Morgunblaðið - 14.04.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976
JMtarguiiIrfafcifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100
Aðalstræti 6, sfmi 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 50,00 kr. eintakið
Hinn 26. marz síð-
astliðinn birti Mor&un-
blaðið forystugrein í tilefni
af fregnum, sem þá höfðu
borizt um verðhækkanir á
Bandarikjamarkaði og þýð-
ingu þeirra fyrir pjóðar-
búið og afkomu lands-
manna. í forystugrein
þessari sagði m.a.: „Þessi
verðhækkun fiskblokkar á
Bandaríkjamarkaði varpar
nokkurri birtu gegnum
sorta efnahagsvandans,
sem byrgt heíur þjóðinni
sýn til batnandi lífskjara
um mjssera skeið. Engu að
síður er ástæða til að
hvetja þjóðina til að ganga
hægt um gleðinnar dyr, því
verð fiskafurða okkar á
Bandaríkjamarkaði er háð
framboði og eftirspurn og
erfitt er að spá í stöðug-
leika þessara verðhækk-
ana. Vaxandi eftirspurn í
Bandaríkjunum eftir góð-
um fiski vekur að vísu von-
ir um stöðugleika verðs-
ins.“
í þessari sömu forystu-
grein Morgunblaðsins
sagði ennfremur: „Verð-
hækkun fiskblokkar á
Bandaríkjamarkaði er
fyrsti sólargeislinn um
langt skeið í milliríkjavið-
skiptum okkar. Hún ætti að
styrkja nokkuð erfiða
rekstrarstöðu fyrirtækja í
fiskiónaði. Ástæóa er til að
fagna þessari þróun en
vara jafnframt við of mik-
illi bjartsýni og slökun á
nauðsynlegum aðhalds-
aögerðum í efnahagsmál-
um okkar. Hún ætti og aó
skerpa skilning okkar á
þýðingu þessa langstærsta
og hagkvæmasta markaðar
islenzkra útflutningsvara.“
Daginn áóur en þessi for-
ystugrein var birt í
Morgunblaðinu, birtist
sem aðalfrétt á baksíðu
blaósins frásögn af þvi, aö
fiskblokk hefði hækkað um
20% á Bandaríkjamarkaði
og að hér væri um verð-
mætaaukningu að ræða,
sem skipti hundruðum
milljóna krória. í því sam-
bandi ræddi Morgunblaðið
við talsmenn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
og sjávarafurðadeildar
Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, ennfremur
við forstjóra dótturfyrir-
tækis Sambandsins í
Bandaríkjunum. Sama dag
og Morgunblaðið birti for-
ystugrein þá, sem hér
hefur verið vitnað til, birt-
ist frétt á baksíðu Morgun-
blaðsins þess efnis, að útlit
fyrir sölu á skreið hefði
ekki verið jafngott í langan
tima og að fást mundu allt
að 700 krónur fyrir kíló af
skreið í Nígeríu. Fyrir
nokkrum dögum, eða
tveimur dögum eftir að
fulltrúar SÍF komu úr sölu-
ferð, skýrði Morgunblaðið
frá stórum saltfisksölu-
samningi, sem geröur hafði
verið i þeirri söluferð og
því verði sem samið var um
fyrir saltfiskinn. Meðan á
loðnuvertíóinni stóð aflaði
Morgunblaðið alltaf við og
við upplýsinga fyrir les-
endur sína um verð á
loðnumjöli og loðnulýsi,
sem er mjög breytilegt,
eins og allir vita, og þá
skiptir að sjálfsögðu mestu
á hvaða verði loónuafurðir
okkar hafa verið seldar, en
verulegt magn þeirra er
selt fyrirfram.
Ástæóan til þess, að
þessar fréttafrásagnir
Morgunblaðsins eru rifjað-
ar upp og vitnað er í for-
ystugrein, sem rituð var
fyrir allmörgum vikum um
áhrif verðhækkana á
afkomu okkar íslendinga,
er sú, að nú að undanförnu
og síðast í forystugrein
síðastliðinn laugardag-,
hefur Þjóðviljinn haldið
því fram, að þau dagblöð
sem styöja núverandi ríkis-
stjórn hafi reynt að „fela“
fréttir um þessar veró-
hækkanir. Þannig segir í
upphafi forystugreinar
Þjóóviljans á laugardag:
„Á sama tima og stjórnar-
blöðin hafa eytt saman-
lögðum blaðakosti sínum i
það að telja fólki trú um, að
allt væri i kalda koli á fisk-
mörkuðum íslendinga
þegja þau auðvitað vand-
lega um allar þær fréttir,
sem birtast og afsanna ger-
samlega þessar fullyrð-
ingar. Bendir nú margt til
þess, að ástandið á fisk-
mörkuðum landsmanna
erlendis hafi aldrei verið
betra en einmitt nú. Þjóð-
viljinn hefur greint frá
þessum fréttum sem
stjórnarblöðin reyna að
fela síðustu dagana." Og
enn segir Þjóðviljinn i for-
ystugrein þessari: „Öll
þessi atriöi sýna að sjávar-
útvegurinn skilar auknum
gjaldeyristekjum, sem
ættu siðan að geta komið
atvinnuvegum og launa-
fólki til góóa, ef rétt væri á
spilunum haldið. En núver-
andi ríkisstjórn hefur ekki
þá stefnu, hún lætur mál-
gögn sín flytja ósannindi af
hinum alþjóðlegu mörkuð-
um til þess að koma í veg
fyrir að kaupið í landinu
hækki.. ..“
Eins og sjá má af þess-
um tilvitnunum i forystu-
grein Þjóðviljans held-
ur blaðið því fram, að
t.d. Morgunblaðió hafi
þagað um þær verðhækk-
anir, sem orðið hafa
á undanförnum vikum
og mánuðum á erlendum
mörkuðum á útflutn-
ingsafurðum okkar íslend-
inga. Hér er auðvitað um
helber ósannindi að ræða,
eins og ofangreindar til-
vitnanir í forystugrein
Morgunblaðsins og frétta-
frásagnir af verðhækkun-
um glögglega sýna, þar
sem þær „afsanna gersam-
lega“ fullyrðingar og
ósannindi Þjóðviljans í
þessum efnum. Raunar er
sönnu nær að segja, að
Þjóðviljinn hafi orðið
flestum blöóum seinni til
að birta frásagnir af þess-
um verðhækkunum, þar
sem blaðið er nú um þessar
mundir að skýra lesendum
sínum frá verðhækkunum,
sem Morgunblaðið greindi
frá síðari hluta marz-
mánaóar.
En nóg um ósannindi
Þjóðviljans. Þau dæma sig
sjálf. Aðalatriðið er, að þær
verðhækkanir, sem orðið
hafa á útflutningsafurðum
okkar gefa vonir um, að
íslenzkt efnahagslíf muni á
næstu misserum ná sér
upp úr þeim öldudal, sem
það hefur verið í, frá því
snemma á árinu 1974,
þegar áhrifa verðlækkana
á útflutningsafurðir og
verðhækkana á innflutn-
ingsvörur fór að gæta. En
þótt nokkuð hafi birt til á
þessu sviði, er ástæða til að
ítreka það sem sagt var í
forystugrein Morgunblaðs-
ins hinn 26. marz síðastlið-
inn: Þessar verðhækkanir
eigum við að sjálfsögðu að
nota til þess að koma betri
skipan á efnahagsmál
okkar. Það væri hið mesta
glapræði, ef þjóðin gripi nú
til þess að eyða umsvifa-
laust þeim tekjuauka, sem
við fáum vegna þessara
verðhækkana. Nú skiptir
mestu að nota þann tekju-
auka til þess að koma efna-
hagsmálum landsmanna á
ný á heilbrigðan grundvöll.
Ósannindi Þjóðviljans
iNeitrJjJork Simc0 jNeitrJJork&htte# ;NTeUrJlork(2imc$ JícarJJorkStme$ iNeiu JJorkSmnc^ jNeUrJJorkemnctf
Kúbumenn hugsjónamenn
eða skósveinar Rússa?
LONDON—
Um allan heim leita menn nú
svars viö þeirri brennandi
spurningu, hvort hersveitir
Kúbumanna, sem fyrir skömmu
tryggðu MPLA sigur í Angóla
hafi tekið á sig ómakið vegna
ákefðar Fidels Castros í að
stuðla að byltingum í þriðja
heiminum eða hvort þeir hafi
látið stjórnazt af hagsmunum
bandamanna hans í Sovét-
ríkjunum og gerzt málaliðar
þeirra til að stuðla að valda-
jafnvægi í heiminum þeim í
hag.
Ef þeir eru á mála hjá Rúss-
um og þjóna hagsmunum
þeirra í einu og öllu er það
stórháskalegt fyrir Bandaríkja
menn. Kúbumenn geta og hafa
reyndar þegar látið að sér
kveða víða um heim, og Rússar
hafa séð þeim fyrir birgðum og
vopnabúnaði.
Með þessu móti geta þeir
unnið að framgangi hagsmuna-
mála Rússa á meðan stjórnvöld
í Kreml þykjast halda í heiðri
ákvæði Helsinki sáttmálans,
sem þeir unnu sjálfir að að fá
samþykktan sl. sumar. A hinn
bóginn er harla ólíklegt, að
Rússar þori að etja Kúbumönn-
um út í leiki, sem hætt væri við
að reitt gætu Bandaríkjamenn
til reiði. Þj myndu Bandaríkja-
menn ef til vill drepa sig úr
þeim dróma, sem þeir hafa
hvílt í um skeið, og látið sig
litlu varða þróun mála á Vest-
urlöndum.
En ef þannig er i pottinn búið
sem mig grunar að sé, að sveitir
Castros berjist umfram allt í
þágu heimsbyltingarinnar, en
ekki fyrir Rússa eingöngu, þá
gæti vel svo farið að þeir skytu
upp kollinum í heimshlutum,
sem Bandaríkjamönnum er
hreint ekki sama um, svo sem í
löndum Rómönsku Ameríku
þar sem Henry Kissinger var
nýlega á ferð, eða jafnvel í
löndum, þar sem Bandaríkja-
fáni blaktir við hún, t.d. við
Panamaskurð eða í Puerto
Rico. Þá myndi nú hitna ræki-
lega í kolunum.
Margt bendir til þess að
Castro, sem er hálfgerður
nýgræðingur á sviði
kommúnismans, samanborið
við aðra kommúnistaleiðtoga,
setji hugmyndafræðileg sjónar-
míð ofar d'ægurþrasi og stundar
hagsmunum, og af þeim rótum
séu runnar ýmsar hernaðarað-
gerðir Kúbumanna víða um
heim, ekki aðeins í Angóla,
heldur einnig í Alsír, Sýrlandi,
Kongó, Gíneu, Gíneu-Bissau,
Sómalíu Suður-Yemen og
jafnvel Öman, svo að ekki sé
minnzt á aðgerðirnar á síðasta
áratug í Zaire, Dóminikanska-
lýðveldinu, Venezu da, Panama
og Bólivíu.
Castro er greinilega stoltur af
afrekum Kúbumanna á
hernaðarsviðinu, sem eru í
rauninni einstæð fyrir van-
þróað land, er hefur aðeins
tæpra 10 irtilljónir íbúa. Hann
gumar af þeim stuðningi, sem
hann hefur látið I té og lofar að
styðja „framsæknar ríkis-
stjórnir og byltingaröfl" hvar
sem er í heiminum.
Og hann bætir við: — Þjóð
okkar tilheyrir ekki einungis
Rómönsku-Ameríku heldur
einnig Rómönsku-Afríku: í
æðum okkar rennur afrískt
blóð. Og kúbanskir hermenn
fóru reyndar sinn fyrsta meiri-
háttar leiðangur alla leið til
Alsír á sínum tíma, og Che
Guevara sálugi gerði sitt ítrasta
til að efla andstæðinga
Mobutus í óeirðunum í Kongó,
sem nú heitir Zaire, árið 1965.
Það var ekki fyrr en síðar að
hann fór til Rómönsku
Ameríku og hóf hin örlagaríku
afskipti sín af málefnum
Bólivíu.
Afskipti Kúbumanna af
málefnum Afríku og jafnvel
Mið-austurlanda, fara greini-
lega ekki í bága við hagsmuni
Rússa. Ef hlutirnir ganga úr-
skeiðis, geta Rússar hæglega
látið þá lönd og leið. En ef her
Castros, sem er nýkominn frá
Angóla, fer skyndilega að láta
til sín taka i Rómönsku-
Ameríku myndi það vafalaust
kalla fram mótmæli af hálfu
Rússa, sem vilja alls ekki
magna viðsjár með Bandaríkja-
mönnum og Kúbumönnum
um þessar mundir.
Það er Rússum áreiðanlega
mjög í hag, að Kúbumenn séu
önnum kafnir við afskipti af
ríkjum fjarri Vesturiöndum og
áhrifasvæði Bandaríkjanna.
Með þvi móti vinna þeir hags-
munum Rússa gagn án þess að
eiga það á hættu að reita
Bandaríkjamenn til reiði. En
hugsjónarmaðurinn og Kúbu-
maðurinn Castró hefur vita-
skuld mestan áhuga á grann-
ríkjum sínum í Rómönsku
Ameríku, því að þrátt fyrir
skyldleika við hina „Rómönsku-
Afríku” tilheyra Kúbumenn þó
umfram allt Römönsku-
Ameríku.
Enda þótt Castró hafi afskipti
af málefnum furðumargra
Afríkuríkja víða um álfuna, frá
Angóla til Gíneu og frá Somalíu
til Yemen, hefur hann eigi að
síður haft tök á að halda úti
herliði í Guayana og við landa-
mæri Venezuela. Auk þess sjá
Kúbumenn um þjálfun flug-
manna frá Perú á flugbækistöð
skammt frá Havana. Castró
hefur ekki misst sjónar af
draumsýninni um „frelsun“
Rómönsku-Ameríku, sem vald-
hafar í Kreml skipuðu honum
Eftir C.L.
Sulzberger
að varpa frá sér, þegar þeir
töldu hyggilegra að hætt yrði
við allan hernað við bæjardyr
Sam frænda.
Fyrir rúmlega hálfu ári settu
Kúbumenn á svið alþjóðlega
ráðstefnu til að styðja það að
Puerto Rico-menn hlytu sjálf-
stæði . A ráðstefnunni kom
eftirfarandi fram: „Við munum
aldrei sleppa hendinni af
bræðrum okkar í Puerto Rico,
enda þótt það kunni að kosta
aldalöng vinslit við Bandaríkja-
menn.“ Fyrir skömmu kom
þjóðarleiótogi Panama,
Torrijos hershöfðingi í heim-
sókn til Kúbu, og var hann þar
hvattur til að knýja enn frekar
á um að þjóðin fengi full yfir-
ráð yfir Panamaskurði og
Bandaríkjamenn yrðu á brott
með öllu.
Ef það er rétt, að Castro sé
umfram allt hugsjónamaður og
vilji einskis svífast til að vinna
byltingunni gagn, hvar sem því
verði við komið hlýtur aó koma
að því að hann virði að vettugi
heilræði og viðvaranir Rússa og
láti til skarar skríða i
Rómönsku-Ameríku enn á
ný. Castro hefur nú um
120.000 manns undir vopnum,
og einn sjötti þess herafla,
menn úr landher, flugher og
flota, er nú erlendis. Eins og
sakir standa er ekki gert ráð
fyrir því að þessar herskáu
sveitir verði kvaddar í nýjan
leiðangur nær heimkynnum
sínum.