmeðferð sé einungis
til þess fallin að grafa undan
kröfum þróunarríkjanna, gera
aðstöðu þeirra veikari og leiða
til afleiðinga, sem engan rétt
eiga á sér. Til þess að gera
málið ljósara get ég tekið Is-
land sem dæmi. Ef byggt er á
svæðagrundvelli í stað þess að
ræða um aðlæg eða nálæg lönd,
eins og nú hefur verið lagt til,
mundu ekki aðeins landlukt
riki i Evrópu — eins og t.d.
Sviss — geta farið fram á að-
gang til veiða innan íslenzku
fiskveiðimarkanna ( og við
skulum ekki gleyma því að
svissnezkir auðhringar standa
nú að veiðum undan ströndum
Noregs) heldur einnig þróuð
landfræðilega afskipt ríki, sem
hafa áður stundað veiðar þar.
Þannig mundu háþróuð ríki í
Evrópu væntanlega gera slíkar
kröfur, þ.e. að fara fram á að-
gang að íslenzkum fiskimiðum,
sem eru þær einu auðlindir,
sem við höfum yfir að ráða. Ef
svo væri staðið að málum,
mundum við hafa fært út fisk-
veiðimörkin í samræmi við
meginregluna í 45. grein, en
jafnframt misst af þeim hags-
munum, sem við það eru
bundnir samkvæmt 57. og 58.
grein. Með öðrum orðum mætti
lýsa þessu þannig að við
mundum hafa 200 milna efna-
hagslögsögu að frádregnum 188
mílum. Ef hugmyndin væri sú
að þróuð landfræðilega afskipt
ríki, sem stundað hafa veiðar
innan efnahagslögsögu rikja á
svæðinu eigi rétt á að halda
þeim veiðum áfram, til hvers er
þá útfærslan og hvað hefur þá
orðið af fullveldisrétti strand-
ríkisins yfir hinum lifrænu
auðlindum? Að því er ísland
varðar mundi slikt ástand vera
algjörlega fráleitt og þessar til-
lögur eru því óaðgengilegar.
Svæðafyrirkomulagið getur
verið og mundi vafalaust vera
sanngjarnt meðal þróunarrikj-
anna, þar sem þróunarríki hafa
komið sér saman um slíkt kerfi
sín á milli. En fyrir þróuðu
rikin í Evrópu .mundi slíkt
fyrirkomulag sem sagt vera frá-
leitt. Að lokum vil ég segja,
herra formaður, að þær öfga-
kenndu kröfur, sem nú hafa
verið settar fram, eru ekki til
þess fallnar að auðvelda sam-
komulag og ef þeim er haldið
fram gætu þær eyðilagt mögu-
leikana á hafréttarsáttmála.
Þessi aðferð að leggja til jafns
sanngjarnar kröfur þróunar-
ríkja og óraunhæfar kröfur
þróaðra ríkja er einungis til
þess fallin að skaða málsstað
þeirra þróunarþjóða, sem sér-
staklega stendur á um, vegna
þess að ef ekkert verður úr
hafréttarsáttmála mundu þær
tapa mestu. Slik niðurstaða
mundi hvorki vera réttlát né
sanngjörn.
En hvað sem þvi líður mun
sendinefnd íslands ekki á
nokkurn hátt standa að þeim
öfgafullu kröfum, sem nú hafa
verið lagðar fram. Að því er
varðar greinarnar 57—59 mun-
um við nú snúa okkur aftur að
þagnarreglunni og láta þannig i
Ijós að við munum halda áfram
að styðja orðalag frumvarpsins.
enda þótt við munura hafa opin
Framhald á bls. 18
Nýtt mútuhneyksli í uppsiglingu:
Shell játar greiðslur til
ítalskra stjórnmálaflokka
London 13. apríl — Reuter.
FJÖLÞJÓÐAFYRIRTÆKIÐ
Shell Oil viðurkenndi i dag að
hafa greitt Itölskum stjórnmála-
flokkum um 500,000 sterlings-
pund á árunum 1969 til 1973 með
milligöngu dótturfyrirtækis síns
á Italiu. Shell Italiana. Þessi
játning kom f kjölfar frétta sem
birtust f brezkum fjölmiðlum um
helgina þess efnis að Shell og
annað stórt olfufélag, British
Petrolium, BP, hefði sent ftölsk-
um stjórnmálaflokkum slfkar
fjárfúlgur. Þykja fréttir þessar
æði auðmýkjandi fyrir brezku
rfkisstjórnina þar eð hún ræður
yfir um 70% hlutafjár í BP, en
um 40% hlutabréfa ensk-
hollenzka Shell er f höndum
brezkra aðila. BP hcfur hingað til
aðeins neitað þvf að hafa haft
rangt við og sagt að ekkert nýtt
kæmi fram f þessum ásökunum.
Viðurkenning Shell á greiðslum
þessum var f dag ákaft varin af
formanni Shell Transport and
Trading, Sir Frank McFadzean.
„Ég tel að hér hafi verið ráðizt að
óþörfu á félögin," sagði hann.
Hann kvaðst lfta svo á að kröfur
um pólitiskar og annars konar
peningagreiðslur væru óhjá-
kvæmilegar í vissum löndum.
Hann kvartaði yfir því að ekki
hefðu sams konar greiðslur innan
annarra atvinnugreina verið
blásnar jafn mikið upp. „Því fyrr
sem látið verður af öllum pólitisk-
um peningagreiðslum, hvort sem
þær eru sjálfviljugar eða þeirra
krafizt, því betra.“
1 yfirlýsingu Shell sem gefin
var út í London og Haag í dag, var
sagt að stjórnmálaflokkarnir sem
notió hefðu góðs af þessum
greiðslum væri hvorki öfgaflokk-
ar til hægri né vinstri. Hefðu þær
farið gegnum nefnd úr flokk-
unum sjálfum, sem síðan hefði
veitt þeim áfram til dagblaða og
upplýsingaskrifstofa í tengslum
við flokkana. Lögð var áherzla á
að engar greiðslur hefðu farið
beint til italskra embættismanna.
Spænskir lögreglumenn Iáta til skarar skríða.
87 Baskar
handteknír
Madrid 13. apríl — Reuter
SPÆNSKA lögreglan óttast að skæruliðar úr þjóðernissinnahrevfingu
Baska muni myrða tvo spænska rannsóknarlögreglumenn, sem hafa
horfið I Frakklandi i hefndarskyni fvrir þá herferð sem hafin hefur
verið gegn hreyfingunni á Spáni. Mennirnir tveir hurfu I landamæra-
bænum Hendaye fyrir átta dögum, — og er talið að skæruliðasamtök
Baska, ETA hafi rænt þeim. Lögreglan á Spáni hefur handtekið 87
meinta félaga i ETA og stuðningsmenn hrevfingarinnar, þ.á m. þrjá
menn sem sagðir eru bera ábvrgð á því að hafa rænt og mvrt
auðmanninn Angel Berazadi.
Innanríkisráðuneytið bannaði
að birtar yrðu fréttir af handtök-
um þessum í heilan sólarhring í
von um að takast mætti að hand-
taka fjórða manninn sem aðild
átti að ráninu á Berazadi. Sá
maður, sem sagður er vera aðeins
17 ára að aldri, á að hafa myrt
Berazadi, og hefur enn ekki náðst
til hans. Talið er að handtökur
þessar séu mikið áfall fyrir ETA
sem berst fyrir þvi að komið verði
á sósialisku lýðveldi í Baska-
héruðunum á Norður-Spáni.
Anægja með
ferð Vorsters
— bæði í Pretoriu og Jerúsalem
Pretoriu, Jerúsalem 13.
apríl — Reuter
JOHN Vorster, forsætisráðherra
Suður-afrfku, kom í dag heim
eftir fyrstu heimsókn suður-
afrísks forsætisráðherra til tsra-
els í 24 ár og f höfuðborginni
Pretórfu er almennt talið að ferð-
in hafi verið mikill sigur í við-
leitni Suður-Afrfkustjórnar til að
rjúfa einangrun landsins. Jafnvel
Olíuborun hefst
senn við Alaska
Anchorage 13. apríl—NTB
BANDARÍSK stjórnvöld eru nú f
þann veginn að selja réttindi til
olfuborunar f Alaskaflóa fyrir
vfir 30 milljarða fsl. króna.
Meira en 70 olfufélög, þ. á m.
öll hin stærstu, hafa lagt inn um-
sóknir til borunar á 189
mismunandi svæðum á yzta
hluta landgrunnsins. Talið er að
mjög erfitt muni revnast að
bora eftir olíu á þessu svæði
vegna þess að þar eru tiðir storm-
ar og veður vond á borð við það
versta á Norðursjónum.
Mikil andstaða hefur verið í Al-
aska gegn því að hefja oliuborun
svo snemma og landstjórinn hef-
ur hvatt til. þess að henni verði
frestað í að minnsta kosti þrjú ár
til að afla megi frekari vitneskju
um hvernig bezt megi standa að
olíuborun við svo erfið skilyrði.
Engu að síður var í gær ákveðið
að borun gæti nú hafizt.
■ ■■ 1
ERLENT,
stjórnarandstæðingar og málgögn
þeirra fóru lofsamlegum orðum
um heimsóknina og það efnahags-
lega, vfsindalega og iðnaðarlega
samkomulag sem gert var f henni
milli tsraels og Suður-Afríku.
Embættismenn í Israel lýstu
einnig ánægju sinni með heim-
sóknina og telja að löndin tvö
muni nú vinna nánar saman en
nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir, að
þvi hafi verið neitað af beggja
hálfu að til viðræðu hafi m.a.
verið vopnakaup, ýtti löng heim-
sókn Vorsters í herflugvélaverk-
smiðjur Israels engu að síður
undir sögusagnir um að Suður-
Afríkustjórn hefði mikinn áhuga
á að kaupa ísarelskar orrustuþot-
urnar Kfir. Búizt er við, að sam-
komulagið muni leiða til mikillar
aukningar í gagnkvæmum við-
skiptum landanna, sameigin-
legum verkefnum þar sem notað
yrði israelskt vinnuafl og suður-
afrísk hráefni, og frekari visinda-
samvinnu. Sett verður á fót sér-
stök ráðherranefd beggja sem á
að koma saman a.m.k. árleg til að
f jalla um samskipti landanna.
Lofthelgisbrot
af misgáningi
Tel Aviv 13 april—Reuter
SUÐUR-arabísk herflugvél sem í
gær var neydd til að lenda i ísrael
af því að hún var í israelskri
lofthelgi fékk í morgun að halda
frá Ben Gurion-flugvellinum í Tel
Aviv með farþega og áhöfn innan-
borðs. Öryggiseftirlitið í Israel yf-
irheyrði þá sem í vélinni voru og
komst að þeirri niðurstöðu að loft-
helgisbrotið væru mistök ein.
Meðal þeirra sem voru um borð
voru þrír Bandarikjamenn sem
kváðust vinna fyrir Lockheed-
flugvélaverksmiðjurnar.